Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 ER STURLA SIGHVA TSSON HJARTAGOSINN? eftir MATTHIAS JOHANNESSEN ungaaldar. Þar sem Is- lendinga saga Sturlu Þórðarsonar er sagn- fræði þess tíma, er Harðar saga og Hólm- verja, samkvæmt kenningum prófessors Þórhalls, ritstýrð sagnfræði Styrmis ábóta. II Spyrja má, hvers vegna þessi rit voru skrifuð. Þórhallur Vilmundarson. ar á andstæðu sina eins og annað í tilver- unni. Það er í andstæð- um elds og íss sem dauðinn breytist í líf. Og það var í skáld- skapnum sem lífi okkar litlu þjóðar var borgið. Jafnvel kóngar þurftu á hirðskáldum að halda, ef þeir voru ekki skáld sjálfir. En það fer víst sjaldnast saman. III Kjarninn í háskólafyrirlestri prófessors Þórhalls Vilmund- arsonar um Harðar sögu og Hólmverja er sá, að Styrmir fróði hafi skrifað Harðar sögu 1243—44 og sé hún í raun og veru samtímaheimild um Sturlu Sighvatsson, sem var einna mestur hermaður á íslandi um sína daga, en féll í Örlygsstaðabardaga, eins og kunnugt er. Prófessor Þórhallur færði rök að því, að Sturla hafi orðið fyrir áhrifum af virkja- gerð norskra konunga og benti á Geir- hólma í Hvalfirði, máli sínu til stuðnings. Hann sá til að mynda virki Hákonar gamla í Túnsbergi. Prófessor Þórhallur sýndi fram á hve lýsingarnar á Herði Grímkelssyni og Sturlu Sighvatssyni væru líkar i fornum bókmenntum. Konur þeirra, Helga Haraldsdóttir og Solveig Sæ- mundsdóttir, áttu ýmislegt sameiginlegt og það m.a. að þær flytjast úr landi eftir víg manna sinna. Benti prófessor Þórhall- ur á tólf athyglisverð dæmi þess, hvað líkt sé með þeim Sturlu og Herði og er lýsingin á dauða þeirra eftirminnilegust. Báðir vörðust þeir frækilega, en áttu við ofurefli að etja, sluppu þó úr herkví, annar í Hvalfirði en hinn í Örlygsstaðabardaga, er að þeim var sótt. f íslendinga sögu Sturlu lögmanns Þórðarsonar er dauða Sturlu Sighvatssonar lýst með þessum hætti: „Þá kom Gizurr (Þorvaldsson) til ok kastaði af honum hlífunum ok svá stálhúfunni. Hann mælti: „Hér skal ek at vinna." Hann tók breiðöxi ór hendi Þórði Valdasyni ok hjó í höfuð Sturlu vinstra megin fyrir aftan eyrat mikit sár ok hljóp lítt í sundr ... “ í Harð- ar sögu og Hólmverja segir Styrmir fróði svo frá dauða Harðar: „Sóttu þeir þá hart at Herði. Varð hann þá enn sex manna bani. Þá gekk öxin af skaftinu. í því hjó Þorsteinn gullknappr á hnakkann með há- skeftri öxi því at engi þeira þorði framan at honum at ráða, þó at hann væri slyppr." Eftirmál eftir Hörð og Sturlu Sighvatsson eru einnig með svipuðum hætti. Sam- kvæmt kenningu prófessors Þórhalls Vil- mundarsonar er Harðar saga lýsing á hernaði Sturlu Sighvatssonar og vígaferl- um hans. Sturla sendir flokk manna t.a.m. til Hvalfjarðar og sátu þeir í Geirshólma um hríð, en þar leituöu Hólmverjar einnig skjóls. ólíklegt er, að þessi vísbending sé tilviljun. Harðar saga og Hólmverja verður ekki talin með helztu listaverkum fornrar ís- lenzkrar sagnaritunar. En eftir fyrirlestur prófessors Þórhalls Vilmundarsonar, verð- ur hún hnýsilegra verk en áður. Sturl- ungaöld í búningi skáldskapar mikilvæg- ari en venjuleg kappasaga án skírskotun- ar. En að sjálfsögðu er Harðar saga engin ævisaga Sturlu Sighvatssonar, enda tók prófessor Þórhallur það skýrt fram. Við verðum að leita í aðrar heimildir, sann- sögulegri, til að fá lýsingu á lífi hans og takmarki. En líkindin milli sagnfræðilegra heimilda eins og íslendinga sögu Sturlu lögmanns og skáldsögu Styrmis fróða eru með þeim hætti, að sagnfræði- og bók- menntaskýringar 13. aldar rita og afstaða til þeirra verður aldrei söm og áður eftir að prófessor Þórhallur hefur borið fram kenningar sínar og leitt rök að þeim. Mest- ar líkur eru nú á því, að Helga Haralds- dóttir hafi aldrei synt úr hólmanum með börn sín og Hörður Grímkelsson sé per- sónugervingur Sturlu Sighvatssonar. Þær niðurstöður minnka sízt af öllu gildi Harð- ar sögu. Hún er okkur