Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRlL 1984 25 Forsætisráðherra lýsir því yf- ir að hann vilji helst að sfn börn drekki Kókómjólk. Holla drykki sem Kókómjólk, Mangó-sopa og Jóga megi því alls ekki skatt- leggja. Við slíkri skattavá bregð- ast þingmenn jafnt sem ráðherr- ar snarlegar en við annarri vá er að landi eða heimsbyggð steðjar. Enda Kókómjólk svo miklu dýrmætari mjólk eftir að búið er að bæta út í hana sykri og kakó- dufti að verðið hleypur úr ca. 20 kr. potturinn upp undir 50 krón- ur. Og sýrða léttmjólkin, sem ber nafnið Jógi, hefur fengið í sig hollbót í formi sykraðs ávaxtasafa. Mangó-sopinn feng- ið í mysuna sykraðan mangó- safa. Slíkri hollustufæðu á vitanlega að halda að þjóðinni! Rann upp ljós. Að manni skyldi ekki sjálfum detta í hug að stjórnvöld væru bara að skattleggja fæðu eftir hollustu og landsins börnum til hagsbóta! Er í tollskrá var litið, fór þó fyrir Gáruhöfundi eins og stráknum á stúdentsprófi í stærðfræði, þegar kennarinn spurði hvort honum fyndust spurningarnar erfiðar, og hann svaraði: „Nei, nei, spurningin er fullkomlega skiljanleg, en hins vegar vefst svarið dulítið fyrir mér!“ Mangóávöxturinn sem er svona hollur kominn í sykraðan safa, er nefnilega ferskur og ómengaður tollaður um 70% og þar ofan á kemur 24% vörugjald. Hverjum ætli sé nú nauðsyn- legast að fá hollan mat sam- kvæmt kenningunni að hollustu- mat eigi sem minnst að skatt- leggja? Hundum og köttum vit- anlega. Enginn tollur er á katta- mat og hundamat, ekkert vöru- gjald, og á hann leggst ekkert 33% fóðurgjald, eins og á inn- flutt fóður handa öðrum skepn- um. Ekki að furða þótt húsfreyja kæmi heim úr kjörbúðinni með litríka pakka af kattamat og þættist hafa fundið ódýran, handhægan mat handa fjöl- skyldunni í einni hillunni. Þess má geta i framhjáhlaupi að stjórnvöld munu telja hollara fyrir ketti að pissa í útlendan sand, láta ekki greiða af þeirri nauðsynjavöru nokkur gjöld. Um klósettpappír gildir annað. Sjálfsagt óhollur lúxus. Víkjum að fæðu hinnar stétt- arinnar í landinu, hollustumat fyrir börn og fullorðna skv. skattlagningu. Lítum t.d. á ávexti og grænmeti, sem bera skatt frá 0 upp í 75%. Lfklega munu vera tvær þungamiðjur í þessu máli, eins og haft var eftir Páli Zophoníassyni í þingræðu. Ekki efast ég um að þeir vísu feður, sem hafa tekið að sér að ákveða hvaða ávexti við eigum að borða, kunni sín fræði, og gott er að eiga þá að. En af hverju ætli þeir telji þjóðinni hollara að borða: Appelsínur á 0% tolli en grapealdin með 15% tolli. Epli á 0% tolli en perur með 15% tolli. Banana og kókoshnetur á 0% tolli en vínber eða önnur ný ber á 40% tolli. Að ég tali nú ekki um minn uppáhaldsávöxt. avokado, sem ber 70% toll og 24% vörugjald. Ég freistaðist til að kaupa einn lftinn avokado fyrir pásk- ana á 95 krónur, enda rann yfir helmingurinn í sjóðinn með gat- inu. Og veitir víst ekki af. Vegir yfirvalda eru víst órannsakanlegir. En þegar kem- ur að grænmetinu verður allt ljósara. Kvitt og klárt að grænmeti á þessi þjóð helst ekki að borða, ef það er satt að skatt- leggja eigi minnst það sem er hollast. Af innfluttu grænmeti er borgaður 70% tollur og 24% vörugjald. Svo að ef tollverð á grænmeti er ÍOO bætist við 70% tollur og síðan 24% vörugjald af 170 eða 40,8. Þá er skatturinn orðinn 110,8% og aðeins eftir að leggja ofan á grænmetið sölu- gjald upp á 23,5% á sfðasta dreifingarstigi. Þetta á þá senni- lega að varast. En ekkert ráð fer vel úr hendi, ef ekki eru viðhöfð góðra manna ráð, eins og segir f Pilti og stúlku. Ætli góðra manna ráð megi ekki finna í þessu efni í bókinni hennar Sigrúnar Dav- íðsdóttur um barnamat. Þar sem hún talar um fæðu fyrir ung- börnin sem eru að byrja að nær- ast á öðru