Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 „Vid eldumst öll - nema Cary Grant,“ sagdi Grace heitin Kelly eitt sinn um vin sinn og það þóttu orð aö sönnu. I janúarmánuði sl. varö Cary Grant áttræður og þá var þess enn á ný minnst hvemig hann hefði nánast staðið í stað, hvað útlitið snertir, 1 nokkra áratugi. Menn sögðu að hann hefði hætt að eldast á sextugs- aldri, þá leit hann reynd- ar út sem fertugur væri. ÁTTRÆÐUR, ENN Á BEZTA ALDRI Cary Grant var ekki um það gefið áður fyrr að ræða um aldur sinn, en það umræðuefni bar oft á góma þegar blaða- og fréttamenn tóku hann tali. Mönnum var tíð- rætt um hve vel Ieikarinn var á sig kominn og fýsti að vita leyndar- dóminn um hinn síunga mann. Hvort sem umræðuefnið hefur þreytt leikarann eða hégómagirnd var um að kenna, eyddi hann venjulega slíku tali. Maðurinn lék enda „stór sjarmöra" á móti ung- um leikkonum í hverri kvikmynd- inni á eftir annarri, á því aldurs- skeiði sem margur maðurinn gengst upp í því að vera afi. Leikarinn átti það jafnvel til að segja, að sjálfur væri hann ekki viss um eigin aldur, öll skjöl varð- andi uppruna hans hefðu glatast þegar fæðingarborg hans, Bristol á Englandi, hafði orðið fyrir loft- árásum í síðari heimsstyrjöldinni. Öll slík skjöl voru geymd á ör- uggum stað í London á stríðsárun- um — það er auðvitað önnur saga — en vera má að einhver hafi lagt trúnað á þessa skýringu leikarans. Einhverju sinni þegar skrifa átti grein um leikarann í tímariti þurfti að fá staðfestingu á aldri hans og sent var skeyti með fyrir- spurn. Skeytið hljóðaði svo á ensku: „How old Cary Grant?" Leikarinn tók sjálfur að sér að senda svohljóðandi svarskeyti: „Old Cary Grant fine. How you?“ Hann brá á leik með svarinu, orðaleik, sem því miður missir mikið, ef ekki allt við þýðingu. Archibald Alexander Leach (síðar Cary Grant) fæddist 18. janúar árið 1904 í Bretlandi, eins og áður segir, einkabarn foreldra sinna, Elsie Kingdom Leach og Elias James Leach. Faðirinn var gyðingur í aðra ættina en ekki al- inn upp í þeirri trú. Hann er sagð- ur hafa verið glæsimenn í sjón og á yngri árum hafði hann yndi af söng og skemmtunum með félög- unum. Elsie Leach var komin úr fjöl- skyldu úr lægri millistétt, eins og maður hennar, en með henni blundaði löngun til að bæta sinn hag og feta sig ofar í þjóðfé- lagsstiganum. Heimilisfað- irinn vann við fatapressun hjá framleiðslufyrirtækjum. Það mun hafa orðið eigin- konunni mikil vonbrigði að þau sátu föst í sama farinu. Heimilislífið bar þess merki. Ásakanir og afsakanir gengu á víxl. Það ríkti þar ekki friður. Drengnum var komið í betri skóla, en börn í hans stétt gátu vænst og síðar fékk hann að læra á píanó. En svo var það dag einn, þegar drengurinn var níu ára gamall, að móðir hans var ekki heima til að taka á móti honum þegar hann kom heim úr skólanum. Honum var sagt að hún hefði farið á heilsuhæli út við ströndina. En mamma kom ekki aftur og eftir nokkurn tíma hætti drengurinn að spyrja eftir henni. Hann fann að það olli óþægindum. Það liðu meira en tveir áratugir þangað til þau mæðginin sáust aftur. Sonurinn kemst þá að því að móðir hans hafði verið flutt á geð- veikrahæli og ekki átt þaðan aft- urkvæmt þar til hann fann hana. Hálfur heimurinn þekkti þá kvik- myndaleikarann Cary Grant en móðir hans hafði ekki hugmynd um að þetta var hann Archie hennar. Það gekk á ýmsu hjá þeim feðg- um eftir að þeir voru orðnir einir. Ættingjar fluttu inn til þeirra og síðar fluttu þeir til föðurforeldra drengsins, þar sem þeir voru nán- ast sem kostgangarar en ekki nán- ir ættmenn. Drengurinn varð það sem síðar var kallað lyklabarn og tilfinn- ingatóm það, sem myndast hafði við missi móðurumhyggju, gerði enginn tilraun til að fylla, hvorki faðir, afi né amma. Hann eignaðist enga nána vini í skóla. Síðar þegar hann var orðinn frægur maður, rifjuðu skólafélag- ar upp þær minningar um hann, að hann hafi gert tilraunir til að láta á sér bera með því að vera sniðugur, segja brandara í tímum, skjóta af teygjubyssu og vera svo sendur til skóla- stjóra til að fá áminn- ingu. Þess er ekki minnst, að hann hafi sýnt leiklist neinn áhuga né sótt þær sýningar sem skólinn stóð fyrir. Hann sýndi nokkurn áhuga fyrir efnafræði og hélt sig oft á tilraunastofunni. Þar kynnt- ist hann manni, sem að aukavinnu vann við lysingar á leiksviði. Hann gaf stráknum leyfi til að koma á laugardagseftirmiðdögum, þegar sýningar voru, til að fylgj- ast með. Velgjörðarmanninum tókst meira að segja að finna starf fyrir strák, þó ólaunað væri, og er óhætt að segja að þar hafi honum opnast nýr heimur. Það var þarna í leikhúsinu, að hann heyrði af sýningarflokki pilta, sem sýndu listir sínar, loft- fimleika og annað víða í leikhús- um. Aldur piltanna var bundinn við sextánda ár, þannig að þeir hefðu lokið skólagöngu. Archie skrifaði stjórnanda og ábyrðgarmanni flokksins, Bob Pender, sótti um inngöngu, skrif- aði bréfið í nafni föður síns, laug til um aldur sinn, hann var aðeins 14 ára, og sendi af sér mynd. Eftir að hafa séð strákinn leika listir sínar réð Pender hann og laumaðist hann burt að næturlagi til að komast með flokknum í sýn- ingarferð. Það tók föðurinn heila viku að hafa upp á syni sínum. Hann fór og sótti hann en lofaði honum jafnframt að hann gæti tekið upp þráðinn aftur þegar hann hefði lokið skólagöngu. En hvernig sem það hefur nú atvikast varð veran í skólanum styttri en til stóð. Það mun jafnvel ekki grunlaust um að strákur hafi hreinlega gert sitt ýtrasta til að verða rekinn. ■ Mynd tekin áríd 1931, á þeim tíma breytti leikarínn nafni sínu í Cary Grant.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.