Morgunblaðið - 18.04.1984, Qupperneq 18
18
MttrtGiMBLAtirfyforoViktflyAEiJft ífc AÞftfLifoU'
Nokkrar spurn
ingar og svör
— eftir dr. Jón Óttar
Ragnarsson
Helstu rök í áfengisumræðunni
eru óðum að komast til skila. Hér
verður svarað hclstu spurningum
sem komið hafa fram í umræðum í
fjölmiölum á undanförnum vikum.
Eru bein tengsl milli tíðni alkó-
hólisma og heildarneyslu vínanda?
Svar: Tengsl, já. Bein tengsl,
nei. Reynsla íslendinga er skýrt
dæmi um að þetta er ekki svona
einfalt. Heildarneysla vínanda
er hér mjög lág, en tíðni alkóhól-
isma mjög há.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að
íslendingar fengu til skamms tíma
nær allan sinn vínanda úr sterkum
drykkjum, en þá er hættan á mis-
notkun, þ.á m. meðal unglinga, og
alkóhólisma mest.
Er hætta á aö bjórinn auki heild-
arneyslu á vínanda?
Svar: Ekki að ráði ef rétt er á
málum haldið. Breytt verðlagn-
ingarkerfi sem nú er komið í gagn-
ið gerir kleift að beina neyslunni
frá sterkustu drykkjunum yfir á þá
veikari.
Vínandinn í bjórnum bætist
auðvitað við þann vínanda sem
fyrir er. Á móti kemur hins veg-
ar að neyslan á sterku drykkjun-
um mun dragast saman svo í
heild verður aukningin ekki
veruleg.
Hitt skiptir meira máli, eins og
fram kom hér að ofan, að það er
margfalt brýnna að draga úr
neyslu sterkustu drykkjanna en að
einblína á neysluna á vínanda í
heild.
Lykilatriðið er að hafa sterku
drykkina svo dýra að þjóðin hætti
að nota þá sem handhæga vímu-
gjafa og að þeir séu eingöngu not-
aðir við sérstök tækifæri eða alls
ekki.
Er hætta á að bjórinn muni
stuðla að unglingadrykkju?
Svar: Nei. Misnotkun áfengis
meðal unglinga er nú þegar orðin
meira vandamál hér á landi en
með nokkurri annarri þjóð sem ég
þekki til, jafnvel meiri en sums
staöar meðal eskimóa.
Konur á ölkrá í Dublin.
HEILBRIGÐI
Vandamlið er ekki notkun
áfengis, heldur misnotkun, þ.e.
ofurölvun og afleiðingar hennar
meðal unglinganna. Bjórinn og
breytt áfengisstefna munu vinna
gegn þessari þjóðarvá.
Það sem er um að ræða er að
gefa unglingum tækifæri að
læra að nota bjór og léttvín (alls
ekki sterkari drykki) heima hjá
sér áður en þeir læra að misnota
þá á götunni.
Þetta er slíkt hagsmunamál fyrir
þjóðina aö vart verður með orðum
lýst. Það sem er í húfi er ekki
aðeins að vinna gegn áfengisböl-
inu, heldur einnig gegn enn
sterkari vímuefnum.
Er ný félagsstofnun fyrir karla í
uppsiglingu í þessu þjóðfélagi:
ölkráin?
Svar: Nei, ekki ef rétt er á mál-
um haldið. Það er hins vegar rétt
að ný félagsstofnun er að koma
til sögunnar um þessar mundir,
stofnun sem til þessa hefur verið
óþekkt fyrirbæri í þjóðlífinu.
Afar mikilvægt er að þessi
stofnun þróist á rétta braut. Því
miður hefur brambolt öfga-
manna gegn alkóhóli leitt til
andvaraleysis á þessu sviði
áfengismála sem öðrum.
Mestu varðar að íslenskar
ölkrár verði alíslenskar. Ég er
persónulega hlynntur því að
banna sölu á sterkum og milli-
sterkum drykkjum á slíkum
krám áður en lengra er haldið.
