Morgunblaðið - 11.04.1984, Page 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
Vill auka ferðamanna-
strauminn til Portúgals
Samtal við Joao Carlos Teixeira
„Það þarf ekki að orðiengja
hversu mikiu máli það skiptir fyrir
Portúgal að íslenzkir ferðamenn
komi á þsr slóðir. Eins og allir vita
hafa Portúgalir keypt saltfi.sk af
íslendingum í miklu magni um
árabil og viðskiptajöfnuður land-
anna verið Portúgal mjög óhag-
stæður. Þessari þróun hefur að
vísu tekizt að þoka til réttara
horfs, en ferðamannastraumur
héðan hefur þá ekki minnst áhrif.
Og það er óhstt að segja að í fyrra
var í fyrsta skipti gerð markviss
tilraun — sem tókst ákaflega vel
— til að beina íslenzkum ferða-
mönnura til Portúgal. Nú í ár verð-
ur vonandi aukning enn.“
Þetta sagði Joao Carlos Teix-
eira, forstjóri portúgölsku ríkis-
ferðaskrifstofunnar í Stokk-
hólmi, en hann hefur verið í
Reykjavík í nokkra daga vegna
samninga við ferðaskrifstofuna
Útsýn, sem hóf Algarve-ferð-
irnar á sl. ári við góðan orðstír.
Teixeira sagði, að ferðirnar
hefðu tekizt svo vel, að ætlunin
væri að auka sætaframboðið og
auk þess hefði hann mikinn
áhuga á að ræða um að koma
Madeira á framfæri við íslenzka
ferðamenn, og þá einkum að
haust- og vetrarlagi.
— Á síðasta sumri voru ís-
lenzkir farþegar Útsýnar með
um 25 þúsund gistinætur og það
er mjög svo sambærilegt hlutfall
— miðað við mannfjölda nátt-
úrlega — og er á hinum Norður-
löndunum, einkum Noregi og
Svíþjóð. Danir fara meira til
Madeira og við erum að hefja
herferð í Finnlandi nú.
Joao Carlos Teixeira
— Ástæður fyrir því að Al-
garve hefur orðið fyrir valinu
sem ákjósanlegur staður eru
auðvitað fjöldamargar. Þar eru
þessar frábæru strendur og sér-
stæðu klettamyndanir, falleg og
litrík þorp bæði við ströndina og
uppi í fjöllunum, það sem mann-
lífið er ekta og ósnortið, þrátt
fyrir allan ferðamannastraum.
Þar er á boðstólum ákaflega
mikið og gott úrval sjávarrétta
við flestra hæfi. Að ekki sé
minnzt á grillaðar portúgalskar
sardínur — sem eru í senn mikið
sælgæti og afar ódýr matur. Það
er hreint ævintýralegt að vera
til dæmis við höfnina í Portimao
á morgnana þegar bátarnir
koma að, og veitingamennirnir
koma og ná sér í skammt og
grilla svo fiskinn fyrir viðskipta-
vinina meðan hann er glænýr.
Vilji menn skemmta sér á kvöld-
in eru næturklúbbar og diskótek
við hvers manns hæfi og nefna
má einnig, hversu auðvelt er
gestum að komast leiðar sinnar i
Álgarve, þar eru vegmerkingar
til mikillar fyrirmyndar. Og
svona mætti auðvitað áfram
telja. Mér sýnist ótvírætt að
reynslan frá í fyrra bendi til
þess að íslendingum falli vel í
geð að vitja Portúgals og ég vona
að þeir finni, að þeir eru þar
velkomnir gestir.
— Mér þykir líka mjög áhuga-
vert að vekja athygli á Madeira.
Eyjarskeggjar hafa alltaf dálitla
sérstöðu, svona innbyrðis. Þó að
Madeira og ísland séu mjög ólík-
ir staðir hef ég þá trú, að lands-
lagsfegurðin á Madeira og fjöl-
breytni hennar höfði til ykkar.
Og Funchal — höfuðborg eyjar-
innar — er afar viðfeldinn bær
og þar er nánast hægt að fá allt
sem hugurinn girnist. Hiti á
Madeira í október-nóvember er
svona um 18 til 20 stig, þægi-
legur hiti fyrir íslendinga vænti
ég. Og ef fólk saknar þess að ekki
eru strendur í eiginlegri
merkingu á Madeira, þá má taka
bát yfir á Porto Santo, ná-
grannaeyju Madeira, þar sem
strendurnar eiga vart sinn líka.
Frá Funchal, höfuðborg Madeira.
Á Porto Santo gengur lífið öðru-
vísi fyrir sig en á Madeira, það
er rétt sem maður sé horfinn
langt aftur í tímann, og frum-
stætt líf íbúanna á Porto Santo
er hvorttveggja í senn öldungis
heillandi og framandlegt. Furðu-
legt að svona staður skuli enn
vera til, svona nærri alfaraleið.
Viðtal: Jóhanna
Kristjónsdóttir.
á gerjuðum
FÆÐA
HEILBRIGÐI
Whisky eða byggbrennivín er
írsk uppfinning (Irar kalla það
whiskey) sem Skotar hafa að
mestu eignað sér. Þar eð ger-
sveppir geta ekki nýtt sér kol-
vetnin í bygginu þarf flóknari
vinnslu.
Kolvetnin (sterkjan) er ýmist
rofin með hvötum (maltwhisky)
eða sterkri sýru (kornwhisky).
Síðan er gerjaður eins konar
bjór úr bygginu og loks er lögur-
inn eimaður.
