Morgunblaðið - 29.04.1984, Síða 38

Morgunblaðið - 29.04.1984, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 Boðsent: Opið bréf til birtingar — eftirJón Oddsson Ég leyfi mér, hr. ritstjóri, að senda yður erindi þetta í formi opins bréfs sem skipaður verjandi eins lðgreglumannanna þriggja í svonefndu „Skaftamáli", vegna þeirrar opinberu umfjöllunar, er mál þetta hefur fengið. Sérstak- lega vil ég geta þess, að Morgun- blaðið eitt íslenskra dagblaða, eins og fyrri daginn, hefur sýnt full- komna ábyrgð í heiðarlegum fréttaflutningi og skrifum öðrum um þetta fjarstæðukennda dóms- mál. Vísa ég þar einkum til vand- aðra og heiðarlegra skrifa Halls Hallssonar, blaðamanns við Morg- unblaðið, þar sem gætt er óhlut- drægni í hvívetna. Þar ræður málstaður málafærslu. Slík heið- arleg og réttsýn blaðamennska er þjóðfélagslega mjög mikilvæg og til mikillar fyrirmyndar — stoð fyrir rétt einstaklingsins í um- rótasömu velferðarþjóðfélagi. f öðrum íslenskum dagblöðum hefur getið að líta annarleg og andþjóðfélagsleg skrif um málið og það jafnvel í ritstjórnargrein- um. Þar hefur á stundum verið reiður orðgreiður og tamið sér „sorpritastíl" að hætti Þjóðviljans að undanförnu, þar sem ekki ein- vörðungu er hallað réttu máli, heldur vísvitandi er farið með rangt mál og lævíslega leitast við að koma röngum sakargiftum á lögreglumennina og festa á þá ærumeiðandi rógi, jafnvel eftir að þeir hafa nú verið af íslenskum dómstól algerlega sýknaðir af öll- um ákæruatriðum og bótakröfum — og allur málskostnaður felldur á tóman ríkissjóð og geta þannig skilvísir íslenskir skattborgarar þakkað embætti ákæruvaldsins í landinu ráðstöfun hluta tekna sinna. Vergur heildarkostnaður ríkissjóðs af þessu eina geðþótta- máli fer ekki undir þrennum árs- launum hafnarverkamanns á Dagsbrúnartaxta. Samkvæmt 115. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974 eru ríkissaksóknara gefin skýr og bein fyrirmæli löggjafar- valdsins um hvenær eigi að gefa út opinbera ákæru á þá leið, að þegar ríkissaksóknari hefur fengið rannsókn máls í hendur athugar hann, hvort semja skuli ákæru á hendur sökunaut eða sökunautum. Ef ríkissaksóknara virðist það, sem fram er komið nægilegt eða líklegt til sakfellis, semur hann ákæru, en annars kostar lætur hann við svo búið standa. í þróuðu réttarríki er útgáfa og samning opinberrar ákæru mjög alvarlegur hlutur, gagnstætt því sem t.a.m. er í Sovétríkjunum. Ranglega út- gefin opinber ákæra eins og í þessu máli eru gróf og vítaverð embættisleg mistök, er varða opinbera fébótaábyrgð ríkissjóðs. „Hvernig má þaö t.d. vera, aö maöur lesi þá fjarstæðu í íslenzku dag- blaöi, að ekki sé hægt að ná fram rétti einstaklings- ins, ef lögreglan sé annars vegar? Sjálfur hef ég sem lögmaður aðila rekið telj- andi mál gegn lögreglu og öðrum íslenzkum yfírvöld- um, sem hlotið hafa sem dómsmál hér á landi mál- efnalega og rétta meðferð og bæði lögregla og önnur yfírvöld hlotið áfellis- dóma, ef efni hafa staðið til ...“ Eftir útgáfu ákæru verður vart aftur snúið og jafnvel sýknudómur í sakamáii kemur inn á sakaskrá viðkomandi einstaklings og skerð- ir þannig réttaröryggi hans um aldur og ævi. í þessu umrædda máli sá vararíkissaksóknari ein- hverra hluta vegna ástæðu til að birta ákæruna með fréttatilkynn- ingu til fjölmiðla tæpri viku áður en ákæran var birt fyrir lögreglu- mönnunum, er voru ranglega ákærðir saklausir. Sömu gögn og málsástæður lágu fyrir á borði vararíkissaksóknara, er ákæran var gefin út, og er hann með mál- flutningsyfirlýsingum sá sitt óvænna við hinn munnlega flutn- ing