Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 41 átta barnanna eru hin sönnu laun.“ HvaAa námsgrein fannst þér skemmtilegast að kenna? „Kristinfræðina, og þá þurfti ég aldrei að nota bók. Um langt ára- bil notaði ég síðasta tímann á dag- inn til að spjalla við börnin um kristinfræði og siðfræði. Nýlega hitti ég gamlan nemanda minn, sem nú er orðinn prestur, og spurði hann hvað honum þætti eftirminnilegast frá skólaárunum hjá mér, og hann svaraði: „Það voru tímarnir sem ekki stóðu í stundatöflunni," og átti hann þá við þessa tíma. Við ræddum líka um framtíðina, hvernig þau gætu best búið sig undir lífið. Ég minn- ist alltaf þessara tíma með gleði og ánægju. Nei, ég hef aldrei séð eftir að hafa gert kennsluna að ævistarfi. Það hefur verið gaman og notalegt að kenna og þegar ég heyri skólabjölluna á haustin þá vaknar aftur áhuginn og gleðin yf- ir því að vera að byrja og komast aftur í barnahópinn. TÓNLISTIN ER DÁSEMD- ARHEIMUR Tryggvi Tryggvason er ekki að- eins þekktur skólamaður heldur er hann einnig landskunnur söng- maður og við sem gengum í Mela- skólann minnumst hans ávallt fyrir röggsama stjórn í morgun- söngnum. Ég spyr hann nánar út í þessa hlið. „Já, það var sérstaklega ánægjulegt að fást við morgun- sönginn. Við byrjuðum á þessu í Melaskólanum vegna þess að okkur fannst börnin kunna lítið af versum og ljóðum og okkur datt í hug að kenna þeim það með því að syngja saman frammi í sal á morgnana. Þau lærðu fjögur til fimm lög fyrir hvert skipti og þetta mæltist ákaflega vel fyrir. Það var afskaplega upplífgandi og gaman að fást við morgunsönginn og þær stundir verða mér ógleym- anlegar. Eins á ég ljúfar minn- ingar frá öllum jólaskemmtunun- um, en þar stjórnaði ég oft jóla- söngnum og lagði mikið í það. Þetta voru sérstaklega unaðslegar stundir, að sjá allan þennan sam- stillta barnahóp, sem söng af hjartans lyst. Söngurinn hefur nær alltaf ver- ið mér hugleikinn og ég hef líka fengist við söngkennslu þótt ég hafi ekki söngkennarapróf. Ég byrjaði minn söng í ísafjarðar- kirkju 12 ára gamall og hef sungið síðan, m.a. með Karlakór Isafjarð- ar og Karlakór Reykjavíkur. Allt er þetta söngur og allt er þetta starf. Ég á margar skemmtilegar minningar í tengslum við sönginn frá „Höldum gleði hátt á loft“, sem var hópur sjö manna, sem ég valdi og stjórnaði. Eins útvarps- þáttunum „Ég man þá tíð“, sem var byggður upp á gömlum lögum og gömlum sögum. Eitt sinn tónaði ég í ísafjarð- arkirkju þegar prestslaust var ein jólin. Haraldur Leósson var þá fenginn til að stíga í ræðustólinn og prédika og flutti hann þar góða ræðu. Ég var svo fenginn til að tóna blessunarorðin og svara söngfólkinu í hátíðarsöngvum séra Bjarna Þorsteinssonar. Þetta fór auðvitað fram fyrir utan grát- urnar og án handaupplyftingar. Svona stundum gleymir maður aldrei. Tónlistin er minn heirnur," segir Tryggvi og sýnir mér plötu- safnið sitt sem er mikið og gott. „Hér er minn heimur, óperur og góð tónlist, ekkert skrall," segir hann og bætir síðan við brosandi: „En er þetta ekki annars orðið allt of langt hjá okkur. Ég hef nú aldr- ei litið á mig sem svo merkilegan mann. En það er kannski sérstakt að hafa verið svo lengi í þessu starfi og sennilega eru ekki marg- ir sem hafa verið mikið lengur, — og ennþá langar mig í hópinn þeg- ar ég heyri í skólabjöllunni. En nú er þessu lokið. Ég fer ekki aftur í haust