Morgunblaðið - 25.05.1984, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984
3
Heilög Sesselja eftir Hannes Sig-
urðsson í öllu sínu veldi á vegg Út-
vegsbankahússins í Austurstræti.
Morgunblaöið/EBB
Heilög Sesselja
hengd upp í gær
— Forsala adgöngumiöa á
Listahátíð hefst í dag
Geröu cjarðinn glæsilegan I
Jón Baldvin var skólameistari MÍ frá 1970—1979 að undanskildu skólaárinu
1976—1977 að Bryndís Schram gegndi starfinu. Allan þann tíma var kennt í
gamla barnaskólahúsinu við Aðalstræti. Ljósm. úlfar.
ísafjörður:
Kartöfluverksmiðjan hf. í Þykkvabæ:
Tíu ára stúdentar
heiðra skólameistara
Aldrei önnur eins sala
ísafiröi, 21. maí.
í VOR eru tíu ár síðan Mennta-
skólinn á ísafirði útskrifaði stúd-
enta í fyrsta sinn. f tilefni þess var
fyrstu rektorum skólans, hjónun-
um Bryndísi og Jóni Baldvini
Hannibalssyni boðið vestur. Við
skólauppsögnina afhentu fyrstu
stúdentarnir skólanum að gjöf
málverk af þeim hjónum, þar sem
þau sitja framan við gamla skóla-
húsið í Aðalstræti, en í því var
kennt þar til um áramót í vetur.
Pétur Guðmundsson, listmálari á
fsafirði, málaði myndina. Nú er
skólinn loksins kominn í eigið hús-
næði á skólalóðinni við Torfnes,
unnar og aðra daga til 10 á kvöldin
og um margar helgar."
— Hvaða kartöflur notið þið?
„Bæði innfluttar og smáar ís-
lenskar. Því miður erum við að
klára þessar íslensku núna og er
það í fyrsta skipti sem ekki þarf að
henda smáum kartöflum hér í
Þykkvabænum. Síðan höfum við
fengið kartöflur frá Hollandi, af
binté-tegund, sem Grænmetis-
verslunin flytur sérstaklega inn
fyrir okkur.“
— Þið hafið þá ekki þurft að
nota þær finnsku?
„Nei, aldrei. Við reyndum það
þegar þær komu fyrst til landsins
en gátum ekki notað þær. Það var
aðallega vegna bragðsins. Við ger-
um miklar kröfur og þessar
finnsku hentuðu alls ekki í fram-
leiðslu á frönskum kartöflum. Þær
eru allt of dökkar og bragðvondar.
Við reyndum aldrei að sjóða þær,
enda áttum við þá nóg af íslensk-
um. Sem betur fer fórum við ekki
út í að nota þær því seinna kom í
ljós að þær voru ekki heilbrigðar og
þá hefðu afföllin orðið gífurleg,"
sagði Friðrik Magnússon.
Ari Hálfdánarson í Kartöflu-
verksmiðju KSÞ á Svalbarðseyri
sagði að salan hjá þeim væri góð,
þeir gætu ekki kvartað yfir henni,
en hinsvegar væri hún ekkert meiri
en venjulega.
Baly áfrýjaði:
Var settur
í farbann
JÓN Erlendsson sakadómari úrskuró-
aði Miroslav Peter Baly í farbann í
gær, eftir aö Baly hafði áfrýjað dómn-
um vegna fálkaeggjaþjófnaðarins til
Hæstaréttar.
Gunnlaugur Briem yfirsakadóm-
ari sagði í samtali við blm. Mbl. í
gærkveldi að talið hefði verið nauð-
synlegt að úrskurða manninn í far-
bann, þar til dómur hefði gengið í
Hæstarétti í málinu.
