Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRtL 1984 41 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Ráðherra sagði 90% hringorma í fiski vera selorma, „sú hring- ormategund sem selir bera með sér og dreifa í lífríki sjávar". Aukning orma í fiski hér við land hafi verið 9% á ári að jafnaði og „búast má við að þessi aukning haldi áfram á næstu árum, ef ekk- ert verður að gert“. Viðbrögð gegn hringormavand- anum hafa einkum verið tvenns konar, sagði ráðherra. í fyrsta lagi tilraunir til að bæta árangur ormahreinsunar, m.a. með betri ljósgjöfum við gegnumlýsingu. I annan stað með starfsemi hring- ormanefndar, sem skipuð var 1979, en hún telur að draga megi verulega úr þessum vanda með því að stemma stigu við fjölgun sela. Sérstök veiðiverðlaun vóru greidd 1982 og síðan. Veiðiverðlaun verða framvegis miðuð við kjötþunga, sem lagður er inn hjá aðilum sem vinna loðdýrafóður. HORFT AF ÖÐRUM SJÓNARHÓLI EN HAGFÓTAR Stöku þingmenn horfðu á mál- efni sels og hringorms frá öðru sjónarmiði en því, sem tengist ís- lenzka hagfætinum. Þeirra á með- al var Hjörleifur Guttormsson (Abl), sem varaði við alhæfingum um tengsl sels, hringorms og þorsks. „Ég tel að vitneskja sé allsendis ófullnægjandi varðandi líffræðilegan þátt málsins,“ sagði þingmaðurinn, „og menn ættu að varast að taka undir sjónarmið eins og fram hafa komið ... Það vantar mikið á þekkingu okkar, áður en menn fara að taka ákvarð- anir um þetta mál“. Skúli Alexandersson (Abl) kvað kostnað við hringormahreinsun hlut „sem við verðum að taka á okkur og gera okkur að góðu að greiða". Hér hefði „ekki átt sér stað nein breyting sem heitið get- ur frá því sem verið hefur á und- anförnum árum. Það er verið að búa til vandamál... eða gera mik- ið meira úr því en ástæða er til“. „Mér dettur í hug,“ sagði þing- maðurinn, „þegar verið er að tala um kostnað við þessa sjálfsögðu framkvæmd: Hvað skyldi hafa kostað að aflúsa íslendinga? Þetta er eitthvað nálægt því að býsnast yfir kostnaði við að gera vöru hæfa til sölu á erlendum mark- aði“. „Ég get sagt ykkur þær fréttir af Breiðafirði," sagði Skúli, „að sá fiskur, sem hefur verið að fiskast þar, er mjög hringormalítill“. Ástæðan er sú að hann er göngu- fiskur, ekki veiddur á grunnmið- um. Sá fiskur sem sóttur er á djúpmið er tiltölulega ormalítill. „Við getum sparað okkur svipað og við eyðum í hringorminn, ef við gengjum út frá því að allur fiskur, sem í íslenzk skip kemur, væri blóðgaður um leið og hann kemur um borð". Víða væri sleppt að blóðga fisk unz búið væri að draga hverja trossu. Hvað kosta slik vinnubrögð íslenzkan sjávarútveg, spurði þingmaðurinn. Eiður Guðnason (A) kvað vand- séð, hvað erfiðleikar fiskvinnslu vegna hringorms kæmi aflúsun ís- lenzku þjóðarinnar við. Fólk sem vinnur fisk til útflutnings, hvort heldur er á Snæfellsnesi eða við Faxaflóa, veit að hringormur í fiski hefur farið vaxandi. Hring- ormur er í öllum fiski, sem veiðist á grunnslóð, jafvel hrognkelsum. Það er ljóst að samband er milli stækkunar selastofns og aukning- ar hringorms. Engum vanda verð- ur mætt nema horfast í augu við hann. Við eigum ekki að láta „sófa-náttúrverndarmenn“ út í stórborgum Evrópu segja okkur fyrir verkum. Þessvegna kemur málflutningur af tagi Skúla Alex- anderssonar undarlega fyrir, sagði Eiður. LÁNSFJÁRÖFLUN MEÐ RÍKISVÍXLUM Ríkisvíxlar er nýtt fyrirbæri í fjáröflun hins opinbera og ávöxt- un sparifjár. Það var því forvitnilegt að fylgj- ast með örstuttri umræðu á þingi í kjölfar lítillar fyrirspurnar frá Stefáni Benediktssyni (BJ) til fjármálaráðherra: • Hvaða verkefni ríkissjóðs eru svo arðbær að þau réttlæti þá ávöxtun sem ríkissjóður býður upp á, t.d. við sölu ríkisvíxla? • Ef viðkomandi verkefni skila ekki arði, hvernig á þá að greiða vextina? Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, sagði andvirði seldra ríkisvíxla ekki markað sérstökum verkefnum. Það gengi einfaldlega inn á viðskiptareikning ríkissjóðs hjá Seðlabanka, lækkaði yfirdrátt þar. Ríkissjóðir nágrannaríkja leiti á almennan markað eftir rekstrarfé. Þar heyri til undan- tekninga viðlíka samskipti Seðla- banka og ríkissjóðs og hér eiga sér stað. Sjálfsagt sé að ríkissjóður verði að sækja lánsfé með sama hætti og aðrir í þjóðfélaginu. Ráðherra sagði nafnverð seldra ríkisvíxla nú 47,5 m.kr. en kaup- verð 44,8 m.kr. Meðalvextir væru því 25,8%, sem vissulega væru há- ir vextir. Hinsvegar væri hér farin ný leið í fjáröflun og smám saman myndu vextir nálgast þau kjör sem almennt stæðu til boða á fjár- magnsmarkaði. Fyrirspyrjandi taldi eðlilegt að ríkissjóður afli lánsfjár með svip- uðum hætti og fyrirtæki og stofn- anir. Hinsvegar væri ekki jafn eðlilegt að nýta aðstöðu til að bjóða betri vaxtakjör en almennt væri hægt í atvinnurekstri eða öðrum umsvifum. Ríkið ætti ekki að draga til sín óeðlilegan hlut af takmörkuðu lánsfjármagni, sem til væri í landinu, né spenna upp vaxtakjör, þótt hann geti sótt vaxtakostnað sinn til skattgreið- enda. Þannig féllu orðaskipti ráð- herra og þingmanns, efnislega eft- ir haft. Þar við má nokkrum orð- um hnýta. Atvinnuvegirnir eru undirstaða flestra hluta í þjóðfélaginu. Lög- gjafinn, Alþingi, sem setur þeim starfsramma um flest, verður að búa svo í haginn, að vel rekin fyrirtæki myndi nægjanlegt eig- infjármagn til að byggja sig upp, færa út kvíar, tæknivæðast, standast utanaðkomandi sam- keppni, tryggja atvinnuöryggi og mæta kröfum um hliðstæð lífskjör og annars staðar bjóðast. Þetta getur löggjafinn gert með ýmsu móti, hógværð í sköttum. skattlagastýringu sparifjár til þátttöku í atvinnurekstri, heil- brigðri lánsfjárstýringu sem byggist á arðsemissjónarmiðum o.s.frv. Lífskjör í landinu ráðast alfarið af þjóðartekjum, umfram kostnað, við öflun þeirra. Þetta á ekkert síður við um samfélagsleg lífskjör (tryggingar, fræðslukerfi, heil- brigðiskerfi) en einkaneyzlu. Kostnaðarlega eru öll lífskjör sótt til þess gróða, þ.e. tekna umfram kostnað, sem verður til í þjóðar- búskapnum. Gróska í atvinnulífi kemur ekki aðeins þegnunum til góða sem ein- staklingum í betri lífskjörum, heldur ekkert síður „sameign" þeirra, ríkinu, í hærri skattstofn- um hvers konar. Það lifir enginn til lengdar á þvi að eta útsæðið. Ef við eigum að komast út úr vanda samdráttar í þjóðarframleiðslu, þjóðartekjum og almennum kaupmætti þarf að efla alla hvata margfrægs hag- vaxtar. Þetta var ekki alfarið „útúrdúr" frá ríkisvíxlum. Peningar eru vinnutæki í atvinnulífinu. Þau vinnutæki verða víðar að vera en í ríkisbúskapnum; gagnast jafnvel betur á stöku stað utan hans! Erindi Eyjólfs Konráðs Jónssonar á ráðstefnu ungra sjálfstæöis- manna um land- búnaðarmál vík að Gullauganu ógleymdu. Ekk- ert er eðlilegt við það að láta fé, sem bændum er ætlað, renna í þessar lúxusbyggingar. Hitt væri eðlilegra að aðrir landsmenn jafnt og þeir fjármögnuðu