Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 44
f>JL 44 |V,Tr» * <V» f Tf'xr'H # VT't' ft'.rr , l'T'/TTari'M • MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRlL 1984 Á ensku sveitasetri Sígildar Konráö S. Konráðsson Modest Mussorgsky: Pictures at an exhibition. Shura Cerkassky. NIMBUS 45007 45 snún./mín. Á austanverðu Englandi, um- lukið skógi, stendur í hlfð gamalt sveitasetur, Wyastone Leys. Það er út af fyrir sig ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá sök að þar eru aðalstöðvar breska hljómplötufyrirtækisins Nimb- us. Þar eru undir sama þaki allir þættir skífuútgáfunnar. I dans- salnum gamla er nú hljóðritun- arver, en í kjallaranum eru skíf- urnar skornar og pressaðar. Á efri hæðum setursins eru svo vistarverur starfsfólks og stjórnenda. Ekki alls fyrir lóngu las ég viðtal við annan stofnenda þessa fyrirtækis. Er þar greint frá því, að fyrir liðlega þremur áratug- um hafi tekið tal saman af til- viljun franski söngvarinn og pí- anóleikarinn Numa Liblin og breski verkfræðingurinn Micha- el Reynolds, en viðtalið var ein- mitt við þann fyrrnefnda. Reyndust þeir tveir eiga sameig- inleg áhugamál í tónlist og upp- tökutækni og varð þessi fundur þeirra kveikjan að fyrirtæki því, sem síðan fékk nafnið Nimbus. Er í viðtalinu haft eftir Liblin að markmið þeirra sé að með- höndla hljóðnemánn einungis sem miðil, til að ná til fjöldans með þá tónlist sem þeir telji mikilvæga. Því verði að fara með hljóð- nemann, sem þar væri sjálfur Rússneski píanóleikarinn Shura Cherkassky áheyrandinn eða vel setinn hljómleikasalur. Liblin leggur á það áherslu að tæknin sé og hljóti að vera hjálpartæki, en megi aldrei verða markmið í sjálfu sér. Tónlistin sé það sem mestu skipti, en góðri tónlist hæfi aðeins góð tæknimeðferð. Liblin hefir einnig ákveðnar skoðanir á þeirri tæknivinnu, sem svo algeng er í dag: Það hljóti að vera ófrávíkjanleg krafa að hljóðritunin sé heiðar- leg, samfelld. — Á hljómleikum geti listamaðurinn ekki gengið frá gerðum hlut, en við hljóðrit- un á band sé honum auðvelt að hætta í miðjum leik og byrja að nýju. Sé hann þá enn óánægður, þegar hann hlýðir á upptökuna er auðvelt að fella úr og skeyta saman að vild mismunandi upp- tökum, þar til útkoman verður sú sem eftir er sóst. Þannig næst að vísu góður árangur þegar upp er staðið, en í raun sé um að ræða afbökun á raunveruleikan- um, fölsun. Á Bretlandseyjum er Nimbus aðeins eitt af 117 hljómplötufyr- irtækjum sem gefa út sígilda tónlist, en hefir þá sérstöðu, að ekkert annað fyrirtæki, sem stendur utan EMI—Thorn sam- steypunnar framleiðir eigin skíf- ur. Því getum við hjá Nimbus sett okkur eigin gæðastaðal á út- gáfum okkar, allt frá upptöku til pressunar skífunnar, segir Libl- in enn fremur í viðtali þessu. Enda þótt Nimbus hafi fylgt fordæmi annarra fyrirtækja og hafið útgáfu á CD-skífum hafa þeir jafnframt á síðustu árum undir forystu Gerald Reynolds beitt sér fyrir framförum í gerð þeirrar hljómplötu sem við þekkjum best, breiðskífunnar. Upphaf hennar var árið 1948 er bandaríska fyrirtækið Columbia hóf framleiðslu hljómplötu úr glæru plastefni. Var hún 12 þumlungar í þvermál og snerist 33'h snún./mín., með hámarks- rými 30 mínútur. Snúningshrað- inn var málamiðlun, þar sem taka varð tillit til bjögunar í innstu gróp skífunnar annars vegar og rýmis hennar hins veg- ar. Þá var þegar Ijóst að með meiri snúningshraða mátti minnka bjögun og fá tærari hljóm, einkum í innstu grópum skífunnar, en það þýddi um leið verulega minnkað rými. Það er svo nú á síðustu árum, að þeim Nimbus-mönnum hefir tekist að þróa tækni, þar sem með tölvu- stýringu á plötuskurði