Morgunblaðið - 12.05.1984, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984
35
Ruth hefur rétt og
rangt fyrir sér í senn
— eftir Sam Nilsson
í Morgunbladinu í fyrradag birtist grein eftir Arne Ruth,
menningarritstjóra Dagens Nyheter, um sjónvarpsmál á
Norðurlöndum. Hér birtist svar Sam Nilsson sem er yfirmað-
ur sænska sjónvarpsins en svargrein hans hefur birzt í þeim
dagblöðum á Norðurlöndum, sem grein Arne Ruth birtist í.
Ég kem ekki auga á neinn
grundvallarmun á þeirri framtíð-
armynd af sjónvarpi sem sviði
fyrir norræna listamenn sem
Arne Ruth hefur gert sig að
talsmanni fyrir og þeirri tillögu
um notkun á norræna gervihnett-
inum sem dagskrárhópurinn hefur
lagt fram. Að tryggja að kostur
gefist á öflugu og vönduðu nor-
rænu sjónvarpi andspænis þeirri
alþjóðlegu fjölmiðlun sem er háð-
ari samkeppni er líka tilgangurinn
með athugun sem dagskrár-
hópurinn hefur gert grein fyrir.
Umræðan snýst um leiðir til að
komast að markinu og hvernig við
eigum að fara að því að rata þang-
að sem fyrst.
Ruth þarf vitanlega ekki að
taka tillit til þess að dagskrár-
hópnum voru fengnar reglur til að
starfa eftir. Hann getur dregið
upp mynd án þess að vera háður
þeim skorðum sem hópnum voru
settar. Hann þarf ekki að taka til-
lit til þeirra fjárhagslegu stað-
reynda sem dagskrárhópurinn
varð að miða við. Hann getur látið
tvær af þremur rásum standa
ónotaðar. Hann getur lokað aug-
unum fyrir þeirri staðreynd að
byrjunarstigið sem við nefnum sé
miðað við tilraunastarfsemi með
Tele-X án þess að ákveðið sé hvert
framhaldið verði. Hann getur
málað það sem honum þykir gam-
an að mála. Og það gerir hann.
Umræðan um norræna sam-
vinnu um starfrækslu gervihnatt-
ar hefur nú staðið yfir í meira en
áratug. Væntingar, brostnar von-
ir, tortryggni og almennt neikvæð
afstaða — f sambandi við þetta
norræna samstarfsverkefni hefur
margt og margvíslegt af því tagi
verið til trafala.
Samt verður fyrsta norræna
gervihnettinum skotið á loft í
febrúar 1987. Tele-X heitir hann.
Það er tilraunahnöttur. Hann hef-
ur tiltækar þrjár sjónvarpsrásir.
Með hvaða hætti er bezt að nýta
þær? Þetta er í aðalatriðum sú
spurning sem norræna ráðherra-
nefndin fól forráðamönnum
menningarmálaráðuneyta og sjón-
varpsstöðva í Finnlandi, Noregi, á
íslandi og í Svíþjóð að svara. Og
dagskrárhópurinn svonefndi hefur
lagt fram svar sitt varðandi þrjár
rásir meðan á reynslutíma Tele-X
stendur. í sumar á líka að liggja
fyrir svar varðandi notkun fjórðu
rásar í fyrirhuguðu kerfi sem
verður varanlegt. Á Island eitt að
hafa umráð yfir henni eða eiga
Danir, sem hingað til hafa ekki
viljað hafa afskipti af gervihnatt-
arsamstarfi, að sjá um hana? Eig-
um við að nota hana fyrir samein-
aða norræna rás af því tagi sem
Ruth lýsir og fjármagna hana
e.t.v. sem norrænt greiðslu-
sjónvarp? Eða eigum við einfald-
lega að bjóða einhverjum öðrum
afnot af fjórðu rásinni? Norska
sjónvarpinu t.d. í því skyni að
sigrast á efasemdum Norðmanna
vegna Tele-X sem gervihnattar-
kerfi framtíðarinnar, — kerfi sem
sænska stjórnin virðist telja for-
senduna fyrir þátttöku í varan-
legu norrænu gervihnattarsam-
starfi.
Innan rammans sem dagskrár-
hópnum var settur hefur hann
viljað leggja fram tillögu um
raunhæfa og framkvæmanlega
lausn sem hægt er að koma í
framkvæmd um leið og tilraunin
hefst árið 1987 án þess að um
veruleg fjárútlát verði að ræða.