Með því að leyfa einungis áfengt
öl og léttvín á slíkum stöðum
mundi draga úr ónæði af ofurölvi
gestum sem ekki aðeins fæla burt
konur, heldur og allt siðað fólk.
Þetta þýðir með öðrum orðum
að þá verður ölkráin orðin miklu
menningarlegri staður en sú öm-
urlega karlasamkoma sem kallast
„íslenskur bar“ að ekki sé talað
um „íslenskan hádegisbar".
Sjálfsagt er að skylda þessa
staði til að hafa smárétti á boð-
stólum. Hins vegar er óheppilegt
að skylda gesti til að kaupa sér
mat eins og sums staðar er gert.
Ástæðan er einfaldlega sú að
það verður að vera háð vilja
neytandans hverju sinni hvort
hann vill birgja sig upp af óþörf-
um hitaeiningum, en ekki duttl-
ungum löggjafans.
Hefur bjór verið bannaður í Sví-
þjóð?
Boð- og bannistar hafa gert
mikið úr því sem þeir kalla
„reynslu" annarra þjóða. Þeir
hafa jafnvel gefið í skyn að bjór
hafi verið bannaður í Svíþjóð
vegna unglingadrykkju.
Þetta er alrangt. Það sem Svíar
hættu að gera var að selja sterkan
bjór í matvörubúðum. íslendingar
eru hins vegar eina þjóðin á Vest-
urlöndum sem lætur sér detta í
hug að banna bjór.
Getur bjór valdið heilaskemmd-
um?
Áfengisvarnarráð hefur í ör-
væntingu sinni reynt að klína þeim
stimpli á ölið að það sé sérstaklega
til þess fallið að valda hcila-
skemmdum. Þetta er annað dæmi
um fávísi þessa ráðs.
Staðreyndin er einfaldlega sú
að það eru fyrst og fremst sterku
drykkirnir, dekurbörn þessa sama
ráðs, sem helst geta valdið
skemmdum á taugakerfinu og
heilabúi.
Það eru einmitt léttvínin og
bjórinn, þeir áfengu drykkir sem
ráðið berst harðast gegn, sem
eru síst til þess fallnir að skaða
laugakerfið (auk þess að vera síst
til þess fallnir að stuðla að alkó-
hólisma).
Bensínstöð við Bessastaði
— eftir ÓlafE.
Stefánsson og
Þorkel Helgason
Eftirfarandi útdráttur úr greinar-
gerð, er undirritaðir lögöu fyrir
hreppsnefnd Bessastaðahrepps, 9.
apríl sl.
Við undirritaðir, sem sæti eig-
um í skipulagsnefnd Bessastaða-
hrepps, áteljum þau vinnubrögð er
meiri hluti hreppsnefndar hefur
við haft í meðferð og afgreiðslu
erindis eigenda svonefnds
„Grandastykkis" varðandi Ieyfi til
sölu hluta þess undir bensínstöð
o.fl. Jafnframt lýsum við okkur
með öllu ósammála samþykkt
hreppsnefndar um málið frá 31.
mars sl.
I. Málsmeðferð
Upphaf þessa máls er bréf frá
landeiganda á Álftanesi til
hreppsnefndar, dags. 26. septem-
ber 1983. Þar er greint frá kauptil-
boði olíuverslunar nokkurrar í
3.000 m2 skila í norðvesturhorni
gatnamóta Álftanesvegar og
heimreiðar að Bessastöðum.
Hyggist olíuverslunin reisa þarna
bensínstöð með meiru og óskar
landeigandi eftir heimild til söl-
unnar, þ.e.a.s. að hreppurinn víki
frá forkaupsrétti sínum, enda
fylgi heimildinni leyfi til reksturs
bensínstöðvar og söluskála.
