Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 20. MAl 1984 27 Kominn er árstími klósettum- ræðnanna. Þær spretta upp á vorin um það leyti sem von er á ferðafólki, erlendu og innlendu, að flandra um landið. Þegar komin ályktun leiðsögumanna, sem skora á viðkomandi yfirvöld að finna framtíðarlausn á þessu máli hið allra fyrsta, svo að ekki fari á milli mála hvort ferða- mönnum á Islandi séu heimil af- not af hreinlætisaðstöðu í sölu- skálum, grillstöðum og öðrum áningarstöðum ferðamanna eða hvort vinna beri að því að reistar verði sérstakar ferðamannamið- stöðvar þar sem þessi sjálfsagða þjónusta verði til staðar kvaða- laust. Þetta er eitt af þeim stór- málum sem fslenskri þjóð hefur ekki tekist að leysa á áratugum, allt frá þvf alþýðuskáld eitt kvað: Koppurinn minn er kominn í tvennt, hvar á ég nú að pissa? Gáruhöfundur vill ekki bregð- ast skyldunni og taka þátt f um- ræðunum, þótt klósettmálin séu líklega eitt af þeim vandamálum sem vor þjóð ræður einfaldlega ekki við. Var kannski ekki svo móðgandi við íslenskan náms- mann, þegar hótelstýran í París byrjaði á því, er hún tók á móti Þorvaldi Skúlasyni á sitt hótel fyrir 40 árum eða meira, að fara með hann inn á klósett, taka í sturtuhnúðinn og segja: Svona sturtum við niður! Hélt víst að ekki veitti af að sýna þessum pilti frá afkima fjarlægum menningarstraumum heimsins hvers konar apparöt menningar- þjóðir hefðu. En kannski gáru- höfundur víki að svolítið annarri hlið málsins. Ekki hvort klósett fyrirfinnast á voru landi, þar sem fólk þarf á þeim að halda, heldur hvernig þau koma fyrir sjónir sem þó eru fyrir hendi. Nýkomin úr reisu um smábæi og þorp Bretlands og f þeirri að- stöðu að leita uppi klósett á hverjum stað, væri kannski ekki úr vegi að gera svolítinn sam- anburð eða ófullburða úttekt á málinu. Hér er víst öruggara að skjóta inn skýringu. Þar sem bannað er með breskum vatna- lögum að láta skolp úr salernum fara í árnar á vatnasvæðum og þar af leiðandi hafður tankur undir salernum í skemmtibát- um, eru bátverjar beðnir um að nýta klósett í landi þegar þeir geta. Þótt hægt sé fyrirhafnar- lítið að láta tæma tankinn á hverri afgreiðslustöð, þá má þannig spara alfarið þá fyrir- höfn. En þetta leiddi í ljós að i hverjum einasta bæ eða þorpi, sem komið var við í, fyrirfannst almenningssalerni. Jafnvel var þetta þarfaþing að finna á svo litlum stöðum að þeir gátu ekki borið lítið bankaútibú, sem á ís- landi þykja nauðsynlegust allra hluta, jafnvel í þríriti, í hverju þorpi. Almenningssalernin í Bretaveldi reka sveitarfélögin ef ekki aðrir. Svona getur verð- mætamatið verið misjafnt eftir löndum. Og þessir almennings- staðir voru meira að segja á hverjum einasta stað alveg tand- urhreinir og vel um gengnir. Að vísu engar glæsistofur með gljá- flísum og fallegum postulíns- áhöldum. Þvert á móti. Bara hvítmálaður hreinn klefi með nauðsynlegustu tækjum af ódýr- ustu gerð og alltaf einhverri þurrku eða blásara til að þurrka hendur. Klefi, sem enginn stór- huga íslendingur mundi byggja ef hann á annað borð færi af stað með innréttingu. Til að gera úttektina fyllri, skal þess getið að klósettin á veitingahúsunum og sveitakránum bresku, sem á vegi okkar urðu á árbökkum, voru með sömu ummerkjum. Verð að viðurkenna að oftar var þar komið við með gilda afsökun. Alls staðar voru þessir staðir tandurhreinir þótt meira hugvit væri lagt í hlýlega viðarklædda bjórstofuna en snoturlega inn- réttingu í snyrtiherbergi. Þau því mun ljótari en slíkir staðir, sem blaðamönnum eru sýndir með stolti, er nýir veitingaskálar eru opnaðir á Islandi. Þeir eru iðulega augnayndi þá stundina a.m.k. En umgengni er oft ekki lengi að breyta þeirri mynd. Manni skilst að kostnaðurinn við að þrífa þessa