Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 29 Jón söðli, fylgdarmaður Morris á fcrðunum um lsland. ar hann sína mynd af fullkomnu sósíalísku þjóðfélagi, sem í raun er England miðaldanna. Um sama efni fjallar sagan „A Dream of John Ball“, sem segir af uppreisn smábænda á 14. öld. Þegar Morris var allur sá dóttir hans, May Morris, um heildarút- gáfu á verkum hans sem alls eru 24 bindi. íslandsvinurinn „Og nú hef ég loksins séð ís- land,“ skrifaði Morris í dagbók sína 13. júlí 1871, þegar hann sigldi upp að austurströnd íslands á skipinu Díönu, ásamt vinum sín- um Eiríki Magnússyni, Charles Faulkner og og W.H. Evans, fyrr- um hermanni. Vinir Morrisar, þar á meðal Edward Burne-Jones og Georgía kona hans, sem stóðu Morris hvað næst, áttu erfitt með að skilja áhuga Morris fyrjr ís- landi. En það var meira en áðdáun á norrænum fræðum sem bjó þar að baki. Ástarsamband Rosettis og Jane Morris var á þessum tíma orðið opinbert og þó að það félli Morris þungt fór hann eftir eigin kenningu um að hjón gætu aldrei átt slíkt tilkall hvort til annars að þau réðu ekki yfir lífi og eigin gjörðum. Hann hvarf því á vit Norðursins, sem hann hafði leitað til í ljóðum sínum og ritum, en aldrei séð. Þá kyntu kynni hans og Eiríks Magnússonar og samvinna þeirra einnig undir áhugann á að sjá heimkynni íslendingasagn- anna. Ferðirnar móta einnig skil í lífi Morrisar varðandi vini hans, sérstaklega Edward og Georgíu Burne-Jones, sem áttu erfitt með að skilja íslandsáhugann. Og i fyrsta sinn fór Morris aðrar leiðir en hópurinn sem hann tilheyrði. Morris kom til Reykjavíkur 14. júlí og dvaldi þar á heimili Maríu Einarsdóttur, mágkonu Eiríks, uns hann lagði af stað í „píla- grímsferð" á slóðir Njálu og ann- arra Islendingasagna. í Reykjavík hitti Morris Jón Sigurðsson for- seta og Geir Zoega, sem annaðist alla fyrirgreiðslu fyrir ferðina. Þann 21. júlí, þegar Morris og samferðamenn hans voru staddir á Hliðarenda í Fljótshlíð, kynntist Morris fyrst Jóni söðlasmið, sem kom þar að og bauðst til að fylgja honum í Þórsmörk. Eftir Þórs- merkurferðina gerðist Jón söðli fylgdarmaður Morrisar í ferðinni, sem og þegar er hann kom í annað sinn til íslands 1873. Fyrri ferð Morris til Islands lauk 2. septem- ber 1871 og í lok dagbókarinnar gerði hann það að ásetningi sínum að sækja Islands heim í annað sinn. Það gerði hann 1873 og ferð- aðist þá með Jóni söðla um Norð- urland, en í fyrri ferðinni höfðu þeir farið um mestan hluta Suður- og Suðausturlands. Víst er að þegar Morris kom hingað fyrst, kynntist íslenskri menningu 19. aldar og hrjóstrugu landinu fann hann ekki einungis enduróm eigin einmanaleika og sársauka, heldur einnig upp- sprettu kjarks og vonar, sem leiddi til nýrra lífsviðhorfa í stjórnmálum og umbótum. Um ís- lendinga skrifar hann svo: „Yndis- legur ferskleiki og sjálfstæðið í hugsunarhætti þeirra, byr frelsis- ins sem þeir lifa í og aðdáun þeirra á kjarki og þor, lék um hjarta mitt líkt og stormur." Morris gerði meira en að skrifa dagbækur um ferðir sínar hér, hann orti ættjarðarljóð til ís- lands, „Iceland First Seen“, sem Steingrímur Thorsteinsson þýddi síðar undir heitinu „Landsýn við Island“. Sósíalistinn Fyrstu kynni Morris af sósíal- isma voru frá greinum John Stuart Mills komin, þar sem stefn- an, var harðlega gangrýnd. Áður hafði Morris lítið skeytt um stjórnmálastefnur, en þegar áhug- inn vaknaði leið skammur tími þar til hann var orðinn virkur þátttakandi í baráttu breskra sósialista. I annað sinn lagði hann