Morgunblaðið - 18.04.1984, Page 16

Morgunblaðið - 18.04.1984, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 íslenskir litir á Skáni Ungir íslenskir myndlistarmenn sýna nýjustu verk sín í Lundi og Málmey — eftir Pétur Pétursson Það má með sanni segja að vel sé séð fyrir kynningu á nútíma málverki íslensku hér á Skáni. Nú í einmánuði, laugardaginn 17. mars, var opnuð í sýningarsal Lundarbæjar (Konsthallen) sýn- ing á verkum sjö ungra myndlist- armanna undir heitinu „Málverk: Ungt islándskt máleri frán 80-tal- et“. Sú sýning er á vegum sýninga- hússins sjálfs, en Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur skipulagði hana og hafði frjálsar hendur um val verkanna. Benedikt Gröndal sendiherra fslands opnaði sýning- una formlega og á eftir var leikin íslensk tónlist eftir Jón Nordal. Viku seinna var opnuð í Malmö (Malmö Konsthall) önnur íslensk myndlistarsýning og að þessu sinni voru einnig á ferð átta ungir listamenn ásamt tveim af eldri kynslóðinni, þeim Stefáni Jónssyni frá Mörtrudal og Eggert Magnús- syni. Þessi sýning, sem einnig er á vegum hins opinbera, var skipu- lögð og sett upp af I slendingi, Ing- ólfi Erni Arnarssyni sem sjálfur er myndlistarmaður, ásamt Magn- úsi Pálssyni sem víða hefur komið við í íslenskri myndlist. Sú sýning ber heitið „Kárleksdjuret" (Ást- ardýrið), nafn sem vaxið er úr verkum eins listamannanna, Helga Þ. Friðjónssonar, sem ritar formála í sýningarskrá. Formál- inn fjailar um óþekkta dýrategund sem hefur þá eiginleika að elska út af lífinu einstaklinga annarrar tegundar og þar með deyja út. Helgi á einnig myndir á sýning- unni í Lundi, en auk hans og þeirra er áður eru nefndir sýna nú í Malmö, þau I)aði Guðbjörnsson, Árni Ingólfsson, Jóhanna Kristín Vngvadóttir, Kristinn Guðbrandur Harðarson, Steingrímur E. Krist- mundsson, Tumi Magnússon og Val- garður Gunnarsson. Árið 1979 voru sýnd á sama stað í Malmö verk ellefu íslenskra nú- tímalistamanna, þannig að segja má að fylgst sé vel með því sem er að gerast í myndlist á íslandi. Forstöðumaður sýningarhallar- innar í Malmö, Eje Högestátt, sagði að fyllsta ástæða væri til þess að sýna íslenska list á fimm ára fresti, svo mikil gróska væri í íslensku málverki. Maðurinn án skilgreiningar Þessar tvær sýningar voru upp- haflega skipulagðar óháðar hvor annarri, og ekki var gert ráð fyrir að opna sýninguna í Lundi fyrr en að hausti, en þegar fréttist um áform listahallarinnar í Malmö var ákveðið að sýningarnar skyldu standa samtímis. Sýningarnar bæta hvor aðra upp, auglýsa auk þess hver aðra og gefa sem heild góða yfirsýn yfir það sem okkar allra yngstu listamenn eru að gera í dag. Sumar myndirnar eru svo nýjar af nálinni (penslinum) að þær voru hengdar upp blautar og þorna hér fyrir framan listunn- endur og gagnrýnendur á Skáni, sem virðast af fyrstu viðbrögðum að dæma vera mjög jákvæðir. Sumir segja að það sé næstum því áfall að koma inn í Konsthallen í Lundi. Litirnir séu æðisgengnir og trylltir, það sé ofbeldi í forminu og tilfinningarnar óheflaðar o.s.frv. Flestum finnst sérkennilegt hvað þessi list er laus við hefð og ákveðnar kennisetningar. Rétti- lega er bent á það, að hjá öllum þessum listamönnum sé maðurinn á einn eða annan hátt miðpunkt- urinn. Blöðin nota ýmis hugtök til þess að skilgreina þessa list. Talað er um neo-expressionisma, hug- lægan (subjective) modernisma og koncept-list. Ekki virðast listamennirnir sjálfir vera hressir yfir þessum flokkunarkerfum enda ekki alltaf á einu máli innbyrðis og alls ekki alltaf tilbúnir að gera grein fyrir list sinni eftir formúlum listfræð- innar. Það er því ekki ástæða til að miða eingöngu við þessi kenni- leiti þegar lagt er upp í skoðunar- ferð. Auk þess skilst manni að þessir málarar séu, að minnsta kosti að hluta til, að brjóta af sér „hefðbundin sjónarmið" í listsköp- un undangenginna ára og þá gilda merkimiðar alls ekki. „Sköpun" og „flokkun" eru í sjálfu sér and- stæðar athafnir. Segja má að mál- verk þessarar nýju kynslóðar fjalli meira um sjálfsmynd — ímynd en skilgreinda athöfn. Hér er fremur um að ræða leit en boð- skap. Þetta kemur vel fram í ljóð- um þeim og athugasemdum sem birtar eru í sýningarskránum og sérstöku bókverki sem gefið er út í tilefni sýninganna. Valgarður Gunnarsson á myndir á báðum stöðunum. Ljóð hans tjáir líklega betur en margt annað hvað lista- maður er að hugsa við málverkið í dag. „En flimrande vlsion vid andra sidan om en Ijuaglimt I pplöses í vággen och áteruppstár. \ áxelvis.