Morgunblaðið - 18.04.1984, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984
27
Olíuflutningar fyrir Hafþór á ísafirði:
Ekki æskilegt að
samkeppnisaðilar
afgreiði viðskipta-
menn Olíufélagsins
— segir Vilhjálmur
Jónsson, forstjóri
Olíufélagsins hf.
„MEÐ ÞVÍ AÐ dæla olíu úr Bláfelli
um borð í b/v Hafþór er í raun sparað-
ur tími og kostnaður við að dæla olíu á
landgeyma og síðan um borð í fiski-
skip. Það er því mikill misskilningur,
að hér sé verið að bruðla með fjár-
muni," segir Vilhjálmur Jónsson, for-
stjóri Olíufélagsins hf., vegna greinar
eftir Guðmund Guðmundsson, for-
mann Útvegsmannafélags Vestfjarða
og stjórnarformann Olíusamlags út-
vegsmannafélagsins, sem birtist í
Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögn-
inni „Furðulegir viðskiptahættir". f at-
hugasemd, sem Vilhjálmur sendi Mbl„
segist hann telja rétt að svara „með
örfáum orðum þeim ásökunum sem í
grcininni er beint að Olíufélaginu hf.“
Síðan segir í athugasemd Olíufé-
lagsins hf.: „Þau atriði, sem Guð-
mundur gerir athugasemd við hjá
Olíufélaginu, eru tvö. I fyrsta lagi að
félagið vill koma upp birgðageymi
fyrir svartolíu á Isafirði og í öðru
lagi að olíuskipið Bláfell skuli sent
með olíu, sem dælt var beint um
borð í b/v Hafþór án landsetningar.
Skulu þessi atriði athuguð hvort
fyrir sig.
fsafjörður er einn stærsti útgerð-
arstaður landsins. Það þarf þvi eng-
um að koma á óvart þótt Olíufélagið
hf. vilji koma þar upp fullkominni
birgðastöð til að geta mætt þörfum
viðskiptamanna sinna að því er
snertir allar þær vörur, sem félagið
verslar með. Olíufélagið hf. telur
ekki æskilegt að fela samkeppnisað-
ilum að afgreiða viðskiptamenn fé-
lagsins.
Nú hefur fengist leyfi til þess að
flytja á lóð félagsins við Suðurgötu á
Isafirði svartolíugeymi, sem tilbúinn
er til flutnings frá Krossanesi, þar
sem hans er ekki lengur þörf. Mun
ekki líða á löngu uns þessi þáttur
málsins er leystur.
Olíuskipið Bláfell er í stöðugum
olíuflutningum, mest hér á Faxaflóa,
til Snæfellsnesshafna og Vest-
mannaeyja. Það hefur þó áður flutt
olíu bæði til Vestfjarða og Aust-
fjarða. Auðvitað hefur skipið farið
fulllestað frá Reykjavik í bæði skipt-
in, sem það afgreiddi olíu í Hafþór á
ísafirði. I fyrra skiptið setti það
meirihluta farmsins upp á Patreks-
firði fyrir olíufélagið Skeljung, en
loðnuverksmiðja þar var að verða
olíulaus.
I seinna skiptið var olía landsett á
Þingeyri. Olíu á birgðageyma Olíu-
samlagsins á Isafirði þarf að flytja
frá Reykjavík með skipi. Varla
skiptir þá máli hvað skipið heitir.
Með því að dæla olíu úr Bláfelli um
borð í b/v Hafþór er 1 raun sparaður
tími og kostnaður við að dæla olíu á
landgeyma og síðan um borð i fiski-
skip. Það er þvi mikill misskilningur,
að hér sé verið að bruðla með fjár-
muni,“ segir að lokum í athugasemd
Olíufélagsins hf.
Hluti ráðstefnugesta á fyrra degi ráðstefnunnar.
Norræn ráðstefna um hundamál:
Bann við hundahakli ekki réttlætanlegt
segir sænskur
vísindamaður
Hundaræktarfélag fslands gekkst
fyrir ráðstefnu um hundamál í síðustu
viku á Hótel Loftleiðum. Fyrri dag
ráðstefnunnar var rætt um smitsjúk-
dóma sem borist geta úr hundum í
menn og sálfræðileg, félagsleg og fjár-
hagsleg sjónarmið varðandi hunda-
hald.