fyrir bragðið frem- ur mikilvægari en áður. Og hvað sem segja má um lífsstarf og fyrirætlanir Sturlu Sig- hvatssonar verður líf hans eftirminnilegra en áður, þegar kenningar prófessors Þór- halls eru hafðar í huga. Sagnaritarinn og samstarfsmaður Snorra Sturlusonar í Reykholti, Styrmir fróði Kárason, verður mikilvægari persóna í bókmenntasögunni en áður og skrif þessa umdeilda ábóta, sem lauk ævi sinni í Viðeyjarklaustri, eiga eftir að varpa ljósi á margt af því, sem áður var myrkri hulið f fornum sögum. Hugmynda- flug Þórhalls Vilmundarsonar og frum- leiki bendir í senn fram á leið og aftur til fyrirrennara eins og Björns M. Olsens, Sigurðar Nordals, Einars ól. Sveinssonar og Barða Guðmundssonar, sem sáu flest í fornum ritum öðrum mönnum betur — og með nýjum augum. Áhrif samtímavið- burða voru Barða ofarlega í huga. Athug- anir Hermanns Pálssonar, ekki sízt á er- lendum áhrifum á forn rit íslenzk, eru einnig glæta í myrkviði. Prófessor Þór- hallur er þeirrar skoðunar, að Grettis saga, sem ýmsir telja, að Sturla Þórðarson hafi ritað og Gísla saga Súrssonar hafi orðið fyrir áhrifum af Harðar sögu sem talin hefur verið í yngsta flokki skemmti- sagna eða frá lokum 13. aldar, og má þvf segja, að ærin og heillandi rannsóknarefni bíði norrænufræðinga, ef þeir ætla að komast til botns í þessum mikilvægasta arfi íslenzkra mennta, fornum bókmennt- um. Mikill hluti þeirra hefur áreiðanlega verið ritstýrð sagnfræði eins og Halldór Laxness kemst að orði í Skeggræðum okk- ar gegnum tíðina. Atómstöðin, Guðsgjafa- þula og sfðast, en ekki sízt, Innansveitar- kronika hans sjálfs eru slík verk. Könnun á þeim varpar ljósi á upptök fornra sagna. í kaflanum Mosdælasaga í Skeggræðun- um hef ég svofelld orð eftir nóbelsskáld- inu: „Eitt og annað er liðkað til í frásögn- inni ... í því skyni að gera hana formfeg- urri; ártöl, nöfn eða staðir standa ekki alt- énd heima. Ég var að leita til baka, til upphafs skáldsögunnar, þar sem hún byrjar f kroniku eða eftirlíkingum af kroniku. Skáldsaga er ritstýrð sagnfræði og eftirlíkt sagnfræði. Maður þykist vera að tala um veruleika, en það er sá veruleiki þar sem höfundurinn skipar hlutunum sjálfur f röð, „rétta“ röð, a.m.k. eftir sinni beztu samvizku. Það er tilraun til að fi lesandann til að trúa sagnfræði, sem maður hefur rit- stýrt sjálfur eða búið út. En skáldsaga er samt að þvf leyti raunveruleg, að höfund- urinn getur aðeins sagt frá atburðum, mönnum, hugmyndum, flækjum og árekstrum, sem hann hefur sjálfur lifað. Hann hefur fólkið í handraða, a.m.k. í bút- um, setur síðan bútana saman. Höfundur- inn getur ekki farið út fyrir sína eigin reynslu; en hann ritstýrir henni. Hann býr sér til grind sem er þegar bezt lætur eins rökrétt og grind í húsi, síðan fyllir hann upp í grindina með reynslu sjálfs sín. Ann- að hefur hann ekki fram að færa en reynslu sjálfs sín. Maður er andsvar við þeim áhrifum, sem hann verður fyrir f líf- inu ,.. “ Harðar saga og Hólmverja er að dómi Þórhalls Vilmundarsonar andsvar Styrmis fróða Kárasonar við viðburðum Sturl- Ástæðumar eru margar. Ein þeirra er sú, sem fram kemur í Þorgils sögu skarða sem talin er rituð af Þórði Hítnesingi, en þar segir Þorgils, þessi helzti fulltrúi kon- ungsvalds á íslandi, þegar hann verður andvaka kvöld eitt og er spurður, hvers vegna hann fái eigi sofið, en væri svo fár: „Ek hugsa þat,“ segir Þorgils, „hvé illt mér þykkir ef engi skal saga ganga frá mér, áðr en þrýtr líf mitt, svá at ek geta ekki á hefnileið róit um svívirðing þá, er mér er nú ger.