Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 26
;a c* MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 TVÆR Á BÁTI í land og batt bátinn á stólpa sem oftast eru meðfram slíkum bökk- um með réttum nýlærðum sveiflu- hnút. Bjórkráin reyndist ekki vera búin að opna, svo við horfðum bara á sjónvarpið með eigið bjórglas og nutum kyrrðarinnar hinar ánægðustu með okkur. Að vísu höfðum við hlustað betur á það hvernig stýra ætti bátnum en hvernig opna ætti fyrir gasið og komum ekki hituninni í lag fyrr en daginn eftir, með þeim afleið- ingum að skipstjórinn svaf í prjónakápunni sinni og öllum hlýju fötunum, af því ekki hafði enn lærst að einangra sig með teppinu frá vegg með kalda ána hinum megin. Kvöldið var dýrlegt. Handan ár- innar bærðist gulbrúnt mann- hæðarhátt sefið fyrir vindinum, og gegn um það heyrðist mikið kindajarm. Tveir hnúðsvanir syntu kring um bátinn, og sólin var að síga handan gróðursins á bakkanum við káetugluggana. í kyrrðinni heyrðist þessi mikli fuglasöngur, sem við áttum eftir að kynnast svo vel. Stöku sinnum fór hjá bátur. En umferð er bönn- uð að nóttu til, og engin ljós á bátunum til að undirstrika þetta. Einnig eru á öllu vatnasvæðinu, nema Oulton-vatni, bannaðir hraðbátar og háar sektir fyrir of hraðan akstur. Jafnframt er bannað að hafa hávær útvarps- tæki í bátunum. Svo tekist hefur að halda kyrrð þessa vatnasvæðis, þrátt fyrir umferð og ferða- mennsku. Hinir bátarnir voru farnir er bátsverjar á Vorflugunni voru til- búnir að leggja í hann eftir góðan morgunverð daginn eftir. Tals- verður vindur var og stóð af ánni og flóðið lagðist með honum á eitt að þrýsta bátnum að bakkanum. Gleymst hafði eitt af mörgu heil- ræðunum að leggja alltaf bátnum upp í strauminn og þeim megin árinnar sem vindur stæði af hon- um, ef við höfum þá nokkuð vitað um kvöldið hvernig straumum og vindum yrði háttað að morgni. Jafnótt sem hásetinn ýtti frá, barst báturinn fast að bakkanum aftur, og vélin virtist ekki hafa kraft til að ná sér á móti. Við slík- ar aðstæður mun þurfa nokkurt lag og æfingu, sem við höfðum ekki. Eftir að hafa nuddað einn belginn af við bakkann, misst krókstjakann og náð honum upp aftur og bardúsað langa stund, náðist bátinn svo skyndilega frá að hásetinn stóð eftir á bakkanum með krókstjakann og horfði á eftir farartækinu í sveig út á ána. Þar voru bátar að koma fyrir beygju, svo hringurinn varð nokkuð stór áður en skipstjóri kom að aftur til að sækja skipverja sinn, sem hélt að hann væri þarna yfirgefinn á ókunnri strönd. En þetta var fyrsta tilraunin og með æfingunni tókst smám saman hönduglegar að leggja að og halda frá landi. Hásetinn féll aldrei í ána og drukknaði er hann stökk snarlega í land með kaðalinn og batt eftir mismunandi góða stýringu að bakka. En báturinn átti til að snú- ast áður en hægt var að koma á hann böndum báðum megin. Að lokum var skipshöfnin orðin svo flink að Vorflugan meira að segja bakkaði inn í stæði án stórra áfalla. Þennan sunnudagsmorgun voru strákar að æfa sig á seglbátum að krussa ána rétt neðan við okkur. Umferðarreglur krefjast þess að vélbátar víki alltaf fyrir seglbát- um, sem er hægara sagt en gert þegar þeir snarsnúa við og koma Þar sem ferjustaðirnir voru fyrrum eru gömlu sveitakrárnar enn við lýði. Þar er gjarnan lagst að bakka og skroppið í land, til að fá sér biU eða kollu. ÞetU er Ferry Inn í Stochy við ána Bure. um við Oulton Broad er ógleym- anleg. Upp úr sefinu standa stór og falleg lauftré af ýmsum gerðum og slúta út yfir mjóa ána, ekki þó þéttari en svo að hvert þeirra nýt- ur sín. En víða hefur vatnið etið undan rótunum og fellt