Mál þetta er fyrst lagt fram í
skipulagsnefnd 8. nóv. 1983 og
sent þangað „til kynningar". Er
orðalagið athyglisvert. Öðrum
hliðstæðum málum hefur hrepps-
nefnd „vísað" til skipulagsnefnd-
arinnar. Á þessum fundi komu
strax fram efasemdir okkar og
fleiri í skipulagsnefnd um bens-
ínstöð á umræddum stað. Töldum
við einsýnt að afgreiðslu þessa
máls eins og annarra slíkra yrði
frestað þar tii lokið væri gerð að-
alskipulags sem nú stendur yfir,
og var málið ekki rætt frekar.
Á fundi skipulagsnefndar 10.
janúar 1984 er lögð fram útlits-
teikning eigenda „Grandastykkis-
ins“ af bensínstöð. Féllu umræður
á svipaðan veg og fyrr. Samþykkt
var tillaga frá formanni nefndar-
innar um að fela Skipulagi ríkis-
ins, er að aðalskipulaginu vinnur,
að fara að íhuga deiliskipulag
miðbæjarkjarna. Enda þótt um-
rædd landspilda sé á því svæði
sem skipulagsnefndin hefur ráð-
gert undir miðbæjarkjarna, fól til-
lagan á engan hátt í sér vilyrði um
bensínstöð á þeim stað.
Á fundi skipulagsnefndar þann
14. mars, er lögð fram af Skipulagi
ríkisins „umræðutillaga" um
miðbæjarkjarna, sem tekur upp
óbreytta fyrrgreinda útlitsteikn-
ingu af bensínstöð. Lýstum við
skýrar en áður yfir andstöðu
okkar við málið. Höfðum við orð á
því að ekkert ætti að aðhafast í
máli þessu nema í samráði við
embætti forseta íslands. Þá var
samþykkt einróma tillaga um að
hreppsnefnd athugi möguleika á
því að kaupa allt land er ráðgert
sé undir miðbæjarkjarna, þannig
að unnt yrði að skipuleggja það í
heild án þrýstings frá einstökum
landeigendum. Aðrar samþykktir
voru ekki gerðar.
Daginn eftir, 15. mars, er bens-
ínstöðvarmálið tekið til meðferðar
í hreppsnefnd án þess að það hafi
verið á boðaðri dagskrá. Er
skemmst frá því að segja að 4 af 5
hreppsnefndarmönnum vildu þá
strax samþykkja umrædda beiðni
landeigenda. Sá okkar, sem einnig
situr í hreppsnefnd, fékk þó af-
greiðslu frestað til þess að honum
ynnist tími til að gera grein fyrir
afstöðu sinni.
Þann 20. mars er haldinn fund-
ur á Bessastöðum með forseta ís-
lands og embættismönnum ásamt
hreppsnefnd. Fundarefni var
skipulag Bessastaðaness og Bessa-
staða með hliðsjón af skipulagi
hreppsins. En sama dag hafði
birst blaðagrein eftir Hannes Pét-
ursson, skáld, um bensínstöðvar-
málið. Barst því talið að því máli.
Kom fram eindregin andstaða for-
setaembættisins við bensínstöðina
og reyndar fleiri þætti miðbæjar-
skipulagsins, meðal annars vegna
öryggismála forsetasetursins.
Þessi afstaða var kynnt á skipu-
lagsnefndarfundi þann 24. mars
sl. og jafnframt lögð fram ný
hugmynd frá Skipulagi ríkisins
þar sem bensínstöðin hafði verið
flutt frá gatnamótunum og af um-
ræddri landspildu. Málið var ekki
frekar rætt enda ekki á dagskrá.
Þann 30. mars sl. sendir forsæt-
isráðuneytið hreppsnefndinni bréf
þar sem þau sjónarmið sem fram
komu á Bessastaðafundinum eru
áréttuð og þess farið á leit að af-
greiðslu umræddra skipulagsmála
verði frestað meðan hagsmunir
forsetasetursins séu kannaðir. En
næsta dag er eftirfarandi sam-
„Þjóðhagsleg rök fyrir
bensínstöð i hreppnum
eru engin. Fjórar bens-
ínstöðvar eru í næsta
nágrenni. Viðskipaleg
rök hljóta að vera hæpin
nema að meginstoðin sé
söluskáli fyrir unglinga
úr öðrum byggðarlög-
um.“
þykkt gerð í hreppsnefnd með 4
atkvæðum gegn annars undirrit-
aðra:
„Hreppsnefnd Bessastaða-
hrepps lýsir yfir að æskileg stað-
setning fyrir bensínstöð í
hreppnum sé á Grandastykki, á
samþykktum vegamótum Norð-
urnesvegar og Suðurnesvegar á
Bessastaðagranda.
