Morgunblaðið - 20.05.1984, Side 37

Morgunblaðið - 20.05.1984, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 37 lestinni frá Gorky, en strax tveimur til þremur mínútum eftir að lestin var farin af stað, hrópaði kona nokkur sem var einn af samferða- mönnum hennar í járnbrautar- klefanum, þar sem hún sat: „Ég þekki yður! Ég þekki yður — þér eruð eiginkona Sakharovs. Ég vil ekki ferðast með sömu lest og þér, ég vil ekki anda að mér sama loft- inu og þér!“ Undir þessi ummæli konunnar tók ókunnugur maður, sem var með þeim í klefanum og dró hvergi úr. Þetta var fjögurra manna klefi, og þriðji klefanautur Yelenu Georgij- évnu var kona, sem sat steinþegj- andi, meðan á þessum yfirlýsingum hinna stóð, blandaði sér ekki í mál- ið, heldur horfði stöðugt út um lest- argluggann. „Þér eruð kona Sakharovs, er það ekki?“ hrópaði nú sú konan, sem byrjað hafði ýfingarnar við Yelenu Georgijévnu. Yelena svaraði þá: „Já.“ — „Þá burtu með yður úr lest- inni!“ Yelenu Georgijévnu fannst að hún þyrfti að fara fram til þess að jafna sig ofurlítið, stóð því upp og fór fram á salernið. Þegar hún kom aftur út af salerninu, stóð maður- inn sem setið hafði í klefanum, frammi á ganginum og öskraði af öllum mætti: „Stöðvið lestina! Hún hefur verið að fleygja einhverju í klósettskálina. Hún er útsendari CIA! Það verður að athuga járn- brautarteinana til þess að komast að raun um, hvað það var sem hún var að koma undan ..." Þá kom lestarþernan hlaupandi og gaf strax yfirlýsingu um að hún hefði fulla samúð með þessu hneykslaða fólki — en hún bætti því við, að eiginkona Sakharovs væri farþegi með lestinni og væri með gildan miða fyrir ferðina og því væri ekki hægt að vísa henni út úr lestinni. Þá báru þau tvö fram kröfu um að lestarstjórinn væri þegar í stað kallaður á vettvang, og hann mælti svo fyrir við Yelenu Georgijévnu, að hún skyldi færa sig yfir í klefa starfsfólks lestarinnar. Þegar hér var komið sögu, fóru aðr- ir farþegar að skipa sér í raðir eins og þeir væru að hlýða fyrirmælum, og menn gengu síðan í halarófu framhjá klefanum, þar sem Yelena Georgijévna sat, stungu höfðinu inn um dyrnar og hrópuðu ókvæðisorð og bölbænir að henni. Þess var nú krafizt af konunni, sem allan tím- ann hafði setið þegjandi í einu horni klefans og horfði út um lest- argluggann, að hún legði sitt af mörkum og fordæmdi einnig Yel- enu Georgijévnu. Hún gerði það, en það var þó auðséð að það var ekki af fúsum vilja. Þegar aftur var komin kyrrð á eftir þessi ósköp, og flestir farþeg- arnir farnir að sofa, kom allt í einu gráhærð kona inn í starfsmanna- klefann, þar sem Yelena Georgij- évna sat ein sér. Konan gekk til hennar, faðmaði hana að sér og sagði hughreystandi: „Hertu þig upp, dúfan mín; þeir vita ekki hvað þeir eru að gera! Þeim hefur verið kennt þetta." Hún faðmaði Yelenu aftur að sér og kyssti. Yelena Georgijévna, sem fram að þessu hafði haft stjórn á tilfinningum sínum, brast í grát við vinsemd þessarar hugrökku, gömlu konu, og hún grét stanzlaust það sem eftir var ferðarinnar, svo að það var hrein hörmung að sjá hana, þegar hún kom öll útgrátin á járnbraut- arstöðina í Moskvu. Skömmu áður en hún lagði upp í þessa ferð frá Gorky hafði hún fengið hjartaáfall og var naumast ennþá búin að jafna sig eftir það. Ég held, að í þessu tilviki, sem lýst var hér á undan, komi