Forsendur dagskrárhópsins
hafa að nokkru leyti verið aðrar
en lagðar hafa verið til grundvall-
ar í fyrri athugunum varðandi
Nordsat. Pólitíska andrúmsloftið
þegar fjölmiðlun er annars vegar
er gjörbreytt. Það á jafnt við um
fjölmiðlunarstofnanir í einstökum
löndum og Norðurlöndin sem
menningarlega einingu. Af utan-
aðkomandi samkeppnisástæðum
verða dagskrárstofnanirnar að
auka framboð á innlendu efni.
Með vönduðu dagskrárefni frá
Finnlandi, íslandi, Noregi og Sví-
þjóð teljum við okkur geta staðið
okkur vel í alþjóðlegri samkeppni
á sviði dagskrárgerðar. Við vitum
að vandað efni frá tilteknum lönd-
um er hið mikilvæga tæki til að
bregðast við nýrri þróun á sviði
fjölmiðlunar. Hvað viðkemur
magni þá eigum við líka að búa
okkur undir að mæta keppinaut-
um okkar við breyttar aðstæður.
Samskonar aðferðir og eiga við
þegar um einstakar þjóðir er að
ræða ættu líka að koma að gagni á
norrænum vettvangi. Að þessu
marki virðumst við Ruth vera
sama sinnis.
Tillaga dagskrárhópsins gefur
Norðurlandabúum kost á þremur
gervihnattarrásum — finnskri,
sænskri og norsk-íslenzkri.
Dagskrá er send út samtímis í
þeim löndum sem hlut eiga að
máli. Rásirnar eru með stereó-
útbúnaði. 40% dagskrárinnar
verða þýdd. Finnska rásin sendir
út það bezta af efni beggja finnsku
rásanna og það sem sænska
dagskrárdeildin býður fram af
eigin efni. Á sama hátt mun
sænska rásin senda út eigið efni
beggja núverandi rása sinna og á
norsk-íslenzku rásinni yrði mest
allt það efni sem í boði er í þessum
löndum, en útsendingartími á Is-
landi er sem kunnugt er töluvert
skemmri en á hinum Norðurlönd-
unum.
Dagskrárhópurinn telur að ekki
skuli einungis senda eigið dag-
skrárefni út á gervihnattarrásun-
um þremur. Það þarf líka að ætla
aðkeyptu erlendu efni rúm. Norð-
urlandaþjóðirnar geta þannig sýnt
það bezta sem völ er á á erlendum
markaði og þetta efni ætti að
þýða. Við höfum litið s'ío á að slíkt
efni sé mikilvæg viðbót við okkar
eigið efni, ekki sízt með tilliti til
„En fyrst við erum nú
að tala um gervihnetti
ætti fyrirmyndin að
norrænu gervihnattar-
samstarfi kannski ekki
að vera flugfélag. Nor-
ræn samvinna um dag-
skrárefni um gervihnött
snýst nefnilega um ann-
að og meira en risa-
vaxna rás í norrænum
sparifötum.“
kostnaðar. Á Norðurlöndunum er
sýnt mismunandi erlent efni og
því gæti jafnvel framboð á erlendu
efni um gervihnött endurspeglað
fjölbreytileikann í menningarhefð
okkar.
Þriggja rása-kosturinn þarf að
geta veitt möguleika á að bjóða
gott efni en forsendan fyrir því er
að norrænu sjónvarpsstofnanirn-
ar geti framleitt mikið af fjöl-
breyttu og vönduðu efni. Þetta er
meginforsenda þess að sjónvarp
um gervihnött nái fram að ganga.
Um leið væri þeim markmiðum
náð sem sett voru í upphafi varð-
andi samvinnu um gervihnött. Séu
slíkar forsendur ekki fyrir hendi
— og þær eru vissulega í þágu
hagkvæmni — eru styrkur og
samkeppnishæfni okkar með
starfrækslu gervihnattar ekki í
samræmi við það sem ætlazt var
til.
Styrkur tillögu norrænu
dagskrárnefndarinnar er í því
fólginn að þar er tekið tillit til
tvenns konar mikilvægra hags-
muna. Dagskrárgerð einstakra
þjóða ætti að geta eflzt verulega
um leið og hún verður aðgengileg
öðrum Norðurlandaþjóðum þegar
á árinu 1987. í upphafi norrænnar
gervihnattarsamvinnu þurfum við
ekki að koma á laggirnar neinu
nýju norrænu sjónvarps-skrifræði
eins og Ruth óttast svo mjög og
vill forðast í lengstu lög. Gervi-
hnattarsamvinnan getur eflzt og
þróazt á eðlilegan hátt. Hún getur
tekið á sig þá mynd sem almenn-
ingur á Norðurlöndum þarf á að
halda þannig að Iistrænir dag-
skrárgerðarmenn geti framkallað
hana án þess að fjárveitingar til
þessara þarfa sem þegar eru af
skornum skammti verði ekki að
áhættufé í tilraunastarfsemi sem
enginn sér fyrir endann á.
