Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 48
Opiö öil fimmtudags-, föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöid.
AUSTURSTRÆTI 22,
INNSTRÆTI,
SÍMI 11633
Opiö alla daga frá
kl. 11.45-23.30.
AUSTURSTRÆTI22,
INNSTRÆTI,
SÍMI 11633.
SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Spurt og svarað
um byggingamál
LESENDUR Morgunblaðsins geta á
næstu vikum snúið sér til blaðsins
með spurningar er varða bygginga-
mál. í þessum þáttum „Spurt og svar-
að um byggingamál" verður leitast
við að afla svara við spurningum hús-
byggjenda, húseigenda og þeirra,
sem eru að kaupa eða selja húsnæði.
Blaðið hefur fengið til liðs við sig þá
dr. Pétur Blöndal, framkvæmda-
stjóra, og Hákon Ólafsson, bygginga-
verkfræðing, en einnig kann blaðið
að leita til fleiri aðila.
Þeir, sem staðið hafa í húsbygg-
ingum eöa kaupum og sölu á fast-
eignum, hafa trúlega flestir hverj-
ir staðið frammi fyrir hinum ólík-
ustu vandamálum. Oft reynist
tímafrekt og erfitt að fá úrlausn
þessara mála og það eitt að finna
þá, sem geta gefið rétt svör reynist
snúið á stundum. Tilgangur þess-
arar þjónustu er að aðstoða lesend-
ur í þessum efnum og vonandi að
spara einhverjum sporin.
Hákon Ólafsson hefur starfað
sem byggingarverkfræðingur hjá
Rannsóknastofnun byggingariðn-
aðarins í 16 ár og er nú yfirverk-
fræðingur stofnunarinnar. Til Há-
konar og samstarfsmanna hans á
RB verður beint spurningum
tæknilegs eðlis og gildir þá einu
hvort um nýbyggingar er að ræða
eða eldri hús, breytingar eða við-
hald. Dr. Pétur Blöndal stærðfræð-
ingur hefur undanfarin ár starfað
sem framkvæmdastjóri Lífeyris-
sjóðs verzlunarmanna. Fyrir
nokkru hóf hann störf sem
framkvæmdastjóri hjá fyrirtæk-
inu Kaupþing. Pétur er formaður
Húseigendafélags Reykjavíkur. Til
Péturs verður beint spurningum er
varða fjármögnum og lánakjör og
einnig um réttindi og skyldur eig-
enda húsnæðis.
Þeir lesendur blaðsins, sem vilja
koma spurningum á framfæri við
þessa aðila eru beðnir að hringja í
Morgunblaðiö, sími 10100, milli
klukkan 13 og 15 alla virka daga
næstu vikur. Nauðsynlegt er að
spurningarnar séu hnitmiðaðar.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins:
Felldi allar tillög-
ur um nýja skatta
NIÐURSTAÐA þingflokksfundar
Sjálfstæði.sflokksins, sem stóð frá kl.
10 til 13 í gærmorgun, var sú, sam-
kvæmt heimildum Mbl., að ekki komi
til nýrra skattaálaga til lausnar vanda
ríkissjóðs, hvorki í formi benzíngjalds
né álagningar söluskatts á þjónustu-
greinar, sem notið hafa söluskatts-
frelsis. f stað nýrra álaga til lausnar
hluta fjárhagsvanda ríkissjóðs leggur
þingflokkurinn til, að erlendar lántök-
ur verði auknar. Erlend lán koma því
til með að aukast á árinu um sem
nemur 2,1 milljarði króna og heild-
arskuldir ríkissjóðs erlendis yrðu því í
árslok 61,3% af áætlaðri þjóðarfram-
leiðslu, sem er 63,6 milljarðar. Það
kom fram á fundinum að sú áætlun er
í endurskoðun og reiknað með að nið-
urstaðan verði sú, að ekki þurfi að
fara yfir 60% markið, sem ríkisstjórn-
in hefur sett sér.
Tillögur ríkisstjórnarinnar, sem
lágu fyrir á fundinum og þingflokk-
ur Framsóknarflokksins hafði sam-
þykkt, með fyrirvara um samþykki
allra ráðherranna, fólu í sér álagn-
ingu sérstaks benzíngjaids og sölu-
skatts á þjónustugreinar svo sem
verkfræði-, lögfræði- og endurskoð-
endaþjónustu, samtals að upphæð
kr. 350 millj. Að öðru leyti sam-
þykkti þingflokkurinn tillögur rík-
isstjórnarinnar um niðurskurð upp
á 975 millj. kr., framlengingu lána
og auknar erlendar lántökur þannig
að 2,1 milljarðs „gatið" á fjárlögum
verði brúað.
