Morgunblaðið - 20.05.1984, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 20.05.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 5 Útvarp kl. 17.10: Síðari hluti lokatónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar Síðari hluti lokatónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands verður á dagskrá útvarpsins í dag kl. 17.10, en fyrri hlutan- um var útvarpað beint frá Há- skólabíói á fimmtudagskvöld- ið. Söngsveitin Fílharmónía kemur einnig fram á þess- um síðari hluta undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Að þessu sinni verður flutt Kórfantasía í c-moll op. 80 eftir Ludwig van Beethoven. Útvarp mánudag kl. 22.35: Þáttur um sjálfsvíg „Þetta viðfangsefni sem fjall- að er um í þessum þætti hefur verið bæði mér og öðrum hug- leikið og því freistandi að búa til útvarpsþátt um þetta efni án þess að hægt sé að ræða um það til hlítar þannig að einhver lausn fáist,“ sagði séra Önund- ur Björnsson, en á mánudags- kvöldið mun hann sjá um þátt í útvarpinu sem fjallar um sjálfsvíg. „Þessi hugsun um sjálfsvíg kemur án ef mörgum í hug á lífsleiðinni og þetta er nokkuð sem stendur fólki ákaflega nærri af mörgum sökum." „Viðmælendur mínir í þess- um þætti verða Sigurður Björnsson, prófessor í sálar- fræði, séra Karl Sigurbjörns- son, Sigmundur Sigfússon, geð- læknir og Stefán Már Gunn- arsson, bankastjóri. Þá verð ég í þættinum með tilvitnanir í fólk sem misst hefur aðstandendur á þennan hátt og því orðið áþreifanlega fyrir þessu sem um er að ræða. Það er auðvitað erfitt að nálgast þetta umræðuefni í svona stuttum þætti, en von- andi gefst fólki tækifæri til að verða einhverju nær um þessi mál eftir að honum lýkur." Önundur Björnsson Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! ferðaglaðningurl HVITASUNNUHELGI I HOLIANDI 8.-12. júní Af sérstökum ástæöum getum viö nú í fyrsta sinn boðið stórkostlega helgarferö, 8.-12. júní í hin eftirsóttu Sæluhús í Eemhof í Hollandi. (Fimm dagar og aöeins tveir vinnudagar!) Clæsileg gisting, og leik- og íþróttaaöstaöa fyrir alla fjölskylduna sem á fáa sína líka. (slensk fararstjórn. verð aðeins kr. 7.960. Miðað viö 7 í húsi. Barnaafsláttur kr. 3.100 Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.