alveg bersýnilega fram, hvernig svona gjörningar eru sviðsettir; það má telja nær alveg víst, að því fólki, sem veittist að Yelenu Gorgijévnu, hafi einfaldlega verið komið fyrir í þeim klefa, sem hún átti að sitja í, til þess að þessir aðilar færu að hefja ýfingar við hana og kæmu þannig af stað óróleika meðal far- þeganna og vektu reiði þeirra í garð hennar. Þetta eru atvik, sem ofur auðvelt er að stjórna. Samhygð og hughreysting En ég hef hins vegar líka oft sinnis orðið þess vör, að menn hafi sýnt Sakharov-hjónunum samúð sína í þrengingum þeirra. Ég hef sjálf orðið þess vör, að fólk sem á leið framhjá íbúð þeirra hjóna í Gorky, á það til að líta fyrst varlega í kringum sig og veifa svo til And- rej Dmitrijévitsj, þegar hann stendur við gluggann; það er veifað með gát, þannig að enginn sjái, nema hann. f tvö skipti man ég eftir, að við þurftum að taka leigubíl. I annað skiptið ætluðum við aðeins að fara í smátúr til að skoða okkur um í Gorky. Þegar þau Andrej Dmitrij- évitsj og Yelena Georgijévna skruppu eitt sinn snöggvast út úr bílnum, spurði bílstjórinn mig lág- um rómi: „Þetta er þó ekki Sakh- arov?“ Ég svaraði: „Jú.“ „Jæja,“ sagði bílstjórinn þá, „ég ætla svo sannarlega að reyna að leggja mig fram og sýna þeim hjónunum fal- lega staði hérna í borginni." Og hann stóð svo sannarlega við það og ók okkur út um allar trissur og sýndi okkur meðal annars gamlar kirkjur í borginni, sumar þeirra voru allt að því í rústum, en aðrar voru ennþá í notkun. f annað skipti kom það fyrir, að leigubílstjóri neitaði að taka okkur upp í bílinn. Það gerðist, þegar ég kom til þeirra hjóna í heimsókn í síðasta skiptið. Við Andrej Dmitrij- évitsj vorum þá bara tvö saman, af því að Yelena Georgijévna var stödd í Moskvu um þær mundir. Leigubílstjórinn reyndist vera bú- inn á sinni vakt, var þarna á heim- leið og ætlaði því að aka í þveröfuga átt við það, sem við þurftum að fara. Okkur tókst samt að telja hann á að aka með okkur til næstu leigubílastöðvar, og við ókum af stað. Allt í einu fór hann að skilja af tali okkar, hvern hann var raunverulega að keyra, og hann sagði þá: „Ég veit núna, hvern ég er að keyra, og ég skal aka ykkur, hvert sem þið viljið." Við svöruðum því til, að' það væri ekki í leiðinni fyrir hann. „Það skiptir engu rnáli," sagði bílstjórinn, „þegar maður er að keyra svona mann.“ Og hann ók okkur svo sannarlega þangað, sem við ætluðum. Okkur hafði nefnilega langað til að skoða gamla, niður- nídda kirkju, en upp að kirkjunni var engin akbraut frá sjálfri göt- unni, sem hún stóð spölkorn frá; þar var allt eitt sökkvandi forað. Hann ók okkur samt alla leið, þótt bíllinn hans sykki hálfvegis í allri eðjunni og bleytunni. En bílstjórinn þvertók fyrir að láta okkur ösla þennan vegarspotta fótgangandi upp að kirkjunni en sagði: „Það kemur ekki til mála. Ég skal aka Sakharov alla leiðina og annars hvert, sem hann óskar." Stundum tók samúð manna með málstað Sakharov-hjónanna á sig dálitið skringilegar myndir. í einu tilviki sat ég í járnbrautarklefa á leið frá Gorky, og með mér í klefan- um voru tveir rosknir og virðulegir menn, fulltrúar bifreiðaverksmiðj- anna í Gorky, sem voru að fara í viðskiptaerindum til Moskvu. Þeir sátu þarna og ræddu sín mál í drykklanga stund, en svo tóku þeir að veita mér eftirtekt og annar þeirra spurði: „Og hvaðan eruð þér?