málsins I Sakadómi Reykja- víkur að leiðrétta og breyta ákær- unni að hluta samkvæmt kröfum mínum um bókanir þar um í dómabækur Sakadóms Reykjavík- ur. Þessi málatilbúnaður ákæru- valdsins er réttarhneyksli — og sem betur fer einstök embættis- misfærsla hjá lærðu og virðulegu embætti ákæruvaldsins í landinu. Ákæruvaldið á að standa af sér óhróður og þrýsting múgæsingar lágkúrulegs og óvandaðs fjöl- miðlaáróðurs. Því ber að standa vörð um grundvallarmannréttindi í anda íslenskrar lögskipunar að fornu og nýju. I þessu sambandi væri hlutaðeigandi hollt að kynna sér bókina „Dómsmorð" eftir hinn virta norska lögfræðing J.B. Hjort, en hún er til í ágætri ís- lenskri þýðingu. Mörgum verður gætnin að gagni. í áðurgreindri annarlegri fjöl- miðlaumfjöllun um málið er m.a. reynt lymskulega að læða að þeim áróðri, að íslenskir dómstólar séu hlutdrægir og alið er á tortryggni í þeirra garð og því blygðunar- laust og blákalt haldið fram, að lögreglumennirnir séu sekir þrátt fyrir vel unna og ítarlega rann- sókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og vandaða meðferð hjá Sakadómi Reykjavíkur. Kærand- anum, Skafta Jónssyni, þykir reiði sín réttvís. Hann er sonur hæst- launaða embættisdómara landsins og virðast skoðanir sonarins fá hljómgrunn I þeirri fjölskyldu sbr. gögn málsins. Slíkt er ekki traustvekjandi fyrir íslenskt rétt- arfar nema þá litið sé til þess að viðkomandi embættisdómari hef- ur ekki kveðið upp úrskurði eða dóma á öllum sínum embættisferli (árslaun yfirborgarfógetans í Reykjavík nálgast níföld árslaun verkamanns). Systir kærandans er löglærður aðstoðarmaður for- sætisráðherra og sá hún ástæðu til undir rannsókn málsins að ónáða þann rannsóknarlögreglum- ann, er starfaði að rannsókn máls- ins, með símhringingu uppá gaml- an kunningsskap þeirra. Að váu bar þar ekki grænar baunir á góma. Svokaliaö „framsóknarsið- gæði“ hefur misst fótanna í þessu máli og virðist ekki ætla að sætta sig við að sannleikurinn sigri ann- arlega skapgerðarbresti og sér- réttindakröfur í stjórnarskrár- vernduðu stéttlausu þjóðfélagi (sbr. 78. gr. stjórnarskrár lýðveld- isins íslands nr. 33 frá 17. júní 1944 — „Sérréttindi, er bundin séu við aðal, nafnbætur og lögtign, má eigi taka í lög“). Eftir þennan einstaka málatil- búnað virðist ekki einvörðungu embætti ríkissaksóknara þurfa á endurhæfingu að halda heldur og þurfa blaðamenn að vera meðvit- aðir ábyrgð sinni. Hvernig má það t.d. vera, að maður lesi þá fjar- stæðu í íslenzku dagblaði, að ekki sé hægt að ná fram rétti einstakl- ingsins, ef lögreglan sé annars vegar? Sjálfur hef ég sem lögmað- ur aðila rekið teljandi mál gegn lögreglu og öðrum íslenzkum yfir- völdum, sem hlotið hafa sem önn- ur dómsmál hér á landi málefna- lega og rétta meðferð og bæði lögregla og önnur yfirvöld hlotið áfellisdóma, ef efni hafa staðið til, að undangenginni vandaðri um- fjöllun Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, embættis ríkissaksóknara og íslensks dómstóls. í því samabndi er rétt að tilgreina svokallað „Handtökumál", er hlaut mikla opinbera umfjöllun fyrir nokkru, þar sem ég sem lögmaður tveggja reykvískra borgara kærði til ríkissaksóknara ólögmæta hand- tökuaðgerð lögreglumanna við embætti bæjarfógetans í Keflavík og sýslumannsins f Gullbringu- sýslu, er ieiddi til þungs áfellis- dóms yfir þeim ásamt fyrrum dómarafulltrúa við sama embætti, er reyndist þátttakandi í hinu refsiverða athæfi. Tóku viðkom- andi út refsivist að vinnuhælinu að Litla-Hrauni. Mál þetta er hér tilgreint vegna fyrri opinberrar umfjöllunar um það og því