Morgunblaðið - 12.05.1984, Síða 1
48 SIÐUR OG LESBOK
oröimXiTjitiiíi
STOFNAÐ 1913
107. tbl. 71. árg.
LAUGARDAGDR 12. MAÍ 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Páfinn ávarpar flóttafólk frá Indókína:
„Ykkur ber réttur til
Páfinn
r
1
Bangkok
Thailenzkar stúlkur lúta páf-
anum og varpa blómum á
leið hans við komu hans til
dómkirkjunnar í Bangkok í
gær.
Vestur-Berlín 1948. Gífurlegt magn
af vörum var flutt flugleiðis til borg-
arhlutans, þar sem íbúar voru um
2,2 millj.
E1 Salvador:
Sigur Duartes
talinn öruggur
San Salvador, 11. maí. AP.
JOSE Napoleon Duarte, frambjóó-
andi kristilegra demókrata í for-
setakosningunum í El Salvador
hafói í dag náð svo miklu forskoti
fram yfir andstæðing sinn, hægri
manninn Roberto d’Aubuisson, að
hann var talinn öruggur um sigur.
Hafði Duarte sigrað í 12 af 14 kjör-
dæmum landsins samkvæmt loka-
tölum, en endanlegar atkvæðatölur
voni enn ókomnar frá tveimur
kjördæmum.
Samkvæmt þeim opinberu töl-
um, sem fyrir liggja, hafði Duarte
hlotið 691.529 atkvæði eða 53,3%
en d’Aubuisson 581.222 atkvæði
eða 45,6%. Kristilegir demókratar
lýstu því yfir í dag, að Duarte
hefði sigrað í La Union, öðru
þeirra kjördæma, þar sem endan-
legar töíur lágu ekki enn fyrir en
en d’Aubuisson í kjördæminu
Usulutan. Eru þetta austustu
kjördæmi landsins.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
samþykkti í gær að að veita E1
Salvador 120 milljón dollara hern-
aðaraðstoð. Sagði yfirmaður her-
ráðs landsins í dag, að með þessari
hernaðaraðstoð gæti herinn í
landinu annast mestan hluta allr-
ar þjálfunar hermanna sinna
sjálfur.
Finnland:
Skattahækkanir og
minni ríkisútgjöld
Stjórnin boðar nýjar efnahagsráðstafanir
að búa í landi ykkar“
Phanat Nikhom, Thailandi, 11. maí. AP.
Phanat Nikhom, Thailandi.
JÓHANNES Páll páfi II gagnrýndi í dag kommúnista í Indó-
kína harðlega. Lýsti hann ofsóknum þeirra, sem neytt hafa
fjölda fólks til þess að flýja land í þessum heimshluta, sem
„viöbjóðslegum og óskiljanlegum”. „Gleymið ekki þjóðar-
einkennum ykkar og því, að ykkur ber réttur til þess að búa í
landi ykkar,“ sagði páfinn í ávarpi sínu til 3.500 flóttamanna
frá Víetnam, Kambódíu og Laos. Ávarp þetta flutti hann í
flóttamannabúðum í Thailandi á síðasta degi heimsóknar
sinnar til Asíu.
Páfinn lagði ennfremur
áherzlu á, að flóttamennirnir
yrðu að fá að halda aftur til föð-
urlands síns. „Það vekur
hverjum manni óhug,“ sagði
páfinn, „þegar hundruð þúsunda
manna neyðast til þess að flýja
land sitt sökum stjórnmála-
skoðana sinna eða trúar og af
ótta við ofbeldi og jafnvel
dauða."
Yfir ein milljón manna hefur
flúið frá þessum þremur ríkjum
Indókína síðan kommúnistar
komust þar til valda 1975 og
ekkert lát er á fjöldaflótta fólks
þaðan. Páfinn skoraði á þjóðir
heims að draga úr hörmungum
flóttafólksins og sagði: „Heim-
urinn má ekki horfa afskipta-
laus á hið dapurlega hlutskipti
þessa hugrakka en ógæfusama
fólks."
