Morgunblaðið - 18.04.1984, Page 48
Opið alla daga frá
kl. 11.45-23.30.
AUSTURSTRÆTI 22,
INNSTRÆTI,
SÍMI 11633.
Opió fimmtudags og laugardagskvöld
Lokað föstudags og sunnudagskvöld.
Gleóilega páska.
AUSTURSTRÆTI 22,
INNSTRÆTI, SÍMI 11340.
MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Mjólkursamsalan:
Stöðvar dreifingu
á kakómjólk, Jóga
og Mangó-Sopa
Verð Svala oftast óbreytt vegna viðbragða
kaupmanna, segir Davíð Sch. Thorsteinsson
MJÓLKURSAIMSALAN í Reykja-
vík hefur stöðvað dreinngu á
drykkjarvörunum kakómjólk,
Jóga og Mangó-Sopa. Að sögn
Guðmundar Sigtryggssonar hjá
Mjólkursamsölunni er ákvörðun
um stöðvunina byggð á því að for-
ráðamenn Mjólkursamsölunnar
telja að ákvörðun fjármálaráð-
herra um að innheimta vörugjald
og söluskatt af þessum vörum,
samkvæmt lagaheimildum, verði
hnekkt af rfkisstjórn eða Alþingi,
en eins og Mbl. hefur skýrt frá
hafa nokkrir þingmenn Fram-
sóknarflokksins lagt fram frum-
vörp á Alþingi þess efnis að gjöld
þessi verði afnumin.
„Það er þeirra mál hvað þeir
vilja selja og hvað ekki," sagði
Albert Guðmundsson fjármála-
bingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins ályktar:
Þingmenn séu
ekki forstjórar
Framkvæmda-
stofnunar
„VIÐ HÖFUM rætt það nýlega í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins,
í tengslum við endurskoðun á
lögunum um Framkvæmda-
stofnun ríkisins, að ekki væri
eðlilegt að þingmenn væru for-
stöðumenn í þeirri stofnun,
fremur en í öðrum peninga-
stofnunum," sagði Ólafur G.
Einarsson, formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, í samtali
við blm. Mbl. í gær, og greindi
hann frá því að það væri sam-
hljóða skoðun þingflokksins að
sú regla sem flokkurinn hefði
tekið upp varðandi bankastjóra,
gilti einnig fyrir forstjóra
Framkvæmdastofnunar.
Veðrið
ílok
vetrar
f DAG er síðasti vetrardagur og
spáði Veðurstofa íslands sunn-
an- og suðvestanátt um mest allt
landið ineð skúrum og sl.vdduélj-
um sunnan- og suðvestanlands.
En á morgun, sumardaginn
fyrsta, er spáð norðan- og norð-
vestanátt með éljaveðri norðan-
lands en þurru veðri sunnan til á
landinu. Gert er ráð fyrir að
norðanátt haldist fram á föstu-
dag, en á laugardag snúi aftur til
suðvestanáttar með rigningu eða
slvddu sunnanlands.
ráðherra aðspurður um þessa
sölustöðvun í gær. Hjá Mjólk-
urbúi Flóamanna á Selfossi
fengust þær upplýsingar að
framleiðsla viðkomandi drykkja
væri enn í fullum gangi. Mjólk-
ursamsalan hefur ekki kallað
inn þá vöru sem til var í versl-
unum þegar stöðvunin var
ákveðin og því voru drykkir
þessir enn fyrir hendi í verslun-
um í gær, a.m.k. í miðborginni.
