Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 pínrguji Útgefandi nWuhlh hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. að var á aukafundi ríkis- stjórnarinnar að morgni 5. mars síðastliðins að Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, skýrði frá því að hallinn á fjárlögum ársins 1984 yrði að óbreyttu 1845 milljónir króna auk þess sem faera þyrfti 325 milljónir króna til innan fjárlaganna vegna loforða ríkisstjórnar- innar um bætur til hinna verst settu í tengslum við kjarasamningana sem ritað var undir 21. febrúar 1984. Þegar þetta er skrifað laug- ardaginn 28. apríl hefur ekki enn fundist leið til að jafna þennan halla á fjárlögum. í Morgunblaðinu í gær var svo skýrt frá því að í raun væru heildarútgjöld samkvæmt fjárlögum í ár 2,1 milljarði hærri en tekjurnar og þar að auki vantaði að minnsta kosti 1 milljarð króna til að lánsfjáráætlun ársins gengi upp. Samkvæmt þeim hug- myndum sem fyrir liggja sýnist helst samkomulag um það meðal stjórnmálamanna að brúa bilið með því að taka meiri lán í útlöndum, sem sé að varpa vandanum yfir á herðar komandi kynslóða. Þessi leið er ekki frumleg ef tekið er mið af viðbrögðum stjórnmálamanna í öllum flokkum undanfarin óstjórn- ar- og óðaverðbólguár, enda er nú útlit fyrir að skulda- byrði þjóðarinnar í útlöndum fari yfir það mark sem áður var hámark, að minnsta kosti að mati fjármálaráð- herra, 60% af þjóðarfram- leiðslu. En um áramótin varð ísland sigurvegari í heims- meistarakeppni um þetta gíf- urlega háa skuldahlutfall samkvæmt niðurstöðum breska vikuritsins Econom- ist. Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, rökstuddi yf- irlýsingar sínar um fyrir- sjáanlegan ríkissjóðshalla með því að hann vildi ekki viðhafa „sömu vinnubrögð og tíðkast hafa á undanförnum árum og velt þessu á undan mér til ársloka og þá látið Alþingi standa frammi fyrir gjörðum hlut“. Undir þessi orð fjármálaráðherra má taka, vandi ríkissjóðs verður ekki leystur með því að ávísa á prentvélar Seðlabankans. Hitt er ámælisvert hve lengi það hefur tekið fjármála- ráðherra, ríkisstjórn og þing- flokka að komast að niður- stöðu um gagnráðstafanir. Skýringin á því er líklega helst sú að málið hefur tekið allt aðra stefnu en stjórnar- þingmenn vildu í upphafi. Lárus Jónsson, formaður fjárveitinganefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið 7. mars að ekki mætti bæta á erlendar skuldir ef takast ætti að halda þeim innan við áætlað strik, þ.e. 60% af þjóðarframleiðslu. Síðan seg- ir: „Hann kvað sitt persónu- lega mat vera að reyna ætti eftirtaldar leiðir í svofelldri röð: í fyrsta lagi niðurskurð, og kvaðst hann fylgjandi því að reyna ætti til þrautar að ná 300 millj. kr. niðurskurð- inum í tryggingakerfinu sem stefnt hefði verið að. í öðru lagi sparnaður. í þriðja lagi nefndi hann aukna kostnað- arhlutdeild almennings í þjónustu hins opinbera, en hann taldi þá leið einnig geta orðið til umtalsverðrar hag- ræðingar í opinberum rekstri. í fjórða lagi skatt- lagningu, en hana sagði Lár- us geta haft slæm áhrif á lánamarkaðinn innan lands, sem þegar væri aðþrengdur. Þó væri skattlagning ill- skárri en að reka ríkissjóð lengi með halla, því það hlyti að auka erlendar lántökur." í sama tölublaði Morgunblaðs- ins voru þessi orð höfð eftir Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra: „Hann segir ennfremur, að vandinn verði alls ekki leystur með auknum erlendum lántök- um.