Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 t Móðir okkar, ANNA KR. KRISTINSDÓTTIR, Tjarnarflöt 7, Garöabaa, andaöist 27. apríl. Börnin. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, LAUFEY BRYNDÍS JÓHANNESDÓTTIR, Garóastræti 43, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 2. maí kl. 13.30. Jöhannea örn Óskarsson, Ólöf Erla Kristinsdóttir, Jóhann Erlsndur Óskarsson, Lydia Edda Thejll, Óskar Gunnar Óskarsson, Kolbrún Valdimarsdóttir og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, PÁLL GUOJÓNSSON frá ísafirði, Hjallabakka 18, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 13.30. Gestína Sumarliðadóttir. Hreinn Pálsson, Edda Pálsdóttir, Gísli Pálsson, Sólveig Pálsdóttir, Kristín Össurardóttir, Elvar Geirdal, Ingibjörg Eyfells, Ómar Óskarsson. t Maöurinn minn, faöir og tengdafaöir, DANÍEL ÞORSTEINSSON, klæöskeri frá Selfossi, Akraseli 33, Reykjavik, sem lést 19. apríl veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 3. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á aö láta líknarstofnanir njóta þess. Kristín Samúelsdóttir, Kristfn Daníelsdóttir, Valur Guömundsson. t Útför fööur míns, ÞÓRS HÓLMKELSSONAR, fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 30. apríl kl. 14.00. Magna Þórsdóttir. t Minningarathöfn um manninn minn, SÍMON ÞORGEIRSSON frá Lambastööum, Garöi, veröur miövikudaginn 2. maí í Fossvogskirkju kl. 10.30. Jarösett veröur aö Útskálum, Garöi, sama dag kl. 2. Guðný Sigfríöur Jónsdóttir og vandamenn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GUNNARS SIGUROAR KRISTJÁNSSONAR, Móatúni 5, Tálknafirói. Sigriöur Siguröardóttir, Jóna Guóbjörg Siguröard., Kristján Karl Gunnarsson, Gerður P. Kristjánsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Margrát H. Kristjánsdóttir, Hermann Þór Jónsson. t Alúöarþakklr fyrir auösýnda samúö og vináttu við andlát og jarö- arför bróður okkar, HJARTAR ÞORVARÐSSONAR, Vík i Mýrdal. Jón Þorvarösson, Kristján Þorvarósson, Svanhlldur Þorvaröardóttir. Minning: Halldór S. Þor- bergsson kennari Fæddur 15. aprfl 1930 Dáinn 22. aprfl 1984 Mig langar að minnast kærs vinar okkar með örfáum og fá- tæklegum orðum. Okkur auðnaðist að þekkja hann í alltof fá ár, en þau voru okkur fágæt. Góðir vinir eru eins og perlur. f minum huga eru þeir perlur, sem þú getur þrætt upp á band og varðveitt næst þér ætíð. Líf okkar er breytingum undir- orpið. Það er óhjákvæmilegt. Þetta er einskonar lögmál. Líf okkar skiptist i marga kafla. Á yngri árum og í upphafi þess, þeg- ar fjölskylda er að myndast og mótast, er þessu varla gefinn nokkur gaumur eða að minnsta kosti, ekki miklum tíma eytt í að hugleiða slíka hluti. I mínum huga er fjölskyldan eining, sem stendur oftast þétt saman. Árin líða og áður en varir eru litlu börnin okkar, sem við átt- um nokkurn veginn út af fyrir okkur, vaxin úr grasi og búin að opna fjölskyldueininguna og leiða þar inn nýtt fólk, sem búið er að binda tryggðaböndum. Ekki er það sjálfgefið að allt fallist í faðma, þó að ástin brenni í ungum hjörtum. Elsti sonur okkar hitti sína heittelskuðu í Menntaskóla Reykjavíkur, þar sem þau voru bæði við nám. Rannveig Hall- dórsdóttir og Sigurður sonur okkar voru samstúdentar