Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 5 l'tvarp kl. 14.15: Gagnvegir I tvarp annað kvöld kl. 19.40: Um daginn og veginn Sjónvarp kl. 18: Stundin okkar í síðasta sinn þar til í haust Síðasta Stundin okkar að sinni, verður í dag kl. 18. Næst verður Stundin okkar á dagskrá sjónvarpsin.s í haust, þegar vetr- ardagskráin hefst. Ása, Alli og Olla verða á sínum stað við kynningarnar og Brúðubíllinn kemur og sýn- ir brúðuleikrit. Ragnar Snær og apinn Hnoðri koma í heimsókn og spjalla við nokkra krakka. Þá sýna Break-bræður break- dans og Ása ræðir við þrjár stúlkur sem eru skiptinemar hér á landi. Farið verður í heimsókn í Reykjadal í Mosfellssveit þar sem sumarbúðir eru fyrir fötl- uð born. Smjattpattarnir verða á dagskránni og að lok- um verður lagið um það sem er bannað, eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, sungið og um leið verða sýndar myndir sem tengjast textanum. talía býður þér upp á marga góða sumardvalarstaði en fáa jafn fullkomna og Rimini, hina fornu borg við Adríahafið. Hér gengur þú að öllu vísu; sól og ylvolgum sjó, aðgrunnri og breiðri strönd, glaðværu mannlífi, frábærum veitingastöðum og vandaðri gistiaðstöðu. Þú finnur fljótlega að margt er betra en þú átt að venjast annars staðar, sumt miklu betra. Áþreifanlegastur er munurinn á leikaðstöðunni fyrir börnin, þar sem barnafararstjórinn er í broddi fylkingar. Góð staðsetning Rimini gagnvart mörgum stórbrotnustu stöðum Evrópu - Feneyjum, Flórens, Róm - veitir þér að auki möguleika á skoðunarferðum sem gera Riminiferð að öðruogmeira en venjulegri sólarferð. Við minnum þig á að heppni hefur lítið með sólarlandaferðir að gera. Góður áfangastaður og gott skipulag skiptir þar sköpum. Ef þú hins vegar dregur úr hömlu að panta Riminiferð sumarsins gætir þú orðið of seinn - og það væri ljóta óheppnin! Adrtatic Rivicra ol Emilia - Romagna (llaly ) Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adriatico Lidi di Comacchio Savignano a Mare BeMaria - Igea Marina Corvia - Milano MartWma Ravenna e le Sue Manoe Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRiETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Samskipti ungra og gamalla „Gagnvegir — samskipti ungra og gamalla" nefnist þáttur sem verður á dagskrá útvarpsins í dag kl. 14.15. Umsjónarmenn eru þau Agnes M. Sigurðardóttir, Eðvarð Ingólfsson, Níels Árni Lund og Þór Jakobsson en þau skipa nefnd sem unnið hefur að skipulagningu verkefnisins „Gagnvegir" sem felur í sér að ungl- ingar taki viðtöl við gamalt fólk. Umsjónarmennirnir byrja þátt- inn á að bera saman fátækratíma fyrri hluta aldarinnar og nútím- ann, lífshætti þá og nú, og þá kynslóð sem ólst upp upp úr alda- mótunum og þá sem nú eru að al- ast upp. Verkefninu „Gagnvegum" var hrundið úr vör í haust og nú hafa nefndinni borist um 50 verkefni. Einn nefndarmanna tjáði blm. Mbl. að nefndin hefði nú í undir- búningi útgáfu bókar með verk- efnum unglinganna og yrði það lokaverkefni nefndarinnar. í þættinum verður m.a. rætt við dreng sem unnið hefur eitt verk- efni. Hann segir frá ýmsu sem kom honum á óvart við vinnslu verkefnisins og því sem honum þótti athyglisverðast. Lesið verður úr nokkrum verkefnum, sem valin eru af handahófi og ung stúlka, Bergþóra Guðmundsdóttir, ræðir við gamla konu. Farið verður á Hrafnistu í Reykjavík og gamalt fólk tekið tali. Þá verður rætt við nokkra ungl- inga og þeir spurðir meðal annars um viðhorf til aldraðra. Umsjón- armenn þáttarins sögðust að lok- um vonast til þess að þátturinn yrði til þess að þeir fjölmörgu, sem byrjað hafa á verkefninu „Gagnvegir", ljúki því hið fyrsta og skili því, því skilafrestur renn- ur út nú á vordögum. Um daginn og veginn verður á dagskrá útvarpsins annað kvöld kl. 19.40. Ólafur Byron Guð- mundsson flytur erindi og sagði hann í spjalli við Mbl. að hann fjallaði um ýmisleg vandamál í daglcga lífinu, sígild vandamál og þau sem væru ofarlega á baugi núna. Ólafur hefur áður flutt er- indi um daginn og veginn og einnig lesið sögur í útvarpinu. Ólafur sagðist mundu fara um 45 ár aftur í tímann og lýsa ■ÉF** því i stuttu máli hvernig hafi verið umhorfs hér í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. í framhaldi af þvi mun hann fjalla um þær breytingar sem orðið hafa síðan þá, umferð- armál, jafnréttismál, ýmiskon- ar misrétti í þjóðfélaginu og lífsgæðakapphlaupið svo eitt- hvað sé nefnt. Ólafur Byron Guðmundsson VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Nokkur orð um Italiu, Rimini, sumarið, sólina og pig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.