þau. Að baki má svo heyra og stundum grilla í akra og menn að vinna. Alls staðar eru fuglar af ýmsu tagi. Þarna sjáum við í fyrsta sinn litfagran fasana fljúga hjá. Gegn um Oulton-sýkið má sigla inn í Oulton Broad, sem er rúmgott vatn með fallegum sumarhúsum beggja megin og glæsilegu hóteli við endann á vatninu, þar sem leggjast má upp að. Ef bátsverjar eru búnir að fá nóg af kyrrðinni opnast þarna tækifæri til að taka sér strætisvagn inn í Lowes- toft-bæ. Þetta er austasti bær Bretlands, þekktur sumardvalar- staður með sendnar baðstrendur, golfvelli og sundlaugar, sagt að þar sé sól í átta stundir dag hvern fjóra sumarmánuðina. Þetta er líka fiskimannabær með síldar- bátum í nóv. og des. þegar ein- hverja síld er að hafa í Norðursjó. En við kærum okkur ekki um bæj- arlíf og of snemma á ferðinni fyrir baðstrendur, svo við snerum upp í árnar án viðkomu. Hraðbáta- keppnir hafa farið fram á vatninu í 75 ár og er það eini staðurinn þar sem slík hávaðatæki eru leyfð. V orflugan okkar á barnum í Hótel Wroxham, þar sem bátsverjar settust að og áttu góóa næturgistingu í bát sínum. Geta vottaó aó ágætt er ad sofa á barnum. þegar flutningaskúturnar með svörtu seglunum fóru um skurðina með kolafarma og annan varning. En þeir gátu lent í erfiðleikum þegar lágt var í. Frásagnir eru af því að árið 1890 hafi flætt undan flutningabátunum sem lágu á hliðinni þar sem þeir voru komnir með kolafarmana. Þetta var eitt erfiðasta árið og tóku bátaeigend- ur upp frá því að breyta flutn- ingaskipum sínum í skemmtibáta, sem þeir fóru að leigja í hópferðir með „skipstjóra og píanói", sem þótti ómissandi í slíka skemmti- siglingu og í raun fyrirrennari sjónvarpsins. Við enda árinnar lögðum við bátnum við þennan fallega litla bæ með rauðu tígul- steinahúsunum í Georgíustíl og fallegri 15. aldar kirkju. Eyddum þar góðum hluta dags. í báta- kvínni rétti okkur hjálparhönd gamall sjómaður af íslandsmið- um. Hafði verið á togara við land- ið 1937—9, en þá kom stríðið og hann lenti í sjóhernum. Þetta kvöld lagðist Vorflugan að grösugum bakka milli bæjarins Reedham, þar sem bátar lágu þeg- ar svo þétt að skipstjóri gugnaði á að leggja þar inn á milli, og Reed- ham-ferjustaðarins. í Reedham sat fyrrum Edward konungur Austur-Anglíu, sem danskir vík- ingar drápu 870 fyrir að vilja ekki gerast kristinn, en er nú snotur bær með tveimur götum, frægri kirkju með stráþaki og fuglabúi með listiðnaði úr skrautfugla- fjöðrum. En skammt frá er Reed- ham-dráttarferjan, ein af þeim fáu gömlu dráttarferjum sem enn eru í notkun. Þarna var eini stað- urinn til að komast yfir ána Yare milli Norwich og Yarmouth. Þegar bílar koma að ánni kalla þeir á ferjuna, sem var allt til 1951 handdregin á hlekkjum yfir, en er nú dieseldrifin. Bátar þurfa að vara sig á vírunum og bíða eftir að ferjan fari yfir þegar þeir koma að. En eins og á öllum gömlu ferjustöðunum er þarna notalegur viðarklæddur bjórstaður skrýddur gömlum munum. Margir bátar lágu við bakkann og fólkið í þeim hafði brugðið sér inn til að fá sér glas og matarbita, fjölskyldur með börn, vinahópar á stærri bátum eða bara hjón ein sér. En það góða við svona ferðamáta er að fólk getur verið alveg út af fyrir sig eða spjallað við einhvern. Hver hefur það eins og hann vill. Bakk- inn okkar var svolítið neðar við ána og á leið í krána gegn um sefið í kvöldkyrrðinni fórum við hjá ákaflega skemmtilegri gamalli myllu, sem einhver hafði breytt i sumarhús. En allar myllurnar, sem áður dældu vatninu upp úr skurðum i árnar og nú standa á bökkunum, ýmist við haldið eða hrörnandi, setja sinn svip á lands- lagið. Milli ánna Yare og