“ Og Albert Guðmunds- son, fjármálaráðherra, hefur látið orð falla á þann veg að þá segði hann af sér hinu háa ráðherraembætti ef erlendu skuldirnar færu yfir 60% markið. Þegar litið er á þennan ásetning stjórnmálamanna sem gegna lykilhlutverki í glímunni við fjárhagsvanda ríkissjóðs og niðurstöðuna sem nú virðist í augsýn og byggist að verulegu leyti á því að þyngja erlendu skuldabyrðina komast menn ekki hjá því að álykta sem svo að ríkisstjórnin hljóti að vera í vanda stödd. Þessi Ríkisstjórn í vanda vandi er margslunginn en hættulegasta afleiðing hans er að almenningur missi trú á að stjórninni takist ætlun- arverk sitt. Hér á þessum stað hefur því oftar en einu sinni verið haldið fram að ekki sé einhlítt til að skapa jafnvægi í efnahagslífinu að ná verðbólgunni niður með jafn glæsilegum hætti og rík- isstjórninni hefur tekist með eindregnum stuðningi og að- stoð almennings. Þá fyrst skapast jafnvægi þegar stjórnmálamennirnir ná fótfestu gegn kröfugerðinni um sífellt meira fjárstreymi úr ríkissjóði, þessi ríkis- stjórn hefur ekki slíka fót- festu. Átökin við að jafna hallann á ríkissjóði nú í tæpa tvo mánuði hafa rýrt stjórn- ina trausti. Undan þeirri staðreynd verður ekki vikist. Lárus Jónsson segir í Morgunblaðinu í gær að hann telji skuldabyrðina ekki fara yfir 60% markið þótt tekin verði ný erlend lán núna að fjárhæð 1,8 til 2,1 milljarður króna. Vonandi rætist þessi skoðun þing- mannsins, teygjan í íslensku efnahagslífi er mikil eins og dæmin sanna. Lengi má líka halda ríkisstjórnum við lýði, en því aðeins er það til nokk- urs að þær búi yfir innra afli sem dugar til stórræða. í lok fyrsta þings þessarar stjórn- ar er nærri henni gengið. Ætli hún að vinna sig í álit að nýju í efnahagsmálum þarf öflugt og samstillt átak allra stjórnarþingmanna. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦j Rey kj a víkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 28. apríl ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Einar Ólafur Sveinsson Við andlát Einars ólafs Sveinssonar, prófessors, minnast íslendingar eins þeirra manna, sem hæst hefur borið hér á landi á þessari öld. Hann var af bænda- fólki kominn, ættaður úr sann- menntuðu umhverfi rótgróinnar íslenzkrar menningar og með þetta veganesti hélt hann á fund menntagyðjunnar í Kaupmanna- höfn, lauk þar prófi í norrænum fræðum og varð virtur og afkasta- mikill leiðtogi í andlegum efnum, tók við miklum arfi í Háskóla ís- lands úr höndum Björns M. Olsen og Sigurðar Nordal og sá fyrir- heitna landið rísa: Árnagarð með dýrgripum íslenzkra bókmennta og menningar. Sú reynsla varð honum sem hið jarðneska gullna hlið og nú hefur hann gengið inn um það öðru sinni á þeim slóðum, sem forfeður okkar um margar aldir hafa talið eftirsóknarverð- asta fyrirheit lífs og dauða. Við andlát dr. Einars Ólafs Sveinssonar, prófessors, er að sjálfsögðu margs að minnast, en þess er ekki kostur hér, svo yfir- gripsmikið sem lífsstarf hans hef- ur verið. Hann var lengstum í fylgd með heiliadís sinni. Nú blas- ir ævi hans við okkur og allur er hann mikill í sögu lítillar þjóðar. Skáldleg tilfinning snart fræðileg viðfangsefni töfrasprota, þegar Einar Ólafur Sveinsson skrifaði rit sín og bækur og vísindamaður- inn setti mark á list skáldsins. Þannig minnumst við hans og því Einar Ólafur Sveinsson lengur og betur, sem við áttum nánari samskipti við hann. Einar Ólafur Sveinsson bar hróður Háskóla íslands og ís- lenzkra fræða víða um heim, eins og sjá má af því einstaka dæmi, að eitt af höfuðritum hans hefur ver- ið þýtt á kínverska tungu. Því kunni hann vel, enda taldi hann engar bækur fornsögum merkilegri og engan hlut sjálfsagðari en frægð þeirra og ágæti bærust sem víðast. List þeirra og þeirrar klass- ísku menningar, sem Njála er sprottin úr, átti öðru fremur er- indi við heiminn. I þeim anda ól Einar ólafur Sveinsson upp nem- endur sína, en ljúfari, skilnings- ríkari og umfram allt menntaðri kennara var ekki hægt að hugsa sér en Einar Ólaf. Engin verkefni voru honum kærari en þau, sem snertu Njálu með einhverjum hætti, en sjálfum þótti honum það traust á nemanda, ef hann hlyti slíkt verkefni til úrlausnar. í gamla daga var sagt: það eru ekki húsgötur milli Hjarðarholts og Lunda, en milli Einars Ólafs og nemenda hans voru greiðar hús- götur og þá ekki síður milli hans sem skálds og Jónasar Hallgríms- sonar, sem hann virti og dáði öðr- um fremur og lét Handritastofnun íslands m.a. gefa út kvæði hans í eiginhandarriti, en sá