má rýma allt að 29 mín. tónlistar á hvorri hlið venjulegrar breiðskífu, sem snýst 45 snúninga á mínútu. Hefir fyrirtækið þegar gefið út nokkrar slíkar skífur, sem hlotið hafa verðskuldaða at- hygli. Má þar nefna tvö hljóm- sveitarverk: Nfundu symfóníu Antonín Dvorácks leikna af Fíl- harmóníuhljómsveit Lundúna undir stjórn Enrique Batiz (NIM 45202 DIGITAL) og með sömu hljómsveit og stjórnanda Sjöttu symfóníu Peter Tchaikovskys (NIM 45203 DIGITAL) og skífu þá sem hér er til umfjöllunar: Píanóverk Modest Mussorgskys ' — Myndir á sýningu, leikið af Shura Cherkassky. Mussorgsky skrifaði tónverkið Myndir á sýningu, sem eins kon- ar eftirmæli eftir vin sinn, húsa- meistarann Viktor Hartmann, sem lést fyrir aldur fram sumar- ið 1873. Efniviðar leitaöi Muss- orgsky á minningarsýningu á myndverkum vinar sfns, sem haldin var 1874. Ýmsir hafa orðið til að um- skrifa þetta verk fyrir önnur hljóðfæri en píanó, m.a. gítar og orgel, en einnig symfóníuhljóm- sveit. Raunar hefir nýverið kom- ið út hjá Decca umskrift Ashk- enazys á verki þessu fyrir hljómsveit. Stjórnar hann þar sjálfur Fílharmóníuhljóm- sveitinni í Lundúnum. (Decca 410121-1). Rússneski píanóleikarinn Shura Cherkassky er fæddur 1911 og stóð því á sjötugu við upptöku þessarar skffu. hann leikur hér af miklum krafti, en einnig af nauðsynlegri tilfinn- ingu. Hjá honum gengur skoð- andinn þungstígur um sali sýn- ingarinnar, en má vera eilítið slompaður, svo sem Mussorgskys stundum var siður. Samanber skrítnar taktbreytingar höfund- ar. Hvað um það, brúnaþungur virðir hann ákveðinn fyrir sér myndir framliðins vinar. — í fáum orðum: frábær túlkun gamals meistara. Hvað við kemur upptöku og tæknivinnu þá er af því státað í texta á plötuhlíf að ná megi í þar til gerðum tækjum og með við- eigandi fjölda hátalara umlykj- andi hljóðmynd, en í venjulegum hljómflutningstækjum megi merkja aukna dýpt. Að mínu mati er hljómmyndin eðlilega djúp og sannfærandi, en þó ekki umfram það sem er að venjast f góðum upptökum. Tónstyrkurinn (dynamik) er mikill og vel breytilegur. Flygill- inn hefir mikinn hljóm og tær- an. Hefir þar eflaust hinn mikli snúningshraði sitt að segja. Hitt er svo miður, að frágangur skíf- unnar er ekki eftir þeim gæða- staðli sem er að venjast hjá Nimbus. Hávært snark í hægri rás á fyrri hlið er einkar trufl- andi, einkum þar sem um er að ræða píanóleik, þar sem miklu skiptir að skífusuðið sé sem allra minnst. Að öllu samanlögðu er hér um að ræða einkar athyglisverða út- gáfu á þessu verki Mussorgskys í upprunalegri mynd. Greinarhöfundur leitaði álits ráðamanna Nimbus á ofan- greindu snarki í hægri rás á fyrri hlið skífunnar. Svar barst um hæl frá mr. Chris Craker Head of Music, þar sem harmar þennan galla, sem hann segir einkar sjaldgæfan á skífum fyrirtækisins. Það skal tekið fram að sú skífa, sem þeir sendu í stað þeirrar fyrri er í alla staði gallalaus. Konráð S. Konráðsson (Heimild um vittal: HIKI & MIISIK 2 — 1983 bls. 22.) Mjólkursamsalan í Reykjavík: Fjármagnsmyndun 71 milljón á árinu 1983 Enn ekki verið tekið lán til nýbyggingarinnar MJÓLKURSAMSALAN í Reykjavík hefur enn ekki þurft að taka lán til nýbyggingar sinnar á Bitruhálsi í Keykjavík. Á síðasta ári var fjárfest í nýbyggingunni fyrir 64,1 milljón en heildarkostnaður var áætlaður sl. haust 420 milljónir við alla bygging- una. í fyrra myndaðist í rekstri Sam- Dalvík: Hlé á rækju- veiðum DaJvík, 27. apríl ALLGÓÐUR afli hefur verið hjá tngurum á Dalvík að undan- fórnu. Á annan í páskum landaði Björgúlfur 180 lestum og Baldur 70 lestum. í dag landar Björgvin 160 lestum. Rækjuafli hefur minnkað allverulega en í gær