Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 43
43 undan til að undirbúa komu ykkar hinna." Ég mun ævilangt þakklátur þessum ljúfa og elskulega dreng, fyrir þá hlýju og ástúð sem hann sýndi mér og konu minni og þó sérstaklega börnum okkar, og söknum við hans öll sárt. Þó mun enn dýpri sorgin hjá elskulegri eiginkonu hans og börnum og aldraðri móður. Ég og fjölskylda mín, sendum þeim okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Óli Þorbergsson „Halldór Þorbergsson — hver er það?“ spurði lítil dóttir mín, þegar hún var eitt sinn að taka utan af jólakortum — þá nýorðin læs. „Það er maðurinn, sem spurði, hvort hann mætti eiga þig, þegar við komum af sjónum síðast — hann Dóri meistari." Það var nafn, sem hún þekkti, og á mínu heimili hefur hann alltaf gengið undir því nafni. Og nú er Dóri meistari horfinn yfir móðuna miklu til þess fram- haldslífs, sem hann trúði á, án efasemda. Ég ætla ekki að skrifa um lífshlaup hans. Það læt ég öðr- um eftir. Frá því hann kom fyrst til mín sem yfirmaður í vél (en ég var þá með togarann Þorstein Ing- ólfsson) hef ég verið þess fullviss, að Dóri meistari væri réttur mað- ur á réttum stað. Mig langar til að segja frá einu atviki, sem styrkti þessa vissu mína og varð til þess, að ég eignaðist trúarneista, sem ég hefi reynt að hlúa að eftir bestu getu síðan. Þetta gerðist á þorskanótaárun- Þyrlukaupum verði ekki slegið á frest — segir í samþykktum Landssambands hjálp- arsveitar skáta og skips- hafna 22 skuttogara Morgunblaðinu bárust fyrir nokkru samþykktir stjórnar Lands- sambands hjálparsveita skáta og skipshafna 22 togara þar sem varað er við því að þyrlukaupum fyrir Landhelgisgæzluna verði slegið á frest. Stjórn LHS skorar á stjórnvöld að taka strax ákvörðun um kaup á nýjum þyrlum og stefna að því að fá þær til starfa sem allra fyrst. Þá er það skoðun stjórnar LHS að gera eigi Landhelgisgæzlunni kleift að annast stjórn og milli- göngu alls björgunarflugs með þyrlum hér á landi. í ályktun sjómannanna segir, að björgunarþyrla, rekin af Land- helgisgæzlunni, sé búin að sanna svo rækilega gildi sitt að það sé óverjandi að láta þennan þátt björgunarmála falla niður. Undir samþykkt þessa rita skipshafnir á Baldri EA, Bjarti NK, Eyvindi Vopna NS, Hoffelli SU, Kamba- röst SU, Ljósafelli SU, Snæfugli SU, Sunnutindi SU, Barða NK, Björgúlfi EA, Gullver NS, Hólma- nesi SU, Kolbeinsey ÞH, Sigluvik SI, Sólbergi ÓF, Birtingi NK, Brettingi NS, Hafnarey SU, Hólmatindi SU, Krossanesi SU, Skafta SK og Stakfelli ÞH. Menntun og hagsæld I frétt um ráðstefnu BHM í Mbl. í gær var í fyrirsögn rangt farið með umræðuefni ráðstefnunnar, sem fjallaði um „Menntun og hag- sæld“. Þá féll niður í fréttinni að ráðstefnan var sett af Gunnari G. Schram, formanni BHM. P^itttþlaþtþ MetiHuHad á hverjum degi! MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 um. Við vorum á veiðum út af Knarraróssvita á Ögra RE-42. Það var suðaustan frostnepja en þó þokkalegt veiðiveður. Við vorum búnir að berjast um á miðunum frá því í birtingu og fram í rökkur, en afrakstur veiða frekar lítill. En þó að vonlítið væri að fá þorsk í nót í myrkri, þá ákvað ég samt að reyna eitt kast í rökkrinu. Ég kall- aði að hafa klárt til að láta nótina fara, og allir mennirnir fóru á sinn stað nema Dóri meistari. Hann lét annan mann taka við starfi sínu, sem var að slaka snurpuvírnum út af spilinu, en fór sjálfur beint upp á bátadekk, þar sem nótin lá klár til að renna út, þegar merki væri gefið. Á þeim stað vissi ég ekki til, að Dóri hefði neinu hlutverki að gegna. En ann- að átti þó eftir að koma í ljós. Hann stóð þarna í kuldanæðingi og sveiflaði höndunum annað veif- ið til að halda á sér hita. Ég kall- aði til hans og spurði, hvort eitthvað væri að, en hann hristi bara höfuðið. Ég var æði lengi að leita að besta lóðningasvæðinu, og alltaf var Dóri á sama stað. Svo kom að því að ég setti vélina á fulla ferð og gaf merki um að láta nótina fara. Hún var rétt byrjuð að renna út, þegar ég heyrði ógur- legt öskur: „Hann er fastur.