þær ef menn vilja þá hafa þær — og neytendur væru þátttakendur í rekstri nauð- synja fyrirtækja sem stunda úr- vinnslu landbúnaðarafurða og dreifingu þeirra. Og þar væri þá allt fyrir opnum tjöldum og fyrir- tækin sjálfstæð. Og hvað er að segja um Áburð- arverksmiðjuna. Það er með naumindum að ég þori að nefna þau ósköp, en verð þó líklega að- gera, því að ég hef í höndunum upplýsingar sem ykkur eru líklega ekki kunnar. En svo er mál með vexti að í fjárhags- og viðskipta- nefnd er nú frumvarp um stað- festingu á ríkisábyrgð fyrir 80 millj. kr. láni Áburðarverksmiðj- unnar á sl. vetri og í sambandi við umfjöllun þess máls hefur fjár- hags- og viðskiptanefnd óskað upplýsinga um rekstur fyrirtækis- ins. 1 stórum dráttum lítur sú mynd út eitthvað á þennan veg. Söluverð framleidds áburðar nam á sl. ári 247 millj. króna. Gengistap nam 130 millj., verð- bætur voru 20 millj. og vaxtagjöld 51 millj. Framlag af innlendu kjarnfóðurgjaldi var 40 milljónir. Fljótt á litið virðist mér að töp og styrkir hafi numið nokkurn veginn sömu upphæð og verk- smiðjan fékk fyrir seldan áburð af eigin framleiðslu. Skal ég þó játa að mig hefur fram að þessu brost- ið kjark til að óska ítarlegri skýr- inga af verksmiðjunnar hálfu, þó að bráðabirgðalög frá liðnu ári liggi óstaðfest í nefnd sem ég stýri. Málið skýrist að nokkru af bréfi, sem Áburðarverksmiðjan sendi nefndinni. Ef öllu dulmáli er sleppt kemur málið mér þannig fyrir sjónir að þrátt fyrir miklar hækkanir á áburði á sl. vori hafi Áburðarverk- smiðjan af sölu fengið um helming framleiðslukostnaðarins greiddan en sambærileg upphæð komi fram í töpum og styrkjum og hef ég þó enn sama fyrirvarann og áður að eitthvað kann hér að yfirsjást, en það getur ekki breytt myndinni mikið og ljóst að gífurlegur vandi steðjar að þessu fyrirtæki. Mér gæti komið til hugar sú leið til að bjarga því, að ríkið hreinlega af- skrifaði og tæki á sínar herðar meginþorra skulda fyrirtækisins, stofnaði um það almenningshluta- félag og veitti bændum forkaups- réttinn að þeim hlutabréfum á sanngjörnu verði. Ljóst er að hinn gífurlegi halli fyrirtækisins stafar að mestu leyti af því að það hefur lánað vöru sína langtímum saman á lágum vöxtum miðað við hækk- andi verðbólgu og án verðtrygg- ingar, en tekið dollaralán til að fjármagna milliliðinn til bóndans í allt að sjö mánuði. Já, mörg er matarholan hans. En nóg um þetta, víkjum að öðru. Það er al- kunna að samvinnufélögin, sum hver a.m.k., greiða bændum ekki fullt grundvallarverð eins og þeim ber. Ér þetta mest áberandi að því er sauðfjárafurðirnar varðar og er talið að frá slátrun haustið 1982 skorti enn á greiðslur til bænda að upphæð u.þ.b. 100 millj. króna, og er þó eins með þetta eins og annað að menn eru svo flæktir í kerfinu að þrátt fyrir viljann til að veita réttar upplýsingar er þær hvergi að fá. En gefum okkur þessa upp- hæð, um 100 millj. króna. Það eru líka peningar — og það eru pen- ingar sem bændur eiga. Nú er mikið talað um Gatið og lausn efnahagsvandans. Inn í þær umræður blandast auðvitað mál- efni landbúnaðarins og sumir taka nú nokkuð stórt upp í sig, þannig að menn gætu helst ætlað að þeir vildu leggja elsta atvinnuveg þjóð- arinnar í rúst, en sleppum því. Ef þessar 100 millj. skiluðu sér til bænda væri líklega hægt að ná samkomulagi um að ríkissjóður gengi það langt til lausnar hinum geigvænlega vanda sem steðjar að þessari