Magnús E. Finnsson fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasam-
takanna sagði í gær, að félags-
mönnum þeirra hefði verið til-
kynnt, eftir fyrirspurnir sam-
takanna í fjármálaráðuneytinu,
að þeim bæri nú að greiða sölu-
skatt af þessum vörum Mjólk-
ursamsölunnar og auk þess af
Svala frá Sól hf. Hann sagði
ráðuneytið hafa fullvissað sig
um, að engin breyting væri
fyrirhuguð í þessu máli. Davíð
Scheving Thorsteinsson hjá Sól
hf. sagði að Svala væri dreift
alveg eins og áður en til gjald-
tökunnar kom. Heildsöluverð
Svala lækkaði við ákvörðun
fjármálaráðherra, því afnumið
var 24% vörugjald en á lagt 17%
þess í stað. Hann sagði enn-
fremur, að viðbrögð kaupmanna
við álagningu 23,5% söluskatts
væru í flestum tilfellum þau, að
þeir hefðu lækkað eigin álagn-
ingu á Svala, sem numið hefði
38%, þannig að neytendur nytu
enn sama kaupverðs og áður.
(MorjftinbUðið/Júlíus.)
Fjallgöngutækni
við gluggahreinsun
Vegfarendur, sem áttu leið framhjá H.Ben-húsinu við Suðurlands-
braut í gærdag, hafa líklega rekið augun í tvo vaska menn, sem
sprönguðu utan á húsinu, en við nánari athugun reyndust hér vera á
ferðinni starfsmenn „Gluggaþvottamiðstöðvarinnar“, sem voru að
reyna nýja tækni við gluggahreinsun, þar sem notaður er útbúnaður
fjallgöngumanna. Að sögn þeirra félaga reyndist útbúnaðurinn vel og
væri þessi aðferð mun öruggari, fljótlegri og ódýrari en gamla að-
ferðin, en fram til þessa hefur oftast verið notast við kranabíl með
körfu. Þeir kváðust hafa fengið sérstakar leiðbeiningar og kennslu
hjá þaulvönum fjallgöngumanni áður en þeir reyndu þessa nýju
aðferð, enda gekk þeim vel að vinna verk sitt og á meðfylgjandi mynd
má sjá þá félaga að störfum.
Davíð Scheving
Thorsteinsson:
„Finnst
verðið
nokkuð
háttu
„MÉR finnst verðið á bréfunum
nokkuð hátt, því hlutabréf í Iðnað-
arbankanum hafa að undanförnu
gengið kaupum og sölum á mun
lægra verði,“ sagði Davíð Scheving
Thorsteinsson, formaður bankaráðs
Iðnaðarbankans, í samtali við blm.
Mbl. í gær er hann var spurður
hvernig honum litist á tilboð Sverr-
is Hermannssonar iðnaðarráðherra
til hluthafa Iðnaðarbankans um
forkaupsrétt að 27% eignarhlut
ríkisins í Iðnaðarbankanum fyrir 32
milljónir króna, sem er þrefalt
nafnverð bréfanna.
„Þetta eru kannski ein af ör-
fáum hlutabréfum á íslandi sem
til er markaðsverð á,“ sagði Dav-
íð jafnframt, „því það er töluvert
um sölu á þessum bréfum og
þessi verðlagning iðnaðarráð-
herra er verulega fyrir ofan það
sem þau ganga á. Eg hefði talið
eðlilegt að bréfin hefðu verið boð-
in hluthöfum til kaups á tvöföldu
nafnverði, því það hefði verið
sanngjarnt verð.“
Davíð sagðist engu um það geta
spáð hvort lítið yrði um að hlut-
hafar nýttu sér forkaupsréttinn,
en þeir eru eins og kunnugt er
yfir 1.400 talsins. Hann sagðist
þó telja það eðlileg og rétt vinnu-
brögð af iðnaðarráðherra að hafa
boðið hluthöfum bankans, sem
staðið hefðu í þessu samkrulli við
ríkið í yfir 30 ár, forkaupsrétt að
bréfunum áður en þau væru boð-
in út á almennum markaði.