kunn- ugt úr almennri umræðu, m.a. úr sjónvarpi nýlega. En er „Hand- tökumálið" var til meðferðar, þótti rógberunum, er nú hafa geyst fram, ekki ástæða til opin- berra skrifa og gífuryrða, enda lyktir málsins gegn löggæslu- mönnum. Fleiri dæmi mætti hér nefna, en það yrði nokkuð langt mál og sem gamall fréttamaður við Ríkisútvarpið á námsárum mínum sé ég að slík „legíó“ upp- talning á heima á öðrum vett- vangi, enda gæti hún snert við- kvæma hagsmuni, sem ber að virða í opinberri umfjöllun. Gestur Jónsson, hrl., lögmaður og bróðir Skafta Jónssonar, blaða- manns við dagblaðið Tímann, gagnrýndi meðferð málsins hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins án nokkurra efnislegra raka. Hann var viðstaddur rannsókn málsins frá upphafi. Slík gagnryni er al- kunn úr afbrotafræðinni, er menn sjá sitt óvænna með rangan og tapaðan málstað. Sök bítur sekan og því einföld viðbrögð. En það bætir á skömmina að bíta af henni höfuðið. Það að einn lögreglu- mannanna þriggja hafði í sumar- afleysingum starfað við embætti Rannsóknarlögreglu ríkisins var Skafta Jónssyni og Gesti Jónssyni, hrl., gert kunnugt af Arnari Guð- mundssyni, deildarstjóra við RLR, er stjórnaði rannsókn málsins, við upphaf rannsónar og höfðu þeir bræður ekkert við það að athuga enda stóðst hvert einasta atriði I rannsókn RLR við eftirfarandi dómsrannsókn. Um áðurgreindan kunningsskap og símtal systur Skafta Jónssonar við rannsóknar- lögreglumanninn gátu þeir bræð- ur og ekki um. Kom það ekki að sök vegna hæfni og áreiðanleika rannsóknarlögreglumannsins, er starfaði i samræmi við skyldur sínar og reglur að vanda og lét ekki óviðkomandi hafa áhrif þar um. Hinn sjálfumglaði rithöfundur, m.a. heiðurslaunaður úr opinber- um fjárhirslum íslenskra skatt- borgara, að eigin sögn í blaða- greinum i vetur, eitt mesta gáfna- ljós, er ísland ögrum skorið hefur alið, stórskáldið Þorgeir Þor- geirsson með meiru, hefur af ein- stökum gáfum sínum komið fram með þá skoðun sína, að Skafti Jónsson, Tíma-blaðamaður, hafi ekki getað hlotið umrædda áverka fyrir eigin tilverknað, þar sem Skafti hafi verið handjárnaður og skáldið séð ástæðu til að nota fengna fjármuni til símskeyta- sendinga undir þessa hugdettu sína svo hún fái nú byr undir báða vængi, sennilega með í huga Shakespeare — um bakbekkjaríl- inn, sem sjaldan er fær um að skilja annað en skvaldur og skrípalæti. í þessu sambandi hafa frán og réttsýn augu hins ríkis- launaða stórskálds litið framhjá þeirri staðreynd, að áður en þurfti að grípa til handjárna, þar sem Skafti Jónsson var orðinn hættu- legur sér og umhverfi og sér og öðrum til leiðinda, hafði hann á fólskulegan hátt ráðist að starfs- mönnum Leikhúskjallarans og lent þar í átökum, er leiddu til þess að dyravörður hlaut áverka og annað tjón (sbr. 217 gr. alm. hgl. nr. 19/1940 um líkamsmeið- ingar). Skafti hefur hinsvegar ítrekað neitað að greiða dyraverð- inum eðlilegar bætur og er því nú rekið mál þar um fyrir bæjarþingi Reykjavíkur. Eftir að Skafti kom á Lögreglustöðina í Reykjavík og handjárn höfðu verið leyst réðst hann á sama hátt með líkamlegu ofbeldi á lögregluvarðstjórann og er hann að beiðni tengdaföður síns var leystur úr haldi réðst hann enn á ný með Hkamlegu ofbeldi á varðstjórann og fangavörð. Oft er sannleikurinn seinn úr munni og er Skafti Jónsson viðurkenndi þennan verknað er bókað eftir honum í skýrslum málsins: „í dyr- um fangaklefans kveðst Skafti Jónsson blaðamaður hafa gefið tilfinningum sínum lausan taum- inn og ráðist að varðstjóranum en hætt fljótlega átökum vegna orða tengdaföður síns. Aðspurður kveðst Skafti Jónsson ekki geta sagt til um með nokkuri vissu, hvort hann hafi slegið til varð- stjórans eða sparkað í hann.