landaði Dalborg 25 lestum. Fyrirhugað er að skipið geri nú hlé á rækjuveiðum í mánaðar- tíma og fari á þorskveiðar. Netaveiði hefur verið mjög treg, en þó hefur afli glæðst nokkuð á miðum norður við Kolbeinsey og landaði Stefán Rögnvaldsson 20 lestum eftir tvær vitjanir og Sæljón 14 Iest- um. Grásleppuveiði hefur verið allsæmileg þrátt fyrir frátafir sökum veðurs. Fréttaritarar sölunnar 71 milljón kr. sem lagt var í fjárfestingar í nýbyggingunni svo og í vélum og áhöldum. Byggingu hússins miðar vel áfram og er fyrirhugað að taka mjólkurstöðina sjálfa í notkun á árinu 1986. í ársskýrslu Mjólkur- samsölunnar fyrir árið 1983 kemur fram að fjármagnsmyndun í fyrir- tækinu var á árinu 1983 tæp 71 milljón kr. Annars vegar er um að ræða hagnað af rekstri Mjólkur- samsölunnar (4,2 milljónir) og hagnað af rekstri undirfyrirtækja, til dæmis brauðgerðar (4,1 millj.) og ísgerðar (9,3 milljón). Hins veg- ar er um að ræða reiknuð gjöld í rekstrarreikningi sem til ráðstöf- unar eru, svo sem afskriftir (22,3 millj.), reiknuð verðbreytingagjöld (17,5 millj.) og vexti til bygginga- sjóðs (13,2 millj.). 1. áfanga ný- byggingarinnar lauk að mestu á síðasta ári, 2. áfangi verður tekinn fyrir á þessu ári og á honum að verða lokið næsta haust. Gengið hefur verið frá samningum við APV um mjólkurvinnsluvélar í mjólkurstöðina. Koma þær til landsins í árslok. Með þessum véla- búnaði munu vinnsluafköst mjólk- urstöðvarinnar aukast um 36%, í 30.000 lítra á klukkustund. Mjög fullkominn stýribúnaður fylgir vél- um þessum og mun hann auka öryggi í vinnslu og stuðla að betri nýtingu hráefnis, segir í ársskýrslu MS. Nýjar pökkunarvélar verða leigðar frá Tetra pak í Svíþjóð. Þá hefur verið unnið að ýmsum af- mörkuðum verkefnum í tengslum við bygginguna. svo sem hönnun á véla- og tækjabúnaði fyrir vöru- meðhöndlun í pökkunarsal og á kælilager, samningum um smíði og uppsetningu rafskautsketils og fleira. íslendingi veitt Menning- arverðlaun Deventerborgar Wagt-ningcn. Ilollandi. JONI Kristinssyni arkitekt og for- manni Vinafélags íslands og Niður- landa voru veitt menníngarverðlaun Ileventerborgar fyrir árið 1984. Verðlaunaafhendingin fór fram 10. apríl síðastliðinn í ráðhúsinu í Deventer. Nefndin sem sér um veitingu þessara verðlauna var einróma í ákvörðun sinni. í greinargerð nefndarinnar segir að Jóni hafi verið veitt þessi verðlaun m.a. vegna frumherja- og sköpunar- starfs á sviði nýtingar sólarorku til upphitunar bygginga og íbúða- húsnæðis. Menningarverðlaun Deventer- borgar voru fyrst veitt 1957. Verð- laun eru veitt til þess að minnast frelsunar borgarinnar 10. apríl 1945. Borgarstjórnin vill með þessum verðlaunum tjá virðingu sína fyrir einstæðum afrekum á sviði myndlistar, bókmennta, tón- listar, leiklistar og vísinda. - E.H.K. Seyðisfjörður: Leikför með „Hass- ið hennar ömmu“ LEIKFÉLAG Seyði.sfjarðar hefur að undanlornu sýnt ærslaleikinn „Hassið hennar «mmu“ eftir Dario Fo í þýðingu Stefáns Baldurssonar. Þcgar hefur leikrit- ið verið sýnt fjórum sinnum hér á Seyðisfirði við mjög góðar undir- tektir áhorfenda. Að sögn þeirra leikfélags- manna hyggjast þeir fara með stykkið í leikför nú um helgina og ætla að sýna á Borgarfirði eystri á laugard., á Iðavöllum sunnudag, 2 maí á Seyðisfirði og 6. maí á Eskifirði. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson en leikar- ar eru þessir: Hermann Guð- mundsson, Hrafnhildur Borg- þórsdóttir, Emil Guðmundsson, Kolbeinn Agnarsson, María Björg Klemensdóttir, Ásgeir Friðgeirsson og Emil Emilsson. Formaður Leikfélags Seyð- isfjarðar er Emil Emilsson. — Ólafur Már.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.