Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 2
"2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984
Guðmundur Kjærnested, skipherra, ásamt konu sinni, Margréti Símonardóttur, börnum, tengdabörnum og
barnabörnum í brú Týs í gærmorgun. Talið frá vinstri: Pétur Oddsson, Örn Kjærnested, Helgi S. Kjærnested,
Guðlaug Ágústa Arnardóttir, Einar Páll Arnarson, Hildur Einarsdóttir, Stefán Kjærnested, Símon Kjærnested,
Elínborg Kjærnested, fyrir framan hana Brynjar Kjærnested, þá Margrét Halldóra Kjærnested, Guðmundur
Kjærnested yngri og þau hjón, Guðmundur og Margrét. Morgunbia*iA/KÖE.
Guðmundur Kjærnested í land eftir 40 ára gifturíkan feril hjá Gæzlunni:
„Lokuöum einu svæði,
annars tíðindalaustu
FJÖRUTÍU ára gifturíkum ferli
Guðmundar Kærnested, skipherra
hjá Landhelgisgæslunni, lauk í
gærmorgun er varðskipið Týr kom
til hafnar í Reykjavík eftir hefð-
bundið 15 daga úthald. Fjölskylda
Guðmundar tók á móti honum á
hafnarbakkanum og þegar Morg-
unblaðsmenn komu um borð í Tý
var hún rétt að Ijúka við hátíða-
kaffi í tilefni dagsins.
„Við fórum í land á Akureyri
einn dag um páskana, þar sem ég
hélt áhöfninni smáveislu í tilefni
þess að ég er að hætta, en að
öðru leyti var þetta ósköp hefð-
bundinn túr,“ sagði Guðmundur
er við inntum hann eftir síðustu
sjóferðinni á vegum Landhelg-
isgæslunnar. „Við lokuðum
reyndar einu svæði, strákarnir
voru að drepa smáfisk þar um
slóðir, annars var þetta tíðinda-
laust. Það er sem betur fer liðin
sú tíð að við séum hálft ár á sjó í
einu eins og hér áður fyrr.“
Guðmundur hafði áður sagt í
viðtali við Mbl., að hann ætlaði
nú að nýta tímann til að stunda
golf og reiðmennsku. Ekki sagð-
ist hann í gær þó búast við því,
að hann settist alveg í helgan
stein. „Það er aldrei að vita
nema maður fái sér eitthvað að
dunda hálfan daginn. Það bar
ekki mikið á manni þegar maður
hóf störf í Gæslunni fyrir 40 ár-
um. Ætli það verði ekki eins nú
þegar maður hættir," sagði Guð-
mundur.
Sem fyrr segir hefur Guð-
mundur Kærnested verið í þjón-
ustu Landhelgisgæslunnar í 40
ár og reyndar gott betur. Hóf
störf 1943. Hann var fyrst há-
seti, en hafði áður verið á togara
og Dettifossi áður en hann réðst
í þjónustu Gæslunnar. Hann
varð síðar stýrimaður og þá
skipherra á Ægi 1968. Undan-
farin ár hefur hann verið skip-
herra á Tý.
Skreiðarsalan til Nfgeríu:
Líkur á sölu
allra birgöa
NÚ standa yfir samningaumleitanir
millí skreiðarútflytjenda hér og kaup-
enda í Nígeríu um sölu á verulegu
magni af skreið þangað. Enn er ekki
kominn botn í samningana, en líkur
hafa verið á því, að allar birgðir, sem í
landinu voru um áramót, um 170.000
pakkar, auk nokkurs viðbótarmagns,
takist að selja á þessu ári. Líkur eru á
því, að verð verði eitthvað lægra en
síðasta gildandi verð.
