Morgunblaðið - 18.04.1984, Síða 21
MÓÍtóUtfBLAÐÍt),' MlfaviK'lÍDÁ'ÓÚR'18. ÁÞhÍL'Í984
21
Akureyri:
Innbrotið
í Hljómver
loks upplýst
Akureyri, 16. apríl.
„OKKIJR bárust upplýsingar í síð-
ustu viku, sem leiddu til þess aö viö
handtókum tvítugan mann á heimili
hans á laugardag og viðurkenndi
hann við yfirheyrslur að vera valdur
að innbrotinu í Hljómver 3. júlí
1982. Málið er aö fullu upplýst og
maðurinn hefur verið látinn laus.
Mál hans fer til saksóknara," sagði
Daníel Snorrason, rannsóknarlög-
rcglumaður á Akureyri, við Mbl. í
dag.
Innbrot þetta í Hljómver vakti
töluverða athygli á sínum tíma.
Brotist var inn í verslunina, sendi-
ferðabifreið hennar tekin og fyllt
af vörum og síðan ekið í gegnum
rammgerða hurð fyrirtækisins.
Bíllinn fannst um mánuði síðar í
sjónum fyrir framan Oddeyrar-
tanga. Síðar fundust einnig hljóm-
tæki þau, sem stolið var, á milli
tveggja bragga á Oddeyri en voru
þá öll orðin ónýt.
Skömmu eftir innbrotið var
ungur maður handtekinn og var
hann í gæsluvarðhaldi í eina viku.
Viðurkenndi hann að hafa komið
að Hljómveri eftir að brotist var
þar inn og tekið þar ófrjálsri
hendi hljómflutningstæki, en neit-
aði alfarið að hafa verið valdur að
innbrotinu, sem nú loksins, tveim-
ur árum síðar, sannast að vera
rétt. Verðmæti þýfisins og bílsins,
sem stolið var, er talið mega meta
á u.þ.b. 300.000 krónur í dag.
GBerg
Niðurfelling
leiðar 15 —
Melar-Hlíðar
ÁKVEÐID hefur verið að fella niður
úr leiðakerfi SVR leið 15: Melar —
Hlíöar.
Ákvörðun þessi byggist á því, að
þessi leið, sem einungis er ekin um
helgar og á kvöldin, er mjög lítið
notuð, en jafnframt mjög kostnað-
arsöm fyrir SVR. Bent skal á, að
flestir farþegar leiðarinnar eiga
annarra kosta völ til að komast
leiðar sinnar með vögnum SVR.
Ákvörðun þessi tekur gildi frá
og með 25. apríl nk.
(KréUatilkynnine frá SVK.)
Þú svalar lestrarþörf dagsins
iMoggans!
Aður en þú byijar að byggja í vor
skaltu kynna þér
JLbyggingalánin og JL voruúrvalið
Það,sem er mikilvægast fyrir þann sem er að
byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar-
hraðinn.
J.L. Byggingavörur gerir húsbyggjendum
kleift að byggja með fyrsta flokks vörum á
sérstökum J.L.-lánakjörum,
J.L. Byggingalánin eru þannig í fram-
kvæmd:
Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí-
unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar
yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og
allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex
mánaða. Þannig er þetta framkvæmt koll af
kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök
J.L.-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf-
eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar-
lána. Þannig getum við verið með frá byrj-
un.
Iðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini
okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup-
um. Um leið og búið er að grafa grunninn
geta smiðirnir komið til okkar og fengið
fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst
allt byggingarefnið hjá okkur.
Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur
ef þú ert að byggja.
IBYCCINGAVORURI
HRINGBRAUT 120: SrSSSaST" 5%
Byggingavoruf 28 600 Solustion 28-693
Goiheppadeild 28-603 Shnlstola 28-620
Timburdeild 28 604 Harðvidarsala 28-604
N------------------—---------------
TT A f\ TT ITTp Skeifunni 15
nAuilAU i Reykjavík
O