Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 33 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ÍT /U' VJJurnVí’R „Tuttugu mínútur í fjögur og tveimur mínútum betur“ Nói skrifar: Heyrst hefur að ráðinn hafi ver- ið maður, á kostnað almennings að sjálfsögðu, til að kenna fjölmiðla- fólki að tala. Flest mun þetta fólk þó vera langskólagengið en ein- hvern grun virðast ráðamennirnir hafa um að það hafi ekki náð full- um tökum á móðurmálinu. Það mun heldur ekki vera úr lausu lofti gripið. Sem dæmi má nefna þegar talað er um að það sé sól- skin heitir það í munni þessa fólks að það sé sól, fólk sé í sólinni, sé úti í sólinni o.s.frv. Öðru máli gegnir ef talað er um tunglið og tunglskinið. Þá er ekki sagt að það sé tungl heldur tunglskin og jafn- vel tunglsljós. Og enginn maður mundi segjast vera í tunglinu. Þar er bara karlinn. Og sólin hefur tekið á sig svo furðulegar og óskiljanlegar myndir að heyrst hefur að jafnvel Reykjavíkursólin sé uppi á Kjalarnesi. Hér um daginn var unglingur spurður þeirrar algengu spurn- ingar hvað klukkan væri. Svarið var: Hún er tuttugu mínútur í fjögur og tveim mínútum betur. Hvaðan ætli ungmennið hafi svona svar? Þegar talað er um lamb, barn eða dýr er oft nefnt eitthvað lamb o.s.frv. í staðinn fyrir eitthvert lamb, barn eða dýr. Sumir virðast ekki kunna að beygja orðið ær og einfalda þá málið um of og kalla ána rollu, því það er léttari beyg- ing. Þetta fólk virðist talsvert hrætt við ærnar, því það notar oft kind í staðinn og verður þá oft úr því meira en lítil málleysa þegar t.d. talað er um lambið og kindina, eða hrútinn og kindina. Mikill fár- áðlingur hefði þetta þótt fyrir nokkrum árutugum, sem hefði lát- ið sér svonalagað um munn fara. I þá daga var þó ekki um langskóla- göngu að ræða til að kunna skil á svo auðveldu máli. Sé ekið af skynsemi og að- gæslu er bílbelta ekki þörf J. skrifar: Góð tillaga kom fram í útvarp- inu hérna um daginn. Hún var frá starfsmanni Umferðarráðs eða a.m.k. lesin af honum. Tillagan var á þá leið að allir þeir, sem telja að bílbelti eða ólar hafi bjargað sér frá stórslysi eða jafn- vel dauða, stofni með sér félag. (Hvernig fólk veit nú eitthvað um þetta er nú annað mál.) Þetta er alveg ágætt. Eitt er víst að ef það væri kannað hlutlaust hvernig á því stóð að á beltin reyndi mundi koma í ljós að í flestum tilfellum hefði akstrinum verið hagað á annan veg en aðstæður og almenn athyglisgáfa gáfu tilefni til og varkárni og dómgreind ekki látin sitja í fyrirrúmi. Þessi félagsskap- ur er þarfur og þarna gæti þetta beltafólk borið saman bækur sínar og séð hvað úrskeiðis hafi farið og þá um leið komist að því hversu lítið hefði þurft að aka betur til að beltanna hefði ekki verið þörf og ekkert á þau reynt. Svo lengi lærir sem lifir. Það er einmitt þetta sem „Zico norðurslóða rM yotMgi SMon .0« Plllf Jt' Mr V'B und M«'•» ! nnMdK Ruckannun«n«> lMn»K>V' 10 MMKM'nMHuctcht' tifx S<quv>'uar ube> da> Bkck K» dM Sduekonen MtMgv *cs *• lobp'* dM wnd Ou#>«v< <*• wgr D* « .LMnc**' dr b«cto>*n ■nunf Scaugow >»n «n 0»B •wwuii.io' er meginatriðið að ef ekið er af skynsemi og aðgæslu er bílbelta svo til aldrei þörf. Sé hins vegar útaf þeim góða ásetningi brugðið geta þau án efa í einstaka tilfell- um komið að gagni eða að a.m.k. dregið úr líkamsmeiðingum. Svo eru þeir sem telja sig geta fullyrt að þeir væru ekki í tölu lifenda ef þeir hefðu verið bundnir þegar viss óhöpp urðu. (Hvernig geta þeir nú vitað um það?) Enn aðrir, sem þó segjast nota beltin að staðaldri, segjast losa sig úr þeim þegar sérlega hættulegur vegarkafli er framundan. Hvað á að gera? Svarið er rökrétt: Aka laus af fullri ábyrgðartilfinningu og varkárni. Þá mun nær undan- tekningarlaust vel til takast. Að sjálfsögðu mega þeir sem telja hag sínum betur borgið með því að vera bundnir við bílinn hafa fullt leyfi til að vera það. Þessir hringdu . . . Stuðningur við flugmenn Kolbrún Jónsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég vil lýsa yfir stuðningi við aðgerðir flugmanna Flugleiða því það þarf að útmá fátækt í landinu. Veikindi flugmanna Jón Þorgeirsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég heyrði það í útvarpsfrétt- um á föstudaginn að allir flugmenn hefðu allt í einu orð- ið veikir og að flug legðist niður af þeim sökum. Ekki hefi ég heyrt neitt um það að nein sérstök umgangs- pest sé að ganga og ef svo er ekki hvað er þá að gerast að ein stétt manna skuli veikjast svona allt í einu. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál ef tekið er tillit til öryggis far- þega. Það er ekki glæsileg til- hugsun að vera uppi í háloftun- um í flugvél og svo veikist flugmannaáhöfnin allt í einu þannig að hún geti jafnvel ekki stjórnað henni. Mér finnst það vera lág- marks krafa okkar sem ferð- umst með flugvélum að ekki séu aðrir ráðnir til þessara starfa en þeir sem eru andlega og líkamlega heilsuhraustir og að jafnframt verði látið kanna hvað hái þessum mönnum svo alvarlega um þessar mundir. Ef þessi sjúkdómur reynist vera pressa á ríkisvaldið þá er hann engu minna alvarlegur. Við vitum öll hvað veikindi og sjúkdómar geta oft verið al- varlegs eðlis og hversu margir eru hrjáðir af þeim og hve mik- illi sorg og kvöl þeir geta vald- ið. Sjúkt er það ef sannast að flugmenn leggist svo lágt að gera sér upp veikindi til að knýja fram kröfur sínar í kjaramálum. Sparifiáreiqandi! Hefur þú athugað hvað raunvextir (vextir umfram verðtryggingu) eru orðnir háirá íslandi um þessar mundir? Miklu varðar hvaða vexti sparifé gefur afsér. Segjum sem svo að ---- þú kaupir verðtryggð veð- I984 skuldabréf að andvirði nýs ein- .aL býlishúss. 12% raunvextir (sem >ílTiÍ Ihv1188 nú er á boðstólum) tvöfaldar ----------- sparifé þitt á rúmlega 6 1990 Eftir 6 ár átt ÞVI andvirði 2janýrraein- býlishúsa. Með sömu 1996 ---- vöxtum átt þú 4 ný j. einbýlishús 1!A eftir 12 ár ISlíhw'ufr [ 0g 8 eftir ________ 18 ár. 2002 Þú getur auðvitað fengið verðtryggð veðskuldabréf fyrir mun minni upphæðir eða allt frá 30 þúsund krónum. Sölugengi verðbréfa 21. maí 1984 SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sölugengi miiai vii5,3% vexti umtram veritr. pr. tOOkr. 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR Útg. Sölugengi pr. 100 kr. 5,3% vextir gilda til Sölugengi pr. 100 kr. 5,3% vextir gilda tll 1970 1971 15.865 15.09.1985 1) 1972 14.170 25.01.1986 11.802 15.09 1986 1973 8.974 15.09.1987 8.440 25.01.1988 1974 5.635 15.09 1988 - 1975 4.156 10.01.1985 3.106 25.01 1985 1976 2.8842’ 10.03.1985 2.333 25.01.1985 1977 2.0953’ 25.03.1985 1.777 10.09.1984 1978 1.4204) 25.03.1985 1.135 10.09.1984 1979 9586) 25.02.1985 738 15.09.1984 1900 634 15.04.1985 492 25.10 1985 1981 421 25.01.1986 311 15.10.1986 1982 291 01.03.1985 216 01.10.1985 1983 166 01.03.1986 107 01.11.1986 1) Innlausnarverð Seölabankans pr. 100NÝKR.5.lebrúar 17.415,64 2) InnlausnarverðSeðlabankanspr. 100NÝKR. 10.mars 2.877,97 3) Innlausnarverð Seðlabankans pr. 100 NÝKR. 25. mars 1984 2.122,16 4) lnnlausnarverðSeðlabankanspr.100NÝKR.25.mars1984 1.438,89 5) InnlausnarverðSeðlabankanspr. 100NÝKR. 25. febrúar1984 951,45 VEÐSKULDABRÉF VERÐTRYGGÐ ÓVERÐTRYGGÐ Með 2 gialddöqum á árl Með 1 gjalddaga á ári ! Láns- Avöxtun Sðlugen 3! Söluaen 3! timi Sölu- umfram 18% 20% 18% 20% ár: gengi Vextir verðtr, ársvextir ársvextir HLV21 ársvextir ársvextir HLV2) | 1V6 94,67 4 10, OC 89 90 91 84 86 86 2 93,24 4 10.2C 77 79” 80 72 73 74 3 92,09 5 10.4C 68 70 71 63 65 66 4 89,80 5 10.6C 60 63 64 55 57 58 5 87,53 5 10,8C 54 56 57 48 50 51 6 85,28 5 11,oc 7 82,94 5 11,28 1) Dæml: 3ja ára bréf með 20% vexti að nafn- 8 80.63 5 11.5C verði kr. 10.000 og með 2 afborgunum á ári kostar 9 78,35 5 11,78 því 10.000 x 0,70 = 7000 kr. 10 76,11 5 12.0C 2) hæstu leyfilegu vextir. Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega KAUPÞING HF\ Husi Verziunannnar. 3. hæð simi 86988 s.86988 norðursins Vaskur sonur íslands er úti meðal þjóða. Vel um landans sóma sér „Zico“ norðurslóða. Hákur. 03^ SIG6A V/öGA t ItLVtmi | NEI, PF» ER /^OG VlTfl EKKI^T \ BRRfl PETTR HVORTPÆREIGR W) VEN JULEGH. ýGRRTfl E0R HLÆJfl/ VORU RP FR útborgrð^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.