Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAl 1984 spurt og svarað Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hafliöi Jónsson, garöyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekiö aö sér aö svara spurn- ingum lesenda Morgunblaösins um garöyrkju. Lesendur geta hringt spurningar sínar til Lesendaþjónustu Morgunblaösins í síma 10-100 milli kl. 13 og 15 mánudaga til föstudaga. Svörin birtast fáum dögum síðar. Hafliöi mun veita leiðbeiningar um hvers konar rasktun, jafnt blóma, trjáa og matjurta. Njóli og mosi Skúli í Yestmannaeyjum spyr: Hvernig er hægt að uppræta njóla og mosa í görðum? Eg hef reynt að stinga þetta upp, en það hefur ekki borið nægilegan árangur. Svar: Njólinn ætti að vera fremur auðveldur viðureignar ef beitt er áhuga góðs veiðimanns. Það er að „afhausa" hann og sáldra salti í sárið, og að sjálf- sögðu verður að framkvæma þann veiðiskap áður en plantan „hrygnir" og fjölgar sér um alla jörð, svo við tölum um stað- reyndir á samlíkingamáli gam- alía sjómanna, sem við höfum sjálfsagt báðir verið, og skiljum því vel. Mosinn verður hinsvegar aldr- ei upprættur með hliðstæðum skurðaðgerðum. Hann orsakast oftast af næringarskorti, skugga eða of miklum raka í grassverð- inum. Úr því má bæta með við- eigandi aðgerðum og um það fjallaði ég iítilsháttar I svörum mínum er birtust f Morgunblað- inu sunnudaginn 13. maí sl., og vísa til þess, svo að ekki verði um sffelldar endurtekningar að ræða í svörum mínum. Illgresi Blómakona í Sandgerði spyr: Hvað get ég gert f garðinum mínum til að losa hann við ill- gresi? Ég gæti trúað að illgresið kæmi út frá næturfjólu sem er f garðinum eða rós sem ég tími ekki að klippa. Getur verið að svo sé? Hvaða ráð hef ég til að losna við þennan ófögnuð. Ég er orðin gömul og lúin og treysti mér ekki lengur til að reyta illgresið. Svar: Tæplega er hægt að gruna næturfjóluna eða rósina um að valda haugarfa, skurfu eða krossjurt og svipuðum arm- æðugróðri. En að sjálfsögðu get- ur næturfjólan sáð sér allkröft- uglega, en enga jurt er auðveld- ara að uppræta og rósin getur skotið rótum í allar áttir en tæplega orðið verulegt vanda- mál. Flest það illgresi sem veld- ur okkur angri er einært og ef fræ berst ekki í moldina þá erum við laus við áhyggjur af öllum arfa. Eitt mikilvægasta áhald hvers garðræktanda er létt og vel brýnd arfaskafa. Hana þarf hinsvegar að nota það tíman- lega, að arfinn fái ekki að teygja úr sér og þroska fræ. Sjaldnast vex nema einn stöngull upp af illgresisrót. Það er því mesti misskilningur að beita sköfunni ofan f moldina til að komast fyrir rætur þeirra illgresisteg- unda sem eru einærar. Fíflar Sigrún Lúðvíksdóttir í Vest- mannaeyjum spyr: Hvað get ég gert til að losna við fffla úr garðinum hjá mér án þess að það hafi áhrif á grasið? Svar: Sé ekki um verulegt magn af fíflum að ræða er það helst til ráða, að bregða hnífsegg á rótina og fjarlægja blöðin, en sáldra borðsalti f sárið. Þetta er gamalt ráð sem flestum hefur vel gefist ef þeir hafa jafnframt gætt þess, að uppræta allar blómkrónur fífla sem vaxa í næsta nágrenni áður en biðu- kollur myndast og ná að svífa inn í garðinn. Rétt er einnig að benda á að selt er illgresiseyðingarefni, sem nefnist Ugress-Kverk-D. Það er hinsvegar nokkuð vandmeðfarið og má ekki notast nálægt blóma- eða runnabeðum. Blöðkur með löngum rótum Elín Guðjónsdóttir spyr: í garðinum hjá mér er ein- hverskonar illgresi sem ég veit ekki hvað heitir. Þetta eru blöðk- ur með rótum sem ná allt að 40 sentimetra niður í jarðveginn. Hvaða illgresi er þetta og hvern- ig má koma í veg fyrir það? Eins langar mig að vita hvernig hægt er að losna við sóleyjar úr görð- um. Svar: Hófblaðka er versta ill- gresi sem nokkur maður getur fengið í garðinn sinn og er erfitt að ráða niðurlögum hennar. Helst kemur til greina að nota eyðingarefnið Herbatox, sem þó má ekki nota i námunda við runna eða annan eftirsóknar- verðan gróður nema einkímblöð- unga, t.d. túngrös. Efni þetta er þar af leiðandi vandmeðfarið og ég hef heldur ekki vissu fyrir að það muni lengur fáanlegt. Sjálfur hef ég reynslu af að á nokkrum árum má takast að út- rýma hófblöðkunni, ef blöð hennar eru upprætt um leið og þau skjóta upp kollinum, en það krefst mikillar þolinmæði og má helst ekki bregðast að leita eftir henni daglega. Hentugast er að bregða hnífsblaði á rótina og þess verður að gæta vandlega að fjarlægja hverja ögn sem maður nær til. Hversu lftill angi sem í jörð fellur getur hæglega orðið að nýrri plöntu og lengt manni upprætingarstarfið. í RJÁFURKERFINU má m.a. staðsetja lagnir fyrir rafmagnsdreifingu, loftræstingu, neyðarljós, síma- og samskiptakerfi. Þaraðauki uppfyllir kerfið kröfur um hljóðdeyfingu og breytilega staðsetningu ljósabúnaðar innan kerfisins. RJÁFURKERFIÐ er auðvelt í uppsetningu RJÁFURKERFIÐ er ódýrara en venjuleg loft. RJÁFURKERFI má breyta á auðveldan máta. RJÁFURKERFIÐ er hagkvæm lausn. Ummæli Kolbeins Kristinssonar, frkvst. hjá Brauð hf.: „Ég hef samanburð á tveimur loftum sem sett voru upp nýlega, — þ.e. hefðbundnu og RJÁFURKERFI, og það er engin spurning að RJÁFURKERFIÐ er hagkvæmara." RÖNNING .//•RÖNNING Sundabora sími 84000 Arkitektar — Innanhússarkitektar — Hönnuðir — Ákvördunartakar hjá bæjar- og sveitarfélögum TAKIÐ EFTIR: KYNNING Á RJÁFURKERFINU frá Rönning haldin í húsakynnum okkar 24. maí n.k. kl. 14.00. Eftir kynningu verður farið og skoðað uppsett RJÁFURKERFI. Góðfúslega tilkynnið þátttöku í síma 84000. fyrir lýsingu og raflagnir — „Allt í einu lofti“ sannkallað kerfisloft frá JÁRNKONST ÍRJAFU KERFIÐ FRÁ RÖNNING r GARÐVERKFÆRI Á GÓÐU VERÐI V_______ J FAST á eftirtöldum BENSlNSTÖÐVUM OLÍS Alfheimar BREIÐHOLT MOSFELLSSVEIT GARÐABÆR V^AKUREYRI ULIS HB Höföar til „fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.