en brjóstamjólk segir hún í ráðleggingum til mæðr- anna: „Þó við teljumst varla auðug af grænmeti hér uppi á norður- hjaranum, má samt fá eitt og annað úr grænmeti. Sumt er ræktað hér með góðum árangri, annað er flutt inn ... Grænmeti er grátlega dýrt hér miðað við nágrannalöndin. Reynið þó að láta verðið ekki halda ykkur frá grænmetinu. Það er misdýrt og auk þess fáið þið mikið fyrir peningana. Hugið að, hvort það eru ekki einhverjar aðrar fæðu- tegundir sem þið gætuð sparað á og notað peningana í staðinn til grænmetiskaupa..." Ein teg- undin af innfluttu grænmeti er þó sýnilega hollust og lægstur tollur greiddur af henni. Það eru kartöflurnar, sem eru í tollflokki nær skepnufóðri en grænmeti til manneldis, eða 4%. Af hverju ætli það sé? Sigrún mælir með ýmsum innlendum og innflutt- um matartegundum, sem of langt yrði upp að telja. Getur þess m.a. að perur séu gjarnan fyrstu ávextirnir sem börnin kynnast ef þau vaxa inn í peru- tímann, svo og ber, auk epla, appelsína og banana. Fyrir nokkru var með allmikl- um tilþrifum felldur niður tollur af sérstakiega auðkenndri fæðu fyrir ungbörn og sjúka. Þannig merktur er tiireiddur unga- barnamatur í dósum eða pökk- um, sem mæður grípa til ef þær þurfa að flýta fyrir sér. En þótt nú orðið sé bannað að setja í þessa fæðu rotvarnarefni og það ekki gert, þá er hún venjulega hituð mjög kröftuglega til að hún geymist og við þá meðferð' fer ýmislegt af bætiefnum til spillis. Reynt er að sjá við því með því að bæta aftur vítamín- um í fæðuna, eins og venjulega er getið á umbúðum. Þótt ágætt sé að grípa til þessa matar, reyna flestar mæður eins og Sig- rún mælir með að velja sjálfar mat, sem ekki hefur verið svona mauksoðinn til geymslu. Grípa t.d. til þess að stappa spergil eða annað grænmeti sem flutt er inn fryst, þegar íslenskt hentugt grænmeti er ekki á markaðinum. Svo eitthvað hafa nú hollustu- /skattlagningar kenningar farið á misvíxl, þegar menn í góðri meiningu tóku að stýra með henni hollustufæðu fyrir ung- börnin. En laun heimsins eru víst vanþakklæti. Eins þegar hinir vísu feður (og mæður) taka að sér að stjórna með skattlagn- ingu matarvenjum þjóðarinnar. Má víst segja eins og Piet Hein (þýð. H. Hálfd.): Ad Mtjórna landi voru er lítið gaman, og löngum verða þakkarorðin fá, því axarsköft og skyssur leggjast saman, en skynsamlegar gerðir dragast frá. Háskólinn — myndin tekin á útfarardegi Einars Olafs Sveinssonar. Mbl-/ óufur K. M*gnú>«on. íslenzk fræði hafa ávallt verið í hávegum höfð I Háskólanum, enda hlýtur það að vera þjóðarmetnað- ur okkar, að þar séu höfuðstöðvar íslenzkra fræða. Arftakar manna eins og Einars ólafs Sveinssonar hafa hlotið mikinn skerf og þvi eru miklar kröfur til þeirra gerð- ar. Við íslenzk fræði starfa ágætir vísindamenn og kennarar og þess er að vænta, að þar verði hlutlæg, ræktandi og upplýsandi menntun f fyrirrúmi, en fordómar, sértrúar- kenningar og tízkufyrirbrigði sett á sinn bás. Háskólamenn hafa í málgagni sínu rætt allmikið um gervivísindi á undanförnum mánuðum og hef- ur verið fróðlegt að fylgjast með þeim umræðum og sýnist sitt hverjum, eins og ávallt er. Út í þá sálma verður ekki farið hér. Á hitt verður lögð áherzla, að íslenzk fræði verði ávallt mikilvægur grundvöllur Háskóla íslands og Handritastofnunar og raunar er þess að vænta, að í þessum stofn- unum og öðrum, sem þeim tengj- ast, verði höfuðstöðvar íslenzkra fræða í framtíðinni. Þangað leiti þeir, sem eru þess verðir að taka við kyndlinum hver úr annars hendi. Það ætti enga undrun að vekja, þó að nú sé vikið að nýfluttum fyrirlestri Þórhalls Vilmundar- sonar, enda er á engan hallað, þótt fullyrt sé, að hugmyndir hans hafi vakið meiri athygli og almennara umtal en önnur þau