Þá bar páfinn fram þakkir
sínar til stjórnar og íbúa Thai-
lands fyrir að veita flóttafólkinu
hæli og sagði: „Heimurinn á eft-
ir að minnast þeirrar virðingar
fyrir lífinu, sem thailenzka
þjóðin hefur sýnt með afstöðu
sinni gagnvart flóttafólkinu."
Sýndí Rússum sam-
heldni Vesturlanda
Helsinki, 11. maí. Frá Hnrry Granberg
rréttaritara Mbl.
FINNSKA stjórnin áformar að hækka
ýmsa skatta, meðal annars á raforku,
og hækka gjöld, sem fólk verður að
greiða fyrir félagslega þjónustu, að því
er boðað er í aukafjárlögum stjórnar-
innar.
Hins vegar eiga bifreiðaskattar að
lækka, enda þótt það hafi neikvæð
áhrif á verðbólguna, sem stjórnin
hyggst halda innan við sex prósent.
Samkvæmt aukafjárlögunum er
gert ráð fyrir sparnaði í opinberum
útgjöldum upp á 700 milljónir
finnskra marka, en auknar skatt-
tekjur verða notaðar til að styrkja
útflutningsatvinnuvegina, landbún-
aðinn og til að standa undir kostnaði
vegna skuldbindinga Finna á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna.
Loftbrúin til Berlínar 35 ára
Bcrlín, 11. maí. AP.
WILLIAM P. Clark, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, minntist þess í dag,
að 35 ár eru nú liðin frá lokum loftbrúarinnar til Berlín, en hinn 12. maí 1949
afléttu Kússar samgöngubanni því, sem þeir höfðu sett á Vestur-Berlín og
staðið hafði yfir í 11 mánuði. f ræðu, sem Clark flutti á Tempelhof-flugvelli í
Vestur-Berlín, skoraði hann á sovézk stjórnvöld að draga úr spennu milli
austurs og vesturs með því að fallast á „verulega fækkun stríðsvopna".
Beirút:
Litlar friðarhorfur
Clark, sem er fyrrverandi ráð-
gjafi Reagans forseta í varnar-
málum, er formaður bandarísku
sendinefndarinnar við hátíðahöld
þau, sem fram fara í Vestur-
Berlín til þess að minnast loftbrú-
arinnar og eiga að standa í tvo
daga.
Kallaði Clark loftbrúna til Berl-
ínar „verkefni í þágu friðar" og
sagði, að hún hefði sýnt Rússum
samheldni Vesturlanda og að þau
„létu ekki undan andspænis harð-
stjórn og kúgun". Vísaði hann á
bug sem „fráleitri" þeirri gagn-
rýni, að uppsetning nýrra meðal-
drægra eldflauga í Vestur-Evrópu
ætti að spilla fyrir samkomu-
lagsmöguleikum milli austurs og
vesturs um afvopnun.
Jean Souvagnargues, fyrrver-
andi utanríkisráðherra Frakk-
lands, og brezki flugmarskálkur-
inn Sir Patric Hine fluttu einnig
ávörp við athöfnina í dag.
Beirút, 11. maí. AP.
HARÐIK bardagar geisuðu í Beirút í
dag þrátt fyrir yfirlýsingar helstu
stjórnmálaleiðtoga landsins um að
halda áfram viðræðum um að koma
sem fyrst á friði í iandinu. Hin nýja
ríkisstjórn landsins átti að koma sam-
an til þess að leita nýrn leiða til lausn-
ar vandans.
í dag brutust út harðir bardagar
milli stjórnarhermanna og herliðs
drúsa við Souk El-Gharb fyrir aust-
an Beirút og stóðu þeir í margar
klukkustundir.
1 borginni Tripoli í norðurhluta
landsins beittu stuðningsmenn Sýr-
lendinga flugskeytum og fallbyssum
gegn herliði sunnita.