atvinnugrein að bjargað yrði frá stórum áföllum. Mér sýnist alveg ljóst að bænda- samtök eigi að krefjast þess að bændur fái þessar 100 milljónir króna greiddar í einhverju formi frá afurðasölufélögunum og mætti t.d. hugsa sér greiðslur í mark- aðshæfum skuldabréfum með veð- um í stóreignum fyrirtækja sem hvort sem er hafa risið fyrir fjár- muni frá bændunum. Það finnst mér sjálfsagt réttlætismál og hef tekið það upp í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. Bændur eiga þessa peninga og þeir eiga að krefjast þess að þeir fái þá. Ef formleg samtök þeirra bregðast geta þeir með óformlegum sam- takamætti gætt réttar síns, eða stofnað ný formleg samtök, sem ekki væru hjól í kerfinu sjálfu. Líklega er ekki hægt á þessari stundu að ræða um landbúnað- armálin án þess að víkja að kakó- mjólk og jóga. Sú deila má nú helst ekki kollvarpa heilli ríkis- stjórn og vel gæti ég hugsað mér að berjast fyrir því að þeir fjár- munir sem nú hefur verið ákveðið að taka af Mjólkursamsölunni rynnu beint til bænda, en þar mun vera um álitlega upphæð að ræða til viðbótar þeim 100 millj. sem áður eru nefndar. Gæti þetta ekki verið leið til sátta? Annars hafði ég gaman af því að heyra Egil Jónsson, alþing- ismann, stríða Jóni Magnússyni, formanni Neytendasamtakanna, með því í fyrradag að þeir frjáls- hyggjumennirnir væru að fárast út af því að Mjólkursamsalan not- aði það svigrúm sem hún hefði til að græða. Það þótti Agli hlægi- legt. Sjálfur stakk ég upp á því að við þrír stofnuðum svona gróða- fyrirtæki, keyptum mjólk á tank- bílum frá Selfossi og bragðbætt- um hana og seldum í ódýrum um- búðum. Hugmyndin held ég að sé góð, en þeir tóku ekkert undir hana, Egill og Jón. Þess vegna af- hendi ég ykkur hana bara endur- gjaldslaust, fundarboðendum — ungum bændum á Vesturlandi, þið eigið nóga mjólk og aðstaða ykkar er betri á þessu sviði en í mínu kjördæmi. Ég hef nú látið hugann reika vítt og breitt því að opin umræða verður að fást um hinn mikla vanda landbúnaðarins og endur- tek ég þakkir mínar til ungra sjálfstæðismanna fyrir að hafa um það forystu. Lengur verður nefnilega ekki komist hjá því að horfast í augu við vandamálin. Mig hefði langað til að víkja hér nokkuð að möguleikum fiskirækt- ar, en til þess vinnst ekki tími. Ég vil aðeins benda á að þar eru gíf- urleg tækifæri. Heilar sveitir geta dafnað í kringum stórrekstur á þessu sviði eins og nú er að sann- ast í Kelduhverfinu. Og takist þær tilraunir sem nú eru víða gerðar til hafbeitar þá verður ekki um að ræða framleiðslu á 4 eða 500.000 gönguseiðum eins og nú er heldur kannski 50 eða 100 milljónum seiða. Og þá verður hvarvetna þar sem volgru er að finna og gott ferskt vatn, tækifæri til arðvæn- legrar fiskiræktar. Þetta er svo mikið stórmál að það má ekki al- veg gleymast hér í umræðunni. Það eru mikil umbrot í íslensku þjóðfélagi og sá straumur breyt- inga sem hafinn er verður ekki stöðvaður. Þessi umbrot munu snerta alla og ekki síst landbúnað- inn. Við skulum sameinast hér um að leita leiða út úr hinum mikla vanda hans. Og síst af öllu megum við óttast það að finna hann. Ilann verður nefnilega ekki leyst- ur nema við sjáum hann, og skilj- um hann. Ef sjálfstæðismenn gera það ekki gera það engir. Höfum til sölu Scania T 112-vörubíl meö palli, árgerö 1981. Gott útlit, góöur bíll. iraaN h.f. Skógarhlíö 10. Sími 20720.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.