Jóhannes Nordal á 23. ársfundi Seðlabankans:
Mun ekki skipta sér af
hækkun innlánsvaxta
— en innlánsstofnanir geta ekki búist við hækkun útlánsvaxta
„SEÐLABANKINN mun ekki skipta sér af því hvaða vcxtir innlánsstofnanir
bjóða, en þær geta hins vegar ekki búist við því, að útlánsvextir verði
hækkaðir, þótt þeir bjóði nú hærri innlánsvexti,“ sagði Jóhannes Nordal
formaður bankastjómar Seðlabankans m.a. í ræðu sem hann flutti á 23.
ársfundi bankans í gær. Hann fjallaði fyrst almennt um þróun efnahags-
mála, síðan sérstaklega um þá þætti er varða Seðlabankann. í niöurlagi
ræðunnar fjallaði Jóhannes um bankakerfiö og sagði m.a. að í þeim svipti-
byljum sem gengið hefðu yfir bankakerfið á undanförnum tveimur árum,
hefðu enn komið í Ijós veikleikar í uppbyggingu þess, sem m.a. kæmu fram í
skorti á sveigjanleika og mismunun í fyrirgreiðslu milli fyrirtækja og
atvinnugreina.
Ársfundinn, sem.var sá 23. í röð-
inni, setti formaður bankaráðs,
Sverrir Júlíusson. Hann gerði í
stuttu máli grein fyrir afkomu
bankans og sagði stöðu Seðlabank-
ans ekki sterka, en gat þess að hlut-
verk bankans væri að jafna stöðu
efnahagsmála.
Jóhannes Nordal sagði að veik-
leika bankakerfisins mætti rekja til
þess að það hefði að miklu leyti vax-
ið upp á tímum og í skjóli láns-
fjárskömmtunar, sem leitt hefði til
óeðlilegs kapphlaups um innstæður,
offjölgunar stofnana og afgreiðslu-
staða og óeðlilegrar sérhæfingar
bankanna í þjónustu við einstaka
atvinnuvegi.
Seðlabankastjóri nefndi þrjú at-
riði, sem hann sagðist telja nauð-
synleg til að ná fram lagfæringum á
bankakerfinu. í fyrsta lagi að ríkis-
valdið hafi forustu um samruna inn-
lánsstofnana og breytingu og verka-
skiptingu þeirra. í öðru lagi að dreg-
ið yrði úr hinum sjálfvirku endur-
kaupum afurðalána fyrir milligöngu
Seðlabankans.
í þriðja og síðasta lagi nefndi
hann það sem hann kallaði mikil-
vægasta skilyrði nauðsynlegra um-
bóta í banka- og lánsfjármálum, en
það væru raunhæfir vextir í öllum
peningaviðskiptum og aukið frjáls-
ræði í vaxtamálum. Hann sagði
mikla breytingu hafa orðið þar á frá
því á síðasta hausti. Einnig nefndi
hann ýmsa nýbreytni ríkissjóðs í því
skyni að stuðla að aukinni innlendri
fjármögnun opinberra framkvæmda
og sjóða. Hann sagði síðan: „Ýmsum
kann að virðast, að sú samkeppni
um sparifé landsmanna, sem þannig
er hafin, geti stefnt út í öfgar. En þá
er þess líka að gæta, að það hlýtur
að taka nokkurn tíma áður en jafn-
vægi næst á lánamarkaðnum eftir
þær miklu breytingar, sem bæði
hafa orðið á verðlagi og lánskjörum
á undanförnum þremur ársfjórð-
ungum."
í lok ársfundarins flutti við-
skiptaráðherra, Matthías Á.
Mathiesen, nokkur þakkarorð til
bankaráðs, bankastjórnar og starfs-
manna Seðlabankans. Hann rakti
einnig markmið ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum og sagði það
ánægjulega staðreynd, að þeim
markmiðum, sem stefnt hefði verið
að á þessu ári, væri nú náð.
Ræða Jóhannesar Nordal seðla-
bankastjóra er birt í heild í Mbl.
í dag. Sjá miðopnu.