Morgunblaðið - 12.05.1984, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.05.1984, Qupperneq 22
22 ?o MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984 V-Þýskaland: Yfirvofandi stálþurrð er mönnum áhyggjuefni Krankfurt, 11. maí. AP. FÖRSVARSMENN bifreiðaiðnaðar- ins í Vestur-Þýskalandi óttast nú að yfirlýst verkrdll í Stuttgart og ná- grenni muni raska verulega fram- leiðslu. Talsmenn verkalýðsfélags stáliðnaðarmanna hefur nefnilega boðað verkfall á næstunni. Rúmlega 80 prósent stáliðnað- armanna á þessu svæði sam- þykktu í atkvæðagreiðslu fyrir Auðar blaðsíður hjá Daily Express Lundúnum, 11. maí. AP. BRESKA blaðið Daily Express kom ekki út í Lundúnum í dag og annars staðar kom það út með auðum blað- síðum. Var þetta vegna deilu fram- kvæmdastjórnar, ritstjórnar og prentara í sambandi við umfjöllun blaðsins um verkfall námuverka- Styrinn stóð út af þriggja síðna grein í fimmtudagsblaðinu, en þar stóð að ef Arthur Scargill, verka- lýðsleiðtogi námuverkamanna, væri hreinskilinn og einlægur, myndi hann segja við menn sína: „Ég hef sagt ósatt," og myndi hann þá eiga við orð sín um áhrif verkfallsins sem yrði þegar nóg væri til af kolum. Var greinarrit- ari að gefa í skyn að áhrif verk- falisins væru hverfandi, en Scar- gill mun hafa látið í veðri vaka hið gagnstæða, að áhrifin væru svo víðtæk og mikil að möguleiki væri á því að koma á kné ríkisstjórn íhaldsflokksins. Prentarar kröfðust þess að blað- ið birti svar frá Scargill til að gæta sanngirni, ella eiga verkfall yfir höfði sér. Féllst fram- kvæmdastjórnin á það, en rit- stjórnin ekki, það er að segja, rit- stjórinn, Sir Harry Lamb. Hann sendi uppsagnarbréf til eiganda blaðsins, Matthews lávarðs, en sá síðarnefndi féllst ekki á það og í dag sagði Lamb að staða sín væri mjög óljós. óvíst er með útkomu blaðsins á laugardag, hvað þá ef horft er lengra fram í mánuðinn. Eitrað sælgæti á boðstólum? Tókýó, II. maí. AP. JAPÖNSK sælgætisgerð fékk upp- hringingu fyrir fáum dögum þar sem draugaleg karlmannsrödd fullyrti að blásýru hefði verið laumað í tvo pakka frá fyrirtækinu. l>etta varð til þess að vörur Ezaki Glico, en svo heitir fyrirtækið, voru fjarlægðar úr 600 verslunum í miðhluta Japans. Lögreglan í Osaka, þar sem verksmiðjur fyrirtækisins eru til húsa, hélt skyndifund í dag til að ræða þetta mál. Fyrirtækið hefur sætt ofsóknum síðan 18. mars, er framkvæmdastjóra þess var rænt er hann var í baði heima hjá sér. Hann slapp úr prísundinni þrem- ur dögum seinna, en gat ekki borið kennsl á ræningjana. Síðan hafa mörg hótunarbréf borist til verk- smiðjunnar og fjöldi íkveikju- tilrauna átt sér stað. Bréf hafa einnig borist til lögreglunnar með utanáskriftinni „Til veslings lög- reglunnar." Til þessa hefur lög- reglan verið ráðþrota. skömmu að fara í verkfall og bif- reiðaframleiðendur eru í öngum sínum vegna þess. „Þetta getur komið hrikalega við okkur,“ sagði talsmaður Daimler Benz, sem framleiðir Mercedes Benz-bifreið- ir. Hann sagði jafnframt, að ef stál hætti að berast frá stálverun- um, myndi það hafa áhrif á fram- leiðslu bifreiðanna innan fárra daga. Prentarar víða í Vestur-Þýska- landi fóru í skæruverkfall í dag, annan daginn í röð, og neyddu þannig útgefendur í um 100 út- gáfufyrirtækjum að minnka blöð sín eða sleppa því alfarið að gefa þau út. Sáttafundir hafa verið boðaðir, en bjartsýni um árangur er ekki sögð ýkja mikil þessa stundina. Juan Antonio Samaranch (Lv.), forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), veifar bréfi Reagans Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi í Lausanne í Sviss í gær. Ásamt Samaranch er Alexandru Siperco varaforseti IOC. Mongólía og Víetnam hætta við þátttöku í Ól. Washington, Ix>ndon, 11. maí. AP. FJÖLMIÐLAR í Tékkóslóvakíu, Póllandi og Kúbu gáfu sterklega til kynna í dag að þessar þjóðir myndu ekki taka þátt í Ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar, og sendiherra Tékka í Mexíkó sagði reyndar að ákveðið hefði verið að Tékkar sendu ekki íþróttamenn til lcikanna, en það hefur ekki fengist staðfest í Prag. Þriðja fylgiríki Sovétríkjanna, Víetnam, ákvað í dag að hætta við þátttöku í leikunum og var tilkynning þar að lútandi fyrst birt af TASS-fréttastofunni. Einnig tilkynnti TASS síðdegis að mongólska ólympíunefndin hefði ákveðið í dag að íþróttamenn Mongólíu færu ekki til leikanna. Jesse Jackson, sem keppir um útnefningu demókrata við forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum í haust, skoraði í dag á Reagan for- seta að ganga fram fyrir skjöldu og bjóða Rússum í eigin nafni til leikanna og gefa þeim tryggingu fyrir að öryggi íþróttamannanna verði fullnægjandi. Jackson hefur myndað nefnd íþróttamanna og fyrirmanna í því markmiði að fá Rússa til að endurskoða afstöðu sína og segist Jackson reiðubúinn að takast á hendur Rússlandsferð í þeim til- gangi. Kveðst Jackson hafa fengið góðar undirtektir í Hvíta húsinu, þar sem ráðamenn hefðu lofað að hlutast til um að tryggja öryggi sovézku íþróttamannanna í Los Angeles. Samaranch, forseti Alþjóðaól- ympíunefndarinnar, (IOC), kunn- gerði í dag innihald bréfs, sem hann fékk frá Reagan forseta, þar sem forsetinn gefur Samaranch tryggingu fyrir því að öllum kröf- um Rússa um öryggi og aðbúnað í Los Angeles verði mætt. „Ég hygg að Reagan hafi gefið Rússum allar þær tryggingar sem þeir biðja um,“ sagði Samaranch. Hann sagði að Reagan hefði fyrir- skipað viðkomandi stofnunum að hefja þegar samstarf við fram- kvæmdaraðila í Los Angeles um að tryggja öryggi allra þátttak- enda í leikunum. Samaranch kvaðst ekki telja samband milli ákvörðunar Rússa og það að Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir hættu við þátttöku í Moskvuleikjunum 1980. Blaða- maður frá A-Evrópu sagði hins vegar við kollega sfna á fundi með Samaranch að kvartanir Rússa um ónógt öryggi væru fyrirslátt- ur, allt annað byggi á bak við ákvörðun þeirra. Á sama tíma og Rússar og fylgi- þjóðir þeirra snúast gegn þátttöku í leikunum í Los Angeles, búa Kínverjar sig undir umfangsmikla þátttöku í leikunum fyrsta sinni. Sendir verða um 200 íþróttamenn, ásamt um eitthundrað þjálfurum og leiðtogum, til þátttöku í 15 íþróttagreinum. Talið er að Kln- verjar fari ekki að dæmi Rússa. Julie Walters ekkert blávatn: Plataði upptökuliðið bókstaflega úr fötunum Lundúnum, 11. maí. AP. LEIKKONAN Julie Walters, sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Educating Rita“, sneri laglega á leikstjóra sinn og kvikmyndatökufólk það sem hún vinnur með að nýjustu mynd sinni, „She’ll Be Wearing Pink Pajamas“. Skal nú sagt frá: Þannig var mál vexti að ungfrú Walters átti að koma fyrir í einu atriði myndarinnar alls nakin. Þegar að upptökudegi atriðisins kom tilkynnti hún leikstjóranum Adrian Hughes og starfsliðinu öllu, að hún myndi ekki klæða sig úr nema að allir karlarnir á staðnum gerðu slfkt hið sama. Brá öllum verulega í brún, en ungfrúin sagði þetta nýjar reglur hjá „Equity", stétt- arfélagi leikara í Bretlandi. Gaf hún upp símanúmer hjá fulltrúa Equity, máli sínu til áréttingar. Var hringt umsvifalaust í hann og staðfesti hann orð leikkon- unnar. Snautaði þá kvikmynda- tökumaðurinn úr hverri spjör, allir aðrir að leikstjóranum und- anskildum úr öllu nema nær- brókunum. Hughes leikstjóri fór úr að ofan og lét ungfru Walters það gott heita og fór úr fötum sínum. Var atriðið síðan tekið upp við hinar undarlegustu kringumstæður. Það var ekki fyrr en allir voru komnir f spjarir sínar á ný, að ungfrúin lýsti yfir að allt hafi þetta verið gabb, reglur þær sem hún bar fyrir sig væru ekki til og vinur sinn ónefndur hefði leikið verkalýðsfulltrúann. Því næst skellihló hún og sumir sam- starfsmanna hennar með henni. En ekki þó allir segir sagan. Julie Walters Pétur Wallenberg t.v. og Per Gyllenhammar lýstu yfir á sameiginlegum blaðamannafundi að Volvo og Wallenberg myndu fara hver sína leið hér eftir. Valdabarátta innan Volvo Valdabaráttan milli Volvo-for- stjórans Per Gyllenhammar og Pet- er Wallenberg (sonur Marcus Wall- enberg, stofnanda SE-bankans) hef- ur tekið á sig óvænta stefnu. Fimmtud. 27. apríl sl. upplýstu þeir á blaðamannafundi að Volvo myndi losa sig við hlutabréf sín í tveimur Wallenbergs-fyrirtækj- um, Atlas-Copco og Stóra Kopp- arberg. Kaupandi er Wallenberg- samsteypan. Samtimis seldi Wall- enberg sín hlutabréf f Volvo, eða 9 prósent af atkvæðahlutfallinu. Ástæðan fyrir þessum „skiln- aði“ fjármálarisanna er að þeir hafa haft ólíkar skoðanir um markmið og leiðir innan Volvo. Gyllenhammar og Wallenberg neita samt öllum fullyrðingum um valdabaráttu þeirra á milli. Þeir hafa aðeins nefnt að ákveðnir erf- iðleikar hafi verið milli þeirra í hinu daglega starfi. En hvaða erf- iðleikar þetta hafi verið, hafa þeir ekki viljað upplýsa um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.