Seinni dag ráðstefnunnar var
einkum fjallað um erfðasjúkdóma í
hundum og skyld efni. Þar talaði dr.
Stefán Aðalsteinsson meðal annars
um skyldleikaræktun í islenska
hundinum og rannsóknir á arfgeng-
um blóðgerðum í honum.
Fundinn sóttu vísindamenn frá
öllum Norðurlöndunum. Þar að auki
var boðið til ráðstefnunnar öllum
starfandi dýralæknum á Reykjavík-
ursvæðinu, Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur, Hollustuvernd ríkisins,
borgarlæknisembættinu og ýmsum
Siglufjörður:
Maraþonskíðaganga um páskana
0'
INNLENT
SIGLFIRSKIR Lionsmenn munu um
páskana ganga tífalda maraþongöngu
á skíðum eða alls 450 kflómetra. Sam-
svarar það vegalengdinni frá Sigluflrði
til Reykjavíkur. Tilgangur göngunnar
er, auk þess að efla líkamlegt atgervi
Lionsmanna, að safna áhcitum fyrir
byggingu dvalarheimilis aldraðra og
íþróttabandalag Siglufjaröar.
Upphaflega var ætlunin að ganga í
marsmánuði en vegna snjóleysis hef-
ur það ekki verið hægt fyrr en nú.
Hefst gangan á laugardag og áætlað
er að hún standi fram á páskadag.
Gengið verður við íþróttamiðstöðina
að Hóli, en hlut Iþróttabandalagsins
af áheitum verður varið til uppbygg-
ingar þar. Göngumenn verða á ýms-
um aldri, en sá elsti verður 78 ára.
fleiri aðilum. Fulltrúar frá þremur
síðastnefndu aðilunum sátu ekki
ráðstefnuna.
Sigurður H. Richter dýrafræðing-
ur sagði að norrænu fulltrúarnir
væru hissa á þeirri hræðslu sem hér
ríkti vegna smits frá hundum, því
hér á landi væri einna minnst hætta
á smiti vegna þeirrar einangrunar
sem við búum við.
Blaðamaður Morgunblaðsins hitti
að máli Ingemar Norling dósent frá
Svíþjóð og spurði hann hvort þau
vandamá! sem fengist væri við í Sví-
þjóð væru í líkingu við þau sem verið
væri að ræða hér á landi. Hann svar-
aði því játandi en þau væru ekki
vandamál lengur, því umræðan um
hundamál væri löngu komin af því
stigi sem tíðkaðist á Islandi.
„Hundahald hefur fleiri kosti en
galla í för með sér, til dæmis er sá
hávaði sem hundum fylgir ekki nær
því eins mikill og frá ýmsum nú-
tímatækjum í þjóðfélaginu".
Hinn félagslegi þáttur hunda-
haldsins hefur verið gaumgæfilega
rannsakaður í Svíþjóð og margt at-
hyglisvert hefur komið fram við það.
„Til dæmis eru húsdýr einn mikil-
vægasti þátturinn í fritíma fólks,
börn og fatlaðir hafa mikil not af
húsdýri. Þá geta hundar brotið niður
sálfræðilegar hömlur í einstaklingn-
um og má bæta við að hundaeigend-
ur eru ekki eins stressaðir og aðrir.“
Hann lét í ljós þá skoðun að eftir
fundinn væri ekki hægt að segja að
skírskotun til smitsjúkdóma rétt-
lætti bann við hundahaldi, þvi í
rauninni væru til mjög fáir sjúk-
dómar sem hundar gætu verið
smitberar að. I raun ætti hunda-
vandamáliö að tilheyra sögunni og
taldi hann að hræðslan við smitsjúk-
dóma væri ekki annað en áróður frá
dönskum konungum, sem blásinn
hefði verið upp.
Guðrún Guðjohnsen, formaður
Hundaræktarfélags lslands, sagði að
gagnlegt hefði verið að fá erlendu
fulltrúana á ráðstefnuna og á sama
hátt væri það miður að þeim sem
hefði verið boðið til ráðstefnunnar
og áttu að leysa þessi mál hér á landi
hefðu ekki látið sjá sig.