störf, sem í Háskólanum eru unnin nú um stundir. Prófessor Þórhallur er verðugur arftaki þeirra merku vfs- inda- og fræðimanna, sem unnið hafa við íslenzk fræði f Háskóla íslands, og þótt vísindamönnum líki að jafnaði illa — og telji það jafnvel til gagnrýni — að rætt sé um kenningar þeirra sem skáld- legan frumleika, verður fyrirlestr- um prófessors Þórhalls og ritgerð- um hans í Grímni ekki betur lýst með öðrum orðum. Hann er óvenjufrjór brautryðjandi, frum- legur í hugsun og svo skýr í fram- setningu, að hvert mannsbarn skilur flóknustu atriði fyrirlestra hans. Hann hefur í senn tekið við kyndli fyrirrennara sinna, hvað snertir umræður um tilurð og áhrif á fornbókmenntir okkar, og auk þess kveikt nýja elda frum- legra kenninga um örnefni, sem ekki verður undan vikizt að kynna sér. Náttúrunafnakenning hans er með þvf frumlegasta, sem frá Há- skólanum hefur komið um margra ára skeið. Síðasti fyrirlestur hans um Harðar sögu og Hólmverja verður þeim eftirminnilegur sem á hlýddu, hvort sem þeim líkar bet- ur eða verr, enda voru hugmynd- irnar svo frumlegar og rökin svo sterk fyrir því, að Sturla Sig- hvatsson væri fyrirmynd þessarar tiltölulega lítt þekktu sögu Styrm- is fróða, að það ætti ekki að vera nein goðgá að falla fyrir þeim. En Landnámu skal umgangast með aðgát, svo mikilvæg undirstaða ís- lensks þjóðernis sem hún er. Aðrir standast svo freistingtma Þórhallur Vilmundarson hefur haslað sér völl í tímariti Örnefna- stofnunar Þjóðminjasafnsins og er það einkar hnýsilegt rit um nafnfræði, þar sem dæmi um kenningar hans hafa verið birtar á prenti. Tvö hefti þessa merka tímarits, Grfmnis, hafa komið út, vönduð að öllum frágangi og með ágætum myndum og kortum, sem skýra efnið, eins og kostur er. Slíka tækni notar prófessor Þór- hallur einnig í fyrirlestrum sín- um, til að mynda þeim hinum merka fyrirlestri, sem fjallar um Sturlu Sighvatsson og Hörð Grímkelsson, þar sem hann brá upp mörgum skyggnum máli sínu til stuðnings og staðfestu. Slíkir fyrirlestrar auka tilbreytni þjóð- lífsins og koma vanabundinni hugsun á hreyfingu. Þeir hafa í för með sér endurnýjunarkraft, hleypa fjöri f umfjöllun um sögu okkar og bókmenntir. Þó að prófessor Þórhalli auðnist að færa svo sterk rök og líkur að niðurstöðum sínum, að varla er annað unnt en hrífast af mál- flutningi hans, eru áreiðanlega ekki allir á eitt sáttir um kenning- arnar frekar en verða vill, en það er hverjum háskóla styrkur að flytja boðskap umdeildra kenn- inga. Lftill vafi er á þvf, að kenn- ingar Þórhalls Vilmundarsonar eru tímamótaathuganir í íslenzk- um fræðum og eiga eftir að leiða þær á nýjar og heillandi slóðir. Háskólinn hefur orðið fyrir nokkru aðkasti vegna þess að hann sé lokaður fyrir nýjungum og hefur það komið fram í deilum um kenningar Einars Pálssonar. Ekki skal um þær fjallað hér, enda sérfræðinga að skera úr um gildi þeirra, svo róttækar sem þær eru. Auk þess heyra þær fremur til miðaldafræðum um þróun og áhrif trúarbragða en sögu og bókmenntum, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. En að sjálf- sögðu á Einar Pálsson rétt á því, að um kenningar hans sé fjallað, því að þær geta varla verið feimnismál. Hitt má vera, að okkur vanti sérfræðinga í þeim efnum, sem hann fjallar um, og ekki munu þær fram settar til að varpa rýrð á fornbókmenntir okkar eða listrænt gildi þeirra. Loks er ekki unnt að ganga fram hjá ummælum Halldórs Laxness um kenningar Einars Pálssonar, sem nóbelskáldið við hafði í at- hyglisverðu samtali Illuga Jök- ulssonar við hann í tímaritinu Storð, 1983, en þar segir Halldór: „ ... mér þykir margt í afstöðu hans (þ.e. Einars Pálssonar) og niðurstöðum afar merkilegt".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.