Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 97. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Khadaffy leiðtogi Líbýu: Fyrirmæli um að gert verði hlé á hermdarverkum Lundúnum, 28. apríl. AP. tUNDÚNABLAÐIÐ The Times segist í dag hafa fyrir því heimildir að Moammar Khadaffy leiðtogi Líbýu hafi fyrirskipað hermdar- verkasveitum sínum í sendiráðum Líbýumanna víða um heim að gera hlé á starfsemi sinni um óákveðinn tíma. Óttaðist kjarnorku- stríð og myrti fjölskylduna Kotherham, 28. apríl. AP. FRANK Parry, 52 ára gamall bókavörður í Kidlington í Ox- fordshire á Englandi, myrti konu sína, dóttur og móður „til að forða þeim undan þeirri ógn aö deyja af völdum geislavirks úr- fellis yfirvofandi kjarnorkustyrj- aldar“, eins og hann orðaði það í bréfi sem hann skildi eftir áður en hann stytti sér sjálfur aldur. Parry vann ódæðisverkið 28. mars sl., en upplýsingar um ástæður verknaðarins komu fram í réttarrannsókn í dag. Parry mun fyrst hafa vegið Audrey konu sína á laun á heimili þeirra, farið síðan með Justine, 12 ára dóttur þeirra, í gönguferð og skotið hana til bana og að því búnu snúið aft- ur til heimilis fjölskyldunnar þar sem hann myrti tæplega áttræða móður sína, Ruth að nafni. Þegar lögregla kom á vettvang miðaði Parry morð- vopninu að sjálfum sér, hleypti af og lést samstundis. Útvarp Líbýustjórnar sagði hins vegar að „byltingarnefndir" Líbýumanna i Bretlandi mundu halda áfram baráttu gegn and- stæðingum Khadaffys sem þar dvelja í útlegð. Líbýsku sendiráðsstarfsmönn- unum frá London var fagnað sem hetjum við heimkomuna til Tríp- ólí í gær. Mannsöfnuður á flug- vellinum þar hrópaði byltingar- vígorð og slagorð gegn Bretum á meðan starfsmennirnir tíndust út úr þotunni sem sótt hafði þá til London. Að sögn The Times óttast Khadaffy að ríki Efnahags- bandalags Evrópu beiti Líbýu efnahagslegum refsiaðgerðum ef frekari óhæfuverk verða unnin. Hryðjuverk „byltingarnefndar" Khadaffys í Lundúnum 17. apríl sl. leiddi sem kunnugt er til dauða breskrar lögreglukonu og að auki særðust ellefu líbýskir andstæðingar Khadaffys. Morgunbladid/Hildur Einarsdóttir ÞESSIR glöðu krakkar urðu á vegi Ijósmyndara Morgunblaðsins á Bíldudal fyrir skömmu. Það er skemmtilegt, þegar vor er í lofti, að leika sér á bátsskel í höfninni, enda má sjá það á svip krakkanna í bátnum. Pólsk stjórnvöld um 1. maí:_ Samstaða haldi sig á mottunni Varsjá, 28. aprfl. AP. PÓLSKA ríkisútvarpið færði þar- lendri alþýðu þau boð í dag að yfir- maður leynilögreglunnar myndi sjá til þess að hver sá sem sýndi sig styðja Samstöðu í kröfugöngum verkalýðs- dagsins 1. maí myndi verða afhjúpað- ur, hundeltur og honum refsað grimmilega. Skilaboð leynilögreglunnar þóttu endurspegla nokkurn ótta stjórn- valda við að Samstaða færi sér dag- inn í nyt með því að minna fólk rækilega á tilvist hinna ólöglegu frjálsu verkalýðsfélaga. Stjórnvöld hafa skipulagt aðgerðir dagsins, en tvö síðustu árin hefur Samstaða gengist fyrir eigin aðgerðum í trássi við vilja stjórnvalda. Vitað er að Samstaða ætlar sér hið sama nú, þannig heyrðist í fá- einar mínútur til leyniútvarps- stöðvar samtakanna í Varsjá og víðar í dag. Áður en ríkisaðilar fengu ráðrúm til að trufla útsend- inguna