Morgunblaðið - 29.04.1984, Page 40

Morgunblaðið - 29.04.1984, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 Etur selurínn ár- lega 75 þúsund tonn af nytjafiski? • Selurinn etur árlega 75.000 tonn af nytjafiski úr íslandsálum, sem er ársafli 25 togara 1983. • Hringormur, sem tengist selum, er í einhverjum mæli í öllum helztu nytjafiskum okkar. 70% þorsk- stofnsins er sýktur. • Beinn kostnaður fiskverkunar, frystingar og söltunar, vegna hring- orms (hreinsunar), er talinn 180—200 m.kr. á ári. • Obeinn kostnaður er og veru- legur, bæði vegna lélegs hráefnis og viðskiptalegs óhagræðis. • Talið er að aukning hringorms í fiski, sem verið hefur um 9% á ári næstliðin ár, sé bein afleiðing af fjölgun í selastofnum við landið. Framangreindar glefsur eru úr umræðu á Alþingi, sem fram fór sl. þriðjudag, í tilefni af fyrir- spurn Gunnars G. Schram (S) til Halldórs Ásgrímssonar, sjávar- útvegsráðherra, um tjón af hring- ormi í fiski. Beinn kostnadur við hringorm 200 millj. kr. á ári SELURINN TEKUR SINN TOLL Útflutningsverðmæti þorskafla fyrir aðeins þremur árum, eða 1981, vóru 9.800 milljónir króna. Samsvarandi verðmæti 1984 verða, samkvæmt áætlunum, að- eins 4.700 m.kr. Útflutningstekjur tengdar helzta nytjafiski okkar lækka þann veg um helming. „Þegar svo er komið,“ sagði Gunn- ar G. Schram (S) á Alþingi sl. þriðjudag, „er ekki nema eðlilegt að menn velti fyrir sér, hvaða ráðstafanir sé unnt að gera til að bæta hag útgerðar og fiskvinnslu. — Eitt af því sem þar kemur til athugunar er, hvernig draga má úr því mikla tjóni sem íslenzkur sjávarútvegur verður fyrir á ári hverju vegna hringorms í fiski." 1 máli Gunnars kom fram að „þorskormar hafi fundizt í ðllum útsel, sem rannsakaður hafi verið, og i 75% landsela". Þá sagði hann að selurinn éti árlega 75 þúsund lestir af nytjafiski, sem svari til ársafla 25 togara 1983. Bar þing- maðurinn fram nokkrar fyrir- spurnir til sjávarútvegsráðherra um tjón og kostnað af völdum hringorms. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði hringorm vera í einverjum mæli í öllum helztu nytjafiskum okkar. Helzti nytjafiskurinn, þorskurinn, hefur að meðaltali 10 orma og 70% þorskfiska hér við land er sýktur. Beinn árlegur kostnaður fisk- vinnslu, vegna hringorma, er á bil- inu 180—200 m.kr. Auk þess kem- ur til mikill óbeinn kostnaður. Fiskur fer á stundum illa við hreinsun, verður lélegra hráefni. Þá fylgja markaðsleg vandamál, t.d. varðandi ferskfisksölu beint á borð neytenda. Tafian sú arna sýnir vel bve hluti útlendra veiðiflota (hvítu súlurnar) var stór í heildarafla á íslandsmidum 1950—1976 er fiskveiðilandhelgin var færð út í 200 mfiur í sjávarútvegsráðberratíð Matthíasar Bjarnasonar. í annan sUð sýnir hún hvern veg þorskafli hér við land hrapar á árabilinu 1981—1984. Verðmæti þorskafurða fer úr 9.800 m.kr. 1981 í 4.700 m.kr. 1984, ef spár ganga fram. Þá er talið að selurinn, sem keppir við landann um nytjafiskinn, hafi etið 75 þúsund tonn fiskjar, eða sem svarar ársafla 25 togara 1983. Um það efni fjailar fyrri hluti þingbréfs í dag. Síðari hlutinn er svipmynd af rfkisvíxlum og þeim margfræga hagfæti. Þegar menn vilja ekki leita vandans af ótta við að finna hann Góðir ráðstefnugestir: Ég vona að það verði ekki talið til fordildar þótt ég í upphafi máls míns vitni til eigin orða í þing- ræðu 26. janúar 1978. Þar fjallaði ég allítarlega um fjárhagsstöðu bænda og ferðasögu fjármunanna, þá draugasögu sem menn eru nú loks að grilla í, gegnum þokuna, og sjá væntanlega brátt í réttu ljósi, en þessi ráðstefna á einmitt að stuðla að því. En orð mín voru á þessa leið: „Niðurstaðan af öllu þessu er sú, að fjármagn það, sem ýmist er þegar bundið í landbún- aði og afurðum landbúnaðarins eða verður veitt til þessara þarfa á næstu árum, megi nýta mun bet- ur. Á þessu sviði sé að finna einn meginvandann sem að landbúnað- inum steðjar, aðeins ef menn vilja leita hans. Og vart verður því trú- að að menn vilji ekki leita af ótta við að finna. En samþykkt þessar- ar þingsályktunar myndi stuðla að því að við vandanum yrði hreyft og þannig leiða til mikilvægs árangurs fyrir landbúnaðinn og þar með þjóðina alla.“ Þingsályktunin sem um getur var raunar ekki samþykkt fyrr en rúmu ári síðar, eða 22. maí 1979. Þið þekkið hana, hún fjallar um það að bændur fái fjármuni sina beint í hendur, hvort heldur er rekstrar- eða afurðalán eða niður- greiðslufé og útflutningsbætur. En ég var trúgjarn þegar ég mælti þessi orð. Reyndin hefur orðið sú allt fram undir þetta að menn hafa einmitt ekki viljað eða ekki þorað að leita vandans af ótta við að finna hann. Eða með öðrum orðum, kerfið hefur staðið með kerfinu, þar hefur hver óttast eig- in hag, völd og ímyndaða virðingu, en bændur og neytendur hafa borgað brúsann. En þessa sögu þarf ekki að segja hér, það vita allir hvað við er átt. En nú er hins vegar komið lát á um síðir, þær eru orðnar lasnar tvíburasysturnar Ofstjorn og Óstjórn. Og það er mér vissulega mikið gleðiefni að einmitt ungir sjálfstæðismenn skuli hafa tekið forustuna í baráttunni fyrir frjálsræði á sviði atvinnumál- anna, í þessu tilfelli landbúnaðar- ins. Langþráðir draumar geta nú ræst. Gleggsta dæmið um það er raunar aðeins vikugamalt, spreng- ingin í bankakerfinu. Það kerfi sprakk innanfrá eftir langvarandi þrýsting að utan. Nú hillir undir það að Islendingar eignist alvöru- peninga eins og aðrar frjálsar þjóðir. Tími skömmtunarstjórnar peningamálanna er liðinn. Hjólinu verður ekki snúið til baka meðan lýðræði er á íslandi. Þessu hljót- um við öll sem hér erum saman komin að fagna. Enn hafa bændur þó ekki öðlast fjárhagslegt sjálfstæði á borð við aðra. Innskrifta- og millifærslu- kerfi er enn við lýði í landbúnaði þótt það ok væri losað af sjómönn- um og verkamönnum fyrir meira en hálfri öld með löggjöf sem bannaði slíkan viðskiptamáta, lög- unum nr. 22, 1930. Lénsskipulagið í landbúnaðin- um þekkja menn raunar, þar renna gífurlegar fjárhæðir sem bændum eru ætlaðar í gegnum af- urðasölufélög og verslunarsamtök, þar sem peningarnir hafa „hæfi- lega“ viðdvöl til þess að vörsl- umennirnir geti notið vaxtamis- munar og þeirra sérréttinda að hafa aðgang að nægilegu fjár- magni í skömmtunarþjóðfélagi. T.d. námu heildar rekstrar- og af- urðalán til landbúnaðarins um síðustu áramót 1 milljarði 143 milljónum. Fjárhæðirnar sem renna til útflutningsbóta og niður- greiðslna vita menn um. En hitt veit enginn, hve mikið af þessu fé hefur skilað sér til réttra móttak- enda, bændanna sjálfra. Þegar um það er spurt ríkir dauðaþögn, það er hinn stóri leyndardómur, sem hvarvetna er grafinn djúpt I jörðu þar sem völd og áhrif byggjast á fjármunum annarra. Hér langar mig að skjóta inn hálfkæringsinnskoti, sem er svona: Mestu og bestu menn lenda í þessum andsk... — og af því að þeir eru ógnduglegir og taka starf- ið alvarlega eru þeir ekki bara búnir að byggja grafhýsi hugsjóna sinna, heldur eru þar llka ótelj- andi vistarverur fyrir okkur hin sem hvergi komum nærri bygg- ingaframkvæmdunum, nema kannskí við höfum lánað þeim krana og lagt þeim til nýliða á leið til upphefðarinnar, enda rökleysa að byggja monthýsi án þess að borga fólki fyrir að sitja I þeim. Svona er nú kerfið og svona er SÍS-ið, SÍS-ið