“ Skýr og lögfull sönnun er og fyrir því, að Skafti hlaut enga áverka af völdum lögreglumannanna, heldur eingöngu fyrir eigin athæfi og skapofsa, enda sást hann ekki fyrir í því æði er rann á hann og óvist er hvort sé runnið af honum enn. Rangar sakargiftir hafa verið endurteknar í skrifum annarra blaða en Morgunblaðsins og virð- ist „stórskáldið" sem fyrri daginn hagnýta sér, að sjaldan er svo leið- ur að ljúga að ljúfur verði ekki til að trúa. I því sambandi má og vísa til kæru á hendur „stórskáldinu" vegna skrifa um þessi mái, sem nú liggur á borðinu hjá ríkissaksókn- ara. Þar virðist „stórskáldið" hafa kannað heimildir að hætti fíflsins. Þarf því að endurskoða heimild- arskáldsögur Þorgeirs sem mér fannst nú tortryggilegar fyrir, en hann fékk ríkislaun fyrir og kom jafnvel til álita við verðlaun Norð- urlandaráðs skv. tillögu félaga hans hér á landi. Um blaðamann- inn framsóknarprúða hvarflar að manni að tilfinningar hans kunni fyr að hafa verið lausbeislaðar og riðið hafi verið við einteyming — „náttúran öll og eðli manns leitar út um síðir". Það er alvarlegt réttarhneyksli, að ákæruvaldið skuli leyfa sér að líta framhjá og láta sem óskrifuð bein fyrirmæli almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940 í 12. kafla laganna um brot gegn valdstjórn- inni sbr. 106. gr. og 108. gr., þar sem m.a. er lögð refsing við of- beldi og hótun um ofbeldi gegn lögreglumönnum, er þeir eru að skyldustörfum. Kærur þar að lút- andi kallar ríkissaksóknari „rugl“ í viðtali við blaðamann DV fyrir skömmu. Með eftirfarandi atbeina og aðgerðarleysi ákæruvaldsins virðist nú blaðamanni við dag- blaðið Tímann og syni yfirborgar- fógetans f Reykjavík og heimilt að lúskra á dyravörðum átölulaust. Er slíkt glæný framúrstefnukenn- ing í lögfræði! Er þar ekki ein- vörðungu brotið blað í íslenskri réttarsögu heldur og freklega brotnar grundvallarreglur rétt- arvörslu, ef þessi staðfasta skoðun ákæruvaldsins nær fótfestu í ís- lensku þjóðfélagi. Hingað til hafa gjöld verið glæpa fylgjur bæði hjá Jóni og séra Jóni. Skaðabótakrafa Skafta Jóns- sonar, Tímablaðamanns, að fjár- hæð kr. 48.850,00 auk hæstu árs- vaxta frá 27.11.1983 til greiðslu- dags in solidum á hendur lög- reglumönnum, var lögð fram í málinu af hæstvirtum vararíkis- saksóknara skv. kröfu lögmanns Skafta Jónssonar, Gests Jónsson- ar, hrl., og sundurliðuð og uppsett af lögmanninum. Þar kennir Milljónasti gestur Þórscafés MIÐVIKUDAGINN 18. apríl sl. kom milljónasti gestur l'órscafés í húsið. Björgvin Arnason, fram- kvæmdastjóri Þórscafés, sagði að vitað hefði verið að milljónasti gest- urinn væri væntanlegur og ákveðið hefði verið að gera þeim gesti vel og veita honum utanlandsferð með uppihaldi fyrir vikið. Sá heppni reyndist vera Krist- ján Garðarsson, verkamaður, Álfaskeiði 100, Hafnarfirði, og hreppir hann ásamt konu sinni, Jónínu Guðjónsson, ferð fyrir tvo til Benidorm. Björgvin kvað milljónasta gest- inn hafa ákveðist af rúllumiðum og haldið hefði verið bókhald yfir gestakomur í húsið frá upphafi. Kvað hann aðeins almenna dans- leiki hafa verið tekna inn í þessa talningu og bætti því við að Þórscafé væri mjög ánægt með gesti sína og vonaði að gestir væru jafn ánægðir með skemmti- staðinn. Ragnar Björgvinsson, sem afhenti vinninginn fyrir hönd Þórscafés, Guð- laugur Tryggvi Karlsson, sem var kynnir kvöldsins, og vinningshafinn, Kristján Garðarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.