“ Listamaðurinn er hér á sömu línu og dulhyggjumenn allra alda. Orð og form geta aðeins að takmörkuðu leyti gert grein fyrir skynjun hans, litir duga hér e.t.v. betur. Þeir sem eru lausir við dulhyggjutilhneigingar (mystik) skilja að vonum ekkert í þessari list, sama hvort þeir eru Svíar eða íslendingar. Fundu ekki ísland Þeir sem leita að íslenskum minnum og þjóðerniseinkennum hjá þessari yngstu kynslóð lista- manna okkar finna það varla í verkum þeirra í Malmö og Lundi — menn komu til að finna fsland, en fundu það ekki; þannig má orða viðbrögð Svíanna á blaðamanna- fundum sem haldnir voru daginn fyrir opnum og fyrsta daginn. Hér eru engin falleg fjöll, torfbæir og sólarlag, rauð ský eða jökull — ekkert einmana strá sem ber við bláan himin. Sumum kom á óvart að sjá hér ósvikinn anga af evr- ópskri og amerískri nútímalist, en skildu það betur eftir að bent var á að flest þetta fólk hefur stundað nám erlendis og sumir jafnvel unnið um lengri eða skemmri tíma að myndlist í helstu stórborgum, París — New York — Amsterdam og Reykjavík, þetta eru pólarnir í nýlistinni íslensku. „Þetta er ein- mitt ein af hugmyndunum bak við sýninguna," sagði Aöalsteinn Ing- ólfsson í stuttu viðtali við frétta- mann, en Aðalsteinn vann að því að setja upp sýninguna í lundi ásamt tveim af listamönnunum sjálfum, þeim Erlu Þórarjnsdóttur og Gunnari Erni. „Svíar, og reynd- ar Norðurlandabúar yfirleitt, vilja gjarnan líta á okkur sem norrænt minja- og menningarsafn, en eins og eins konar afkima þegar um er að ræða nútímalist. Eg hef, bæði nú og fyrr reynt að sýna þeim fram á að íslendingar hafi oftast verið í mjög nánu sambandi við menningu Evrópu allar götur frá landnámstíð, nema ef vera skyldi á 17. og 18. öld.“ Aðalsteinn hefur verið við rann- sóknir í listfræði hér í Lundi og forráðamenn sýningarhallarinnar snéru sér því eðlilega til hans þeg- ar að því kom að kynna íslenska nútímalist, en það hefur lengi ver- ið á dagskrá hjá forráðamönnum hennar, eins og kemur fram í formálanum að sýningarskránni. Aðalsteinn kvaðst harðánægður með móttökurnar: „Þennan fyrsta dag sýningarinnar hafa eitt þús- und og þrjú hundruð manns kom- ið, og er það mjög há tala ef miðað er við sýningar hér yfirleitt. Sýn- ingin hér á undan okkur, Apart- heid, fékk rúmlega níu hundruð manns og voru þó þar á meðal heimsþekkt nöfn. Margir þeir sem lifa og hrærast hér í myndlistinni hafa látið í ljósi bæði undrun og ánægju með sýninguna við mig. Menn vissu ekki við hverju þeir áttu að búast. Mörgum kom hún þægilega á óvart, en hún kom flatt upp á aðra, einkum fólk af eldri kynslóðinni, sem greinilega bjóst við einhverju allt öðru.“ Árang- urslaus leit var gerð að íslenskum mótívum. Ekki er þó útilokað að sjá þjóðleg einkenni í málverkun- um. Aðalsteinn og Gunnar örn bentu fréttamanni á að í myndum þess siöarnefnda mætti sjá kvik- indi sömu ættar og þau er stund- um sjást í gömlum handrita- skreytingum íslenskum. Fígúrur á Valþjófsstaðahurð gægjast fram í einni mynd að minnsta kosti. Jón Axel Björnsson á þarna gríðarstóra dúka og þar má sjá harðneskjuleg andlit og eggvopn — víkingaeðlið ef menn vilja. t mannslíkömum Kjartans Olafssonar má sjá goða- líkneski, e.t.v. Þór; en ekkert ligg- ur hér í augum uppi og varla til þess ætlast að íbúar Suður-Svi- þjóðar sjái þetta í hendingskasti. Það er sem sagt ekki rómantík- inni fyrir að fara — nema ef vera skyldi í framlagi Erlu Þórarins- dóttur og þá ekki í málverkunum beint heldur frekar í hugmynda- fræðinni sem kemur fram í text- um