Morgunblaðið - 12.05.1984, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.05.1984, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAl 1984 39 fclk í fréttum Fatti og unnusti hennar, Paul Grill- ey, Nancy, Reagan og Ron, sonur þeirra með konu sinni, Doria. Reagan samþykkti tengdasoninn + Patti, dóttir Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, hefur Iengi verið talin svarti sauðurinn í fjöl- skyldunni, og hún bætti ekki um betur þegar hún opinberaði trúlof- un sína með jógakennaranum sín- um, Paul Grilley að nafni. Reagan er víst ekkert hrifinn af þess hátt- ar dútli. Nancy, móðir Pattiar, var líka á sömu skoðun, en nú hefur hún látið undan dóttur sinni og fengið mann sinn til að lýsa þvi yfir, að hann eigi enga ósk heitari en að fá þennan jógakennara fyrir tengdason. Patti hefur alltaf farið sínat eigin leiðir og stefnir að því að komast áfram í skemmtanaiðnað- inum. Nú sem stendur er hútt söngkona i lítilli hljómsveit. Til ao vera sem sjálfstæðust gagnvart fjölskyldunni hefur hún fellt niður ættarnafn föður síns en tekið upp föðurnafn móður sinnar og kallar sig Davis. Auk þess segist hún vera andvíg pabba sínum í pólítík- inni. Það er því kannski ekki að undra þótt pabbi hennar segi ekki já og amen við öllu, sem hún tekur upp á. Kaupmanna- höfn á hjólum + { dag, laugardag, er hjólreiða- dagur í Kaupmannahöfn og mik- ið um dýrðir enda spáði danska veðurstofan sólskini og blíðu. Það er ferðamannaráð borgar- innar í samvinnu við lögregluna og fleiri borgarstofnanir, sem stendur fyrir deginum, og verður boðið upp á ýmislegt skemmti- legt .fyrir fólki á öllum aldri. f Danmörku er reiðhjólamenning- in á háu stigi enda landið flatt og vindurinn ekki alltaf að flýta sér. Þessi mynd var tekin einn sólríkan dag nú fyrir skemmstu og sýnir hvernig umhorfs er í reiðhjólaumferðinni dönsku. HAGSYNN VELUR ÞAÐ BESTA ■ ■ QDSGAGNAHOLLIN BlLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVlK 8 91-81199 og 81410 OPIÐ í dag til kl. 12.00. Kynnum TORK undraklútinn Tork: bónar, þurrkar, hreinsar. Ennfremur bón og hreinsiefni Þvottakústa og slöngur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.