“ Ég stoppaði skrúfuna í skyndi og þóttist vita, að einhver hefði fest sig í nótinni og væri að dragast út. Ég flýtti mér út á bátadekk og sá þá, hvar Dóri meistari lá ofan á ungum pilti sem var í sinni fyrstu sjóferð. Hann spennti fótinn á piltinum við skúffubrúnina og reyndi af öllum mætti að halda honum innanborðs. Það tókst, af því að Matthías Jónsson, mágur Dóra, sem hafði þann starfa að fylgjast með nótinni meðan hún rann út, var nógu snöggur að ná í hníf til að skera á hanafót þann, sem var að draga piltinn í hafið. Þegar allt var afstaðið, skipið stopp, nótin hætt að renna út og allir ómeiddir um borð, stóð ég þarna með skjálfta í öllum limum og fann, að eitthvað stórkostlegt hafði gerst: Ungum manni hafði verið bjargað á yfirnáttúrulegan hátt frá meiðslum eða dauða — af manni sem var svo næmur, að hann skynjaði það ókomna með þeim hætti, að hann stóð tilbúinn í varnarstöðu. Seinna spurði ég Dóra, hvað hefði dregið hann á þennan stað, sem hann virtist ekki eiga erindi á. Hann sagðist ekki geta skýrt það, en á þessum stað hefði hann orðið að vera. En það þurfti svo sem ekki þetta atvik til að fá traust á Dóra meist- ara. Prúðmennskan, hjálpsemin og manngæðin skinu af honum af löngu færi. Þannig var Dóri meistari. Og nú kveð ég þennan félaga minn og vin og vona, að allt sem hann trúði á, verði hans nánustu styrkur í framtíðinni. Þórður Hermannsson FIÁRFESTINGARFÉUVG ÍSLANDS HF Hlutabréf í hf. Hampiðjunni Kauptilboö óskast í 10% hlutabréfa hf. Hamp- iöjunnar samtals aö nafnveröi kr. 3.771.120. Kaupverð má greiöa á allt aö 5 árum. Áskilinn er- réttur til aö hafna öllum tilboðum. Bent skal á að fjárfesting i hlutabrefum i hf. Hampiöjunni er frádráttarbær frá skattskyldum tekjum manna aö ákveönu hámarki, sbr. 1.9/1984. Einnig skal á þaö bent aö frá tekjum rnanna. sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eöa sjálfstæöri starfsemi, má draga fenginn arö aö ákveönu hámarki svo og aö hlutabrefaeign er eignaskattsfrjáls á sama hátt og innistæöur i bönkum. enda sé eignin ekki tengd atvinnurekstri eöa sjálfstæöri starfsemi. sbr. ákv. 1.8/1984 um br. á 1.75/1981 m/síöari breytingum Samkvæmt tilvitnuöum breytingum á skattl. er því Ijóst aö fjárfesting í hlutabréfum veitir nú mögu- leika sem ekki hafa verið fyrir hendi áður. Fyrirspurnum sé beint og tilboðum skilaö til hag- fræöings Fjárfestingarfélags íslands hf., Þorsteins Guönasonar, fyrir kl. 17.00, 10. maí 1984. fjArfestingarfílac tSLANDS HF Skólavörðustíg 11, Reykjavík. orn to ■ hú" I allar hljon ance ®■ ■ * Uar hjíómp'ötuverslanu' hún ko* '.íp“em tieíuf , me« ASTAIRE sam ,«r iU'mÞú ^esem'eikWvar 1 B°'nit0araKePpninn> I dlsoo- nsmeistaraK PP pneð i. Á samnefndn P ° vinsaB\u MRE eru ®‘nÍÍ9hafa á Rás'mm i sem U Shame ^Æsvoaðsiá't- .ove Trap °^anCe. A"s öu 5 irldrandt danslög ,14 í c^AiRE plötunm. 5S'9*rpur ■,r danstríKm og I r 11LJÖM FIÖTUDEI ID KAKNAR*FJAR STEINAR HF SÍMI 45800 PÓSTKRÖFUSÍMI 11620 X, *1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.