þarfastaði sé svo mikill að verulega veltu þurfi í sölu til að standa undir því á sölustöðum. Og dugar ekki til eftir útlitinu á mörgum þeirra að dæma. Hvað ætli þurfi marga áratugi fyrir eina þjóð til að koma upp því sem kalla mætti „klósettmenningu"? Þyrfti kannski að bæta því eins og öllu öðru þarflegu á samfélagsfræði- kennslu í skólum? Afstæðiskenningunni má þó eflaust beita á klósetthreinlæti sem annað í heimsmyndinni. Mikil tregða reyndist t.d. á að ég á sínum tíma fengi útvegað í Tókýó rými í ekta japönsku hót- eli, þar sem búið væri á japanska vísu, sofið á mottu á gólfinu, far- ið í bað í sameiginlegum baðsal og setið á hælum sér. Japanskir vinir voru eitthvað tregir til að finna slíkt hótel fyrir mig. Jap- önskumælandi íslendingur, Haukur Gunnarsson, heyrði svo á tal þeirra og flutti mér ástæð- una fyrir tregðunni. Þeir sögðu að þar mundi salernið vera á japanska vísu gat í gólfinu, sem menn sætu á hækjum sínum yfir og Vesturlandafólk bara hneykslaðist á slíku. Auðvitað gátu þeir ekki vitað að slíkur út- búnaður þykir mér mun hrein- legri á ókunnugum stað en þau salerni sem við þekkjum. Þá þarf ekki að snerta setuna. Hafði kynnst slíkum útbúnaði í Frakk- landi fyrr á árum. Hvort tveggja getur svo vitanlega orðið álíka óþrifalegt hjá sóðum. Þetta er orðinn lengri pistill og ýtarlegri um klósett en áformað var í upphafi, þegar ég settist við tölvuna til að festa hugleiðingarnar á blað. En við þennan félagslega vanda hefur íslensk þjóð verið að glíma í ára- tugi. Enda segir hirðskáld þessa pistils, Piet Hein, með ísl. orðum Auðuns Braga: Sá er við smámuni sýslar greitt sjaldan stórvirki vinnur neitt. Ef til vill væri ráð að koma því í félagsmálapakka við samninga við tækifæri að ríkisstjórnin lofi, til þess að liðka fyrir samning- um, að skipa nefnd með fulí- trúum allra flokka og hags- munaaðila, til að finna lausn á þeim mikla vanda að allir lands- menn komist á klósett hvar sem þeir eru staddir á landinu. Þegar búið væri að lofa því svona 3 skipti og þrjár nefndir velt vandanum fyrir sér á launum nógu lengi, þá væri hugsanlegt að málið kæmist á fram- kvæmdastig, eða hvað? Þótt byggingarnar stæðu svo kannski ónotaðar einhvern tíma, þar til fjárveitingar fengjust til að þrífa staðina, þá stæðu kannski vonir til þess að opinber salern- isaðstaða, og meira að segja þrifin, yrði komin í hvern bæ og hvert þorp á landinu um næstu aldamót, landsmönnum á flandri og erlendum ferðamönnum, sem engan þekkja til að fá að fara á klósett hjá á ferðum sínum, til mikilla hagsbóta. EV-salurinn í Fiat-húsinu HIN SÍVINSÆLU OG LANDSÞEKKTU EV-KJÖR ERU KJÖR SEM BYGGJAST Á TRAUSTI Seljum í dag m.a.: Citroén GS Pallas 1978. Km. €2 þús. Lada 1982. Km. 24 þús. Lada 1982. Km. 35 þús. Willy’s 1966 m/blæju. Auto Bianci 1978. Km. 87 þús. Simca Talbot 100 VF 2 1982. Km. 26 þús. Fiat 132 1978. Km. 61 þús. Fiat 125 st. 1977. Km. 50 þús. Galant 1600 GL 1977. 4 dyra, blár. Cherokee 1979. Km. 35 þús. Willy’s Wagoneer 1979. 8 cyl., sjálfsk. Fiat 127 special 1983. Km. 28 þús. AMC Concord 1981. Km. 48 þús. Ford Econoline 1974. 8 cyl., sjálfsk. Toyota Crown 1972. 4 cyl. Ford Fiesta 1976. 4 dyra. Fiat 128 station 1978. 3 dyra. AMC Eagle Wagon 1982. Km. 22 þús. Ford Cortina 1979. Km. 56 þús. n 2 E (0 o> E AMC Concord 1979. Km. 6l þús. Fiat 131 1977. 4 dyra. Fiat 132 1976. 1600 vél. Datsun 140Y 1974. 4 dyra. Fiat 127 1976. Km. 69 þús. Ford Ltd. 1979. Km. 40 þús. Cherokee 1978. 8 cyl., sjálfsk. Opiö laugard. kl. 10—16 Alls konar skipti möguleg notodir bílor £QJ£^ í eigu umbodssins VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Simi 79944—79775 ALLT Á SAMA STAÐ SÍFELLD ÞJÓNUSTA YFIR HÁLFA ÖLD. I o> I CD I eo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.