og var slegið upp fagnaði í tilefni af því og trúlofun þeirra 17. júní 1975. Ég man það eins og það hafi gerst í gær eða fyrir örstuttu síð- an, að ég var með dætrum mínum tveimur kornungum, að versla fyrir veisluna. Þær hnipptu í mig með miklu óðagoti og sögðu „mamma, þarna er hann Halldór pabbi hennar Rannveigar hans Sigga. Ég fór auðvitað að athuga manninn, án þess að mikið bæri á, og varð harðánægð um leið og ég sá þennan myndarmann. Dætur okkar höfðu kynnst hon- um smávegis, og það var eins og við manninn mælt, þær dýrkuðu hann frá þeirra fyrstu kynnum. Slík hafa og okkar kynni verið af elskulegum tengdaföður sonar okkar þann tæpa áratug, sem við höfum þekkt hann og hans góðu fjölskyldu. Að Halldóri Þorbergssyni standa tröllsterkar vestfirskar ættir, sem engan svfkja og við er- um ríkari eftir að hafa kynnst því fólki öllu, foreldrum hans og systkinum og síðast en ekki síst eiginkonu hans Sigrúnu, sem hef- ur verið eins og klettur í þeirri sjúkdómsraun, sem háð hefur ver- ið á þremur undanförnum árum. Tengdadóttir okkar og systkini hennar hafa öll sýnt ótrúlegan styrk og samheldni á þann veg að margir eldri og lífsreyndari hefðu getað lært nokkuð af. Ógleymanleg er mér stund, sem við Halldór áttum fyrir tæpum þremur árum síðan, en þá var hann nýkominn heim af sjúkra- húsi, i upphafi veikinda sinna. Við sátum úti f garði og nutum vorsins og sumarkomunnar. Orðin féllu einhvernveginn á þann veg: „Ég veit að þetta fer allt vel. „Ég vissi að hann átti ekki eingöngu við sín veikindi. Þessi orð voru töluð af vini og til styrktar öðrum. Því miður þekktumst við í of skamm- an tíma. Sumu fólki kynnist mað- ur svo seint á lífsleiðinni. Mjög marga hluti áttum við sameigin- lega. Endalaust gátum við hugleitt garðrækt í sameiningu. Þar var hann þó miklu raunsærri en ég og fór að öllu með mun meiri hægð. Hann sáði fyrir barrtrjánum sín- um. Ég kaus heldur að fá þau svo- lítið stór. Mátti ekki vera að því að bíða lengi. Hann hafði aftur á móti tíma til þess. Alltaf gátum við talað saman um dalhíur og rósir, miðlað hvort öðru þekkingu eða réttara sagt hann miðlað mér þekkingu og skiptst á fjölærum blómum. Landskiki hafði verið fenginn austur við ölfusá. Þar átti að rækta upp skógarlund. Það eru ekki ýkja margir dagar liðnir síð- an lítill afadrengur, Halldór Haukur, sagði við mig: „Veistu að þegar honum afa Dúdda er batn- að, þá ætlar hann að koma með mér í sveitina sína og búa til með mér drullukökur." Þessu trúi ég vel að afi Dúddi hafi lofað. Hann var sérstakur barnakarl. Öll börn elskuðu hann. Það verður löngum i minnum haft, þegar fjölskyldan bjó í fjölbýlis- húsi í nokkur ár, og börnin voru ung að árum, er börn í sama stiga- gangi hringdu kvöld eitt dyra- bjöllunni. Auðvitað var talið að nú væri verið að biðja eitthvert af hinum fimm börnum í fjölskyld- unni um að koma að leika. Nei ekki aldeilis. Húsmóðirin var að því spurð, hvort hann Halldór mætti koma að leika við þau. Yngri börnin okkar gleyma því víst seint, þegar hann bauð þeim með sér sem oftar austur fyrir fjall og sýndi þeim skilmerkilega „súrmjólkurkýrnar“ og svo hinar venjulegu. Þetta er það sem er svo dýr- mætt að minnast. Þessi léttleiki og kímni. Það var alltaf