Ólafur G. Einarsson, formaður
þingflokksins, sagði í viðtali við
Mbl. í lok fundarins, að þingflokk-
urinn hefði samþykkt að fela ráð-
herrunum, formanni þingflokks,
formanni flokks og varaformanni
að ganga frá málinu í samvinnu viö
Framsóknarflokkinn á grundvelli
tillagna fjármálaráðherra. Hann
vildi ekki tjá sig um niðurstöðu
Siglufírdi, 28. aprfl.
MIKIL vinna er nú hér í Siglufiröi í
kjölfar mokveiði í rækjunni. Unnið
er í báðum frystihúsunum í dag og
farið að vanta fólk í vinnu hér, en
langt er síðan svo hefur verið.
Jón Pétur ST 21 kom inn í dag
með 11 lestir af rækju eftir
þriggja daga túr og Þorleifur EA
var að landa 4 lestum, en þeir
leggja báðir upp hjá Sigló hf. Þá
fundarins. Fjármálaráðherra vildi
heldur ekki tjá sig um málið.
Samkvæmt heimildum Mbl. voru
tillögur ríkisstjórnarinnar um nýju
skattaálögurnar ræddar frá mörg-
um hliðum í upphafi fundarins. Það
kom m.a. til tals, að benzíngjaldið
umrædda yrði lagt á tímabundið,
þ.e. til næstu áramóta. Niðurstaðan
varð, eins og að framan greinir, að
þingflokkurinn hafnaði öllum slík-
um álögum.
er von á fleiri skipum inn með
góðan rækjuafla. Þá höfum við
frétt af mokveiði í netin við Kol-
beinsey, en þar hafa bátarnir ver-
ið að fá 6 til 8 lestir í trossu. Það
er því nóg að gera hér í fiskinum
og rækjunni og enn fer atvinnan
vaxandi þegar gaffalbitavinnslan
hefst hjá Sigló hf.
— Fréttaritari.
Farið að vanta fólk f vinnu í Siglufirði:
Með 11 lestir af
rækju eftir 3 daga
Stóraukinn ferða-
mannastraumur:
Flest hótel
borgarinn-
ar yfirfull
„ÞETTA er reyndar búið að
vera svona allar helgar frá því í
mars, en ferðamannastraumur-
inn nú er miklu meiri en und-
anfarin tvö ár,“ sagði Margrét
Sigvaldadóttir, aðstoðarhótel-
stjóri Hótels Loftleiða, í sam-
tali við blm. Mbl. í gær. Full-
bókað er á hótelinu yfir helgina
og svipaða sögu er að segja af
flestum ef ekki öllum hótelum
borgarinnar.
Margrét sagðist telja, að
ástæðuna fyrir þessum aukna
ferðamannastraumi mætti rekja
til margra samverkandi þátta.
Einn væri aukin kynning á höfuð-
borginni, jafnt á landsbyggðinni
sem utanlands. annar bætt efna-
hagsástand. „I fyrra var ferða-
mannastraumurinn t.d. aðallega
út á land. Útlendingar gerðu yfir-
leitt ákaflega stuttan stans í höf-
uðborginni. Þá hjálpar það vissu-
lega til hjá okkur, að við erum
með talsvert af ráðstefnum."
Um útlitið í sumar sagði Mar-
grét, að það væri mun betra en
verið hefði. Bæði væru bókanir
mun fleiri en undanfarin tvö ár
og eins kæmu þær fyrr en venja
hefði verið. „Þetta er sem betur
fer allt a uppleið aftur," sagði
hún.
Halldór Jóhannesson ekur jeppa sínum upp á Snæbreið, en Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur íslands, blasir við. Jepparnir voru þarna i 2.047 metra
hæð. Ljósm. Frióþjórur Helgason.
Komust a jeppum að jaðri Hvannadalshnjíiks
FIMM VASKIR jeppaeigendur freistuðu þess á
páskadaginn að komast á topp Hvannadals-
hnjúks á bifreiðum sínum. Þeir komust ekki á
toppinn þar eð veður breyttist snögglega cr þeir
voru komnir á svokallaða Snæbreið við jaðar
Hvannadalshnjúks. Þar lauk ferðinni, í 2.047
metra hæð samkvæmt korti, en það er mesta
hæð sem bifreiðir hafa náð hér á landi, snjóbflar
hafa náð sömu hæð.
Ferðin hófst við jaðar Breiðamerkurjökuls
og voru félagarnir sjö klukkustundir upp á
Snæbreið. Gekk lengst af vel, en er ofar dró
var sums staðar torfær lausamjöll. Voru
jepparnir vel búnir og með í för leiðsögumað-
ur á vélsleða. Jeppar hafa oft ekið upp á
Breiðamerkurjökul, en aldrei svona langt og
eftir þvi sem best er vitað hefur ekki verið
reynt áður að ná umræddu marki. Hafa þeir
félagar látið að því liggja að þeir ætli sér að
reyna aftur og komast þá alla leið.
Sjá nánar: „Hefðum komist á toppinn ...
á blaðsíðum 46 og 47.