Hreppsnefnd sú sem nú situr
mun beita sér fyrir því að við
gerð deiliskipulags á þessu svæði
verði þetta sjónarmið haft í
huga og að staðið verði við allar
fyrri samþykktir skipulags-
nefndar og hreppsnefndar er
taka til þessa máls.
Hreppsnefnd mun þegar þar
að kemur setja skilyrði fyrir
rekstri bensínstöðvarinnar. í
hvívetna verði þannig að málum
staðið að til sóma verði."
Enda þótt ofangreind samþykkt
sé óljós, virðist hún þó fela í sér
loforð um rekstur bensínstöðvar
við heimreiðina að Bessastöðum
og verður vafalaust túlkuð af
landeigendum sem heimild til sölu
lands í því skyni. Athyglisverðar
eru tilvísanir þessarar samþykkt-
ar í aðrar samþykkir hrepps- og
skipulagsnefndar um mál þetta.
Okkur eru ekki kunnar neinar
slíkar samþykktir utan þeirrar frá
14. mars, sem fyrr er getið, og
gengur hún þvert á þessa sam-
þykkt hreppsnefndar.
Af ofangreindri málslýsingu má
vera ljóst að hreppsnefnd hefur
lagt ofurkapp á að afgreiða og
samþykkja umrædda beiðni um
bensínstöð. Skipulagsnefndin hef-
ur einungis fengið málið „til kynn-
ingar“ og samþykkt hennar sem
að því lýtur hundsuð. Kurteisleg
beiðni æðsta embættis þjóðarinn-
ar um frestun á afgreiðslu málsins
er ekki virt viðlits.
II. Rök gegn bensín-
stöð við Bessastaði
Landspilda sú, sem hér um ræð-
ir, er eins og fyrr segir hluti af
svonefndu Grandastykki og liggur
að horni krossgatnanna á Bessa-
staðagranda, sem verður milli
Norðurnesvegar og Suðurnesvegar
andspænis Bessastöðum og Álfta-
nesvegi. Aðkoman í hreppinn er á
þessum eina stað og sennilegt, að
þar verði aðalsamgönguleiðin til
frambúðar.
Skipulag á þessum stað er vand-
meðfarið fyrir margra hluta sakir.
Vegamót þurfa af ýmsum ástæð-
um að vera rúm og hvergi mann-
virki er hindri útsýni og greiða
umferð eða bjóði heim aukinni
umferð.
Frá fagurfræðilegu sjónarhorni
er aðkoman í hið sérstæða byggð-
arlag okkar viðkvæm og hefur ver-
ið skilningur á þvi í skipulags-
nefnd og hreppsnefnd, að það byði
af sér góðan þokka. Þegar komið
er út á Nesið fram hjá Selskarði er
farið yfir hreppamörkin, sem eru
um 200 m frá krossgötunum á
Bessastaðagranda. Þaðan blasa
við Bessastaðir til hægri, en beint
fram undan Nesið sjálft, og verður
þá næst sú spilda, sem ætluð er
undir bensínstöð og jafnvel sölu-
skála. Fast að henni til vinstri
liggur Grásteinn, landamerkja-
steinn nokkurra jarða, þekktur í
bókmenntum (Dægradvöl) og
einnig í munnmælum. Hefur Nátt-
úruverndarnefnd Bessastaða-
hrepps lagt til, að hann verði frið-
aður. Þessi staður er því „andlit"
byggðarlagsins, ef svo má að orði
kveða, og nauðsynlegt að hann
falli vel í þá heildarmynd er það
skipulag krefst, sem samboðið er
landslagi og 200 ára gömlum
stílhreinum og staðarlegum bygg-
ingum á Bessastöðum, kirkju og
stofu.
