Morgunblaðið - 05.04.1984, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984
Blíðviöri við Mývatn
Björk, MývatnsHveit, 4. aprfl.
HÉR HEFUR verið mikið blíð-
viðri undanfarna daga og ekki orð-
ið úrkomu vart í langan tíma.
Glampandi sólskin var í gær og
dag. Hitinn hefur komist í 8—10
stig. Snjór er mikið að hverfa, bú-
ið að hefla vegi og þeir orðnir það
þurrir að farið er að rjúka úr
þeim. Komið er á aðra viku síðan
vart varð við gæsir hér í grennd-
inni. Sú von læðist að manni að
vorið sé að koma. — Kristján
Fulltrúi Alþjóðabankans staddur hérlendis:
Heldur fyrirlestur um orkumál
JIILIAN Bharier, fulltrúi Alþjóða-
bankans, mun á morgun kynna
orkuáætlanir Alþjóðabankans og
Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna á fundi, sem haldinn verður í
Borgartúni 6 kl. 15 í dag.
Fundurinn er opinn verkfræð-
ingum og öllum þeim, sem áhuga
hafa á að fræðast um starfsemi
þessara tveggja alþjóðastofnana á
sviði orkumála, t.d. með ráðgjöf í
huga. (Úr fréttatilkynningu.)
Gamanmynd í Laugarásbíó
Laugarásbíó hefur frumsýnt kvikmyndina „Smokey and the Bandit III“. Er
þetta bandarísk gamanmynd úr myndaflokki, sem notið hefur mikilla vin-
sælda. Aðalhlutverkið ieikur Jacky Gleason.
Nú qetur
húsbvqqjandi í Hafnarfirði
verslað í BYKO
án þess að fara í Kópavog
Við bjóðum vkkur veikomin í nýja bygeineavöru-
verslun BYKO í Hafnarfirði.
Þar ætlum við okkur að þjóna húsbyggjendum og
öðru ágætu athafnafólki í Hafnarfirði og ekki síður
Garðabæ, Alftanesi, af Suðumesjum og víðar.
Markmið okkar er að BYKO í Hafnarfirði verði
í engu eftirbátur BYKO í Kópavogi sem er rómuð
fyrir glæsilegt vöruval, vörugæði, sanngjamt verð og
góða þjónustu.
Þeir sem búa á þessu svæði og standa í stómm
sem smáum framkvæmdum geta nú sparað sér um-
talsverðan tíma og fyrirhöfn með heimsókn í BYKO
í Hafnarfirði.
VIÐ VONUMST TIL AÐ SJA YKKUR
gLS BYGGINGAVORUR
RYngHAFNARFIRÐI
DALSHRAUN115
SÍMAR: 52870 / 54411
BYKO verslun opnuð
í Hafnaiifirði
}
<
D
<
Þar sem fagmennirnir versla er þér óhætt
Leiðrétting
Prentvillupúkinn lék lausum
hala í greininni „Drottning lofts-
ins“, sem birtist á Flugsíðunni í
gær. Þar er sagt, að 9. febrúar sé
stór dagur í sögu Boeing, sem er
rétt, en þann dag fyrir 15 árum
hóf fyrsta Boeing-747 risaþotan
sig á loft. Sama dag sjö árum áð-
ur, eða fyrir 21 ári, flaug fyrsta
Boeing-727 vélin (ekki B-747 eins
og stóð).
í töflunni, þar sem afkastageta
flugvéla sl. 25 ár er borin saman,
stóð að Douglas DC-8 hefði flogið
árið 1951 en á að vera 1961. Glögg-
ir lesendur hafa eflaust áttað sig á
þessu því DC-8 vélarnar voru ekki
til árið 1951.
Hlutaðeigendur eru beðnir vel-
virðingar á þessu.
Kísilmálmur
SlÐARI hluti orðsins kísilmálmur
féll niður á nokkrum stöðum í
grein dr. Björns S. Stefánssonar í
blaðinu í gær. Leiðréttist þetta
hér með, og biðst blaðið afsökunar
á þeim mistökum.
Leiðrétting
I FRÉTT um lát Björns Ólafsson-
ar fyrrverandi konsertmeistara í
Mbl. í gær misritaðist að Björn
hefði verið 77 ára, er hann lézt.
Hið rétta er að hann var 67 ára.
Þá féll niður stafur í nafni kenn-
ara Björns í Ameríku. Nafn hans
er rétt ritað Adolf Busch, en ekki
Dolf Busch. Mbl. biðst velvirð-
ingar á þessum misritunum.
Stjörnuefni
f GREIN Ólafs M. Jóhannessonar,
„Ugla sat á kvisti", í blaðinu í gær
misritaðist orðið stjörnuefni svo úr
varð stjörnukerfi. — Er velvirð-
ingar beðist á þeim mistökum.
Þú
Ert þú að leita að skemmti-
legri vinnu sem gefur vel í
aðra hönd? Viö erum að leita
aö fólki um allt land, sem hef-
ur áhuga á aö selja lífrænar
heilsuvörur til verndar húö-
inni. Viö munum kenna þér
allt sem þú þarft aö vita á
námskeiöi í Reykjavík í vor.
Ef þú hefur áhuga og óskar
viötals þá skrifaðu okkur fyrir
15. maí upplýsingar um þig
og símanúmer.
Utanáskriftin er:
Nuna Box 37, 200 Kópavogur.
Skrúfur
á báta
og skip
Allar stæröir frá 1000—4500
mm og allt aö 4500 kíló.
Efni: GSOMS—57—F—45
Eöa: GNIALBZ—F—60.
Fyrir öll klössunarfélög.
Skrúfuöxlar eftir teikningu.
\
SflQjiiíllaiuigjiuKí'
<& (Sco)
Vesturgotu 1 6,
Sími 14680.