Morgunblaðið - 12.05.1984, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984
SIMAR 21150-21370
SOIUSTJ LARUS Þ VALOIMARS
LOCM JOH ÞOROARSON HDL
Til sölu og sýnis auk annarra eigna:
í reisulegu steinhúsi í gamla Austurbænum
4ra herb. ibuð á 3ju hæð um 100 fm í 20 ára steinhúsi við Njálsgöfu.
Tvennar svalir. Sér hitaveits. Agæt sameign. Verð aðeins kr. 1,9 millj.
Suðuríbúð við Hraunbæ
3ja herb. á 1. hæð i suðurenda. Gott skáparými. Sér hitaveita. Teppi.
Þvottahús é hæðinni. Ágæt sameign fullgerð. Sanngjarnt verð.
Besta verð á markaðnum í dag
5 herb. úrvals ibúö í Seljahverfi, á 1. hæð i suöurenda. 127 fm (innan-
mál). Sér þvottahús, stór geymsla. rúmgott herb. meö sér inngangi og
snyrtingu. íbúöip er fullbúin nú þegar undir tréverk. Öll samegin fullgerð
þar með talið bílhúsi og frágangur á lóð Teíkning og nánari uppl. á
skrifstofunni.
Góð hæð með sér hitaveitu
2ja herb. hæð um 50 fm i ágætu steinhúsi í gamla bænum. Sér hita-
veita. Teppi. Nýleg eldhúsinnrétting. Skuldlaus eign. Verð aðeins kr.
1.050 þús.
2ja herb. íbúöir viö:
Austurbrún 8. hæð, suðuríbúö 56 fm frábært útsýni.
Blikahóla 2. hæð 60 fm. Nýleg. Bílskúr getur fylgt.
Alfhólsveg Kóp. 2. hæð 75 fm. Stór og góð, sér þvottahús.
Asparfell 5. hæð um 55 fm. Lyftuhús, suðuríbúð. Gott verö.
Hátún 2. hæð háhýsi, 40 fm. Skuldlaus eign.
3ja herb. íbúöir við:
Hraunbæ 3ja hæð 90 fm. Góð sameign. Verð kr. 1550 þús.
Kjarrhólma 1. hæð 90 fm. Sér þvottahús. Suður íbúö.
Sörlaskjól í kj. um 80 fm. Góð samþykkt. Nokkuð endurbætt.
Barmahlíð rishæð 75 fm, sér hiti. Kvistir. Verð aöeins kr. 1350 þús.
4ra herb. íbúöir viö:
Fífusel 1. hæö um 110 fm sér þvottahús, suöur íbúð.
Hraunbæ 1. hæð 110 fm , teppi, haröviður, danfosskerfi. Góð sameign.
Engihjalla Kóp. 6. hæð t háhýsi 110 fm. Haröviöur, feppi, tvennar svalir.
Útsýni. Ágæt sameign.
Nýlegt steinhús við Reynihvamm Kóp.
Ein hæð um 130 fm. 4 svefnherb. (innb. skápar). Sólrík stofa. Rúmgott
eldhús með borðkrók. Þvottahús og bað. I kjallara: föndur eða vinnu-
herb. um 30 fm. Stór bílskúr 50 fm. (nú íbúð). Ræktuð lóð. Útsýni. Eitt
besta verð á markaðnum í dag.
Ódýr einstaklingsíbúð
Við Karlagötu í kjallara. Rúmgóð stofa, litiö eldhús, gott sturtubað. Verð
aóeins 500—600 þús.
Glæsilegt timbuhús í smíöum
Á úrvalsstað í Garðabæ. 1 hæö um 100 fm, rishæð rúmir 70 fm.
Frágengiö aö utan með gleri í gluggum og einangraö innan. Bílskúr
fylgir. Góð lán, hagstæð greiðslukjör.
í lyftuhúsi við Sólheima eða Ljósheima
óskast góð 3ja—4ra herb. íbúö. Skiptamöguleiki á raðhúsi í nágrenni.
Húseign með tveimur íbúðum
óskast til kaups: í vesturborginni, í smáíbúöahverfi eða nágrenni.
Fjársterkir kaupendur.
í gamla bænum í Hafnarfiröi
á vinsælum stað við Reykjavíkurveg, 4ra herb. nokkuð endurnýjuð
íbúð á hæð og rishæð, samt. um 106 fm. Verð aóeins kr. 1,5 millj.
Opíð í dag laugardag kl. 1 — 5
síðd. Lokað á morgun,
sunnudag.
AIMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SIMAR 21160-21370
43307
Opid kl. 1—4 laugardag
og sunnudag
Holtsgata
Góð 2ja herb. ca. 60 fm íbúð á
4. hæð. Gott útsýni.
Espigeröi
Mjög góð ca. 70 fm 2ja herb. ib.
á 6. hæð.
