Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 45 Árstíðasveiflur í mjólkurfram- leiðslunni minnka ÁRSTÍÐASVEIFLUR í rajólkurframleiðslunni hafa sífellt verið að minnka, en enn er þó raikill munur á framleiðslunni eftir árstímum. Á árinu 1983 var framleiðslan á 1. verðlagssvæði öðru hvoru megin við 4 milljónir lítra yfir vetrarmánuðina, en 5,4 milljónir á mánuði yfir sumarmánuðina. Hafði hún þó minnkað yfir sumarið og aukist verulega yfir vetrarmánuðina frá árinu á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík fyrir árið 1983, en þar segir að mikilvægt sé að draga enn úr sumarmjólkinni, svo að fram- leiðslan samsvari betur þörfum markaðarins. Innvigtuð mjólk hjá mjólkursamlögunum á 1. verð- lagssvæði (þ.e. á suður- og vestur- landi) var 54.373.689 lítrar á árinu 1983, en það var 144 þús. lítrum minna en á árinu 1982, eða 0,3% minnkun. Meirihluti mjólkurinnar kom frá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, 38,3 millj. lítrar. Frá Mjólkursamlagi Borgfirðinga í Borgarnesi komu 9,2 milljónir lítra, frá Mjólkurstöðinni í Reykjavík 4 milljónir lftra og frá Mjólkursamlaginu í Búðardal 2,8 millj. lítrar. Mjólkurframleiðend- um fer sífellt fækkandi á þessu svæði. Innleggjendur með meira en 2000 ltr. innlegg voru 1105 tals- ins á árinu 1983 og hafði fækkað um 67 frá árinu 1981. Meðalgrundvallarverð samlag- anna á árinu var 12,18 kr. pr. lítra. Hæst var það hjá Mjólkurstöðinni í Reykjavík og Mjólkurbúi Flóa- manna, um 12,20 kr. pr. lítra, 12,13 hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal, en lægst hjá Mjólkursamlaginu í Borgarnesi, 12,10 kr. Bændur fengu 64,48% af verði hvers mjóikurlítra, en rúmur þriðjung- ur, eða 35,52%, fór í kostnað, sjóðagjöld og fyrningar. Heildarsala mjólkur hjá Mjólk- ursamsölunni í Reykjavík jókst á árinu 1983 um rúmlega 0,7% þeg- ar allar vörur eru umreiknaðar í nýmjólk. Samanlögð sala ný- mjólkur, léttmjólkur og undan- rennu jókst um 122 þús. lítra en sala kókómjólkur, jóga og sopa dróst saman um 293 þús. ltr. Súrmjólkursala jókst um 212 þús. ltr., en jógúrtsala minnkaði um 216 þús. ltr. Sala á rjóma minnk- aði lítillega en sala á sýrðum rjóma hélst jöfn. 82 þús. ltr. seld- ust af ídýfum og sósum sem fram- leiddar eru í Mjólkursamlagi Borgfirðinga og komu á markað á árinu. Til þeirrar framleiðslu þurfti um 350 þús. ltr. mjólkur. Skyrsala jókst um 69 þús. kg eða um 5%. Mest varð aukningin, þeg- ar síuskyr frá Mjólkursamlagi Borgfirðinga, sem selt hefur verið í lausri vigt, kom á markað, pakk- að i plastpoka. Sala á ávaxtasafa frá Mjólkursamsölunni nam rúm- lega 1100 þús. ltr. og minnkaði um rúm 17% frá árinu á undan. Leiklistarskóli íslands: Hópurinn frá Norræna félaginu og leiklistarskóla íslands, sem unnið hefur að samningu dagskrárinnar. Á myndinni eru sitjandi Páll Líndal, Gils Guðmundsson, Helga Hjörvar og Stefán Baldursson. Standandi Kolbrún Erna Pétursdóttir, Þór Tulinius, Jakob Þ. Einarsson, Barði Guðmundsson, Rósa G. Þórsdóttir, Einar J. Bríem, Þröstur Leó Gunnarsson og Alda Arnardóttir. Dagskrá um þriðja áratuginn Þriðjudaginn 1. maí og sunnu- daginn 6. maí mun 3. bekkur Leiklistarskóla íslands sýna revíu í sal Norræna hússins, sem samin hefur verið í samvinnu við Reykja- víkurdeild Norræna félagsins. Páll Líndal hefur unnið að samantekt efnisins í samvinnu við nemendur og leikstjórann Stefán Baldursson. Leitað var fanga í dagblöðum þriðja ára- tugarins og þaðan er heiti dagskrárinnar komið sem ber yfirskriftina „Reykjavík er perla“, sem er tilvitnun í grein sem Jóhannes S. Kjarval skrif- aði um skipulagsmál Reykjavík- ur. Einnig er efni tekið úr bók- inni „Mannasiðir" sem var gefin út árið 1920. Páll Líndal sagði að tilgangur bókarinnar hefði verið að búa íslendinga undir kon- ungskomuna sem síðar hefði verið frestað, en engu að síður hefði bókin komið að gagni. í bókinni kennir margra grasa og má sjá að bjórinn hefur ekki verið síður umtalaður en nú. Stefán Baldursson sagði að ekki væri ætlunin að hafa dagskrána með alvarlegu sagnfræðilegu yfirbragði, held- ur væri leitast við að fá létt yfir- bragð á dagskrána. Erfiðasta verkefnið var að hafa upp á lögum í dagskrána. Þurfti að leita uppi gamla leik- ara sem rauluðu eða blístruðu lögin fyrir leikarana, en að öðru leyti hefur framvinda verkefnis- ins verið prýðisgóð. Samstarf Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins og Leiklist- arskóla íslands hófst með dagskrá um Tómas Guðmunds- son og munu þessir leikarar flytjast yfir í síðasta bekk leik- listarskólans á næsta starfsári og taka þátt í Nemendaleikhús- inu . Svölurnar með happa- drætti og tízkusýningu FÉLAGH) Svölurnar gengst fyrir kaffisölu ásamt skyndihappdrætti og tízkusýningu í Súlnasal Ilótels Sögu þriðjudag 1. maí og verður salurinn opnaður klukkan 14. Félagið sem, á 10 ára afmæli um þessar mundir hefur á þessu starfsári veitt 5 styrki til sérkenn- ara, styrkti hljómsveit þroska- heftra til íslandsferðar sumarið '83 og gaf tæki til Fæðingardeild- ar Landspítalans. Á síðastliðnu hausti greiddu Svölurnar í félagi við Flugleiðir fargjöld fyrir talmeinafræðing, sem hélt námskeið hér. Fjáröflun- arleiðir félagsins eru aðallega tvær, sala jólakorta og kaffisala með happdrætti 1. maí. Allt starf við fjáröflun vinna félagskonur í sjálfþoðavinnu og happdrættis- vinningar eru fengnir hjá vinum og velunnurum segir í frétt frá svölunum. Kaiser eru vestur-þýsk matar- og kaffistell úr úrvals postulím. Heimsþekkt gæöavara. Hagstætt verö. Alhvítt stell (White Lady, sjá mynd). Fæst einnig meö gylltri rönd (Nizza). Eigum jafnan gott úrval af margskonar gjaf^vörum ur postulíni KOSTA BODA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.