Það hefur einnig ríkt sá skiln-
ingur í hreppsnefnd og skipulags-
nefnd, að halda grænum svæðum
milli byggðakjarna og aðstöðu við
sjávarstrendur fyrir fótgangandi.
Ásamt náttúruverndarnefnd hafa
sömu nefndir gert sér grein fyrir
þeirri skyldu, sem á þeim hvílir
gegnvart íbúum byggðarlagsins og
þjóðinni allri að vernda hið sér-
stæða fuglalíf sveitarinnar og
annað í náttúru landsins eftir því
sem frekast er unnt.
Gát á skipulagningu aðkomunn-
ar í byggðarlagið á ekki siður við
þegar fjallað er um skyldur gagn-
vart okkur hreppsbúum og þjóð-
inni. Þær skyldur ná ekki ein-
göngu til okkar sóknarbarnanna
og Bessastaða sem hluta af
hreppnum. Þar hafa íslendingar
búið þjóðhöfðingja sínum bústað
við hæfi, sem við Álftnesingar
getum verið stoltir af. í Bessa-
staðastofu halda merkir þættir í
sögu þjóðarinnar áfram að verða
til. Stofan er verðugt tákn um það
er fyrsti íslenski amtmaðurinn
gekkst fyrir byggingu þessa bú-
staðar fyrir æðsta, innlenda emb-
ættismann þjóðarinnar. Síðar tók
stofan við því hlutverki að hýsa
æðstu menntastofnun þjóðarinnar
um áratugi, er mótaði marga þá,
sem síðar höfðu forustu í sjálf-
stæðisbaráttu hennar. Þangað
kemur fjöldi íslendinga árlega, og
hefur svo verið alla tíð síðan
Bessastaðir urðu þjóðhöfðingja-
setur og litið hefur verið á staðinn
sem heimili þjóðarinnar.
Eitthvað annað en alþjóðlegt
skilti eins eða annars olíufélags
ætti að mæta augum þeirra sem
síðasta sýn, áður en snúið er að
heimreiðinni á setrið. Það kann
einnig að vera, að þjóðhöfðingar,
fulltrúar þeirra og ferðamenn
komnir yfir hafið búist við ein-
hverju þjóðlegra tákni við þessi
vegamót.
Hér að framan hefur verið getið
raka gegn bensínstöðinni með vís-
un til virðingar fyrir þjóð og landi.
En jafnframt má benda á hags-
muni hreppsbúa sjálfra. Hagræði
hreppsbúa af nálægri bensínstöð
er nokkurt. Við teljum þó að bens-
ínstöðin leiði af sér meira illt en
gott. íbúar hreppsins eru að meiri-
hluta aðfluttir úr þéttari byggðum
höfuðborgarsvæðisins. Þeir hafa
leitað hingað til að búa í friðsæld
og í tengslum við náttúruna. Bens-
ínstöð býður upp á margvíslega
umferð og skarkala ekki hvað síst
ef henni fylgir söluskáli. Er þá
eins víst að hún dragi að sér
ungmenni úr nægliggjandi byggð-
arlögum. Því fylgir hættuleg um-
ferð á Álftanesvegi sem er óupp-
lýstur og með blindhæð og beygj-
um. Þjóðhagsleg rök fyrir bens-
ínstöð í hreppnum eru engin. Fjór-
ar bensínstöðvar eru í næsta ná-
grenni. Viðskiptaleg rök hljóta og
að vera hæpin nema að meginstöð-
in sé söluskáli fyrir unglinga úr
öðrum byggðarlögum. Hverra eru
hagsmunirnir?
Ólafur K. Stefínsson er riðunautur
hjá BúnaAarfélagi fslands.
borkell llelgason er dósent í
reiknifræðum við Háskóla íslands.