Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 39 margra grasa og alls þykist kær- andinn þurfa. Meginkrafan er sett fram í fjórum liðum þ.e. vegna ætlaðra tapaðra vinnulauna (þrátt fyrir 5. gr. laga. 19/1979 um laun verkafólks, er tryggir að allt fast- ráðið verkafólk, sem ráðið hefur verið hjá sama atvinnurekanda í eitt ár samfellt, skuli er það for- fallast frá vinnu eigi missa neins í launum sínum í hverju sem þau eru greidd í tiltekinn tíma og lengri tíma en Skafti þykist ekki geta hafa sinnt sínum störfum), síðan koma bótakröfur vegna ætl- aðra fataskemmda (skv. vöru- merkjum erlendra tískuhúsa, ekk- ert frá Gefjun-Iðunn. Slíkur klæðnaður er dæmigerður fyrir burgeisa framsóknar þessara „Cavalleria Rusticana" íslenskra stjórnmála. Sjá hér til saman- burðar „The official Sloane Rang- er handbook, Social Study, Ann Barr & Peter York, Ebury-Press, London, best seller July 1983), og í þriðja lagi vegna kostnaðar vott- orðs Högna Óskarssonar, geð- læknis, og síðan miskabótakrafa vegna ætlaðs óhagræðis, óþæg- inda, lýta og svefnleysis blaða- mannsins og fjölskyldu hans m.a. sérstaklega tilgreint vegna óþæg- inda og meltingartruflana vegna blaðaskrifa um málið og opinberr- ar umfjöllunar. Annað jafnfárán- legt er að finna í þessu furðulega plaggi frá lögmanni Skafta Jóns- sonar, og ekki ástæða til að orð- lengja um, því mönnunum getur vart verið sjálfrátt. Hefnd er heimskunnar fró. Með hliðsjón af ofangreindu fer ég þess hér með á leit við yður, hr. ritstjóri, sem lögmaður aðila í máli þessu, að birt verði svo fljótt sem verða má í Morgunblaðinu dómur Sakadóms Reykjavíkur í heild í máli þessu, þar sem m.a. raktir eru ítarlegir málavextir, framburða getið og aðrar stað- reyndir. I þessu sambandi leyfi ég mér að geta þess, að i fréttatil- kynningu Sakadóms Reykjavíkur er eingöngu vitnað til forsendna og niðurstöðu dómsins. Dómsgerð- ir Sakadóms Reykjavíkur eru opinber gögn og frjáls til birt- ingar. Tel ég því mjög brýnt að óhlutdræg og rétt málsatvikalýs- ing frá Sakadómi Reykjavíkur komist til hinna mörgu lesenda í landinu, er hafa hingað til verið blekktir með annarlegum áróðri í öðrum dagblöðum en Morgunblað- inu. Eins og mál þetta hefur verið rakið í opinberri umfjöllun hefur réttur lögreglumannanna verið fyrir borð borinn og gert því logna sök ekki léttbæra. Leyfi ég mér að skírskota til heiðarlegrar og ábyrgrar blaðamennsku ritstjórn- ar víðlesnasta blaðs í landinu — gjör rétt, þol ei órétt. í skilmerkilegu viðtali við Hall- varð Einvarðsson, rannsóknar- lögreglustjóra, í Morgunblaðinu 4. mars sl. vitnaði hann m.a. til um- mæla Jónatans heitins Hallvarðs- sonar, hæstaréttardómara, en hann hafði og áður gegnt embætt- um yfirsakadómara og lögreglu- stjórans í Reykjavík, en honum fórust orð á þessa leið við tilgreint tækifæri: „Störf sín vinna lög- reglumenn frekar en nokkrir aðrir fyrir opnum tjöldum. Þeir og verk þeirra fá ekki dulist. Verður mönnum því tíðræddara um störf lögreglumanna en flestra annarra, og eru oft um þau felldir ómildir dómar. En minnast mega menn þess, að lögreglumenn verða oft án nokkurs fyrirvara og án teljandi íhugunar að taka ákvarðanir og framfylgja þeim hiklaust, jafnvel þó að um hina mestu áhættu þeirra sjálfra eða annarra sé að tefla. Er hollt að þetta sé haft í huga, er slík verk eru síðan metin í góðu tómi af æðri stjórnvöldum eðaöðrum." í Leikhúskjallaranum veittist Skafti Jónsson að lög- reglumönnunum með tilburðum um líkamlegt ofbeldi og olli skemmdum á