Morgunblaðið - 20.05.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.05.1984, Qupperneq 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 114. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Maóistar myrtu 35 Ayacucho, Ferú, 19. maí. AF. UM 150 skæruliðar myrtu 35 manns í litlu fjallaþorpi í l’orú sl. miðvikudag o(» særðu 25. Að siign lögreglunnar voru hér að verki maóistar úr skæru- liðahreyfingu, sem kallar sig „Skín- andi stíg“. Morðin áttu sér stað í þorpinu Pilicas í Andesfjöllum og segir lögreglan, að skæruliðarnir hafi smalað þorpsbúum saman á torg- inu, kallað á 60 þeirra með nafni og síðan hafið skothríð á þá. 35 þeirra féllu en 25 særðust og sumir alvar- lega. Ekki er vitað hvernig á þessu grimmdarverki stóð nema ef vera skyldi, að skæruliðarnir hafi með morðunum viljað halda upp á tveggja ára afmæli skæruliðahreyf- ingarinnar, sem bar upp á sama tíma. Mestu fjöldamorð skæruliða áttu sér stað á páskum í fyrra í þorpinu Lucanamarca en þá myrtu þeir 67 manns. Að sögn stjórnvalda hafa 2500 manns fallið fyrir skæruliðum þann tíma, sem þeir hafa verið að, en þeir berjast fyrir því að koma á marxískri stjórn í Perú. Fjöldaáflog í Bombay Bombay, Indlandi, 19. maí. AF. ÞÚSUNDIR hindúa og múhameðstrú- armanna tóku þátt í allsherjarslags- málum á götum úti í miðborg Bomhay og hámarki náði ófriðurinn er öflugt lið óeirðalögreglu kom á vettvang og gekk milli bols og höfuðs á óeirða- seggjum með sérstökum kylfum með stálendum. 1 viðbragðsstöðu voru byssuvopnaðar lögreglusveitir og var þeim skipað að skjóta á fólkið er kylfuliðinu gekk illa að lægja öldurn- ar. 7 létu lifið, þar af 3 lögreglumenn. Síðustu tvo dagana hafa því 22 látið lffið, 300 slasast og 650 verið handteknir í óeirðum í Bombay og síðast er fréttist benti allt til þess að ný hrina slagsmála væri í upp- siglingu. Þetta eru verstu óeirðir í Bombay í tvö ár og yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi, sett útgöngubann að nóttu til og bannað mannamót all- an sólarhringinn. Mikið eignatjón hefur fylgt ólátunum, verslanir ver- ið brenndar og bílum velt og eldur lagður að. Ferdinand Marcos Manila, 19. maí. AF. NÝJUSTU TÖLUR í þingkosningunum á Filippseyjum benda til þess að flokkur Marcosar forseta hafi sótt verulega í sig veðrið og þó að stjórnar- andstaðan hafi bætt fylgi sitt verulega og mjög víða, þá stefnir forsetinn og flokkur hans í meirihluta atkvæða í nógu mörgum kjördæmum til að halda meirihluta sínum á þinginu. Um 183 þingsæti er keppt auk þess sem Marcos skipar sjálfur í 17 sæti. Spáði forsetinn því fyrir kosningarnar að flokkur hans myndi hreppa 140 sæti. Kosn- ingarnar eru hinar umfangs- mestu og talið hefur verið sleitu- laust í 6 daga. Eru línur farnar að skýrast. Þar til á föstudag höfðu kannanir bent til að stjórnar- andstaðan myndi ná meirihluta þingsæta, en í dag hafði Marcos samkvæmt sömu könnunum náð 98 sætum gegn 85. Kvörtunum um falsanir og svindl hefur fjölg- að eftir því sem forsetinn og flokkur hans hafa virst ná foryst- unni, þannig hafa 32 kærur verið bornar fram í hinum ýmsu kjör- dæmum og þær rannsakaðar. ■■ Það var handagangur í öskjunni þegar ritan steypti sér yfir hákarlalifrina enda er hún vafalaust hið mesta hnossgæti. Myndina tók Friðþjófur á Grímseyjarsundi. Marcos að ná meirihluta? írakar iðnir við kolann í Persaflóa Sökktu flutningaskipi frá Panama Manama, Hahrain, 19. maí. AF. STÓRT flutningaskip, „Fidelity", skráð í Grikkklandi með fána Panama viö hún, varð fyrir eld- flaugaskeyti í Persaflóa, að öllum líkindum frá íraskri herþotu, og sökk með öllum farmi sínum. 21 áhafnarmeðlimi hafði verið bjarg- að síðast er fréttist, 12 voru enn á reki í gúmbát, en eigi var vitað hversu margir voru um borð er árásin var gerð. Er þetta nýjasta dæmið af mörgum, að flutninga- skip á Persaflóa verði fyrir árás íraka sem hafa hótað öllum skip- um öllu illu ef þau vogi sér að sigla til hafna í íran. - „Fidelity", var 17.000 tonna skip og var á leið til Bandhar Khomeini með fullfermi af stáli. Var skipið í fylgd með öðru álíka að stærð, „Cathy Mylo“, sem bjargaði eins mörgum skipverjum og skipshöfn- in treysti sér til af ótta við að verða sjálf fyrir árás. Skipin voru nærri Kharg-eyju, en þar mun að- alhættusvæðið vera. Mikið er nú rætt um hina vax- andi spennu á þessum slóðum og sýnist sitt hverjum um þær yfir- lýsingar Bandaríkjastjórnar þess eðlis að Bandaríkin muni ef um verði beðið vernda vinveittar þjóð- ir sem hagsmuna eiga að gæta. Gary Hart, sem keppir að útnefn- ingu sem forsetaefni Demókrata- flokksins, sagði t.d. í dag, að Bandaríkin ættu hvergi að koma þar nærri. Það væri í verkahring Evrópuþjóðanna sem fyrst og fremst kaupa olíu af þessum slóð- um. Ayatollah Khomeini, erki- klerkur í íran, hvatti á hinn bóg- inn þjóð sína til að gera sig klára í „heilagt stríð" sem óhjákvæmilega myndi blossa upp ef Bandaríkin eða NATO færu að skipta sér af gangi mála við Persaflóa. Barist í nótt í Beirút-borg Hcirút. 19. maí. AF. ^ ^ FIMM menn létust og 44 særðust í bardögum, sem geisuðu í Beirút í nótt, aðeins nokkrum stundum áður en þjóðstjórnin nýja ætlaði að koma saman til að ákveða hvernig best væri að binda enda á stríðið i landinu. Hundruð manna flýðu niður í húsakjallara undan sprengjuregn- inu og eldflaugunum og þrátt fyrir, að leiðtogar fjandmanna- fylkinganna skoruðu margsinnis á menn sína að leggja niður vopn kom allt fyrir ekki. Meðal þeirra, sem féllu, voru menn úr stjórn- arhernum. Stjórnin átti að koma saman í dag til að leggja síðustu hönd á áætlun um endalok alls ófriðar í landinu. Ef samkomulag tekst um hana verður hún lögð fyrir þingið til staðfestingar. í morgun sátu á rökstólum í hálfa klukkustund þeir Amin Gemayel, forseti, og Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, en ekki er vitað hvað þeim fór á milli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.