Morgunblaðið - 18.04.1984, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984
e 1883 Unlv.rHl PnM ÍKHHmt.
y? BorS fyrir þrjá."
ást er ...
... að snyrta siy fyrir
hann.
TMftao.U-S.Pit an.-tM rtghti nmntt
°19M Lo* AngHet Tirw Syndcale
11/ 11 j
S.
Ilann stökk ofan af brettinu, en
síðan hef ég ekki séð hann!
I>ú ættir að sjá hvað allt er orðið
fínt úti í garði!
„Einkaleyfi Ríkisútvarpsins var komið á að þjóðinni forspurðri. Nú er almenningur að vakna til skilnings á því, að
einokun á þessum máttuga miðli er fullkomin óhæfa.“
líður baráttunni
frjálsum fjölmiðlum
Hvað
fyrir
Emil Als skrifar:
„Hvað líður baráttunni fyrir
frjálsum fjölmiðlum? Halda menn
að einokunarvígin falli þó að blás-
ið sé á þau? í orði kveðnu eru ís-
lendingar andsnúnir einokun.
Samt hafa þeir lengi umborið
hverskonar hagsmuni sem dafna í
skjóli sérleyfa og ákvæða, sem í
raun veita einokunaraðstöðu.
Einkaleyfi Ríkisútvarpsins var
komið á að þjóðinni forspurðri. Nú
er almenningur að vakna til skiln-
ings á því, að einokun á þessum
máttuga miðli er fullkomin óhæfa.
í stjórnarskrá lýðveldsins er
hvergi skjól að finna fyrir Ríkis-
útvarp í einokunarklæðum. Þing-
menn geta þar hvergi tyllt fæti til
að sporna gegn frjálsum útvarps-
rekstri. Prentfrelsisákvæðin í 72.
grein stjórnarskrárinnar hljóta að
taka til þeirra miðla sem eru í
beinu framhaldi hins prentaða
máls. í 73. grein stjórnarskrár er
kveðið á um rétt manna til að
stofna félög í sérhverjum lögleg-
um tilgangi, án þess að sækja
þurfi um leyfi til þess.
Spurning er hvort Póst- og
símamálastjórn er ekki skylt að
sinna vafningalaust beiðnum um
bylgjusvið fyrir hljóðavarps- og
sjónvarpssendingar.
Þeir sem efast um einokunareðli
Ríkisútvarpsins ættu að gaum-
gæfa mannaráðningar og starfs-
háttu fréttastofunnar. Þeir ættu
að hugleiða viðbrögð ráðamanna
við stofnunina og stuðningsmanna
þeirra á þingi, þegar upphefst í
landinu umræða, sem ógnar ein-
okuninni. Þeir ættu að skoða þá
stefnu ríkisfjölmiðlanna að troða
sem mestu af skandinavísku efni í
neytendur, sem þeir þó síst vilja.
Að lokum fyrirspurn: Hvað varð
um félag áhugamanna um frjáls-
an útvarpsrekstur? Var ekki kosin
stjórn í því félagi til að tala máli
neytanda sem vilja valfrelsi á
þessu sviði sem öðrum?"
Refsing versti glæpurinn?
Árelíus Níelsson skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Engin orð hversdagsins í fjöl-
miðlum tslands hafa öllu meiri
áhrif en þau sem þú vakir yfir.
Þess vegna vil ég vekja þar at-
hygli á góðri grein í Helgarpóstin-
um helgina 7.-8. apríl sl. Hún er
kynnt á forsíðu með yfirskrift á
þessa leið: „Dómskerfið drepur
von sakamanns um nýtt og betra
líf“.
Þarna er átt við þá fjarstæðu í
framkvæmd dómsmála að taka
menn til fangelsisvistar löngu —
kannski nokkrum árum eftir
dómsuppkvaðningu, og demba
þeim í refsivist þegar þeir hafa
sýnt og sannað sig sem hæfir og
góðir þegnar samfélags síns. Þá
höggur sér er hlífa skyldi. Þar er
framkvæmd dómsvalds að rífa
niður með annarri hönd það sem
upp skyldi byggt með hinni. Það er
bæði heimskulegt og er heiðar-
legri þjóð til skammar.
Þessháttar lögum eða fram-
kvæmd þeirra verður að breyta.
Tilgangur svonefndra refsidóma
ætti þarna að hafa tekist þó að
sjálf refsivistin hafi ekki farið
fram. Enda bætir hún fáa eða eng-
an í orðsins fornu merkingu.
Við þurfum betrunarhæli og
sérstaka geðveikradeild handa sí-
brotafólki og eiturefnasjúklingum
sem nú fylla raðir ógæfumanna og
kvenna í okkar frjálsa friðarlandi.
Um þetta hef ég oft skrifað sem
fræðari, kennari og fangaprestur
um áratuga skeið. Það er sjálfsagt
að hefta frelsi slíks fólks eins og
óþekkra krakka sem alls staðar og
ávallt fara sér og öðrum að voða.
En það tekst aðeins með streng-
hlýrri handleiðslu hinna göfgustu
fræðara og uppeldisleiðtoga, með-
an þessu ógæfufólki er takmarkað
frelsi, að sjálfsögðu.
Hafi viðkomandi óþekktarorm-
ur hins vegar náð þessu takmarki
þroskans ætti auðvitað að gera allt
til stuðnings en ekkert til niðurrifs.
Það gladdi mig því mikið að
heyra bergmálið við bænum mín-
um frá þessu undarlega blaði sem
ég taldi í þúsund mílna fjarlægð.
Burt með bæði glæpi og refsingar.
Oft er það sem nefnist refsing
versti glæpurinn.
„Miskunnsemi þrái ég, en ekki
fórnir,", sagði mannvinurinn
mesti.
Lesið greinina undir yfirskrift-
inni „Dómskerfið drepur von
sakamanns um nýtt líf“. Semjið
ný lög um þetta þar sem miskunn
og vit ráða mestu."
Gullkorn
Þegar óhamingjan sækir þig
heim, þá minnstu þess, að hún á
ekki rætur að rekja til þess, sem
þú hefur gert, heldur hins, sem
þú hefur hugsað.
Brahmafræði