einkennisbúningi þeirra. Einn lögreglumannanna varð og fyrir aðkasti hvimleiðra gesta, er meinuðu honum útgöngu um tíma m.a. með því að kasta honumá milli sín. Við umrædda handtöku sýndu lögregiu- mennirnir ábyrgð, öryggi og festu og má þakka þeim að Skafti Jóns- son hlaut ekki frekari áverka fyrir eigin tilverknað miðað við hegðun hans alla og geðslag. Meiðsli og fataskemmdir annarra en hins tískuklædda Tímablaðamanns tel- ur ríkissaksóknari ekki koma að sök og þýðir þess vegna ekki að eyða öðrum orðum um, þar sem hann einn enn fer með ákæruvald- ið í landinu. Skv. sakaskrá ríkisins í vörslu ríkissaksóknara eru saka- vottorð lögreglumannanna þriggja hrein og þeir fá mjög góða umsögn frá húsbónda sínum, lögreglu- stjóranum í Reykjavík, sem m.a. getur þess um skjólstæðing minn, að hann hafi reynst traustur starfsmaður og unnið störf sín af samviskusemi og að sögn yfirlög- regluþjóna leyst störf sín af hendi með ágætum, sé dagfarsprúður og reglusamur og vel virtur af starfsfélögum sínum. Þá er þess einnig getið í umsögninni um skjólstæðing minn í máli þessu, að hann hafi verið talinn í hópi þeirra manna, sem hvað bestum árangri nái við að setja niður deil- ur fólks. Störf hans séu til fyrir- myndar og hann mjög vel hæfur lögreglumaður. Þegar þetta er haft í huga er engin furða, að vararíkissaksóknari kemur ekki fram með neina röksemdafærslu fyrir gagnrýni á störf umræddra lögreglumanna og treystir sér ekki til að benda á neitt sem betur hefði mátt fara í þeirra störfum. Hafði hann þó í sinni notalegu skrifstofu betra næði og tóm til að meta aðstæður en þeir, sem urðu að taka snöggar ákvarðanir við erfiðar aðstæður og fást við óðan mann (Skafti Jónsson er skv. gögnum málsins 195 sm á hæð og vegur 99 kg). Leyfi ég mér að lokum að vísa til gagnmerkrar fræðigreinar eftir núverandi ríkissaksóknara „Um opinberan ákæranda" í Úlfljóti 2. tbl. XII árg. apríl 1959 (erindi á fundi í Sakfræðingafélagi íslands í janúar 1959), en þar segir hinn gagnmerki lögvísindamaður m.a.: „Á hinn bóginn verður því vart neitað, að möguleiki væri á því, að löng embættistíð opinbers ákær- anda gæti orðið óæskileg." „Einn- ig mætti hugsa sér, að hann á langri embættistíð „forpokaðist", þannig að hann hætti að fylgjast nægilega með lífi og lifnaðarhátt- um landsmanna og breytingum á hugmyndum þeirra um rétt og rangt, um siðgæði og svívirðu". „Hér gæti því löng embættistíð opinbers ákæranda orðið óæski- leg.“ „Þá hefur því verið hreyft, að opinber ákærandi væri varnarlaus gegn ádeilum og því væri hætta á því, að hann myndi stundum kin- oka sér við að hefjast handa um rannsókn og ákæru, einkum ef í hlut ættu voldugir aðilar eða hóp- ar manna í þjóðfélaginu, sem vit- að væri um að myndu ekki taka við ákvörðun ópinbers ákæranda þegjandi. I þessu efni stendur pólitískur ráðherra ólíkt betur að vígi. Að baki honum myndi standa heill stjórnmálaflokkur og blöð hans. Einnig væntanlega meirihluti Al- þingis og ríkisstjórn með yfirráð- um yfir Ríkisútvarpinu. Og póli- tískur ráðherra myndi vera þaul- æfður í að bera af sér sakir. óneitanlega myndi það stund- um ekki nægja, að opinber ákær- andi væri réttsýnn. Stundum yrði hann að vera kjarkmikill. Auðvit- að gæti hann ekki losnað við gagn- rýni á athöfnum sínum eða at- hafnaleysi, en ekki er líklegt, að hún yrði honum erfið eða hættu- leg, ef hann einungis í starfi sínu færi eftir „samviskunnar kalli". Þá myndi það vera mikill styrk- ur fyrir opinberan ákæranda, þeg- ar dómstólar tækju ákærur hans til greina. Ennfremur myndi eftirlit ráð- herra með embættisfærslu opin- bers ákæranda geta orðið til þess, að ráðherrann tæki upp vörn fyrir hann gegn tilhæfulausum árásum, sem á hann kynnu að vera gerðar. En hrein samvizka hins opin- bera ákæranda myndi, þegar öllu er á botninn hvolft, vera honum bezta vörnin.