“ Önnur ástæða er sú, sem að er vikið í Flateyjarbók, „— en með sögum má einn mörgum gamna“. Halldór Laxness kveðst vilja skemmta mönnum með sögum sínum. Hann er ekki einn um það. Þá er enn önnur ástæðan sú, sem Saxó, þekktasti sagnfræðingur Dana, minnist á, þegar hann getur íslendinga sem heim- ildamanna sinna. Hann kveður svo að orði um fátækt íslendinga, að þeir bættu sér hana upp með andlegum yfirburðum. Að þessu er m.a. vikið í Ferðarispum mínum, en þar segir svo: „Johannes V. Jensen sneri m.a. Sonatorreki á gullaldardönsku. Það minnti mig á hlutverk listar. Jorgen Schleimann, fréttastjóri danska útvarps- ins, sem á marga vini frá íslandsdvöl sinni og kann skil á mönnum og málefnum á íslandi svo að undrum sætir, minnti mig á kjarnann í kenningum Malraux, franska skáldsins og fyrrum menntamálaráðherra de Gaulles (hann kunni að velja menn í kringum sig), en hann sá að listin er eins konar andörlög, ef svo mætti að orði kom- ast: menningarheimspeki Malraux birtist okkur í Sonatorreki Egils; að það sé í list- inni sem við lifum af, vinnum bug á harm- sögulegri upplifun, sigrumst á örlögunum. Egill treystir sér ekki til að lifa eftir dauöa sonar síns fyrr en hann hafði ort ljóðið. Einmitt: það er í listinni sem maðurinn sigrar jafnvel grimmustu örlög. Kannski er þetta ástæðan til þess að fslendingar hafa aldrei getað án bókmennta verið. Þar unnu þeir bug á raunum sínum eins og Egill og þar munu þeir halda áfram að sigra, þær eru andörlög íslendinga ... söl- in í munni Egils eru lykillinn að listheim- speki Malraux ..." Þannig eiga bókmenntir ávallt erindi við litla þjóð, sem þarf á andörlögum að halda; andlegum yfirburðum til að bæta sér upp smæð sína. Auk þess eru verk hennar þrotlaus viðspyrna gegn dauðanum, eins og Bjarni Guðnason, prófessor, tekur til orða f minningargrein um Einar Ól. Sveinsson f Morgunblaðinu, og bætir við: „Hann viidi verða eftirminnilegur, ekki hverfa nafnlaus út f myrkrið." Sá, sem veit, að lífið er „einnar nætur gisting", lít- ur á það sem dýrmæta eign. Dauðinn kall- Þó að Sturla Sighvatsson og Solveig Sæmundsdóttir séu fyrirmyndir að Herði Grímkelssyni og Helgu Haraldsdóttur, væri vafasamt að telja Harðar sögu og Hólmverja lykilskáldsögu, svo margt sem vantar í lífsferil Sturlu Sighvatssonar, eins og hann er kunnur af samtímaheim- ildum; til að mynda er Hörður Grímkels- son enginn fulltrúi konungsvalds á íslandi og hefði það ekki farið fram hjá samtíma- manni eins og Styrmi fróða nema þá hon- um hafi ekki þótt slíkt skipta neinu máli og íslendingar hafi, þrátt fyrir allt, litið enn á sig sem hálfgerða Norðmenn á 13. öld og því vart í frásögur færandi í skáld- sögu, þótt slíkur kappi og höfðingi væri handgenginn Hákoni konungi gamla. Sturlungaöld markaðist einkum af há- klassískri menningu og ritun heimsbók- mennta á Islandi, en einnig af blóðugum átökum andstæðra fylkinga, þar sem Nor- egskonungur kom mjög við sögu, deildi og drottnaði og þandi út rfki sitt þangað sem norskir landnemar höfðu tekið sér bólfestu rúmum þremur öldum áður. En samstarfs- maður Snorra í Reykholti og síðar ábóti í Viðeyjarklaustri virðist ekki telja slíkt til neinna stórtíðinda, ef marka má Harðar sögu og Hólmverja, en leggur alla áherzlu á upphlaup innlendra manna, víg og hefndir að hætti Islendinga sagna. Hún er skógarmannasaga, líklega eldri en áður var talið, og hefur samkvæmt ritstýrðri sagnfræði höfundar á sér yfirbragð sögu frá síðara hluta 10. aldar, þótt samin sé skömmu eftir vfg Snorra Sturlusonar, lík- lega eftir eldra handriti annarrar sögu af Herði Grímkelssyni sem nú er að mestu glötuð. Vísurnar gefa bendingu: þær eru ungar, liklega frá 13. öld; samtímakveð- skapur. Ekki hefur Sturla Sighvatsson átt þátt í þeim. Hann kemur við sögu í öðrum kveðskap. En Ljósvíkingurinn orti einnig út úr hjarta Halldórs Laxness. I niðurlagi Harðar sögu er hún nefnd Hólmverjasaga og höfundur talar um sjálfan sig í þriðju persónu: „Nú lúkum vér hér Hólmverjasögu." Styrmir fróði hefur tekið ritstörf sín há- tíðlega og fer þar eftir venju, en höfundur Njáls sögu lætur sér lynda að segja ek á einum stað snilldarverksins. IV I Harðar sögu og Hólmverja ber fyrir augu persónur frá landnáms- og söguöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.