Þar sem samningarnir eru enn
ekki í höfn, er óljóst hver afkoma
skreiðarverkenda verður, en auk ís-
lendinga hafa Norðmenn verið að
leita fyrir sér um sölu á skreið til
Nígeríu, en einnig án árangurs. Mið-
að við það verð, sem síðast var í
gildi, er tap skreiðarverkenda áætl-
að á bilinu 200 til 290 milljónir
króna og miðað við sama verð er
fyrirhugað, að af umræddum birgð-
um verði teknar um 200 milljónir
króna í gengismun. Innistæða í
skreiðardeild Verðjöfnunarsjóðs er
rúmar 60 milljónir króna en úr
henni hafa nú verið greiddar um 140
milljónir króna. Verði um verðlækk-
un að ræða á þessu ári er því fyrir-
sjáanlegt að tap skreiðarverkenda
verður enn meira en áætlað hefur
verið.
Mjög lítið hefur nú verið hengt
upp af skreið en hausaþurrkun hef-
ur verið talsverð, þar sem ekki er
talið svara kostnaði að vinna haus-
ana í mjöl. Framleiðslan frá ára-
mótum er hins vegar óljós vegna
þess, að framleiðendur hafa trassað
að gefa upp framleiðslu sína að sögn
eins útflytjenda.
Runólfur SH
á söluskrá
SKUTTOGARINN Runólfur SH 135 er
nú kominn á söluskrá hjá Landsam-
bandi íslenzkra útgerðarmanna. Hann
er í eigu Guðmundar Runólfssonar hf.
í Grundarfirði og var smíðaður 1974
hjá Stálvík í Garðabæ, 312 lestir að
stærð.
Guðmundur Runólfsson, eigandi
Runólfs, sagöi í samtali við Morgun-
blaðið, að fyrirtækið hefði ekki í
hyggju að hætta rekstri ef komizt
yrði hjá því. „Mér líkar það alls ekki
að ríkisstjórnin gefi sér meiri tíma
til að sinna gæludýrum sinum en
þeim, sem eru undirstaða þjóðarinn-
ar og búa við vonlausan rekstrar-
grundvöll, útgerðarmönnum og sjó-
mönnum."
Bæjarráð Sauðárkróks:
Hreinn fái vatns-
réttinn til 10 ára
— hefjist útflutningur innan eins og hálfs árs
„AFSTADA bæjarráðs í vatnsmálinu
svokallaða liggur nú fyrir. Það er fylgj-
andi því að lireinn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri, fái 10 ára einkarétt á
vatnstöku hér til útflutnings og þá
fyrirgreiðslu frá vatnsveitunni, sem
þarf til þess, að hann geti byrjað rekst-
urinn," sagði Magnús Sigurjónsson,
Ferjuflugmanni komið til bjargar:
Rammvilltur og
vélin bensínlítil
FLUGVÉL flugmálastjórnar kom í
fyrradag lítilli flugvél, TF-LAK, til
aðstoðar, þar sem flugmaðurinn var
rammvilltur við Þingvallavatn og
taldi sig þá vera yfir sjó. Var vélinni
beint á rétta braut og lenti hún á
Reykjavíkurflugvelli skömmu síðar.
Svo litlar voru bensínbirgðir vélar-
innar orðnar, að drapst á hreyflinum
er hún setti stélið niður við lend-
ingu. Varð að draga vélina af braut-
inni.
Verið var að ferja vélina, sem er
í eigu aðila á Austfjörðum, til
landsins og var flugmaðurinn
Pakistani. Hún er illa tækjum bú-
in og skv. heimildum Mbl. er vafa-
samt, að viðkomandi flugmaður
hefði fengið leyfi til fararinnar
hefðu hérlend flugmálayfirvöld
vitað um tækjaskortinn. Hyggjast
þau spyrjast fyrir um það í Skot-
landi hvers vegna flugmanninum,
sem hefur litla réynslu, var leyft
að leggja upp.
EINNI Sigurjóns var léttklæddur og hress í bragði með vatnsslönguna i
veðurblíðunni í vikunni. Hann vinnur hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og var
að spúla og hreinsa götuna við frystihúsið í góða veðrinu. Mynd Mbi. Æ»»r.
Það kom mörg væn lúðan upp úr Jóni Finnssyni RE, þegar landað var í
Reykjavík. MorzunblaAiA/ÓLK.M.
