Morgunblaðið - 20.05.1984, Page 44

Morgunblaðið - 20.05.1984, Page 44
MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 20. MAÍ 1984 Sumarið er komið og framundan eru ferðalög og útilegur. En hvert sem leið þín liggur, skaltu hafa með þér góða bók og birtugjafa af bestu gerð; litla ijósálfinn Þegar aðrir tjaldbúar eru komnir í fastasvefn, þá skalt þú festa litla Ijósálfinn á bókina og lesa síðan í ró og næði, án þess að trufla svefnfriðinn. Einn stærsti kostur litla Ijósálfsins er að hann getur notast við rafhlöður og þannig lýst þér við lesturinn, f bílnum, bátnum, flugvélinni, tjaldútilegunni, sumarbústaðnum, - hvar sem er! Borgartúni 22, sími 24590, Reykjavík Fæst einnig í bóka- og gjafavöruverslunum Starfsstúlkur hjá Hjúp hf. vinna við framleiðslu einangrunarhólka. Hjúp hf, Flúðum: Framleiðir nýja gerð einangrun- arhólka þessi auglýsiHf. er bara fyrir stráka eru sér stráka- flokkar á þriðjudögum og föstudögum. Byrjendur — framhalds- flokkar. Allir aldursflokkar Kennari Guöbergur Garðarsson. Innritun er haffin — hringið strax í dag milli kl. 5—7, sími 40957. Syðra-Langholti, 15. maí. Á FLÚÐUM býr ungur athafnamaður, Úlfar Harðarson, og er hann frá Reykjadal hér í sveit. Hann er vélvirki að mennt og starfaði við vélvirkjun og bifvélavirkjun um tíma. Árið 1976 gerðist hann verktaki, hann annast margskonar jarðvegsvinnu og m.a. leggur hann vatnsleiðslur bæði fyrir heitt og kalt vatn. Hann hefur fengið mikla reynslu við lagningu á heita- vatnsleiðslum hér í uppsveitum Ár- ncssýslu og víðar. Á sl. ári stofnaði Úlfar fyrirtækið Hjúp hf. ásamt fleirum, en það fyrirtæki sérhæfir sig í að framleiða einangrunarhólka fyrir heitavatns- leiðslur. Er þessi einangrun nokkru öðruvísi en áður hefur þekkst hér á landi. Þessir einangrunarhólkar eru þannig gerðir að næst rörinu er plastfilma úr polyproppelín en ytra- byrðið er vindpappi og er sprautað póýlúreþan á milli, en það er al- gengt einangrunarefni sem kunnugt er. Hver einangrunarhólkur er vatnsþéttur út af fyrir sig. Á verk- stæði Úlfars hafa verið smíðuð sér- stök mót þar sem hólkarnir eru steyptir, en úreþanið er blandað á staðnum í sérstakri vél. Á sl. ári voru lagðir 12—13 km af heitavatnslögnum með þessari ein- angrunaraðferð, m.a. hitaveita frambæja í Gnúpverjahreppi sem er um 8 km og hefur einangrunargildi þeirrar hitaveitu komið vel út. Nú í sumar er ákveðið að leggja heitavatnsleiðslur með þessari að- ferð svo tugum km skiptir, m.a. verður lagt heitt vatn á 24 bæi og 25 sumarbústaði í Gnúpverjahreppi frá borholu við Þjórsárholt. Þessi að- ferð við heitavatnslagnir er mun ódýrari en aðrar að því er Úlfar tel- ur. Undanfarna mánuði hefur verið unnið á vöktum við að framleiða svona einangrunarhólka hjá Hjúp hf. Alls eru starfsmenn hjá vinnu- vélum Úlfars Harðarsonar og Hjúp hf. 12 til 14 og því munar mikið um þessa vinnu í ekki stærra byggðar- lagi en er hér í Hrunamannahreppi. FrétUriUri Úlfar Harðarson Ljým. Stg.Sipn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.