út á brautir sem nánustu vinirnir gátu ekki áttað sig á, allir nema Philip Webb, Charles Faulkner og dóttirin May, sem fylgdu honum eftir. Eins og vinirnir vék lista- heimurinn fyrir stjórnmálastefn- unni og Morris tók að kynnast og umgangast mestu frammámenn í bresku sósíalistahreyfingunni, ferðaðist víða, hélt fyrirlestra og ritaði áróðursbæklinga um mál- efnið. „Ég er ekki kapitalisti, en ég er áhangandi þeirra stéttar eins og allir sérfróðir menn,“ sagði Morris eitt sinn við Georgíu Burne-Jones. Vissulega var reginmunur á sósí- alisma hans í orði og gjörðum. Það var einlæg trú Morris að bylting myndi verða á breskri grund og nauðsynlegt væri að fræða og und- irbúa verkamenn og alþýðu undir hana. Það væri hlutverk sitt og annarra sósíalista i stað þess að berjast á pólitiskum vettvangi. Stjórnmálaskoðun hans var einnig á þeim grunni reist að verkamað- urinn yrði að hafa ánægju af vinnu sinni og sjá hið fallega í því sem hann framleiddi. En þrátt fyrir þessa trú sína tókst Morris ekki að ná til breskra verka- manna, sósíalismi á grunni lista og fegurðar var ekki sá sósíalismi sem þeir skildu. Sjálfur hélt Morris fyrirtæki sínu gangandi á þessu tímabili og notaði frístundir á milli fyrir- lestra til aö vinna að verkefnum fyrir það. Hann hélt áfram að lifa lífi kapítalistans, nieð arðbært fyrirtæki þar sem verkamenn bjuggu við sömu kjör og hjá öðr- um verksmiðjueigendum, sem Morris réðst á með offorsi í ræðu og riti. Morris var meðvitaður um þessa þversögn í lífi sínu, en virð- ist lítið hafa gert til að breyta henni. Hann hugsaði eitt sinn um að skipta fyrirtækinu upp á milli verkamanna sem unnu hjá honum, gera þá alla að meðeigendum og lifa sjálfur af vikulegum launum, en hratt hugsuninni frá sér á þeirri forsendu að með því myndi hann aðeins búa til marga „litla kapítalista". Á sama hátt höfðu áform hans um að framleiða skrautmuni, sem allur almenning- ur gæti haft ánægju af, runnið út í sandinn, Morris & Co. framleiddi aðeins gripi sem breska yfirstéttin hafði efni á að kaupa. Morris starfaði á margvíslegan hátt með hreyfingum breskra sósíalista, auk þess sem hann stofnaði sína eigin sem hafði þá stefnu að boða sósíalisma á meðal almennings en ekki í karpi innan þingsala. Um 1890 hætti Morris afskiptum sinum af sósíalisma og stjórnmálum og snéri sér að Kelmscott-bókaútgáfunni sem hann starfaði að allt til dauðadags 1896. (Samantekl VE. Sérstakar þakkir fyrir ómeUmlega aóstoó til Hilmars Koss og Sigríóar Snævarr.) í ZMMIZUQM AFUM w MFUK KALDARSEL ) I sumar veréa dvalarílokkar sem hér seqir: éDrenqír 1-/2 ara: 3Qma.i - /3-júni, I3júni - Z7 júru, S.júli - fíjulí, /e.júU' - Z ^ 'kuíkur 7-12 ara: In Xnnntun ojj nanari upp/gsingar eru veit aó HverUsgöíu /5 i Ha fnarhroi a manudogum, miSvikudbgum og fbshdogum kl /7-/f# simi 53362. Z cujUsl — /6. cujuót, !6 ájjiiX -30 cujccst ■U 1 1984-1985 Nýtt happdrættísár með fjölda stórra vínnínga Langar þig til útlanda en hefur ekki efni á því þetta árið? Við bjóðum 480 utanlandsferðir á 35 þúsund krónur hverja. Fjörtititt utanlandsferðír í hverjtim mántióí Auk þess 11 toppvinninga til íbúðakaupa á 500 þús- und krónur, 100 bílavinninga og fjölda húsbúnaðar- vinninga að ógleymdum aðalvinningi ársins: Full- gerðri verndaðri þjónustuíbúð að Boðahlein 15, Garðabæ, að söluverðmæti 2,5 milljónir króna. MIÐI ER MÖGULEIKI Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir. Dregið í 1. flokki 3. maí Happdrættí 84-85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.