Morgunblaðið - 18.04.1984, Síða 31

Morgunblaðið - 18.04.1984, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ; 'MIDVIKUDAGOft' 18. APRlL 1984 31 A M Jón Stefánsson GLÆSILEGIR TÓNLEIKAR Tónlíst Jón Ásgeirsson KÓR Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar flutti um síðustu helgi Jóhannesar- passíuna í kaldri og hálfgerðri kirkju Langholtssafnaðar og þó nokkuð næddi bæði um gesti og flytjendur vantaði ekki hlyjuna og fegurðina í tónlistina. Óhætt er að fullyrða að tónleikarnir á sl. laugardag eru mikill listasigur fyrir Jón Stefánsson orgelleikara enda hafði hann dregið sér saman ágætt og glæsilegt liö lista- manna. Fyrst skal nefna Michael Goldthorpe, tenórsöngvara, er söng guðspjallamanninn, sem er stór hluti verksins, og auk þess aríurnar Ach, mein sinn og Erw- áge, wie sein blutgefárbter Riikk- en, sem er feikilega erfitt söng- verk. Goldthorpe er frábær söngvari og söng suma tónlistar- þættina frábærlega vel, ásamt Halldóri Vilhelmssyni, er fór með hlutverk Krists, og Kristni Sig- mundssyni, er söng hlutverk Píl- atusar. Auk þess komu kórfélag- ar við sögu. Harpa Harðardóttir var þernan, Guðmundur Gíslason varðmaður og þjónn og Bjarni Gunnarsson Pétur. Söguna, eins og hún kemur fram í tónlesþátt- unum, flutti Goldthorpe af sann- færingu, t.d. grát Péturs og húðstrýkinguna. Sólveig Björling söng alt-arí- urnar Von den Strikken, eftir að Jesús hefur verið svikinn, og Es ist vollbragt, mjög vel og sömu- leiðis Halldór Vilhelmsson og Kristinn Sigmundsson er sungu til skiptis bassaaríurnar. Sópranarían, Ich folge dir, var sungin af ólöfu Kolbrúnu Harð- ardóttur með miklum glæsibrag. Hljómsveitin var mjög góð. og margur góður einleikur hljómaði um kalda kirkjuna, t.d. flautu- leikur Bernards Wilkinsons, óbó- leikur Kristjáns Þ. Stephensens og Daða Kolbeinssonar. Þá má geta leiks Ólöfu Selsselju ósk- arsdóttur á viola da gamba, sem var mjög fallegur og sömuleiðis samleikur hennar við Carmil Russel. Konsertmeistari hljómsveitar- innar var Michael Shelton, og leiddi hann hljómsveitina af ör- yggi og festu. Kórinn, þ.e.a.s. Kór Langholtskirkju, var frábærlega góður og þrátt fyrir kulda þá hlýnaði manni um hjartarætur að heyra glæsilegan söng kórsins og þarna er Jón Stefánsson snill- ingur. Það er ekki vansalaust að slíkur kirkjutónlistarmaður sem Jón Stefánsson er, hefur ekki í neitt hús að venda með starfsemi sína, og gott má það heita, ef hon- um verða ekki þrotnir kraftar og vilji þegar kirkjan verður orðinn sá vettvangur er sæmir hæfileik- um hans. Hver ætlar þá að syngja þegar allt verður panelklætt og teppa- lagt í fínni kirkju, þegar sá sem vill syngja fær ekki inni eða þá aðeins í köldu útihúsi? „Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritningunum?" Hver er sú kirkja sem ekki getur hýst og enduróm- að lofsöngva, og fólk kemur lang- ar leiðir til að hlýða á? „En Jesús sneri við, og er hann sá þá koma á eftir sér, segir hann við þá: Hvers leitið þið? En þeir sögðu við hann: Rabbí — sem útlagt þýðir meist- ari — hvar býrð þú? Hann segir við þá: Komið, og þá sjáið þið það.“ Jóhannesarpassían er stórkost- legt listaverk og aðeins á færi góðra listamanna að gera henni góð skil, og svo sannarlega var sungið og leikið af list mikilli, því til samstarfs við sig hafði Jón Stefánsson fengið frábæra lista- menn og var flutningurinn allur því hinn glæsilegasti og hápunkt- ur tónleikanna, kórsöngurinn, blómstraði i lokakórnum, Ruht wohl. „Þeir komu og sáu, hvar hann bjó og voru hjá honum þann dag.“ Opnum kl.7 Komiðog kaupid sjódandi heit og mjúk brauó meó morgúnkaffinu Opnum kl. 7.00 alla virka daga Opnum kl. 8.00 laugardaga Opnum kt. 9.00 sunnudaga $\° 60 00 \2& o»s A0 VW UAriTATTP Skeifunni 15 nAuIlAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.