300 lúður samtals
12 lestir að þyngd
„VIÐ náðum samtals um 12 lestum
af lúðu, 300 stykkjum, í þessum 15
daga túr og ætli þetta lafi því ekki
rétt fyrir ofan núllið hjá útgerðinni
og rétt yfír tryggingu hjá köllunum.
Fyrst þessi túr bjargaðist lízt mér vel
á framhaldið,“ sagði Gísli Jóhann-
esson, skipstjóri og eigandi Jóns
Finnssonar RE, sem á fóstudag kom
úr sínum fyrsta lúðulínuróðri á þessu
ári.
„Þetta var annars óttalegt basl
til að byrja með. Við byrjuðum um
100 mílur út af Jökulgrunni og
færðum okkur síðan suður undir
Fjöll, en ekkert gekk. Við lögðum
94 bala og fengum aðeins 9 stykki.
Þegar við færðum okkur svo suður
fyrir Surt og Eyjar virtust menn
fara vaxandi og lúðan að bíta á og
alls fengum við 12 tonn. Þetta er
væn lúða að meðaltali um 40 kíló
að þyngd og dæmið lítur bara vel
út. Um þetta leyti í fyrra var kom-
inn góður gangur í þetta hjá okkur
og nú erum við með hér um bil
helmingi fleiri króka en þá.
Við verðum hins vegar að gæta
þess, að Norðmaðurinn hirði ekki
lúðuna við nefið á okkur eins og
hann hefur gert undanfarin ár.
Mér sýnist full ástæða til að leggja
meiri áherzlu á þessar veiðar.
Annars var ég bara einskonar
fiskilóðs í þessum túr og fer ekki
fleiri í bili. Ég læt kallana sjá um
framhaldið og treysti þeim vel til
þess,“ sagði Gísli Jóhannesson.
forscti bæjarstjórnar Sauðárkróks, í
samtali við Morgunblaðið.
„Þetta er þó ekki endanleg niður-
staða þar sem bæjarstjórn á eftir að
samþykkja afstöðu bæjarráðs.
Hreinn hefur fyrirliggjandi pantan-
ir á vatni, sem hann telur nægja til
að hefja byggingu verksmiðjunnar
og standa undir kostnaði þar til út-
flutningur hefst. Eina skilyrðið, sem
bæjarráð setur fyrir vatnsréttinum
er það, að útflutningur hefjist innan
eins og hálfs árs. Það telur Hreinn
að verði og hefur í hyggju að hefja
byggingu verksmiðjunnar eftir um
hálfan mánuð, en grunnurinn er nú
fullgerður. { þessu felast engar fjár-
hagslegar skuldbindingar fyrir bæ-
inn og því ekkert að óttast nema
leita þurfi nýrra atvinnutækifæra,
mistakist þetta, sem vonandi verður
ekki,“ sagði Magnús Sigurjónsson.
Ólafsvík:
Saltfiskur
skemmdist af
völdum sóts
NOKKURT tjón varð á saltfísksbirgð-
um af völdum sóts er eldur kom upp í
húsi fískvinnslufyrirtækisins Stakk-
holts í Ólafsvík í fyrrinótt. Ekki lá
Ijóst fyrir í gærmorgun hversu miklar
skemmdirnar urðu, en Ijóst er að hluti
350 tonna af saltfíski eyðilagðist.
Að sögn Hermanns Hjartarsonar
hjá Stakkholti virðist sem eldurinn
hafi kviknað út frá ljósi. Hann náði
þó aldrei að breiðast út, en mikill
reykur hlaust af. Slökkvilið var ekki
kallað út og tjónið upplýstist ekki
fyrr en snemma í gærmorgun.
Tækjabúnaður í húsinu skemmdist
ekki.
Misritun
Nafn Oscars ('lausen, ferming-
arbarns í Fella- og Hólapresta-
kalli í dag, misritaðist í Mbl. í
gær. Velvirðingar er beðist á mis-
tökunum.