“ Ég svaraði: „Ég er frá Len- ingrad.“ „Hafið þér þá verið lengi í Gorky?“ „Nei,“ segi ég, „ég kom þangað í morgun." „I morgun? Voruð þér þá aðeins í fjóra klukkutíma í Gorky?" „Já,“ svaraði ég. „En til hvers komuð þér þá, ef þér gátuð ekki stansað nema í fjóra klukkutíma í Gorky?" „Til þess að hitta vini mína,“ segi ég. „já, en hvers konar vinir eru þetta, sem vilja láta svona gamla konu koma alla þessa leið til Gorky og það einungis í fjögurra klukku- stunda heimsókn. Geta þau ekki komið sjálf til yðar?“ Ég svaraði: „Nei, vinir mínir geta það ekki — þetta eru Sakharov- hjónin." Andlit mannanna tveggja urðu samstundis alveg sviplaus, og þeir fóru aftur að taka um sín málefni og létu eins og ég væri ekki lengur i klefanum. Eftir nokkra stund segir annar þeirra: „Ég ætla að skreppa fram til þess að reykja,“ og hann gekk út úr klefanum fram á gang- inn. Sá þeirra, sem eftir sat, sneri sér þá að mér og sagði fljótmæltur: „Segið mér, hvernig líður honum núna, hvernig er heilsufar hans? Getur hann nokkuð unnið? Er það satt? En hjá okkur var sagt, að hann væri alls ekki lengur í Gorky. Hafið þér þá hitt hann? Ég öfunda yður af því.“ Á þessu augnabliki kom samferðamaður hans aftur inn í klefann og maðurinn þangnaði samstundis. Þeir tveir tóku aftur upp tal sitt um viðskiptaerindi þau, sem þeir þurftu að reka í höfuð- staðnum. Svo kom að því, að maður- inn, sem talað hafði við mig í ein- rúmi, stóð á fætur og gekk út úr klefanum. Þá sneri hinn maðurinn sér strax til mín með sams konar spurningar um líðan Sakharovs og aðbúnað þann, sem þau hjónin þyrftu að búa við í Gorky. Hann var fullur samúðar með þeim hjónun- um. Ég veit, að báðir þessir menn munu fordæma Sakharov á al- mennum fundum dyggra flokks- manna eins og þeir hafa fengið fyrirmæli um að gera; það er of mikið I húfi fyrir þá. En þeir eru samt fullir samúðar í garð hans og þeirra hjóna, létu í ljós einlægan áhuga sinn á velferð þeirra og höfðu áhyggjur af þeim þrenging- um, sem þau höfðu lent í. En þessa samhygð sína létu þeir hins vegar aðeins í ljós, þegar við töluðum saman undir fjögur augu. Upplýsingum dreift til að villa almenningi sýn Alls konar villandi upplýsingar eru að verða æ ríkari þáttur í dag- legu lífi sovézks almennings. Það er skoðun mín, að skipulega hafi verið unnið að því af hálfu yfirvalda að dreifa sem víðast villandi upplýs- ingum um að Sakharov-hjónin séu fyrir löngu farin frá Gorky. Svo virðist sem mjög snjallir aðilar séu farnir að vinna að framleiðslu og útbreiðslu slíkra villandi upplýs- inga í Sovétríkjunum, því það eru menn, sem skilja út í æsar hvers konar fölskum upplýsingum sé heppilegast að koma á kreik á með- al fólks. Ég hef sjálf hitt nokkra Gorky-búa, sem komu stundum til Leningrad eða Moskvu; stundum voru þetta kunningjar kunningja minna, stundum var þetta bara eitthvað fólk, sem ég hitti nánast fyrir tilviljun, og allir voru þeir þess fullvissir, sóru og sárt við lögðu, að samkvæmt mjög „áreið- anlegum heimildum" eins og þeir sögðu, væru Sakharov-hjónin á bak og burt frá Gorky, hefðu verið flutt til einhverrar undarlegrar vísinda- stofnunar, annað hvort í Arzamas eða í Rjazanj, að því er orðrómur- inn hermdi. Þannig er á skipulegan hátt verið að reyna að gera þau hjónin nánast ósýnileg allra aug- um, koma því þannig fyrir, að