hennar í sýningarskránni. Hún hefur líka eitthvað að segja Svíum um tsland, enda sjálf bú- sett og starfandi að myndlist í Stokkhólmi. Hún skrifar: „Vinna mín gengur út á það að skilgreina konuna. Okkur riður á að vita Benedikt Gröndal sendiherra opnar sýninguna í Lundi. Tryggvi Ólafsson og Gunnar Örn við málverk eftir Kjartan Ólafsson. Séð ofan í anddyri í safninu í Lundi. Verk eftir Helga Þorgils, Gunnar Örn, Jón Axel og Valgarð Gunnarsson sjást. hvað konan er, hefur verið og hvað hún gæti verið: nýir möguleikar og ævafornar launhelgar" (lauslega þýtt af undirrituðum). Kvenlegur frumkraftur er henni forsenda listsköpunar, enda virðist hún ganga út frá hinu kvenlega sem inntaki mannlegs eðlis yfir höfuð — þar sé fólgin meining með til- verunni. Erla nefnir dæmi og vitn- ar í þekkta Þjóðverja, Goethe og Nietzsche sem voru á sömu línu. Hér má bæta við einum aðalhöf- undi rómantísku guðfræðinnar, líka Þjóðverja, nefnilega Schlei- ermacher sem sagði að karlmað- urinn nálgaðist tilveruna með því að flokka og mæla en konan með því að tilheyra henni. Schleier- macher skildi konur og þær mátu hann svo að til vandræða horfði fyrir hann um tíma. Tómas Sæ- mundsson heilsaði upp á þennan mann í Berlín í suðurgöngu sinni; hann ætlaði reyndar, eins og stendur í ferðabók hans, að hitta Hegel (hinn aðalforsprakka rómantísku guðfræðinnar). Því má bæta við, þó það sé utan við efnið, að nú gengur alda af nýjum áhuga á Schleiermacher yfir í helstu háskólum Evrópu og Ámer- íku. Erla bendir á það að eldfjöll á íslandi eru yfirleitt kvenkennd, Hekla, Katla, Askja o.s.frv. Á einn gaflinn í salnum í Lundi hefur hún málað eldgos með persónulegu ívafi máli sínu til stuðnings. í málverkinu virðist hún leita á vit frumeðlis mannsins og túlkar það í sterkum litum og einföldum formum. Það er sennilega mikið til í þessu; að konan standi nær sköpunarverkinu en gefið er í skyn í fyrstu Mósebók. Að sýna íslenska list erlendis Sá veruleiki sem þessir lista- menn okkar eru að fást við er sem sagt stærri en ísland, en samt ekki endilega fyrir utan ísland. Bæði Erla og Aðalsteinn benda á að ís- lenskt verðbólguþjóðfélag sé, að einhverju leyti að minnsta kosti, brenglað og hafi sýnt mönnum fram á blákalt tilgangsleysi og fáránleika efnishyggju nútíma- þjóðfélags. Gunnar örn segir: „Við lifum og störfum á íslandi og ís- lenskur veruleiki hlýtur því á einn eða annan hátt að birtast í verk- um okkar." En á þessi veruleiki erindi út fyrir landsteinana, hvernig er að því staðið að senda hann og hvernig er listpólitíkinni háttað? Aðalsteinn og Gunnar Örn verða fyrir svörum. Aðalsteinn: íslenskar sýningar erlendis eru yfirleitt settar upp af útlendingum og oftast þannig til komnar að boð koma heim eftir margvíslegum leiðum. Ákveðnar óskir fylgja þessum boðum og út- lendingar gefa sér ákveðnar for- sendur fyrirfram um það hvernig slíkar sýningar eigi að vera sam- ansettar og svo er það íslend- inganna að fylla upp í það mynst- ur. Oft fara fram hjá þeim hlutir sem þeir ættu að taka eftir. Mik- ilvægt er að íslendingar sjálfir fái stundum frjálsar hendur með val á sýningar erlendis og það val sé íslenskri list í hag, ekki einstökum mönnum eða félögum. íslenskar sýningar á erlendum vettvangi eru oft afar tætingslegar, vegna þess að þær eru samansettar til að geðjast ýmsum einstaklingum sem skiptast á um að sýna erlendis. Gunnar Örn: Það er sjaldgæft að það sé sýnt svo mikið af nýjum verkum í einu, og það yngsta tekið fyrir. Sýning eins og þessi sýnir hvað ungt listafólk er að hugsa og hvernig það vill tjá sig. Fréttamaður: Hefur verið gerð áætlun um það, að þessi sýning fari víðar? Aðalsteinn: Nei það var hrein- lega ekki tími til að hugsa til þess þó er það ekki útilokað. Safna- og gallerífólk hefur sýnt áhuga á verkum hér á sýningunni, og eitthvað hefur nú þegar verið spurst fyrir um verð á einstökum verkum. Fréttamaður: Er almennur áhugi á íslenskri nútimalist á Norður- löndum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.