Morgunblaðið - 12.05.1984, Page 16

Morgunblaðið - 12.05.1984, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1984 Frábærir tónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Mozart — Ave verura. Verdi — Te Deum Rossini — Stabat Mater Flytjendur: Denia Mazzola, sópr- an, Claudia Clarich, mezzósópr- an, Paolo Barbacini, tenór, Carlo de Bortoli bassi, Pólýfónkórinn, og Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjórnandi: Ingólfur Guöbrands- son. Fyrsta verkið á tónleikunum er síðasta trúarlega kórverkið er Mozart lýkur við. Sálumess- an er hans síðasta verk og eins og allir vita, lauk hann ekki við það. Talið er að Mozart hafi samið Ave verum corpus fyrir söngstjóra, Anton Stoll að nafni, er hann kynntist í Baden, en þar dvaldi Constanze um tíma. Verkið er eitt af frægari verkum Mozarts og telja marg- ir sig merkja það glöggt, að Mozart hafi verið að færast nær þýskri tónlist, frá þeirri ít- Paolo Barbacini, tenórsöngvari Verdis og eftir hann iiggja fá verk af annarri gerð. Þar er helst að nefna Sálumessu, stutta kantötu, strengjakvart- ett og fjögur helgiljóð en úr því safni er Te deum. Verdi var áttatíu og fimm ára er hann samdi helgiljóðin og er mjög sterkur leikrænn blær yfir verkinu. Verkið hefst á ein- rödduðum söng kórs án undir- leiks en þegar kemur að textan- um Heilagur, heilagur.... rís tónbálkurinn upp í voldugum samhljómi hljómsveitar og kórs. Margt var frábærlega fal- lega gert í Te Deum en há- punktur tónleikanna var Stab- at Mater eftir Rossini. Þar komu til liðs við kórinn frábær- ir söngvarar og skal þar fyrst nefna sópransöngkonuna Denia Mazzola, er áður hefur sungið hér á landi. Hún er stórkostleg söngkona. í Quis est homo, er hún söng með mezzosópran- söngkonunni Claudia Clarich og í Inflammatus et accensus, er hún söng með kórnum, var söngur hennar glampandi fag- Claudia Clarich, mezzósópransöngkona armaður og ágætur söngvari og söng „háa-dið“ glæsilega og arí- una í heild, mjög vel. Bassa- söngvarinn Carlo de Bortoli söng Pro peccatis og einnig með kórnum Eia Mater. Bortoli er glæsilegur söngvari og flutti hlutverk sitt af hógværð og mjög fallega. Það er óþarfi að gera einhvern samanburð á söngvurunum, þeir voru allir mjög góðir, enda voru undir- tektir áheyrenda innilegar. Auk þess áð syngja sín „sóló- númer" sungu einsöngvararnir þrjá kvartetta, í upphafi verks- ins Santa Mater og í niðurlagi verksins, sem þeir sungu með mikilli reisn. Pólýfónkórinn söng sína aðalþætti í upphafi verksins og með bassanum og í lok verksins. Söngur kórsins var mjög fallegur, gæddur þeim sérstöku blæbrigðum, sem Ing- ólfur er meistari í að draga fram hjá söngvurum. í heild voru þetta glæsilegir tónleikar og var auðheyrt að hljómsveit- in vann sitt verk af alúð, þó nokkuð væri hljómsveitin sterk Carlo de Bortoli, bassasöngvari ölsku hefð, sem hann var merkisberi fyrir, eins og einnig kom vel fram í Töfraflautunni. Hvað um það, þá er Ave verum stílhreint og fallegt verk, sem Pólýfónkórinn söng mjög fal- lega í sérstæðum söngstíl stjórnandans. Annað verkið var Te Deum eftir Verdi. Óperan var aðalviðfangsefni ur. Claudia Clarich söng Cavat- ínuna Fac ut portem mjög vel, einkum seinni hlutann. Þá frægu aríu, Cujus animam, söng Paolo Barbacini, en hann er tvíburabróðir þess píanista og stjórnanda er hefur komið nokkrum sinnum til íslands með Kristjáni Jóhannssyni. Pa- olo Barbacini er góður tónlist- t.d. í tenóraríunni og einnig þar sem lúðrarnir lögðu of mikla áherslu á tiltölulega merk- ingarlausa hljóma, er hefðu haft margfalt meiri áhrif veik- ar leiknir, í stað þess að grípa athygli hlustandans óverð- skuldað. Vonandi verður það oftar í framtíðinni að Sinfóníu- hljómsveit íslnds kallar til samstarfs Pólýfónkórinn og Ingólf Guðbrandsson, til flutn- ings á meistaraverkum