Bragðið af skosku whisky staf-
Brenndu vínin burt
Verð á áfengi á íslandi hefur um
langt skeið verið eitthvert það
hæsta á Vesturlöndum. Af því hef-
ur aftur leitt að meðalneysla á vín-
anda er hér með því lægsta í þess-
um heimshluta.
Ef beint samband væri á milli
meðalneyslu annars vegar og tíðni
ofurölvunar og alkóhólisma hins
vegar ættu þessi vandamál að vera
sérstaklega fátíð hér á landi.
Því miður er þessu öfugt farið.
Rannsóknir Tómasar Helgasonar
og félaga (Læknablaðið, desem-
ber 1983) og fleiri aðila sýna þvert
á móti að áfengissýki er hér sér-
staklega algeng.
Allar rannsóknir á þessu sviði
virðast staðfesta það sem lengi
hefur verið almannarómur: Að
þrátt fyrir hátt verð og miklar
takmarkanir á dreifingu hafi
áfengisstefnan brugðist.
Skýringin er nærtæk. Áróður
gegn veikum vínum og bann á
áfengu öli beinlínis þröngvaði
sterku drykkjunum upp á þjóðina,
enda fékk hún til skamms tíma
nær allan sinn vínanda úr þeim.
Sá grundvallarmisskilningur
sem þessi vanhugsaða stefna
byggðist á kemur vel fram á
myndinni hér á síðunni: Þótt allt
áfengi geti leitt til alkóhólisma eru
brenndu vínin í sérflokki.
En orsakirnar eru ekki aðeins
of sterkir drykkir, heldur einnig
sú staðreynd að almennings-
fræðsla hefur verið ótrúlega lítil
og með eindæmum einstreng-
ingsleg og einhæf.
Nú er vonandi loksins verið að
taka mótun stefnunnar og fræðsl-
una úr höndum öfgafullra bindind-
ismanna. En eftir sitja hundruð, ef
ekki þúsundir, með ónýtt líf og
skerta heilsu.
Breyttri stefnu ber að fagna.
Bindindismenn á áfengi, ekki
frekar en fyrrverandi alkóhólistar,
eiga ekki að ráða mótun áfengis-
stefnu heldur borgaraleg öfl með
hófsemi aö leiðarljósi.
Hagsmunir meirihluta Islend-
inga eru fyrst og síðast þeir að
unglingar fái tækifæri að læra að
nota léttvín og öl í hófi heima hjá
sér áður en þeir læra á sterkari
vímuefni á götunni.
gerjun, en það síðara eiming.
Brandy eða vínberjabrennivín,
er tvímælalaust merkastur þess-
ara drykkja. Er hann upprunn-
inn í Frakklandi og er frarrt-
leiddur með eimingu
vínberjalegi.
Áfengi > Ofurölvun > Alkóhólismi > Skorpulifur
Áhætta: Sterk vín > millisterk vín > léttvín > áfengt öl
Hvaðan koma þau?
Allar þjóðir geta framleitt
brennd vín. Framleiðsla á góðum
tegundum fer oftast fram í
tveim aðalþrepum. Það fyrra er
Fínasta brandy sem er fram-
leitt, cognac, kemur frá tveim
héruðum í Frakklandi. Er það
tvíeimað og elt í ámum úr sér-
stakri eik (i allt að 20 ár) og
tekur í sig bragð úr henni.
ar m.a. frá mó sem er notaður
sem eldsneyti þegar maltið er
þurrkað og úr eikarámum sem
eru notaðar til að elda drykkinn
(oftast 6—10 ár).
Romm var til skamms tíma
talinn heldur ómerkilegur
drykkur, en eftir að kokkteilar
komust í tísku eftir 1920 varð
þessi drykkur smám saman vin-
sæll til blöndunar.
Romm er unnið úr melassa
sem er hliðarafurð við reyrsyk-
urframleiðslu m.a. á Jamaíka,
Puerto Rico og víðar. Romm er
látið eldast í a.m.k. 3 ár. í góðum
eikarámum aukast gæðin í allt
að 20 ár.
Gin er ein vinsælasta gerðin
af brenndum vinum. Úpphaflega
var það hollenskur drykkur
(genever), en nú er mikið fram-
leitt af því í Bretlandi og víðar.
Aðalbragðgjafinn eru einiber.
Vodka er einkum framleitt í
Austur-Evrópu, en í vaxandi
mæli í Bandaríkjunum. Vodka
og gin eiga sammerkt að gerjaði
lögurinn er eimaður í spíra sem
síðan er þynntur með vatni.
Ákavíti er einnig unnið með því
að blanda saman spíra og vatni.
Jafnframt er bætt í það kúmen-
olíu og salti. Sama gildir um ís-
lenska brennivínið og svipaða
drykki.
Líkjörar eru sykraðir og
bragðbættir sterkir drykkir sem
eru drukknir eftir máltíð, oft
með kaffi. Af þekktum líkjörum
má nefna Benedictine, Cointreu
o. fl.
Lokaorð
Brennd vín eru ekki aðeins
sterkustu áfengu drykkirnir og
þeir sem helst stuðla að misnotkun
og áfengissýki, heldur eru þeir ger-
sneyddir öllum vítamínum og
steinefnum.
Með því að nú er búið aö skatt-
leggja allt áfengi eftir styrkleika
ætti smám saman að draga úr
neyslu þessara varasömu veiga í
landinu. Enda ekki seinna vænna!