þótt bjallan kalli. Ég vil að það komi fram, að ég hef ávallt mætt skilningi og velvild allra minna yfirboðara í starfinu og verð ævinlega þakklátur fyrir það. Jú, kennslan hefur verið mér mik- ils virði. Ég hef aldrei komið þreyttur úr kennslustund. En núna þegar ég hætti störfum verð- ur það tónlistin, sem verður mitt athvarf. Hún er heill dásemdar- heimur og kannski er ekki minnsti vandinn að hlusta." Tryggvi segir mér ýmislegt fleira, sem hann telur þó of per- sónulegt til að birta á prenti, eins og um góðborgarann, sem kom til hans og bað hann um að kenna sér að hlusta á tónlist, eða um ungl- inginn sem sendur var til hans þegar fokið var í flest skjól og endaði grátandi í fangi hans. Það sem mér verður þó eftirminni- legast frá þessu stutta samtali okkar er hjartahlýjan, sem ein- kennir allt fas þessa aldna skóla- manns og maður skilur, hvers vegna hann hefur reynst svo far- sæll í starfi sínu, sem raun ber vitni. Og þegar ég bý mig undir að kveðja, segir hann: „Það er verst að ég á ekkert til að gefa þér, vind- il eða brennivín, en af slíku hefur aldrei verið mikið til í mínum hús- um. Og ég hef alltaf brýnt fyrir nemendum mínum að umgangast allt slíkt með varúð." — Sv.G. Á gamla staðnum við kennaraborðið. Með Tryggva á myndinni er aouurdótt- ir hans, Svana Kristín Sigurjónsdóttir. Nýlistasafnsins er kveðið svo á að myndaskrá liggi frammi á öll- um sýningum en þessi lög virð- ast þverbrotin auk þess sem frágangur þeirra er ósjaldan fyrir neðan allar hellur. Salar- kynnin eru nú einmitt þannig að þau bjóða upp á mikla möguleika um vandaðar sýningar svo sem fram hefur komið. Myndir Steingríms Eyfjörð bera þess vott að hér er hæfi- leikamaður á ferð en þó virka þær full lausar í útfærslu. Við nánari skoðun birtist sitthvað sem fer fram hjá manni við fyrstu yfirferð, máski vegna þess að ekki er búið nægilega vel að myndunum. Hinir hrjúfu veggir bera hin fíngerðari vinnubrögð / ofurliði. Myndirnar eru mjög í anda nýbylgjumálverksins og máski er þetta hollenska útgáfan á listastefnunni. Vonandi felast ekki íslensku einkennin í kæru- leysi um frágang mynda og upp- setningu þeirra. Hvað um það þá er það víst að í Steingrím Ey- fjörð er margt spunnið. /. . « r AVOXTUNSf^ — Ávöxtun s.f annast verðbréfaviðskipti fyrir viðskiptavini sína. 9% — Vegna síðustu \axtabreytinga eru ávöxtunarmöguleikar í verðbréfaveltu okkar allt að 9% umfram verðtryggingu. 30% — A vöxtunarmöguleikar í óverðtryggðri verðbréfaveltu okkar eru allt að 30% Ávöxtunartími er eftir samkomulagi. Kynnið ykkur ávöxtunarþjónustu A vöxtunar s.f ^ Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs Ár Fl. Gengi 18.05/84 Sg./100 kr. Ár Fl. Sg./100 kr. 1971 1 15.735 1978 1 1.413 1972 1 14.015 1978 2 1.136 1972 2 11.540 1979 1 953 1973 1 8.652 1979 2 738 1973 2 8.115 1980 1 642 1974 1 5.356 1980 2 484 1975 1 4.174 1981 1 413 1975 2 3.112 1981 2 302 1976 1 2.872 1982 1 290 1976 2 2.329 1982 2 213 1977 1 2.084 1983 1 163 1977 2 1.779 1983 2 104 Óverðtryggð — veðskuldabréf Ár 1 2 3 4 5 6 20% 80,1 72.5 66,2 61,0 56.6 52,9 21% 80,8 73,4 67,3 62,2 57,8 54,2 ----Verðtryggð ----------- veðskuldabréf Sölug. Ár 2 afb/ári. 1 95,9 6 84,6 2 93,1 7 82,2 3 91,9 8 79,8 4 89,4 9 77,5 5 87,0 10 75,2 Ávöxtun ávaxtar fé þitt betur ÁVÖXTUNSfW IjMJGAVEGUR 97 - SÍMI 28815 OI»ll) ERÁ 10 - 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.