“ Opinberrar skýringar er þörf á því, hversvegna svo gagnmerkur fræðimaður og embættismaður og rikissaksóknari léði nafn sitt á ákæruskjalið, er hann samdi ekki sjálfur. Við íslendingar eigum því láni að fagna að búa við réttaröryggi. Vel menntað og hæft fólk að öðru leyti hefur ráðist til dómarastarfa þrátt fyrir oft á tíðum gerræðis- legar pólitískar embættisveitingar (m.a. um 80% feitu embættanna hjá maddömu framsókn. Mætti okkar ólöglærði dómsmála- ráðherra athuga að leiðrétta þetta). Heilbrigð almenn umræða um dómsmál og réttarfar er þjóð- félagslega mjög mikilvæg og hvergi á hún betur heima en í víð- lesnasta blaði landsins — Morg- unblaðinu. Hæstvirtur ríkissak- sóknari er okkar lærðasti og snjallasti málflutningsmaður og væri því gagnlegt að fá fram hans sjónarmið í umræðunni. Með virðingu. Jón Oddsson er hæstaréttarlög- maður í Reykjavík. Aths. ritstj.: Morgunblaðið sér ekki ástæðu til að verða við þeim óskum Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns að birta í heild dóm Sakadóms Reykjavíkur, enda er hann opin- bert plagg eins og greinarhöfund- ur bendir á og þeim aðgengilegt lesefni, sem áhuga hafa. Morgun- blaðið telur dóma fullnægjandi af- greiðslu í máli sem þessu. Fyrsta lasergeislaleiktækið Lasergeislaleiktæki, hið fyrsta sinnar tegundar á íslandi, hefur verið tekið í notkun í leiktækja- salnum Fredda-bar, Aðalstræti 8. Hið nýja tæki er frábrugðið eldri gerðum að því leyti að las- ergeisli sendir mynd af plötu beint á skerm með aðstoð tölvu. Við það fást beztu myndgæði sem völ er á. Lasergeislaleiktæki hafa rutt sér til rúms erlendis og virðast vera það sem koma skal í þessum efnum. Á meðfylgjandi mynd er Viggó Sigurðsson, eigandi stað- arins, við hið nýja leiktæki. Við hliðina er tæki af gömlu gerð- inni. (Ljósm.: KÖE) 1984 1985 Nýtt happdrættísár með Qölda stórra vinnínga Umboð í Reylýavik ognágrenni Seltjarnarnes Nýtt umboð: Sparisjóður R.víkur og nágrennis, Austurströnd 17, s. 25966 RGyrkj& y/jc AÐALUMBOÐIÐ, Vesturveri, s. 17757 - 17117-24530 Verzlunin NESKJÖR, Nesvegi 33, s. 19292 Nýtt umboð: Bókaverzl. ÚLFARSFELL, Hagamel 67, s. 24960 SJÓBÚÐIN, Grandagarði, s. 16814 PASSAMYNDIR, Hlemmtorgi, s. 11315 Bókabúð SAFAMÝRAR, Háaleitisbraut 58-60, s. 35230 HREYFILL, benzínafgreiðslan, Fellsmúia 24, s. 85521 PAUL HEIDE, úrsmiður, Glæsibæ, s. 83665 Verzlunin RAFVÖRUR, Laugarnesvegi 52, s. 86411 HRAFNISTA, verzlunin, Laugarási, s. 38440 Verzlunin RÉTTARHOLT, Réttarholtsvegi 1, s. 32818 Bókaverzl. JÓNASAR EGGERTSSONAR, Rofabæ 7, s. 83355 Bókabúð BREEÐHOLTS, Arnarbakka 2, s. 71360 Verzlunin STRAUMNES, Vesturbergi 76, s. 72800 Kópavogur BLÖMASKÁLINN við Kársnesbraut, s. 40810 Bóka- og ritfangaverzl. VEDA, Hamraborg 5, s. 40877 og Engihjalla 4, s. 46977 BORGARBÚÐIN, Hófgerði 30, s. 40180 Garðabær Bókaverzl. GRÍMA, Garðaflöt 16-18, s. 42720 Hafnarfjörður HRAFNISTA, verzlunin, s. 53811 KÁRI og SJÓMANNAFELAGIÐ, Strandgötu 11-13, s. 50248 Mosfellssveit Bókaverzlunin SNERRA, Þverholti, s. 66620 Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir Mánaðarverð miða kr. 100,-, ársmiða kr. 1.200,- % vÁ f 3l Happdrætti '84-85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.