Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 Félag guðfræðinema Drottinn, hvernig á ég að ráða við streituna? Þessi ráð, sem hér birtast, eru tekin úr grein í blaði hinnar alþjóðlegu hreyfingar kristinna heilbrigðisstétta. Blaðið heitir A New Heart og greinin er eft- ir Kim Allison í Kaliforníu. Megi þér vel duga ef þú skyld- ir þarfnast þeirra. ★ Eitt mikilvægasta skrefið til að ráða við streituna er að biðja Jesúm að hafa hemil á henni. Við gerum það með því að tala mikið við hann. ★ Við þurfum að tala við Jesúm um allt, sem okkur finnst valda okkur streitu. Ef það eru t.d. fjárhagsáhyggjur þurfum við að tala við hann um allt, sem viðkemur fjármálum okkar eða hinna, sem við erum að biðja fyrir. ★ Við skulum samt ekki aðeins tala við hann um það, sem okkur finnst valda okkur streitu, heldur um allt, sem við erum, alla persónu okkar eða þeirra, sem við erum að biðja fyrir. ★ Við skulum ekki hika við að vera aðgangshörð í bæninni. ★ Við skulum ekki aðeins biðja um styrk til að ráða við vandann heldur líka um frið í hjarta okkar svo að við getum gengið í gegnum þennan vanda. ★ Við getum orðið svo aðfram- komin af streitu að við ráðum ekki við hana. Við verðum lík- amlega þreytt, andlega upp- gefin og svo veik í trú okkar að við megum ekki reyna að láta hana verða öðrum til hjálpar. ★ Við getum orðið alvarlega lík- amlega veik af streitu. Þetta gerðist í lífi mínu. Ég fékk mjög erfiðan ofnæmissjúkdóm af streitu. Ég ákallaði Drottin, og hann sýndi mér að hann vildi að ég horfðist í augu við það, sem ég óttaðist. Ég gerði það, tók á mig þá ábyrgð, sem ég hafði reynt að komast und- an. Smátt og smátt er ég að læknast. Og nú þakka ég Drottni fyrir að hafa gengið með mér gegnum þessa erfið- leika. Þeir hafa dregið mig nær honum og gefið mér sterkari trú. Friðarumræður hrekkjusvína Börnin í skólanum voru að vinna að friðardagskrá, teikna, búa til ljóð úr blaðaúrklippum, hringja til fram áfólks í friðar- hreytingum til að fá viðtöl i skólablaðið. Eftir löngu frímín- úturnar safnaði skólastjórinn þeim saman til umræðufundar. Tvö barnanna voru sett í miðjan hringinn til að tákna ókunn ríki og hin börnin lögðu þeim orð í munn í viðræðum um frið. Eftir ofurlitla stund felldi samkundan þann dóm að börnin gætu í rauninni alveg eins verið að leika sjálf sig, þau væru sjálf haldin því sama og þau voru að eigna einhverjum ríkjum úti í heimi, sömu tortryggninni, sama óttanum, sömu lönguninni til að vera eitthvað mikið og merki- legt. Skólastjórinn væri sjálfsagt búinn að gleyma þessum degi eins og mörgum öðrum skóla- dögum ef ekki væri fyrir síðustu orð barnanna tveggja í miðjum hringnum. Þau horfðu skelmis- leg hvort á annað og glottu glað- lega svo að skein í skörðin, þar sem enn vantaði fullorðinstenn- ur. — Hrekkið þið nokkurn tíma? spurði skólastjórinn. — Nei. Jú annars. En við pössum okkur bara á því að hrekkja aldrei nema þá, sem eru minni en við. Og það var nú það! Daglegt líf okkar er gjöf frá Guði. Við gætum nú áreiðanlega lært að njóta þess betur. Þá komumst við betur af við 10. boðorðið og sjálf okkur. Ekki girnast - 10. boðorðið Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það sem náungi þinn á. Þannig hljóðar 10. boðorðið. Á okkar tímum myndi það líka fjalla um eiginmann annarrar konu og mér finnst það myndi tala um heimilisvélar, atvinnuvélar, bíla og allt annað, sem við sjáum og heyrum um að aðrir eigi. Við sjáum strax að boðorðið er meira en bann, það er kærleiksboð, miskunnarbæn. Guð í kærleika sínum biður okkur að vera miskunnsöm við sjálf okkur. Við vitum að okkur líður svo illa þegar okkur finnst aðrir eiga meira en við. Það er svo óhollt að vera í eiginasamkeppni við aðra. Ekki girnast, segir Guð í umhyggjusemi sinni fyrir líðan okkar. Og líðan annarra auðvitað líka. Það getur splundrað fjölskyldum og bakað mörg- um mikla óhamingju ef við förum að girnast eig- inmenn eða konur annarra. Og það getur orðið öðrum til óþæginda ef við förum að öfunda þau af eignum þeirra eða lífsstíl. Verum sátt við sjálf okkur og okkar lífsstíl ef hann er heiðarlegur. Og meira en það, njótum hans fram í fingurgóma. Það er mikið mál til aðgæzlu. Bezt að ræða það gaumgæfilega við Guð strax í dag. Biblíulestur vikuna 20.—26. maí Ekki girnast Sunnudagur 20. maí: 2. Mós. 20.17 — Gkki girnast maka annarra Mánudagur 21. maí: Matt. 5.27—31 — Varastu girndarhug Þriðjudagur 22. maí: Orðskv. 31.10-31 - Met kosti konu þinnar Miðvikudagur 23. maí: Ef. 5.33 — Met kosti manns þíns Fimmtudagur 24. maí: Ef. 5.1—20 — Lifið í kærleika Föstudagur 25. maí: Ef. 6.10—20 — Vopn Guðs gegn vélabrögðum Laugardagur 26. maí: Sálm. 119.9—16 — Hald vegi þínum hreinum tkf •jnausi Síðumúla 7-9, sími 82722. Bllanaust h.f. hefur nú á boóstólum hljóðkúta, púströr og festingar I flestar gerðir blla. Stuðla- berg h.f., framleiða nlðsterk pústkerfi og hljóð- kúta sem standast fyllilega samkeppni við sams konar framleiðslu erlendra fyrirtækja. Þessa Isl- ensku gæðaframleiðslu erum við stoltir af að bjóða viöskiptavinum vorum jafnhliöa vörum frá HUÖÐKÚTAR PUSTKERFI Félag austfirskra kvenna fer í sumarferðalagið 6.—8. júlí, farið verður til Norð- urlands. Konur mega taka meö sér gesti. Þátttaka tilkynnist fyrir 15. júní til Laufeyjar í síma 37055, Sonju 33225 sem gefa frekari uppl. Sarasota, Florida, U.S.A. Sarasota Surf og Racquet Club, 5900 Midnight Pass Road, Sarasota, Fl. 33581. Tökum á móti pöntunum fyrir sumarleyfiö 1984. Tvö lúxusherbergi og tvö baðherbergi í íbúöablokk meö sundlaug og fjórum tennisvöllum. Staðsett viö Mexíkóflóa. Hvít sandströnd — ein af þeim fegurstu í heiminum. Skrifið og pantiö eða fáiö upplýsingabæklinga. Sími 1-813-349-2200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.