þau séu nánast ekki lengur til, horfin eitthvað út í buskann einna líkust vofum, sem enginn geri sér lengur rellu út af. Bæði Yelena Georgijévna og Andrej Dmitrijévitsj eru áfram í Gorky við þær aðstæður, sem lýst hefur verið hér að framan; þau eru án allrar læknishjálpar og eðlilegr- ar umönnunar. Heilsufari Andrej Dmitrijévitsj hefur um langan tíma verið þannig varið, að hann hefði þurft á nákvæmri rannsókn og læknismeðferð að halda. Þetta við- urkenndu læknarnir frá læknadeild Vísindaakademíunnar í Moskvu, sem komu í eitt skipti til hans. Þau hjónin höfðu af því tilefni bundið vonir við, að eitthvað kynni að breytast um aðbúnað þeirra. En ekkert hefur gerzt í þá átt fram til þessa. Hvorki Yelena Georgijévna né hann hafa hlotið neina læknis- meðferð, þótt segja megi að það sé henni einfaldlega lífsnauðsyn að komast hið bráðsta undir læknis- hendur. Sakharov-hjónin geta ekki snúið sér til lækna í Gorky. f því eina tilviki, sem Andrej Dmitrijévitsj hefur samt verið tilneyddur að leita til læknis í Gorky, var það af því að hann þjáðist af tannverki. Þegar hann kom til heilsuverndarstöðvar- innar, skipaði yfirlæknirinn Andrej Dmitrijévitsj að afhenda sér tösk- una, sem hann var með sér, en í henni voru dýrmæt skjöl, handrit hans og minnismiðar. Yfirlæknir- inn' tók því næst tösku Sakharovs, og konan lét sig hafa það að ganga beit til KBG-mannanna, sem biði álengdar, og afhenda þeim töskuna umyrðalaust. Því næst sneri hún sér aftur að Sakharov og neitaði að veita honum nokkra læknishjálp. Yelena Georgijévna er í raun og veru án allrar læknishjálpar í Moskvu líka. Það kemur að vísu til hennar ungur kvenlæknir, sem er rétt nýlega útskrifuð; hún hlustar full virðingar og af gaumgæfni á þau ráð, sem Yelena Georgijévna leggur sér til, en hún er eins og áður hefur verið getið sjálf læknir að mennt og getur því skrifað lyfseðla handa sér sjálf, ef því er að skipta. En það er augljóst, að hún þarf nauðsynlega á sjúkrahúsvist að halda hið allra fyrsta, því að heilsu hennar er mjög tekið að hnigna og kraftar hennar þverra óðum. Hjálparbeiðni Sakharov-hjónanna Þegar við hittumst í síðasta skiptið, sagði Andrej Dmitrijévitsj við mig: „Það allra fyrsta og hið mikilvægasta, sem gera þarf, er að fá því framgengt, að Yelenu Georg- ijévnu verði hið bráðasta veitt leyfi til þess að fara til Vesturlanda til þess að leita sér þar lækninga. Segðu mönnum frá því á Vestur- löndum — þú átt eftir að hitta þar marga að máli. Segðu þeim öllum, að dauði Yelenu myndi ríða mér að fullu. Ég gæti ekki afborið það.“ Núna er ég hér með að koma þessari beiðni til skila, og ég get staðfest sem vitni, sem hefur séð allt með eigin augum. Hún er að dauða komin. Það er umbúðalaus sannleikurinn. Ég álít, að allur almenningur í hinum frjálsa hluta heims eigi að snúa sér til þingmannanna með hjálparbeiðni, því að þeir geta kom- ið því til leiðar, að fyrirspurnir komi fram um þetta mál á þingi, og þannig bærist slík hjálparbeiðni til æðstu stjórnvalda. Það væri við hæfi núna, þegar nýr leiðtogi hefur tekið við völdum í Sovétríkjunum. Það er á hans færi að sýna af sér slíka vinsemd, og hann kann að vilja sýna heiminum, að það ríki í raun og veru sá andi í Sovétríkjun- um, að stjórnvöld séu reiðubúin að láta manngæzku ráða í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.