Félag áhugamanna
um heimspeki:
Samdrykkja
um heimspeki
SAMDRVKKJA um siðfræði veröur
haldin á vegum Félags áhugamanna
um heimspeki á laugardaginn kemur,
21. aprfl, og hefst hún klukkan 13 í
stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadcildar
Háskóla fslands.
Dagskrá samdrykkjunnar verður
sem hér segir: Klukkan 13 flytur
Eyjólfur Kjalar Emilsson erindi sem
hann nefnir Um hið góða og klukkan
13.45 flytur Þorsteinn Gylfason er-
indi er ber heitið Velferð eða rétt-
læti. Að loknum þessum erindum
verða umræður. Klukkan 15.20 flyt-
ur Kristján Kristjánsson erindi sem
hann nefnir Er siðfræðileg hlut-
hyggja réttlætanleg, og klukkan 16
flytur Vilhjálmur Árnason erindi
sem ber nafnið Um siðfræði. Að
loknum þessum erindum verða einn-
ig umræður.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
VEROBREFAMARKAÐUR
HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 6877 70
SIMATÍMAR KL 10-12 OG 15-17
KAUPOGSALA VEÐSKULDABRÉFA
Veröbréf og víxlar
í umboössölu.
Fyrlrgreiöslustofan, fasteigna-
og veröbréfasala, Vesturgötu
17, s. 15223.
Aðstoda nómsfólk
i íslensku og erlendum málum.
Slguröur Skúlason, magister,
Hrannarstíg 3, sfml 12526.
Handmenntaskólinn
simi 91-27644.
I.O.O.F. 9 = 16504188% = G.H.
I.O.O.F. 7 = 16504188% M.A.
-REOIA MUSTtKJSKIUDARA'
RMHekl?
18 — 4 — HS — MT — HT
Almenningsmót
i skiöagöngu veröur haldiö í
Skálafelli nk. flmmtudag og
hefst kl. 14.00. Keppt veröur i
öllum flokkum. Skráning þátt-
takenda fer fram sama dag.
Skíöadeild Hrannar.
Tilkynning frá Skíöa-
félagi Reykjavíkur
T rimmganga og skíöagöngu-
kennsla veröa daglega frá kl.
11.00—12.00 og 13.00—14.00
viö Skíöaskálann í Hveradölum.
Kennt veröur á fimmtudaginn,
föstudaglnn, laugardaginn og
sunnudaginn nk. Mánudaginn II.
i páskum veröur skíöagöngumót
fyrlr börn 16 ára og yngrl. Mótlö
hefst kl. 11.00 vlö Skiöaskálann.
Skráning i Veitingabúöinni fyrlr
framan Skiöaskálann. Mótstjóri
er Agúst Björnsson.
Upplýsingar í sima 12371.
Stjórn Skiöafélags Reykjavikur.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Feröir Ferðafélagsins
um bænadaga og
páska:
1. Skíöaganga aö Hlööuvöllum
(5 dagar). Gist i sæluhúsi F.l.
(Ekki fleiri en 15 þátttakend-
ur).
2. Snæfellsnes — Snæfellsjökull
(5 dagar). Gist í Arnarfelli á
Arnarstapa. Fararstjórar:
Hjalti Kristgeirsson og Sal-
björg Oskarsdóttir.
3. Þórsmörk (5 dagar). Glst í
Skagfjörösskála. Fararstjórar:
Hilmar Sigurösson og Aöal-
steinn Geirsson.
4. Þórsmörk (3 dagar). Göngu-
feröir meö fararstjóra alla
dagana og i setustofunni
kemur fólk saman á kvöldln.
Að gefnu Nlefni vekjum við at-
hygli ferðafólks á því að Ferða-
félagið notar allt gistirými i
Skagfjörðsskála Þórsmörk fyrir
sina farjrega um bænadaga og
páska.
Feröafélag Islands
St. Einmgin nr. 14.
Fundur í kvöld kl. 20.30 í Templ-
arahöllinni v/Elríksgötu. Oag-
skrá samkv. hagnefndarskrá.
Félagar fjölmenniö.
Æ.T.
ÚTIVISTARFERÐIR
Símar: 14606 og 23732
Páskaferðir Útivistar
19.—23. apríl
Eifthvaö fyrir alla:
5 daga feröir, brottför kl. 9
sktrdag:
1. Þórsmörk. Góö gistiaöstaöa í
Ofivistarskalanum Básum. Far-
arstjórl: Óli G.H. Þóröarson.