þar sem heimavist hefur verið
starfrækt í mörg ár. Úlfar
MJÖG góð sala hefur verið á fram-
leiðsluvörum Kartöfluverksmiðjunn-
ar hf. í Þykkvabæ undanfarna þrjá
mánuði. Söluaukningin er frá 50 og
upp í 100% eftir vörutegundum, og
hefur aldrei verið önnur eins sala á
soðnum kartöflum til heimilisnota
eins og nú, að sögn Friðriks Magn-
ússonar framkvæmdastjóra Kart-
öfluverksmiðjunnar hf.
„Salan hefur verið mjög góð í
mars, apríl og það sem af er maí,“
sagði Friðrik í samtali við blm.
Morgunblaðsins. „Aukningin hefur
verið 50 til 60% á sumum tegund-
um og allt upp í 100% á parísar-
kartöflum og soðnum kartöflum.
Flest veitingahús og mötuneyti eru
farin að nota þessa vöru, enda er
þetta mjög hagkvæmt fyrir þá, all-
ar kartöflur í lagi og tilbúnar til
notkunar. Þá hefur sala á soðnum
kartöflum til heimilisnota aldrei
verið jafn mikil og nú frá því við
byrjuðum."
— Hafið þið getað annað þessari
miklu eftirspurn?
„Við höfum unnið á tveimur 8
tíma vöktum tvo til þrjá daga vik-
HAFI menn ekki vitað að Listahátíð er
á næstu grösum voru vegfarendur
minntir rækilega á það laust eftir kl. 16
í gær þegar risastór mynd af verndara
Listahátíðar 1984, heilagri Sesselju,
var strengd á vegg Útvegsbankahúss-
ins í Austurstræti.
Myndin er eftir ungan listamann,
Hannes Sigurðsson, sem er að út-
skrifast úr Myndlista- og handíða-
skólanum nú í vor en hann heldur
síðar í sumar til náms í París. Fullu
nafni heitir mynd Hannesar: „Heilög
Sesselja stekkur hæð sína í loft upp
af ánægju með gróskuna I listalífi á
íslandi" en af skiljanlegum ástæðum
var nafnið stytt til þæginda.
Forsala aðgöngumiða á viðburði
Listahátíðar hefst kl. 14 í dag og
verður í fyrsta sinn á þremur stöð-
um. Auk þess að vera f Gimli eins og
áður verða miðar seldir í Vörumark-
aðinum á Seltjarnarnesi og í Mikla-
garði við Sund á sama tíma og versl-
anirnar eru opnar.
Nú gefst þér kostur á að gera garðinn þinn glæsilegri en
þú hefur nokkurn tíma ímyndað þér!
Með U-steinum og Gras-steinum opnast stórkostlegir
möguleikar í frágangi garða á íslandi - möguleikar sem
þú getur notfært þér á auðveldan hátt.
Hvernig skrautsteinar geta
gjörbreytt garðinum þínum
Við höfum gefið út bækling þar sem við sýnum nokkrar
hugmyndir um útfærslur á skrautsteinum - útfærslur
sem þú getur auðveldlega aðlagað þínum garði - og að
sjálfsögðu komið með eigin hugmyndir!
Hringdu í okkur eða skrifaðu og við sendum þér eintak
um hæl.
Ráðgjöf og upplýsingar
Nóatúni 17
105 Reykjavík
sími: 91-26266
Við bjóðum að sjálfsögðu hellur í ýmsum stærðum og
gerðum, tröppusteina og fylgihluti s.s. garðborð, stóla
og útigrill - raunverulega allt sem þú þarft til að gera
garðinn þinn glæsilegan!
Ráðgjöf landslagsarkitekts
og heimsending* - ókeypis!
Við bjóðum þér ráðgjöf landslagsarkitekts sem leiðbeinir
um notkun og útfærslur á skrautsteinum og hellum -
þér að kostnaðarlausu.
Hafðu samband við okkur, við munum með ánægju
veita þér allar frekari upplýsingar.
* Heimsending er ókeypis innan Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Pantanir
Steinaverksmiðja Breiðhöfða 3
110 Reykjavík *
sími: 91-85006
Brevtist í við útkomu sim.iskrár S4
~1T