með háværri lúðrasveitar- tónlist, tókst Samstöðumönnum að nefna fjóra staði þar sem samtökin ætla að gangast fyrir mótmælaað- gerðum, tveir þeirra eru í miðbæ Varsjár og einn við hin risastóru stáliðjuver Huta Warszawa í norð- urhluta Varsjár. Lech Walesa, per- sónugervingur Samstöðu að flestra mati, hefur ekki tjáð sig um aðgerð- irnar enn sem komið er. Fundur Reagans og Dengs: Leiðtogarnir ræddu um kjarnorkuvígbúnaðinn Peking, 28. aprfl. AP. RONALD Reagan forseti Banda- ríkjanna og Deng Xiaoping leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins hitt- ust { Peking í dag og áttu fund sem háttsettir embættismenn sögðu hafa verið „afar gagnlegan" þó ekki hafi spurst nákvæmlega hvað þjóðhöfð- ingjunum fór á milli. Reagan kom síð- an fram í kínverska sjónvarpinu og fiutti ávarp, áður en hann lagði af stað með föruneyti sínu að Kínamúrnum. Fréttamenn fengu að vera við- Ronald Reagan Bandaríkjaforseti gær. Símamynd AP og frú hans Nancy hittu kínverska þjóðarleiðtogann Deng Xiaoping í staddir fyrstu mínútur fundar þeirra Dengs og Reagans. Deng sagði fyrst að hann hefði beðið spenntur í tvö ár eftir að hitta Reagan, „því það er gagnlegt að við ræðum saman persónulega um ýmis mál“. „Ég er fyllilega sammála," svaraði Reagan um hæl, en síðan snéri Deng sér að Nancy Reagan sem var viðstödd fyrstu mínútur fundarins eins og fréttamennirnir, sem tóku myndir. Sem fyrr segir hefur lítið frést um hvað þeir Reagan og Deng mæltu hvor við annan, en kjarn- orkuvígbúnaðurinn er talinn hafa skipað veglegan sess á dagskránni, svo og vaxandi hernaðarumsvif Sovétmanna. Háttsettir embættis- menn hafa einnig átt fundi og þar hefur borið á góma mögulega vopnasölu Bandaríkjamanna til Kínverja. Þá ræddu Reagan og Deng nokkuð um Taiwan-vanda- málið og sagði Deng að Banda- ríkjamenn þyrftu ekki að óttast að tengsl þeirra við Taiwan þyrftu að rofna þó eyjan sameinaðist Kín- verska alþýðuiýðveldinu, bæði Kína og Taiwan myndu þróa tengslin upp á nýtt með jákvæðum hætti eftir að það væri orðið. Reagan hefur látið vel af móttök- unum sem hann hefur fengið í Kína, en förunautar forsetans segja þó dálítinn skugga hafa fallið á ferðina, er kínverska sjónvarpið • klippti nokkur atriði úr ávarpi for- setans til kínversku þjóðarinnar. „Það hefði gefið kínverskri alþýðu betri og gagnlegri hugmyndir um Bandaríkin og þeirra viðhorf," sagði einn úr föruneyti Reagans. Eftir fréttamannafundinn fóru Reagan og föruneyti hans allt að hinum 4.000 kílómetra langa Kína- múr. Gekk forsetinn upp á múrinn og gat ekki dulið hrifningu sína. „Að þessi múr skuli hafa verið reistur með handafli, það er ótrú- legt. Þetta er sannarlega ein af furðum veraldar," sagði Reagan. Tyrki særður í Teheranborg Ankara, 28. apríl. AP. TVEIR vopnaðir menn, sem óku bifhjóli, skutu í morgun á eiginmann eins af sendiráðsriturum Tyrkja í Teheran og særðu hann alvarlega. Hann var ásamt konu sinni á leið frá heimili þeirra í sendiráðið. Mennirn- ir, sem talið er að séu félagar i ASALA, leyniher Armeníumanna, komust undan. Verknaðurinn var framinn þremur stundum áður en Turgut Ozal forsætisráðherra Tyrklands kom til borgarinnar í opinbera heimsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.