En Ruth hefur vantrú á hæfni
norrænu sjónvarpsstöðvanna.
Hann miðar við þróun sænska út-
varpsins og sjónvarpsins á
sjöunda og áttunda áratugnum.
Að sumu leyti hefur hann rétt
fyrir sér. í hagvexti sjötta áratug-
arins og næstu árum þar á eftir
náðu endar sjaldnast saman hjá
stofnunum sem voru með of margt
starfsfólk og þessar stofnanir
verða þess varar nú hvernig sam-
dráttur hefur þau áhrif að fastur
kostnaður dregur úr svigrúmi til
fjárveitinga til listrænnar sköp-
unar. Og samt er ekkert aðhafzt
til að stöðva þá þróun. Samt er
ástandið ekki fremur einstætt hjá
norrænu sjónvarpsstöðvunum en
það er hjá því blaði þar sem Arne
Ruth er einn af þremur aðalrit-
stjórum.
En norrænu sjónvarpsstöðvarn-
ar hafa brugðizt við einmitt þess-
um vanda. Það er Arne Ruth
kunnugt um. Hann veit að t.d.
sænska sjónvarpið fækkar föstum
starfsmönnum um 500 manns ein-
mitt til að öðlast það svigrúm til
dagskrárgerðar um sem hann bið-
ur um. Til ársins 1987 er krafizt
hagræðingar upp á 160 milljónir
miðað við kostnaðaráætlun upp á
einn milljarð. Ruth veit líka að
sænska sjónvarpið stendur hvorki
vörð um einokunaraðstöðu sína á
sviði útsendinga eða dagskrár-
gerðar. Kapal-, gervihnattar- og
myndbandaþróun er í þann veginn
að vinna bug á einokun á útsend-
ingum. Fyrir mörgum árum var
framleiðslueinokun úr sögunni og
það teljum við að sé mikils virði.
Það tryggir fjölbreytni og list-
ræna hagsmuni. Með það í huga
höfum við á yfirstandandi samn-
ingstímabili meira en tvöfaldað
greiðslur til aðila utan stofnunar-
innar - úr 54 klst. 1977/78 í 112
klst. 1982/83. Sama er að segja um
fjárhagslegan stuðning okkar við
kvikmyndaiðnaðinn yfirleitt. Um
þessar mundir fer hann vaxandi
og verður nú rúmlega 40 milljónir
á ári. Segja má að engin sænsk
kvikmynd í fullri lengd sé nú orðið
gerð án þess að sænska sjónvarpið
eigi hlut að máli. Jafnframt höf-
um við næstum því tvöfaldað
okkar eigin framleiðslu á leiknu
dagskrárefni. Um allt þetta er
Ruth kunnugt. En hann þegir yfir
því.
Arne Ruth efast líka um sköp-
unarhæfni norrænu sjónvarps-
stöðvanna. Hann spyr hvaða
minnisstæðu myndir hafi verið
gerðar síðan sænsku sjónvarps-
rásirnar urðu tvær. Ég hef beðið
Olle Berglund, forstjóra sjón-
varpsrásar 1, og Oloph Hansson,
forstjóra sjónvarpsrásar 2, að
gera grein fyrir staðreyndum í þvi
efni. Von mín er sú að Arne Ruth
ætli því efni rúm á menningarsíðu
í Dagens Nyheter.
Hið uggvænlega í tillögu Arne
Ruth um að aðeins verði um að
ræða eina norræna sjónvarpsrás
varðar samt aðra hlið málsins og
hún viðkemur menningarpólitík,
þ.e.a.s. hversu mikið framboð
verður um að ræða. Ruth vill að
sænska tveggja rása-kerfið verði
ekki lengur við lýði. „Hjá engri
Norðurlandaþjóðanna eru efna-
hagslegar og listrænar forsendur
til að sjá tveimur ríkisreknum
sjónvarpsstöðvum fyrir dagskrár-
efni, a.m.k. ekki á sama tíma og
svæðisstöðvum er komið á fót,“
heldur hann fram.
