Morgunblaðið - 29.04.1984, Page 47

Morgunblaðið - 29.04.1984, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 47 „HUGSUNIN var að komast sem lengst, helst á toppinn, og ef veðrið hefði ekki breyst skyndilega er við vorum við jaðar Hvannadalshnjúks, þá hefðum við komist þangað,“ sagði Freyr Bjartmarz, sem fór sem leiðsögumaður með fimm jeppabifreiðum á Vatnajökul um páskahelgina. Þeir komust upp á Snæbreið, í 2.047 metra hæð samkvæmt korti, eða hærra en nokkur bifreið hér á landi áður. Það var mikill hugur í mönnum. Upphafsmenn ferð- arinnar, þeir Bjarmi Sigur- garðsson og Halldór Jóhann- esson, söfnuðu um sig harð- snúnum flokki 15 manna, sem lögðu í ferðina, á fimm vel búnum jeppum og tveimur vélsleðum. Þeir óku upp á sporð Breiðamerkurjökuls klukkan níu á páskadags- morguninn, upp á Snæbreið staðnæmdust þeir klukkan 4 eftir hádegi. Þá fór að þykkna Liðið: Aftari röð f.v., Hjálmar Bjartmarz, Bragi Bragason, Halldór Jóhannesson, Kári Gunnarsson og Tryggvi Gunnarsson. Fremri röð f.v., Freyr Bjartmarz, Olafur Gröndal, Bjarmi Sigurgarðsson, Kristján Bragason, Olafur Ingimarsson, Birgir Brynjólfsson, Gunnar Jónsson, Finnur Nikulásson og Björn Erlendsson. Fimmtándi leiðang- ursmaðurinn var Ijósmyndari Mbl., Friðþjófur Helgason, sem tók myndina. upp með logndrífu og snéru þeir því til baka, en fram að því hafði veðrið verið eins og best varð á kosið, sólskin og logn. Jepparnir voru vel búnir, allir með öflugum „átta gata“ vélum og á breiðari hjól- börðum en gengur og gerist, en myndirnar tala sínu máli um það. Færðin var eins og gengur, ýmist góð eða örðug. Neðarlega óku jepparnir greitt á rennisléttu harðfenn- inu, á allt að 150 km hraða á klukkustund. Er ofar dró, var sums staðar æði djúp lausa- mjöll og fór þá að ganga brösulegar. En stórslysalaust gekk ferðin þó fyrir sig. „Þetta er óklárað verkefni, ég á ekki von á öðru en að notað verði fyrsta tækifæri til þess að ljúka því með því að komast á toppinn," sagði Freyr Bjartmarz að lokum. — gg- Á Vatnajökli er rúm fyrir frjálsan anda. Tekið í nefið; Halldór, Ólafur Ingimundarson, Ólafur Gröndal, Tryggvi og Kristján. Stund milli stríða við jaðar Breiðamerkurjökuls. Fremst á myndinni liggur Bragi í dvala, aðrir eru frá vinstri, Björn, Halldór, Birgir, Kristján og Freyr. Halldór kominn á leiðarenda að sinni, en ekki alveg „á toppinn", Hvanna- dalshnjúkur blasir við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.