Hamraborg
Góð 2ja herb. 60 fm íbúð á 2.
hæð. Verð 1350 þús.
Furugrund
Góð 3ja herb., 87 fm íb., á 2.
hæð. Verð 1650 þús.
Lundarbrekka
Góð ca. 90 fm 3ja herb. íbúö á
3. hæö.
Hamraborg
Mjög góð 3ja herb. íb. Suður-
svalir Gott útsýni.
Hvassaleiti
Vönduð 4ra herb. ca. 110 fm
íbúð á 3. hæð. Verð 1950 þús.
Fiskakvísl
4ra herb. íbúð ásamt bilskúr.
Afh. fokh.
Efstihjalli
Góð 4ra herb. ca. 117 fm íb. á
1. hæð. Verð 2,1 millj.
Goðheimar
Góð ca. 160 fm 6 herb.
sérhæð ásamt 30 fm bíl-
skúr. Verð 3,2 millj.
Fellsmúli
Mjög góð 125 fm endaíbúð.
Verð 2,4 millj.
Hlíðarvegur
Mjög góð 120 fm efri sérhæð,
ásamt 30 fm bílskúr, í skiptum
fyrir gott einbýli.
Reynihvammur
160 fm einbýlishús á einni hæð.
Verð 3,3 millj.
Digranesvegur
Góð ca. 130 fm 5 herb. sérhæö.
Gott útsýni. Verð tilboð.
Heiðarás
Glæsilegt ca. 300 fm einbýlis-
hús tilb. undir tréverk.
Hægt að hafa tvær íbúöir.
Möguleiki á aö taka minni eign
uppí.
Kópavogur
Vantar 200—300 fm íbúöar-
húsnæði fyrir opinberann aöila.
Vantar
Höfum fjársterka kaupendur að
4ra herb. íbúöum í Kópavogi.
Einnig vantar okkur einbýlishús
á einni hæð.
KIÖRBÝLI
FASTEIGNASALA
Nýbýlavegi22 III hæð
(Dalbrekkumegin)
Sími 43307
S&lum.: Sveinbjörn Guómundsson.
Rafn H. Skúlason, lögfr.
iöaisDsö aiáD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 242. þáttur
Árni Halldórsson á Egils-
stöðum sendir mér langt bréf
og merkilegt. Hann er mikill
áhugamaður um íslenskt mál,
ekki síst stafsetningu. Ég hef
löngu tekið fram að stafsetning
muni sniðgengin í þáttum þess-
um, enda hefur svo verið og
mun enn um sinn. Ég geri því
ekki bermileg skil þeim þætti í
bréfi Árna, sem um stafsetn-
inguna fjallar. Honum er ekki
hlýtt til stafanna y og ý, og því
mun ég ekki nota þá, þar sem
ég tek orðrétt úr bréfi hans.
Hann minnir mig á, að í einu
hefti af Nýju stúdentablaði,
málgagni Félags róttækra
stúdenta, hafi á háskólaárum
okkar ekki verið haft „ufsílon"
(ypsilon). Ég man eftir þessu,
og ég get glatt Árna Halldórs-
son með því að rifja upp að
margfrægir Fjölnismenn og dr.
Björn M. Ólsen, svo að dæmi
séu tekin af góðum enda, not-
uðu um hríð i og í, þar sem nú
er regla að hafa y og ý.
Gefum svo Árna orðið alveg:
„Það hefir lengi þótt við hæfi
að príða mál sitt með gömlum
orðtökum og málsháttum, sér-
staklega í hátíðlegri ræðu.
Árangurinn getur þó stundum
orðið þvengmjór, enda ekki
nema von að slíkt fari úr bönd-
unum, þegar orðtökin vísa til
verklags sem löngu er dáið
drottni sínum, og þar við bæt-
ist svo að á okkar hraðfleygu
stund vinnst mönnum ekki
tími til að aga mál sitt, allt
verður að ske á „nóinu".
Misferli með orðtök munu
ekki ní af nálinni. Dæmi: Firir
rösklega hálfri öld voru karli
einum hér eistra sögð tíðindi er
honum stóð ekki á sama um, og
satt að segja varð honum ekki
um sel er hann heirði þau.
Varð karli þá að orði: „Nú
stendur mér ekki á sel.“ Þetta
þótti afkáralegt þá. Skildi slíkt
orðafar teljast til tíðinda nú?
Þótt okkur standi ekki á sama,
þegar við rekumst á soddan
fjólur, væri sennilega tekið of
djúpt í árinni, ef við segðum að
okkur stæði ekki á sel.“
Hér grípur umsjónarmaður
fram í fyrir Árna. Hann er hér
að lýsa alkunnum málglöpum
sem þrásinnis hafa verið tekin
dæmi af í þáttum þessum.
