Morgunblaðið - 18.04.1984, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.04.1984, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 35 Minning - Gunnar 01. Kristófersson Minning: Guðmundur Jónsson Rafnkelsstöðum Fæddur 10. ágúst 1893 Dáinn 10. aprfl 1984 Gunnar Kristófersson eins og hann var ætíð kallaður var fædd- ur í Holti í Álftaveri, Vestur- Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru Kristófer Kristófersson og kona hans Ingibjörg Eyjólfsdóttir. Var Gunnar hjá foreldrum sinum til 10 ára aldurs en fer þá vinnu- maður að Eystri-Ásum í Skaftár- tungu. Um tvítugsaldur liggur leið hans eins og annarra ungmenna þar í sveit að leita sér atvinnu. Lá leiðin fyrst suður með sjó á opnu róðrabátana og síðar á skúturnar. Þegar togaraöldin byrjaði má segja að það hafi verið ævistarf Gunnars að vinna á þeim sem há- seti og síðar sem bátsmaður. Það voru ekki nema hraustustu og duglegustu menn sem gerðu það að ævistarfi sínu að stunda þá at- vinnu áður en vökulögin komu. Ég sem línur þessar skrifa kynntist fyrst frænda mínum Gunnari er ég í fyrsta skipti réðst sem háseti á togarann Gulltopp og lenti þá 7. og 8. febrúar 1925 í Halaveðrinu, var þess vegna áhorfandi að því sem var að ske. Við máttum örugglega þakka Guði næst okkar ágæta og farsæla skip- stjóra, Jóni Högnasyni, fyrir góða stjórn hans og hans hraustu og duglegu skipshöfn fyrir að skip okkar náði landi, enda þess getið í bókinni Særótinu eftir Svein Sæmundsson. Eftir að Gunnar hætti sjó- mennsku lærði hann fiskmat og starfaði sem fiskmatsmaður í nokkur ár, síðar gerðist hann starfsmaður við höfnina í Hafnar- firði í nokkur ár. Árið 1921 kvæntist Gunnar Jó- hönnu Sæunni Sigurðardóttur ættaðri frá Patreksfirði, ágætri dugnaðar- og myndarkonu. Eign- uðust þau fjóra drengi, tveir af þeim eru látnir; þeir hétu Bjarni og Óskar Tryggvi. Á lífi eru Gunn- ar Kristófer, kaupmaður á Eg- ilsstöðum, og Bárður, fyrrum loftskeytamaður, nú innkaupa- stjóri hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa Akureyri. Eins og hjá öðrum sjómanns- konum hvíldi uppeldi barna og heimilishald allt á herðum kon- unnar, þá voru ekki barnameðlög eða aðrir styrkir. Eitt sumar er Gunnar var til sjós fór Jóhanna með þeirra fyrsta barn með sér í kaupavinnu í Borgarfirði, fór hún með flóabátnum. Meðal annars er hún fékk í kaup voru nokkur slát- ur. Er hún kom aftur til Reykja- víkur varð hún að fá sér handvagn til þess að koma dóti sínu frá flóa- bátnum til síns heima í Reykjavík. Eftir að Gunnar gat ei lengur stundað vinnu sína við höfnina, fengu þau hjónin heimili hjá DAS í Reykjavík, undu þau vel hag sín- um og voru þakklát þeirri stofnun fyrir alla þjónustu þar. Jóhanna andaðist árið 1980. Síðustu árin hefur Gunnar verið mjög þjáður líkamlega og má segja að Guð leggur líkn með þraut. Eg vil með þessum fátæklegu línum reyna að halda uppi minn- ingu frænda míns Gunnars og þakka vináttu og góðvild mér sýnda síðan við fyrst hittumst fyrir næstum 60 árum. Ég votta börnum hans, barna- börnum og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Ól. J. Sveinsson Enn hefur fækkað í sveit þeirra dugnaðarmanna er áttu sinn stóra þátt í uppbyggingu Garðsins, nú er Guðmundur Jónsson er látinn. Útför hans verður gerð frá Út- skálakirkju í dag. Langt er nú um liðið síðan fund- um okkar bar fyrst saman. Sam- verustundirnar um áratugaskeið urðu hinsvegar margar og ánægjulegar. Guðmundur Jónsson varð þjóð- kunnur maður. Hann rak um ára- tugaskeið fiskverkun og útgerð, fyrst hér í Garðinum, síðar í Sandgerði. Rafnkelsstaðaheimilið var róm- að fyrir myndarskap og dugnað. Naut þar eigi síður við húsmóður- innar, Guðrúnar Jónasdóttur, hinnar mætustu konu, svo og myndarlegs barnahóps. Guð- mundur var kjörinn í hreppsnefnd Gerðahrepps árið 1934 og þar átt- um við samleið allt til ársins 1966. í hreppsnefnd reyndist Guð- mundur ákaflega traustur og ábyrgur fulltrúi. Hann var opinn fyrir velferð byggðarlagsins og því er verða mátti til framdráttar. Guðmundur var einarður stuðn- ingsmaður Sjálfstæðisflokksins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Með Guðmundi Jónssyni er hniginn í valinn mikilvirkur dugn- aðarmaður og gildir þá einu að hverju hann gekk. 1 virðingar- skyni var hann þannig, verðskuld- að, sæmdur riddarakrossi Hinnar íslenzku fálkaorðu. Mér er það ljúft og skylt nú að leiðarlokum að þakka Guðmundi, og þá eigi síður fyrir hönd Garð- manna, fyrir mikilhæf störf í þágu byggðarlagsins og góða vináttu. Ættingjum og venzlafólki sendi ég samúðarkveðjur. Björn Finnbogason Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. BÍLASÝNINGAR HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM í vöruhúsi KÁ, Selfossi, miövikudaginn 18. apríl og laugardaginn 21. apríl og í Samkaupum, Njarövík, miövikudaginn 18. apríl frá kl. 13.00 til 18.00. Á bílasýningunni á Selfossi veröa kynntir Opel.Ascona, Opel Corsa og Isuzu Pick-up en Opel Ascona, Opel Corsa og Opel Kadett á sýningunni í Njarövík. VÖRUHÚSKÁ SAMKAUP GM -©•

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.