þó ennþá fjarlægara fólkinu, enda allt „baserað" á göf- ugum hugsjónum og stórmennin sett á stall, en fólkinu byggð fín- ustu sláturhús sem um getur f ver- aldarsögunni. Svo spyrja menn sjálfsagt: Hverjum á að slátra? Mitt svar er einfalt: Engum. Við erum of fá og líka of fávís til að | standa í manndrápum, þann iðnað stunda bara háþróuðustu friðar- postular í ætt við Hitler og Stalín. — Innskoti lýkur. Samvinnufélögin standa nú á tímamótum eins og raunar flest atvinnufyrirtæki landsins. Ég fékk fyrir nokkrum árum sam- þykkta þingsályktun, eftir langt þóf, um endurskoðun samvinnufé- lagalöggjafarinnar og samræm- ingu við nýju hlutafélagalögin. En á þeim lögum bólar þó ekki enn, því miður. En hvers vegna þarf nýja samvinnufélagalöggjöf og hvað eru samvinnufélög? Okkur er sagt að bændur eigi samvinnufé- lögin og þess vegna sé eðlilegt að þau varðveiti fjármuni þeirra, það sé þeirra hagur. En við þetta er margt að athuga. í fyrsta lagi eru bændur taldir vera eitthvað 4—5.000, en meðlimir samvinnufé- laga 40.000 eða eitthvað I þá átt- ina, svo að varla kæmi nú eignar- réttur að samvinnufélögunum bændum einum til góða, þótt um eignarrétt væri að ræða, sem raunar er mjög vafasamt, og færa má að þeirri skoðun lögfræðileg rök, eins og hin augljósu, sem ekki verður farið út í hér. En þótt við segðum nú sem svo, að félagsmenn í samvinnufélögunum væru eig- endur þeirra I einhverjum eign- arréttarlegum skilningi sem fjar- lægur hlýtur þó að vera, þá á þetta alls ekki við um Samband ís- lenskra samvinnufélaga, þvl að það getur alls ekki talist vera samvinnufélag. I samvinnufélagalögunum frá 1937 eru I 3. gr. talin upp eftirfar- andi einkenni félagsformsins. 1. Aðgangur skuli frjáls fyrir alla. 2. Atkvæðisréttur eigi að vera jafn. 3. Tekjuafgangi sé úthlutað eftir viðskiptamagni hvers um sig. 4. í stofnsjóð leggist sem séreign hvers félagsmanns nokkuð af tekjuafgangi. 5. Vexti skuli reikna af inneignum félagsmanna og 6. nafnaskrá skuli haldin yfir fé- lagsmenn. Ekkert þessara skilyrða er fyrir hendi að því er Samband islenskra samvinnufélaga varðar, enda er I 6. kafla samvinnufélagalaganna fjallað um svonefnd samvinnu- sambönd sem þrjú eða fleiri samvinnufélög með líku verksviði geta stofnað og undir þau ákvæði fellur Sambandið, en ekki hin al- mennu ákvæði um samvinnufélög, ef slíkt fjölgreinabákn þá yfirleitt rúmast innan laga. Væri af þess- um sökum ástæða til að greina skýrt á milli SÍS annars vegar og samvinnufélaga hins vegar, og líka vegna þess að nú orðið a.m.k. eru hagsmunir þessara aðila oftast andstæðir. Ég ætla mér ekki að fjalla frek- ar um skipulag hinnar svonefndu samvinnuhreyfingar, aðeins leyfa mér að halda því fram eins og ég áður hef gert, að SÍS sé nokkurs konar miðstýrð sjálfseignarstofn- un, og er þá enginn dómur á það lagður hvort sjálfseignarstofnanir geti átt rétt á sér I atvinnurekstri. Én bændur eiga ekki SÍS. Miklu frekar gætu menn I gamni og jafn- vel alvöru sagt að SÍS héldi sig eiga bændur! Og eitt er a.m.k. alveg víst, fjár- hagslegt sjálfstæði bænda getur ekkert aukist með svokallaðri eignaraðild að samvinnufélögum eða þá t.d. Bændahöllinni og Hótel Sögu, sem bændur eru taldir eiga. Fjárhagslegt sjálfstæði bænda mætti hinsvegar nokkuð auka með því að selja Hótel Sögu og afhenda bændum andvirðið eða þá að stofna óháð fyrirtæki eða almenn- ingshlutafélag og fá bændum hlutabréfin I hendur sem þeir gætu þá selt öðrum ef þeim sýnd- ist. Það sama er t.d. að segja um stóreignir Mjólkursamsölunnar og Sláturfélags Suðurlands I Reykja-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.