tón- bókmenntanna. Fyrir utan að vera frábær kórstjóri hefur Ing- Denia Mezzola, sópransöngkona ólfur alla tíð valið verkefni sín úr því besta sem til er, aldrei fallið fyrir því að velja það sem er vinsælt, heldur stefnt til átaka við helstu meistaraverk tónlistarinnar. Það er fyrir vandvirkni sína og vandað val, sem Ingólfur hefur nú alveg sérstaka stöðu, sem vert er að meta að verðleikum. Vörusala Þórs á Hellu jókst um 72,3% í fyrra Hellu, 5. maí. FIMMTUDAGINN 3. þ.m. var 48. aðalfundur Kaupfélags Þórs haldinn að Hellu. Reikningar fyrir árið 1983 voru lagðir fram til umræðu og sam- þykktar. Samkvæmt reikningum, kom fram að efnahagur félagsins er góður, að vörusala á árinu var kr. 144.500.000 og hafði aukist um 72,3% miðað við árið 1982. Rekstr- arhagnaður eftir afskriftir og skatta var kr. 3.300.000, sem var varið þannig að kr. 1.600.000 voru lagðar í birgðavarasjóð og kr. 1.700.000 til aukaafskrifta. Eigið fé hækkaði á árinu um kr. 8.500.000. Lokið var við byggingu skrif- stofu og verslunarhúss við Suður- landsveg. Var það tekið í notkun 16. júní 1983. Byggingarfram- kvæmdir voru boðnar út sumarið 1982 og var lokið við að byggja húsið á 11 mánuðum og ganga frá því að innan og utan, ásamt lóð og bifreiðastæðum, sem eru malbik- uð. Kostnaður við framkvæmdirn- ar var kr. 24.500.000, þar af tæki og innréttingar kr. 3.500.000. Hús- ið er hitað upp með því að nýta varma frá kælitækjum og sparast við það hitakostnaður. Almenn ánægja er með húsið og þykir kostnaðarverð furðu lágt, miðað við stærð og vandaðan frágang. Endurkjörnir í stjórn voru Egg- ert Haukdal og ólafur Helgason. Varamaður var kosinn Magnús Ingvarsson. Aðrir í stjórn eru Ing- ólfur Jónsson, Páll Björnsson, Eggert Pálsson, Eyvindur Ág- ústsson og ólafur Tryggvason, varamaður Guðni Kristinsson. Kaupfélagsstjóri er Jón Thorar- ensen. Endurskoðandi var endur- kjörinn Baldur ólafsson. Löggilt- ur endurskoðandi félagsins er Helgi Magnússon, Reykjavík. Kaupfélagið verður 50 ára á næsta ári, en það var stofnað 26. mars 1935. Tráust staða Sparisjóós vélstjúra Eigið fé nemur 20,3 % af heildarinnlánum Hagnaður 10,7 milljónir króna 50 Eigið fé. milljónif Eigíð fe, sem hlutfall að niðursföðutölum efnahags- reiknings MORGUNBLAÐIÐ hefur birt eftirfarandi fréttatil- kynningu frá Sparisjóði vél- stjóra. Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra var nýlega hald- inn. Á fundinum flutti Jón Júlíusson, formaður stjórn- ar sparisjóðsins, skýrslu stjórnar fyrir árið 1983 og Hallgrímur G. Jónsson, sparisjóðsstjóri, lagði fram og skýrði ársreikning sparisjóðsins. Rekstur sparisjóðsins gekk vel á árinu og fara umsvif stöðugt vaxandi. Alls nam hagnaður spari- sjóðsins fyrir tekju- og eignaskatt 10,7 milljónum króna. Afskriftir fasteigna og tækjabúnaðar spari- sjóðsins námu 1,1 milljón króna og gjaldfærsla vegna áhrifa verðlagsbreytinga nam 6,6 milljónum króna. Sparisjóðurinn kostaði sem svarar til einu vistrými í hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði, en framlag sparisjóðsins á árinu nam kr. 350 þúsund. Sparisjóð- urinn stendur í dag traust- um fótum og nemur eigið fé sparisjóðsins 43,4 milljón- um króna, sem svarar til 20,3% af heildarinnlánum. Innlán námu í árslok 214,5 milljónum króna og höfðu vaxið frá fyrra ári um 71,8%. Útlán spari- sjóðsins námu 164,2 millj- ónum króna og höfðu vaxið frá fyrra ári um 104,2%. Lausafjárstaða spari- sjóðsins var yfirleitt góð á árinu og kom ekki til telj- andi yfirdráttar á við- skiptareikningi við Seðla- banka íslands. Námu heild- arinnistæður sparisjóðsins í árslok í Seðlabankanum 67,2 milljónum krónum. Stjórnarmenn kjörnir af aðalfundi eru Jón Júlíusson og Jón Hjaltested. Stjórn- armaður kjörinn af borgar- stjórn Reykjavíkur er Guð- mundur Jónsson. CNf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.