Waverney var 1833 grafinn um 3 km langur skurður, þar sem mjög gætir flóðs og fjöru og því ekki leyfilegt að stansa. Þarna rákumst við á fyrstu brúna, sem þurfti að vara sig á. Taka í tíma niður yfirtjaldið og rúðuna. Við brúarsporðana má lesa hæð undir brýrnar. Án blæju var báturinn okkar sex fet sex en 7 fet undir brúna. Þar sem við höfð- um aftur á móti um kvöldið ætlað að leggjast að bakka ofan við lága gamla brú í bænum Beccles ofar- lega við Waverney-ána, höfðum við ekki tekið niður yfirbygging- una og varð uppi mikið írafár þeg- ar sá bakki var upptekinn og há- setinn þurfti með hraði að ná þessu niður hjálparlaust meðan skipstjóri þorði ekki frá stýrinu í straumnum, svo það er eins gott að vera búinn að átta sig á í tæka tíð þegar lág brú er framundan. Ekki varð þetta til vandræða og inni í þessum gamla markaðsbæ Beccles veifaði einn bátaeigandinn með fána Blakes-ferðaskrifstof- unnar okkur að koma að hjá sér um nóttina. Alls staðar mætti manni þetta hjálpsama fólk. Bret- ar eru einstaklega notalegir í allri umgengni. Þarna er enn einn gamli bærinn með gömlum húsum og bjórkrám. Ekki er víða hægt að sjá yfir þetta flata land, en þar er gamall klukkuturn. Meðhjálpar- inn gamli staulaðist með okkur og breska fjölskyldu alla leiðina upp og sagði stanslaust alls konar skrýtnar sögur af sér og öðrum og aðskiljanlegum hringjurum gegn um aldirnar, hafði læst turndyr- unum á eftir okkur til að missa ekki áheyrendurna frá sér. Leiðin frá Beccles að ármótun- Sjávarfalla gætir mikið Næst var höfð viðdvöl í bæ heil- ags Ólafs með klausturrústum frá 1216, sem kenndar eru við ólaf helga Noregskonung. Klaustrið stofnað við gamla ferjustaðinn yf- ir Waverney-ána eins og svo mörg gömlu klaustrin. Það var lagt niður 1537 og lenti í einkaeign. Ár- ið 1921 keypti breska ríkið það, einkum vegna neðanjarðarhvelf- inga, sem munu vera dæmi um elstu ensku múrsteinabyggingarn- ar. Þarna er varðveitt ein af gömlu myllunum. Þangað liggur einn af þessum göngustígum, sem Bretar hafa alls staðar lagt til að ferðafólk komist leiðar sinnar. Leggja þá gjarnan meðfram vatni eða yfir lóðir, ef þarf, og ætlast til að fólk fari eftir þeim en vaði ekki yfir allt. Þessir stígar eru merktir með „footpath" sem vísbending um að þar megi ganga. Þarna í St. Olaf er notalegur veitingastaður, Water Mill Inn. í kvöldkyrrðinni siglum við áfram niður Waverley að Burgh Castle, síðasta mögulega lend- ingarstaðnum fyrir Brayton Wat- er. Hátt sefið bærist varla og fugl- arnir víkja tæplega á ánni þótt bátur komi. Þegar við leggjum að ágætum grasbakka og bindum bátinn kemur Breti hlaupandi frá næsta bát til að segja okkur að hafa nú nægan slaka á köðlunum, því annars kunnum við að vakna hangandi á bakkanum þegar flætt hafi undan bátnum. Þarna er mik- ill munur orðinn á flóði og fjöru. Þetta er tryggingamaður frá London með konu sinni, sem býður hinum nýkomnu upp á drykk í bátnum sínum áður en við höldum fyrir framan stefnið, eins og einn þeirra lék sér að að gera þarna. Skipstjórinn var með lífið í lúkun- um, þar til tókst að komast út úr þessu skútugeri án áfalla og áfram niður ána. Út frá Yare liggur í suðui mjó á að nafni Chet. Lagt að í þorpi eða krá Um 4 mílur upp Chet er komið að skemmtilegum markaðsbæ, Loddon. Meðfram ánni er fallegur laufskógur en eins gott að fara hægt, því áin er mjó og bátar geta komið skyndilega fyrir bugðu á móti. Þetta er ein af leiðunum sem bættar voru og haldið opnum fyrir flutningabátana fyrr á öldum, Hnúðsvanir og litskrúðugar Kanadaendur sveima kring um bátinn í kvöid- kyrrðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.