Morgunblaðið - 12.05.1984, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAl 1984 47
Frá blaðamanni Mbl. Skapta Hallgrímssyni í Liverpool
„Veit ekki hvort eitt stig
nægir, hef ekki skoðað töfluna"
— sagði framkvæmdastjóri Liverpool, Joe Fagan .
• Þeir hafa fagnaö mörgum sigrinum í gegnum tíðina og fengið marga bikara upp í hendurnar.
Fagna þeir sigri í ensku deildakeppninni þriöja árið í röð í dag? Frá vinstri Roy Evans, Souness,
fyrirliði Liverpool, Ronnie Moran þjálfari, Tom Sounders og Joe Fagan framkvæmdastjóri.
• Missir markaskorarinn
mikii lan Rush af leiknum í
dag og um leiö tækifærinu á
að bæta mörkum í safn sitt?
Óvíst hvort
Rush leikur
Frá Maðamanni Morgunblaösins,
Skapta Hallgrímssyni, Liverpool.
Vafsamt er hvort markakóngur-
inn lan Rush geti leikiö meö Liver-
pool gegn Notts County í dag.
Hann á viö smávægileg meiðsl aö
stríöa í fæti en ekki er vitað ná-
kvæmlega hvaö amar aö honum.
„lan var eitthvaö slappur og gat
ekki beitt sér á fullu á æfingu en
hann verður vonandi oröinn góöur
fyrir leikinn. Þetta er einn af þeim
hlutum sem maöur veit ekki hvaö
er,“ sagöi Fagan, framkvæmda-
stjori Liverpool, í gær. „Þaö eina
sem viö getum gert er aö bíöa og
vona þaö besta."
Meistarar Liverpool leika sinn
næst síðasta leik í 1. deildinni í
vetur í dag gegn Notts County á
Meadowlane í Nottingham. Liv-
erpool ætti að nægja eitt stig í
þessum leik til að vinna Eng-
landsmeistaratitilinn, þriðja árið í
röð. En það hefur ekki gerst síð-
an Arsenal vann það afrek fyrir
nærri fimmtíu árum síöan. Telja
verður sigurmöguleika Liverpool
mjög mikla í dag, þar sem Notts
County er þegar fallið niður í 2.
deild.
Liverpool hefur 78 stig fyrir tvo
síöustu leikina, en Man. Utd. og
QPR hafa 73 stig hvort félag. Þau
gætu því hugsanlega náö meistur-
ynum aö stigum ef Liverpool nær
aöeins einu stigi út úr báöum sín-
um leikjum. En þó svo fari er ólík-
legt annað en aö meistarabikarinn
veröi áfram á Anfeild Road vegna
þess hve markahlutfall Liverpool
er mikið betra.
Markatalan hjá Liverpool er
72—31, Man. Utd. 70—38 og QPR
er meö 66—34. Leikmenn Liver-
pool fengu frí frá æfingum á
þriöjudag, daginn eftir 5—0 sigur-
inn á Coventry, en síðan hafa þeir
æft á hverjum morgni í vikunni aö
vanda. „Þetta eru aðeins léttar æf-
ingar eins og alltaf á þessum árs-
tíma; upphitun, teygjur, nokkrir
sprettir og létt spil,“ eins og
Ronnie Moran aöalþjálfari liösins
sagöi viö mig.
Allir leikmenn Liverpool eru
ómeiddir Kenny Dalglish átti viö
smávægileg meiösl aö stríöa eftir
leikinn við Coventry en hefur nú
náö sér aö fullu og verður með, en
eins og fram kemur annars staöar
á siöunni er reyndar vafi á því
hvort lan Rush veröi meö. Geti
hann ekki leikið tekur Craig John-
stone aö öllum líkindum stööu
hans. En Craig var varamaöur
gegn Coventry.
Joe Fagan framkvæmdastjóri
Liverpool sagöi er ég spjallaði viö
hann aö leikurinn yröi mjög erfiöur
þrátt fyrir aö Notts County væri
þegar falliö niður í 2. deild. „Þaö er
eitt af einkennum enskrar knatt-
spyrnu aö einmitt þegar liö eru í
slæmri stööu og leikiö er gegn
efstu liöunum aö leikmenn berjast
meir en nokkru sinni fyrr. Þeir
leggja allt sem þeir eiga í leikinn og
bíta frá sér eins og þeir mögulega
geta,“ sagöi Fagan.
Hann sagöi aö þó Liverpool
nægöi eitt stig væri lagt allt kapp á
aö sigra í leiknum. „Ég veit reyndar
ekki sjálfur hvort eitt stig nægir, ég
hef ekki skoðað töfluna og ætla
ekki aö gera það! Ég vil ekki bara
ná einu stigi úr leiknum heldur öll-
um þremur. Ég vil ekki merja sigur
í deildinni heldur hafa góöa forystu
á toppnum þegar keppni lýkur
þannig aö ekki sé neinn vafi á því
aö sigur okkar hafi veriö sanngjarn
og öruggur," sagöi Fagan.
