Morgunblaðið - 12.05.1984, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
U*W1) If
A i 1
Verndun Tjörnina
Loifur Sveinsson Tjarnargötu skrif-
ar:
„Kæri Velvakandi,
Margar atlögur hafa verið gerð-
ar að Tjörninni í Reykjavík.
I. Árið 1945 átti að byggja hótel
við suðvesturenda hennar, en af
því varð ekki til ailrar blessunar.
Nú hefur björninn frá Vestur-
Berlín ábúð á þessu svæði og kann
vel við sig þar.
II. Þann 29. desember 1955 var
samþykkt í borgarstjórn að reisa
ráðhús í Tjörninni. Með sameig-
inlegu átaki margra góðra manna
tókst að afstýra því, en mitt fram-
lag var þetta. Ég tjáði ráða-
mönnum, að enginn þekkti botn
Tjarnarinnar betur en ég, því ég
hefði komist upp í það að detta
þrisvar í hana sama daginn, er ég
var upp á mitt harðfrískasta sem
barn. Tókst mér í krafti þessarar
reynslu að sannfæra ráðamenn
um, að Tjörnin væri botnlaus.
Þessi vitleysa var því svæfð.
III. Seint á 6. áratugnum var
komið fyrir myndastyttu af haf-
mey á nýgerðum hólma í suðvest-
urenda Tjarnarinnar. Þar sem
Tjörnin hefur sál og það stóra og
viðkvæma sál, þá sprengdi hún
þennan ljótleika af sér sjálf á
gamlárskvöld 1959.
IV. Þegar vinstri menn náðu
meirihluta í Reykjavík árin 1978-
82, þá var gerð ein atlagan að
Tjörninni enn. Reisa átti göngu-
brú yfir norðurenda Tjarnarinnar
og komið fyrir staurum þar til
reynslu. Tjörnin hratt þessari at-
lögu Sigurjóns laxavindils Pét-
urssonar af sér.
V. En nú heggur sá er hlífa
skyldi. Borgarstjórn Sjálfstæð-
ismanna hefur samþykkt að
breikka Fríkirkjuveg langt út í
Tjörnina, sem verða mun til ævar-
andi lýta fyrir miðborg Reykjavík-
ur. Ég skora á borgarstjórnar-
fulltrúa að hætta við þetta áform,
en snyrta alla bakka Tjarnarinnar
þess í stað.
Þegar ég var 5 ára datt ég í
Tjörnina, en var bjargað á síðustu
stundu. Ég tel mig eiga miklar
skyldur við Tjörnina í Reykjavík,
sem var leikvettvangur æsku
minnar. Hún átti kost á lífi mínu,
en tók það ekki.
Þessir hringdu . .
Minnumst
frú Jóhönnu
Guðmundur Halldórsson
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja:
Sjómenn, útgerðarmenn, fisk-
verkendur. Minnumst frú Jó-
hönnu Tryggvadóttur Bjarna-
son, minnumst baráttu hennar
fyrir heilsurækt og bættum við-
skiptakjörum. Hennar barátta
er okkar barátta. Margir vilja en
fáir þora.
Gódar kartöflur
en ekki vondar
Ágústa Agústsdóttir, söngkona,
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: Ég vil gjarnan koma á
framfæri skoðun minni á þess-
um ágætu finnsku kartöflum
sem allt er að verða vitlaust út
af hér í bænum. Ég kaupi mikið
af kartöflum þar sem ég er með
stórt heimili og í gær sauð ég
kartöflur fyrir 25 manns og þær
voru allar heilar. Ég segi það
ekki að það komi fyrir að ég fái
skemmdar kartöflur en það gild-
ir bara jafnt um þær íslensku og
þær erlendu. Hins vegar held ég
að þetta sé alveg makalaus della
sem gripið hefur um sig og ég
bara veit ekki hvað Reykvík-
ingar eru að hugsa. Það eru
mörg önnur mál sem gjarnan
mætti æsa sig útaf frekar en
þetta kartöflumál.
Satt að segja finnst mér þess-
ar finnsku kartöflur bara með
þeim albestu sem ég hef fengið.
Það var fyrir skömmu boðið upp
á hollenskar kartöfur sem mér
fannst ekki eins góðar.
Það mætti gjarnan finna ein-
hvern merkilegri málaflokk en
þessar kartöflur til að þrefa um.
Að lokum vil ég bara biðja að
heilsa Finnum, því þeirra fram-
leiðsla er yfirleitt ekki nema á
einn veg, mjög góð.
Og þessu á
rétt si svona
að kyngja
Húsmóðir í Kópavogi hringdi
og hafði eftirfarandi að segja:
Ég varð heldur betur reið er ég
sá í gær í Morgunblaðinu til-
kynningu, sem við eigum rétt si
svona að kyngja, um að nú færi
verð á landbúnaðarvörum hækk-
andi. Á öðrum stað í sama tölu-
blaði er frétt um það að við
búum við offramleiðslu á mjólk
vegna ofeldis á kúm. Kjarnfóðrið
verður til þess að kýrnar fram-
leiða meiri mjólk. Á sama tíma
er mjólkin hækkuð og ég vil að
verð á mjólk og skyri haldist
óbreytt á meðan kýrnar eru að
jafna sig vegna ofneyslu kjarn-
fóðurs.
Það eru nógu miklir erfiðleik-
ar sem barnafólk þarf að horfast
í augu við og nú er enn verið að
auka á erfiðleikana með þessu.
Ég tel að ríkisstjórnin sé skyld-
ug til þess að finna leið til að
halda verði á nauðsynjavörum
niðri svo að það sé viðráðanlegt
fyrir almenning einnig.
Þeir ættu frekar að hækka
verð á lúxsusvörum og vonandi
hafa þeir vit til að greina á milli
þess hvað eru nauðsynjavörur og
hvað eru lúxusvörur.
Lipurt
afgreidslufólk
Sverrir Sverrisson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
Mig langaði að koma á fram-
færi þakklæti mínu til starfs-
fólksins í Hagabúðinni. Þjónusta
þeirra er frábær og ákaflega lip-
'ur. Þau eru kurteis við alla þá er
þarna versla og háttvís í alla
staði. Mig rak í rogstans að
mæta öllum þessum þægileg-
heitum starfsfólksins þegar ég
fór að versla hjá þeim.
Það mæitu gjarnan fleiri
verslanir taka framkomu þeirra
í Hagabúðinni sér til fyrirmynd-
ar.
Sumarið 84
Upp aö vegg og fristandandi.
Mjög hagstætt verð.
Setjum upp húsin ef fólk óskar.
Innréttingar í sendibíla
Kerrur, 3 stæröir
Þ.á m. hestaflutningakerrur.
Fólki til hagræðis höfum við opið
næsta laugardag og sunnudag (12. og
13.5, báða dagana frá kl. 13—17 og
sýnum ofantalda muni og fleira.
Gisli Jónsson & Co hf
Sundaborg 41, simi 86644