2. ðræfi — Vatnajökull. Gist aö
Hofi. Fararstjóri: Gunnar Gunn-
arsson
3. Fimmvöröuháls. Gönguskiöa-
ferö. Gist i skála. Fararstjórl: Eg-
ill Einarsson.
4. Snæfellsnes — Snæfells-
jökull Glst aö Lýsuhóli. Farar-
stjórar: Kristján M. Baidursson
og Einar Haukur Kristjánsson.
3 daga feröir, brottför kl. 9 laug-
ardag:
1. Þóramörfc Fararstjóri: Þórunn
Chrístiansen.
2. Mýrdalur. Ný ferö um austur-
hluta Mýrdals. Fararstjóri: Ingi-
björg S. Asgelrsdóttir.
Gðnguferöir og kvökfvökur i öll-
um feröanna Upptýaingar og
tarmlðar á akrifal. Læfcjárg. 6a.
Sjáumatl Otlvist, ferðafátag.
UTIVISTAREERÐIR
Skírdagur (sumar-
dagurinn fyrsti)
Kl. 13 Geldinganaa. Látt ganga.
Verö 200 kr.
Föstudagurinn langi
Kl. 13 Hvaleyrarvatn — Áafjall.
M.a. skoóaöur Flókasteinn meó
fornum rúnum. Verö 150 kr.
Laugard. 21. apr.
KL 13 Miðdalsheiði. Falleg
heiöalönd meö fjölbreyttu vatna-
svaeöi. Verö 200 kr.
Páskadagur 22. apr.
Kl. 13 Almannadalur — Reyn-
isvatn. Látt ganga. Verö 200 kr.
Annar í páskum 23. apr.
Kl. 13 Esja — Kerhólakambur.
Utivist kynnir sárstaklega i ár
Esju og umhverfi. Verö 200 kr.
Fritt f. börn i allar ferölrnar.
Brottför frá Bensínsölu BSi.
Munið aímavarann 14606.
Sjáumst.
Utivist, feróafálag.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjuatrcti 2
Skirdagur kl. 20.30. Getsemane-
samkoma. Föstudagurinn langi
kl. 20.30 Golgatasamkoma.
Páskadagur kl. 20.00. Bæn. Kl.
20.30. Hátíöarsamkoma. Kapt-
einn Daniel Óskarsson stjórnar.
Kapteinn Jostein Nilsen talar.
Unga fólkið frá páskamólinu
tekur þátt i samkomunni. Annar
i páskum kl. 20.30. Samkoma.
Velkomin.
Hörgshlíö 12
Samkoma i kvöld. miövikudag
kl. 8.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og 19533.
Dagsferöir Ferða-
félags íslands:
19.apríl kl. 10.30: Gönguferö á
Esju (sumardagurinn fyrsti).
Fararstjórar: Ölafur Sigurgelrs-
son og Siguröur Kristjánsson.
19. april kl. 13.00: Esjuhlföar —
Langihryggur. Fararstjóri: As-
geir Pálsson. Verð i hvora terö
kr. 200.
20. apri) kl. 13.00: Keilisnss —
Staöarborg. Keilisnes er milli
Flekkuvikur og Kálfatjarnar-
hverfis. Staöarborg er fjárborg i
Strandarheiöi, 2—3 km frá
Kálfatjörn. Fararstjóri: Siguróur
Kristinsson. Verö kr. 300.
21. apríl kl. 13.00: Rsykjanss 55
ára afmælisfsrð FÍ. 21. apríl fyrir
55 árum var farin fyrsta
skemmtiferö Feröafélagsins
suöur á Reykjanes. Nú á aö
endurtaka álika ferö og aka suö-
ur aö Reykjanesvita. ganga um
svæöiö. aka síöan um Grindavik
aö veitingasfað vió Bláa lóniö.
en þar býöur Fl þátttakendum
veitingar Farartjóri: Jón Bööv-
arsson, skólameistari. Verö kr.
400.
23. apríl kl. 13.00: Sfóri Msitill
— skfðaferð. Verð kr. 200
Brottför frá Umferöarmiöstöö-
inni í allar feröirnar. Farmiöar viö
bil. Fritt tyrir börn i fylgd fullorö-
inna.
Feröafélag Islands.