svo gam- an að vera nálægt honum. Á þess- um alltof fáu árum sem okkur auðnaðist að þekkja Halldór, er svo margs að minnast, sem ómet- anlegt er að geta rifjað upp og ylj- að sér við. r Legsteinar Framleiðum ailar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og róðgjöf um gerð og val legsteina. K S.HEL6AS0N HF fl STEINSMKUA m SKa/MUVEG) 4» SiMl 76677 LEi MC Hamarsl’ GSTEIN, 4R .F. li 81960 DSAIK H íöfða 4 — Sím ógleymanlegar eru okkur stundirnar, er við í sameiningu á fyrstu mánuðum okkar kynna, dunduðum okkur við það að útbúa stærðar matarpakka til hinna nýtrúlofuðu barna okkar, sem stunduðu nám i London, og við vissum aö gátu ekki lifað á ástinni einni saman. Það spratt mikil kát- ína útúr þessum pakkaútbúnaði. Ég minntist þess fyrr í þessum skrifum, að eigi er það ætíð svo, að tvær fjölskyldur, þó svo að þær tengist, falli hvorri annarri í geð umyröalaust og að öllu leyti. Ég veit ekki hvað hér hefur ráðið eða hverju hér er um að þakka, að svo hefur verið með okkar tengsl. En svo segir mér hugur um, að hlutur Halldórs míns Þorbergssonar, hafi þar ekki verið minnstur. Hann var i einu orði sagt góður maður. Aldraðri móður hans, vottum við okkar dýpstu samúð, svo og ástkærri eiginkonu hans, börnum og systkinum hans öllum nær og fjær. Halldóri var gott að kynnast og þekkja. Það þurfa ekki alltaf að vera ævilöng kynni. Við söknum hans sárt. Edda Sigrún. Á upprisudegi sjálfs Frelsarans lést minn kæri bróðursonur, Hall- dór, Þorbergsson eftir langa og þjáningarfulla sjúkralegu. Hall- dór fæddist i Miðvík i Aðalvík 15. april 1930 og var sonur hjónanna Þorbergs Þorbergssonar og Rann- veigar Jónsdóttur, ljósmóður. Ungur fluttist hann með for- eldrum sínum að Galtavita þar sem faðir hans gerðist vitavörður. Þar ólst hann upp ásamt 5 systkinum. Halldór lærði vél- stjórn og fór síðan til Kaup- mannahafnar til framhaldsnáms. Heimkominn gerðist hann vél- stjóri til sjós. Fljótlega stofnaði hann útgerðarfélagið Ögurvík í fé- lagi við þá bræður Þórð og Sverri Hermannssyni. Fyrir 14 árum hóf hann kennslu við Vélskóla íslands og kenndi þar meðan heilsan leyfði. Þrátt fyrir að hann fellur nú frá á miðjum aldri, á hann að baki gæfuríka og starfssama ævi. Ungur kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni Sigrúnu Elísabetu Siguröardóttur ættaðri frá Fáskrúðsfirði. Þau eignuðust 5 mannvænleg börn, Rannveigu sálfræðinema; Sigurð sem nemur arkitektúr í Noregi; Ingu Jónu viðskiptafræðinema; Þorberg gullsmið og Elísabetu mennta- skólanema. Halldór var sérstaklega vel gerður maður, greindur, mikill barnavinur, og vinsæll af öllum. Lífsgleði, léttleiki og fjör var einkennandi fyrir hann. Fyrir fjórum árum hófst sjúkdómsferill sá sem þrátt fyrir margar aðgerð- ir bæði hér heima og erlendis hef- ur nú haft sigur að lokum. Þó við nánustu ættingjar gerð- um okkur grein fyrir þjáningum þeim sem hann gekk í gegnum var sálarþrek hans slíkt að hann virt- ist alltaf hafa eitthvaö til að gefa. Gott dæmi um léttleika Hall- dórs, var þegar bróðir hans kom að sjúkrabeði hans stuttu áður en yfir lauk, þá sagði Halldór við hann: „Ég er nú á förum bróðir, og veitir ekki af að einhver fari á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.