Ruth hefur rétt og rangt fyrir
sér í senn. Listrænar forsendur
duga ekki einungis tveggja rása-
kerfi. Þær duga enn betur. List-
rænar forsendur gera kröfu til
svigrúms varðandi útsendingar-
tíma og mikillar framleiðslu. Um-
fangsmikil og vaxandi framleiðsla
kallar á liðveizlu góðra rithöf-
unda, kvikmyndagerðarmanna og
leikstjóra, eins og dæmi sanna og
á síðustu árum hefur fólk eins og
Jersild, Enquist, Ahlfors, Cornell,
Leif G.W. Persson, Kallifatides,
Maria Gribe, Ingmar Bergman og
ótalmargt annað starfað fyrir
okkur. Listamennina höfum við en
því miður eru alltof margir þeirra
atvinnulausir.
Mikil framleiðsla hefur líka í
för með sér hagkvæma fram-
leiðslu sem aftur hefur í för með
sér færni, ný vinnubrögð og nýjar
hugmyndir.
Ruth hefur samt rétt fyrir sér í
því að fiárveitingar hafa dregizt
saman. Á áttunda og níunda ára-
tugnum hafa afnotagjöld í Svíþjóð
(hin lægstu á Norðurlöndum)
lækkað verulega. Ættu þau að
vera sambærileg við það sem var
1972/73 þyrftu þau að vera 875
krónur nú en eru ekki nema 708
krónur. Með slíkri hækkun yrðu
tekjur sænska útvarpsins af af-
notagjöldum samt sem áður lægri
hlutfallslega en innheimtast á
hinum Norðurlöndunum þegar
aðrar tekjulindir eru teknar með í
reikninginn, tækjagjald í Noregi
og auglýsingatekjur í Finnlandi.
í sínum vanhugsaða áhuga á að
standa vörð um gæði þess efnis
sem í boði er sleppir Árne Ruth
mörgum mikilvægum atriðum er
hann varpar tveggja rása-kerfinu
fyrir róða. Það er ekki einungis
helmingurinn af eigin framleiðslu
sem er látinn fjúka heldur einnig
sú trygging fyrir fjölbreytni sem
felst í því að fleiri en ein rás
stjórnar því og metur hvað fram-
leitt er og sent út.
Kostirnir við núverandi tveggja
rása-kerfi eru þeir að unnt er að
veita almenningi valkosti um leið
og hinar sjálfstæðu framleiðslu-
einingar tryggja fjölbreytni í vali
á dagskrárefni og þátttakendum.
Síðan fréttastofurnar urðu tvær
hefur fjölbreytni varðandi val á
fréttum og túlkun þeirra aukizt
mjög.
Öllu þessu vill Ruth nú varpa
fyrir róða. Og ekki nóg með það.
Hin norræna hugsjón hans, sem
ég efast ekki um að sé einlæg, skil-
ar honum enn lengra. Sameinum
krafta okkar um sameiginlega
norræna dagskrárstofnun — sjón-
varps-SAS, hrópar hann.
Vissulega er framlag Jan Carlz-
ons til flugmála virðingarverð. En
fyrst við erum nú að tala um
gervihnetti ætti fyrirmyndin að
norrænu gervihnattarsamstarfi
kannski ekki að vera flugfélag.
Norræn samvinna um dagskrár-
efni um gervihnött snýst nefnilega
um annað og meira en risavaxna
rás í norrænum sparifötum.
Hún snýst um möguleika á að
senda út úrval þess sem hægt er
að framleiða á Norðurlöndum.
Þetta er tryggt í tillögu dagskrár-
hópsins. Hún snýst um að örva
dagskrárgerð í einstökum löndum
með því að tryggja þá fjölbreytni
sem í því felst að margar dag-
skrárstofnanir — og ekki ein —
beri ábyrgð á mikilvægum ákvörð-
unum varðandi dagskrárgerð.
Þetta tryggir tillaga dagskrár-
hópsins einnig, að þvi tilskildu að
nauðsynlegir fjármunir til rekst-
urs gervihnattar séu tiltækir.
Loks snýst hún um það að komast
nú þegar að niðurstöðu varðandi
norrænan gervihnött í samræmi
við þær forsendur sem augljósar
eru. Ella er hætt við að lyktirnar
verði innantómur tveggja millj-
arða króna draumur um gervi-
hnött, 5 gráður austur og 36 þús-
und kílómetra yfir miðbaug. Og þá
verða hvorki eitt né þrjú sjón-
varpssvið til ráðstöfunar fyrir
norræna listamenn og almenning.
| Samtök Makalausra?
Hópur fólks sem hefur aö undanförnu unnið aö stofnun
samtaka einhleypra boðar til kynningar- og umræöufund-
ar i Félagsstofnun stúdenta (viö Hringbraut) í kvöld laug-
ard. 12. maí kl. 8.30. Strax aö fundinum loknum veröur
dansleikur á sama stað til kl. 03.