Leitað verður
á áhorfendum
Framkoma áhangenda enskra
knattspyrnuliöa í Evrópu undan-
farið, og nú síöast í BrUssel er
Þýska liðið Hamborg SV mun
líklega kaupa framherjann Mark
McGhee frá skoska liðinu Aber-
deen á 300 þúsund pund. Samn-
ingur McGee rennur út í vor.
Þjóðverjar fengu áhuga á leik-
manninum eftir viðureign fálag-
anna í Super cup-keppninni í vet-
ur en hann skoraöi einmitt gegn
Tottenham lók gegn Anderlecht,
hefur gert það að verkum að for-
ráðamenn Liverpool hafa ákveðið
Hamborg í Skotlandi og lék mög
vel. McGee var keyptur til Aber-
deen frá Newcastle fyrir sex ár-
um á 65 þúsund sterlingspund.
Reiknað var með því að hann
sneri aftur til Englands eftir þetta
tímabil en Þýskaland er líklegasti
staðurinn eins og málin standa í
dag.
sérstakar varúöarráöstafanir fyrir
úrslitaleikinn í Evrópukeppni
meistaraliða 30. maí, en leikurinn
fer fram í Róm.
Miðar á leikinn veröa aðeins
seldir á almennum markaði þeim
sem ferðast til Rómar í skipulögö-
um ferðum feröaskrifstofa. En
mestu vandræöin undanfarin ár
hafa einmitt veriö meö þá Eng-
lendinga sem hafa feröast á eigin
vegum á leikina. Aöeins hluthafar í
Liverpool og eigendur ársmiöa á
Anfield hafa nú möguleika á aö
kaupa miöa á úrslitaleikinn, þykist
þeir ætla aö ferðast á eigin vegum
til Rómarborgar.
Þá tilkynntu forráöamenn Liver-
pool í gær aö leitaö yröi aö áfengi
og vopnum á öllum enskum áhorf-
endum áöur en þeir færu inn á
leikvanginn í Rómarborg. „Við höf-
um samþykkt aö áfengi veröi ekki
leyft á áhorfendapöllunum. Þaö
verður ekki til sölu og enginn fær
aö taka þaö með sér inn. Vegna
leitarinnar þarf fólk aö koma
tveimur timum fyrir leik á völlinn,
og þaö ætti aö koma í veg fyrir
umtalsveröa drykkju,“ sagöi Jim
Kemesich, einn af forráöamönnum
Liverpool, í gær. Reiknaö er meö
því aö 17.500 áhorfendur fari frá
Liverpool til aö sjá leikinn gegn
Roma.
Kríukeppni á Nesinu
KYLFINGAR í Golfklúbbi Ness fagna komu kríunnar með „Kríukeppn-
inni“, innanfélagsmóti, sem hefst klukkan 13 á sunnudag. Þessi
keppni er ein sú vinsælasta á hverju sumri meðal félaga í NK, enda
krían mikill vinur kylfinga á Nesinu.
Fer McGee
til Hamborg?
Morgunblaðið/ Skapti Hallgrímaaon.
• Hópur íslendinga á leik Stuttgart og F-Dusseldorf, 50 manna hópur
fer á leík Stuttgart og Hamborgar á vegum Útsýnar.
Mikill áhugi á leik
Stuttgart og Hamborg
— ffyrír löngu uppselt á leikinn ytra
GÍFURLEGUR áhugi er hór heima
á leik Stuttgart og Hamborg í
„Bundesligunni“ en leikur liö-
anna fer fram í Stuttgart 26. maí.
Margt bendir til þess að leikur
þessí skeri úr um það hvaða lið
vinnur meistaratitilinn í ár.
Feröaskrifstofan Útsýn veröur
meö hópferð á leikinn og gert er
ráð fyrir aö um 50 manns fari á
hennar vegum til Stuttgart. Upp-
selt er í feröina og stór hópur er á
biölista.
En þeir sem ekki komust í hóp-
ferðina ætluöu margir aö fara á
eigin spýtur út, en komust að raun
um aö allir miðar á leikinn eru
löngu uppseldir og ganga núna á
fjórföldu veröi í Stuttgart.
Ásgeir Sigurvinsson sagöi aö
mjög margir heföu haft samband
viö sig á síöustu dögum og beöiö
sig um aö útvega miöa á leikinn,
en því miöur heföi hann alls engin
tök á því. Þaö væri alveg ógerlegt
að fá nokkra miða, eina leiöin væri
svarti markaöurinn, og þar færu
miöar á mjög háu verði. ____ ÞR.