Kallast þetta samruni (con-
tamination). Þegar maðurinn
segir það, sem Árni hefur eftir
honum, blandar hann saman
tveimur orðtökum sem hafa
svipaða merkingu: Að standa á
sama og að verða (ekki) um sel
og útkoman verður það sem
fyrr og síðar mundi teljast af-
káraskapur í máli. Hitt er svo
annað mál að menn leika sér
oft að þess konar samruna og
segja til dæmis: það er of seint
að byrgja barinn, þegar þarnið
er dottið í það, eða: sjaldan er á
botninum betra nema úlfur í
undanrennu! Árni segir lika, að
hægara sé um að tala en í að
komast og væri rétt að nota
orðtök og málshætti með gát
og þá því aðeins að tími sé til
að íhuga hvort rétt sé með far-
ið. Sjálfsagt er að taka undir
þetta. Æðibunugangur leiðir
helst af sér rassbögur, eins og
þegar krakkinn sagði í flýti við
leikbróður sinn: Rannstóð? í
staðinn fyrir rennóðstu?
Þá tek ég undir með Árna í
því að ekki hafi verið nógu
snjallt málfarið á þingfréttun-
um, þegar sagt var frá því að
tekið hefði verið til umræðu
frumvarp til laga um fiskveið-
ar í neðri deild. Um þetta segir
Árni orðrétt, og lýkur þá máli
hans um sinn:
„Nú er það víst og satt að
margur hefir reint að komast
þar í skiprúm og má vera að
þar sé þorsk og þorsk að fá, en
„lög um fiskveiðar í neðri
deild" hljómar eitthvað an-
kannalega, ekki satt, þótt slíkt
orðafar riðji sér stöðugt til
rúms i fjölmiðlum."
★
Lýsing á einstökum
hlutum meinlæsingar
Á meðfylgjandi mynd, sem
er af ígreyptri meinlæsingu,
eru sýndir einstakir hlutir læs-
ingarinnar og heiti þeirra.
Læsingin er bæði með hlaup-
og læsingarjárni. Hlaupjárnið
sem er með sniði að framan-
verðu (45°) er notað þegar loka
á dyrum en ekki læsa þeim.
Gikk- og hlaupjárnsfjaðrirn-
ar halda hlaupjárninu í réttum
skorðum. í gegnum ferstrenda
gatið á gikknum gengur þollur
sem á eru fest handföng eða
húnar. Þegar þollinum er snúið
dregst hlaupjárnið inn og það
stríðkar á fjöðrunum, en þegar
létt er á takinu á þollinum
þrýsta fjaðrirnar hlaupjárninu
út aftur.
Breiðfirðingur, sem ekki vill
láta nafns síns getið, skrifar
mér afskaplega notalegt bréf
og segist bíða með óþreyju eftir
Mogganum hvern laugardag til
þess að lesa um íslenskt mál.
Breiðfirðingi finnst að í þess-
um þáttum sé hæfilega bland-
að saman fróðleik og skemmt-
un, hið fróðlega gert skemmti-
legt og hið skemmtilega fróð-
legt. Eg þakka Breiðfirðingi
kærlega. Hann segir síðan:
„Þessar línur eru hripaðar
vegna 239. þáttar, ísl. mál, en í
þeim þætti var rætt um „allt af
létta", og veldur það fram-
hleypni minni að senda þættin-
um vísu, er þetta kemur fyrir í:
Heyrðu Metta, hvað er að frétta?
Höndina réttu út frá þér.
Taktu þetta, þyldu af létta,
þýða, netta sprundin, mér.
Þessi vísa er eftir Elínu
Blöndal, en hún var dóttir Jóns
Thoroddsens skálds."
Að lokum er svo aftur
myndskreytt bréf frá Haraldi
Ágústssyni í Reykjavík, með
bestu kveðjum á báða bóga:
Læsingarjárninu er læst með
lykli sem snúið er í læsingunni,
en við það lyftir neðri hluti
lykilskeggsins viðhaldsgikkn-
um upp úr fremra viðhaldshak-
inu (a). Samtímis nær innsti
hluti lykilskeggsins taki á læs-
ingarjárninu og færir það út á
við þar til skeggið á lyklinum
sleppir taki sínu og viðhalds-
gikkurinn fellur ofan í við-
haldshakið (b).
Það eru til læsingar sem
engin læsingarjárn eru í, en í
þess stað er hægt að læsa
hlaupjárninu.
P.s.
í síðasta þætti laumaðist inn
orðmyndin þessarri fyrir þess-
ari. í beygingu orðsins þessi eru
aldrei tvö r.
Tilboð sem verður ekki endurtekið
Gildir til 19. maí ’84.
30% staðgreiðsluafsláttur
af öllum vörum verzlunarinnar
OPIÐ:
alla daga frá kl. 9—6 laugard. 12.5 og 19.5 opið frá kl. 10—3 e.h.
K.M. Húsgögn
Langholtsvegur 111 — Símar 3701 0— 37144 — Reykjavík.
ATH:
Tilboöið veröur
ekki endurtekiö.