Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 Hátíðahöld sjómannadags- ins við höfnina FYRIRHUGAÐ mun að hátíðarhöld sjómannadagsins, sem Sjómanna- dagsráð gengst fyrir að venju fyrsta sunnudag í júní, verði að þessu sinni haldin við gömlu höfnina í Reykja- vfk, en ekki í Nauthólsvík, svo sem verið hefur undanfarin ár. Breyting á fundarstað hátíðar- haldanna hefur verið samþykkt í borgarráði. Allmörg ár eru nú síð- an hátíðarhöldin hafa verið haldin við gömlu höfnina í Reykjavík og má því ætla að það verði talsverð nýbreytni frá hefð síðustu ára að halda þau þar að nýju. Vegna fjölda áskorana framlengjum við tilboðinu til laugardagsins 26. maí nk. 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verslunarinnar OPIÐ: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 26.5. frá kl. 10—3 e.h. ath, K.M. Húsgögn Tilboðið verður ekki endurtekiö Langholtsvegur 111 — Slmar 37010 — 37144 — Reykjavík. EIMSKIP Öflug hraðflutningsþjónusta IDA L U Frá verksmiðjudyrum erlendis alla leið heim í hlað Nýja hraðflutningsþjónustan okkar, „EIMSKIP - EXPRESS'1 Tryggir þér mesta mögulegan flutn- ingshraða á sjóoglandi. „EIMSKIP - EXPRESS" sér um að sækja vöru þína við verksmiðjudyr erlendis og annast flutning hennar til útskipunar- hafnar, þar sem skip Eimskips taka við. Nú þegar bjóðum við „EIMSKIP - EXPRESS" í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Italíu, Þýskalandi og Danmörku, og auðvitað höldum við áfram útbreiðslu Express-þjónustunnar víðar um heim. Flutningur er okkar f ag , 'jjp EIMSKIP * Sími 27100 Skáksveit Útvegsbank- ans sigraði Siglfirðinga SKÁKSVEIT Útvegsbankans í Reykjavík fór í keppnisför til Siglu- fjarðar helgina 5.-6. maí síðastlið- inn. Keppt var laugardaginn 5. maí á 12 borðum og úrslit urðu 7 vinningar Útvegsbankamanna gegn 5 vinning- um heimamanna. Keppendur og úrslit: Útvegs- bankamenn taldir á undan: Björn Þorsteinsson — Páll Jónsson 1—0 Gunnar Gunnarsson — Guðmundur Davíðsson 1—0 Jóhannes Jónsson — örn Þórarinsson 1—0 Bragi Björnsson — Baldur Fjölnisson 'h—'h Jakob Armannsson — Björn Hannesson 1—0 Ólafur Helgason — Bogi Sigurbjörnssn 'á—'h Ásbjörn Þorleifsson — Bjarni Árnason 0—1 Svavar Ármannsson — Ásgrímur Sigurbjörnsson 1—0 Jóhann Jóhannsson — Jón Pálsson 1—0 Jóhannes Magnússon — Jóhann Möller 0—1 Gunnar fvarsson — Jóhann Jónsson 0—1 Smári Þórarinsson — Sigurður Gunnarsson 0—1 Sunnudaginn 6. maí var háð hraðskákkeppni og sigruðu sunnan- menn með 69'/2 vinning gegn 52'/2 vinningi norðanmanna. Duarte um Nicaragua: „Erfiður hjalli að yfirstíga (iuafemalaborc, IX. maí. \l\ NAPOLEON DUARTE, hinn ný- kjömi forseti El Salvador, sagði í dag, að sandinistastjórnin í Nicar- agua væri „erfiður hjalli að yfirstíga í leit að friði í Mið-Ameríku“, en gat þess jafnframt, að El Salvador myndi sýna þolinmæði og einlægni í viðskiptum sínum við nágrannaríkið. „Sandinistarnir aðstoða vinstri- sinnaða skæruliða i E1 Salvador og það er bein hernaðaríhlutun frá okkar bæjardyrum séð. Þeir verða að sjá að sér og hætta því,“ sagði Duarte. Hann mælti ofangreind orð við fréttamenn í Guatemala, eftir að hafa átt viðræður við stjórnvöld þar í landi. Þangað kom hann frá Honduras, en heldur nú til Costa Rica til skarfs og ráða- gerða. Ferð hans lýkur í Wash- ington þar sem Ronald Reagan og hann munu ræðast við. A við- komustöðum sínum til þessa hefur Duarte talað um „sameiginlegt átak þeirra Mið-Ameríkuríkja sem meta ofar öðru fólkið, að standa saman um varanlegan frið í heimshlutanum." x Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.