um útgáf- una sjálfur, ásamt einum nem- enda sinna. Annar nemenda hans ritaði af- mælisgrein hér í blaðið um Einar Ólaf sjötugan og er ekki úr vegi að rifja upp nokkuð af því, sem þá var sagt, því að ein rós í lifanda lífi er mikilvægari en hundrað rósir á gröfina: „Þegar ég nú á sjötugs afmæli Einars Ólafs Sveinssonar hugsa til hans, dettur mér, gömlum nemanda hans, ósjálfrátt í hug, það sem Steinn Steinarr sagði um orðið menn- ingu. Hann heyrði það fyrst af vörum póstsins, sem gisti heimili æsku hans eftir erfiða ferð yfir fjöllin sjö. Þetta dularfulla orð hraut af vörum hans í samtali við fóstra Steins, þegar gömlu menn- irnir höfðu yljað sér á hoffmanns- dropum út í kaffið. Ekki þurfti nú mikið til að kalla fram samtal 1 menningarlegu alþýðuumhverfi þeirra tíma og koma öllum í sól- skinsskap. Drengurinn, sem allt vildi vita, spurði fóstru sína, sem allan vanda gat leyst, hvað þetta orð merkti. „Það er rímorð," sagði fóstran, „það er rímorð, drengur minn, sem þeir nota fyrir sunnan til þess að ríma á móti þrenning- unni og þar hefur þú það.“ í Háskólanum þykist ég hafa komizt nokkru nær sannri merkingu þessa útjaskaða orðs, menning, og þó auðvitað helzt af nánum og stundum allbrösóttum kynnum við góða kennara. í þeirra hópi er skemmtilegt að muna Ein- ar Ólaf, skáldið og vísindamann- inn, sem kunni jafn góð skil á hvoru tveggja: menningunni og þrenningunni. Það var sjaldgæft. I viðkynningu við hann kynntumst við ómenguðum andblæ þess bezta, ekki aðeins í íslenzkri menningu, heldur einnig og ekki síður í klassískri menningu þeirra þjóða, sem fóstruðu Hómer, Euri- pídes, trúbadora og kaþólskar menntir, sem voru rætur okkar sjálfra. Hann leiddi okkur á vit þessa fagnaðarerindis án þess að útbía verkin með einkunnagjöfum, sem ávallt eru haldreipi lítilla hugsuða og skýrði Njálu, Sólarljóð og Völuspá í ljósi þess. Þá var hann í okkar augum hinn mennt- aði einvaldur. En samt verður góðvild hans í okkar garð kannski eftirminni- legust. Með allt þetta í huga er það hvorki tilviljun né tilgerð, þegar við heyrum hann segja, að hann vonist til þess að sjá draum sinna drauma, Árnagarð, verða að fögr- um veruleika — áður en hann gengur á fund Máríu sinnar. Um hana hefur hann ort sitt bezta ljóð. í henni mætast og sameinast í menntaðri vitund hans ótrúleg- ustu fyrirheit þessara tveggja orða, sem fóstrur okkar allra hafa, kannski óafvitandi, reynt að bera fram til sigurs í lífi okkar og veru- leika: menning og þrenning ..." Að leiðarlokum er Einar Ólafur Sveinsson kvaddur með virðingu og þakklæti, ekki sízt fyrir þann þátt lífsstarfs hans, sem bar ís- lenzkri menningu vitni með þeim hætti, sem hún verðskuldar. Og nú þegar Máría fagnar honum við Gullna hliðið, minnumst við þess, sem hann sagði sjálfur í Haustvís- um til Máríu: Máría, ljáðu mér möttul þinn, mæðir hretið skýja; tekur mig að kala á kinn, kuldi smýgr í hjartað inn; mér væri skjól að möttlinum þínum hlýja. Máría, ljáðu mér möttul þinn, mærin heiðis sala; að mér sækir eldurinn, yfir mig steypist reykurinn, mér væri þörf á möttlinum þínum svala. Þegar mér sígur svefn á brá síðastur alls í heimi, möttulinn þinn mjúka þá, Móðir, breiddu mig ofan á, svo sofi ég vært og ekkert illt mig dreymi. Það eru móðurhendurnar hlýju, sem skáldið þráir við burtför úr þessum heimi, en auðvitað yrkir hann ekki um slíka örlagastund án skírskotunar til Njálu, eins og sjá má. Kenningar Þórhalls Vilmundarsonar Háskóli íslands hefur verið hátt á hrygginn reistur, hann hefur eignazt marga merka vísinda- menn og má segja, að hlutverk þeirra sé mikið; það er í senn að miðla mikilvægri þekkingu og bera íslenzkri menningu vitni. Raunvísindi eru nú einn mikil- vægasti þáttur Háskólans sem betur fer, enda eru miklar vonir bundnar við vísindalegar rann- sóknir í þeim efnum. Við getum fagnað því, að margir merkir raunvísindamenn starfa við Há- skóla Islands og hliðarstofnanir hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.