Morgunblaðið - 25.05.1984, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 25.05.1984, Qupperneq 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAl 1984 7 Guðmundur G. Þórarinsson: Mútur frá Alusuisse og ábyrgð blaðamanna ■ (.udmunduf G. ►ooiw.mi*. NT tekiö til bæna Guömundur G. Þórarinsson, fyrrverandi þingmaöur Fram- sóknarflokks í Reykjavík, sem veriö hefur framvöröur flokks síns í orku- og orkuiönaöarmálum, tekur NT til bæna vegna óvand- aörar blaðamennsku. Staksteinar tylla tám á nokkra kafla úr grein Guömundar í dag. „Hverft við erég fletti NT“ (luðmundur G. Þórar- insson, fyrrv. alþingismað- ur Framsóknarflokks, seg- ir m.a. í grein í NT: „Ég verð að játa, að mér varð hverft við er ég fletti NT á mánudaginn. Við mér blasti fyrirsögnin: „Mútur frá Alusuisse?" á fjórðu síðu og mynd af dr. Jóhannesi Nordal. I>að eru líklega engin takmörk fyrir því, hvað menn geta látið sér detta í hug. Kg hef um árahil orðið vitni að svæsnum árásum á dr. Jóhannes Nordal í hlööum, aðallega auðvitað í 1‘jóöviljanum, og oft hafa mér þá komið í hug vísuorð Bjarna: Ekki er holll tA hafa ból hefóar uppi á jökultindi, af þ»í þar er ekkert ukjól uppi fyrir frosti, anjó né vindi. Kn einhvern veginn varð mér meira um að sjá að- dróttanir sem þessa í „mínu blaði". Ég hefi nú í um það bil ár starfað með Jóhannesi að samningum við Alti.su Lsse og reyndar fleiri aðila og í tilefni þessara skrifa f „mínu blaði“ þykir mér rétt að einhver sem til þekkir opni munninn. Ég held að ég þekki þarna betur til cn sumir aðrir. Samningarnir við Alusuisse Síðan f júní 1983 hefur Jóhanncs stýrt samningum við Alusuisse af íslcndinga hálfu. Arangur hefur orðið verulegur. Kaforkuverðið til ÍSAL hækkaði um nær 20% 1. júlí 1983 eða rétt við byrjun viðræðna og sfð- an um 50% í september 1983. Þessi hækkun færir Landsvirkjun um 10 millj- ónir króna á mánuði síðan og veldur stórbættum hag fyrírtækisins. Jafnframt var undirritað samkomulag um að ræða frekari hækkun orkuverðs- ins. I>ær viðræður standa nú yfir og vonandi íæra þær okkur enn frekari hækkun. Hhitur Jóhannesar Nor- dal er stór f þessum við- ræðum og þessum árangri. I>ar kemur margt til. Jó- hannes býr yfir óvenjulega yfirgripsmikilli þekkingu á sviði alþjóðlegra efna- hagsmála og orkumála. Vald hans á viðfangsefninu vekur virðingu þeirra sem við er rætt Hann er ákaf- lega fljótur að átta sig á óvæntum málsatvikum og hefur mikla hæfileika til að greina aöalatriðin í þung- um málaflækjum, að greina kjarnann frá hism- inu. Hann er varfærinn, vandvirkur og vandaður og vekur því traust viðsemj- enda. í viðræðunum teflir Alu- sulsse fram hæfustu mönnum, sem eru doktor- ar í lögfræði og verkfræði og hafa auk þess helgað líf sitt áratugum saman ál- framleiðslu, sölu- og mark- aösmálum. Þrátt fyrir það hefur Jó- hannes haldið þannig á málstað íslendinga að utanaðkomandi mönnum, sem áheyrendur væru að viðræðunum gæti virst eins Ijóst að hann hefði aldrei gert annað á starfsamri ævi en að fást við hinar ýmsu hliðar álviöskipt- anna. Óneitanlega er fslend- ingum óskaplegur styrkur að eiga slíkan málsvara f viðskiptum við erlenda að- ila. Ég sé í fljótu bragði eng- an sem skilaðí þessu hlut- verki betur. Það er engin tilviljun að dr. Jóhannes Nordal er þekktur víða um heim og fyrir honum borin virðing. I>að er auðvitað ekkert nýtt að fslendingar reyni að gera lítið úr sínum bestu mönnum. Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn hafa þá bar- áttuaðferð að búa til óvini handa fólkinu til þess að beina athyglinni frá sjálf- um sér. Þegar fer að nálg- ast kosningar ráðast þessir aðilar á kaupmenn og hcildsala og ýmsa slíka og allur vandi þjóðarbúsins stafar þá frá þeim. I*egar mest liggur við er ráöist á Seðlahankann og Jóhann- es. Ég hafði gert mér vonir um að þjóðin væri farin að sjá í gegnum þetta, enda þessi baráttuaðferð þekkt f gegnum söguna. Kn þegar „mitt blað“ sveigir inn á sömu línu verður mér hverft við. * Abyrgd blaðamanna Til þess að sclja dag- blöðin í harðri samkeppni grípa menn til óyndis- úrræða. Gamalt máltæki segir: „Kyrun fýsir allt að heyra.“ Slegið er fram ótrúleg- ustu hhitum um nafn- greinda einstaklinga, fyrir- sögn höfð stór með mynd af manninum. í greininni sjálfri er síðan sagt að höf- undur taki enga ábyrgð á því sem sagt sé, hann hafl þetta eftir einhverjum öðr- um eða almannarómi. Gkki sé lagöur dómur á sann- leiksgildi fregnarinnar, en hins vegar sé hér um mjög alvarlegt mál að ræða. Gr unnt að ra'gja menn og ófrægja á öllu lipurlegri og óábyrgari hátt? Síöan er allt kórónaö með því að höfundur ritar undir dulnefni. Því auðvit- að vill hann sjálfur ekki vera bendlaður við málið. Það er mikið rætt um ábyrgð stjórnmálamanna og embættLsmanna. Gn hver er ábyrgð blaða- manna? Hvflir engin ábyrgð á þeim gagnvart lesendum eða þeim sem þeir skrifa um? Gr ábyrgð blaðamanns engin þegar hann flytur, rangtúlkar, ýjar að eða gef- ur í skyn? „Ég gæti sagt með sama rétti og þessi greinarhöf- undur eitthvað á þessa leið: Þrálátur orðrómur er uppi um allt land um að í blaðamannastétt hafl safn- ast hópur menntamanna, sem hvergi fá vinnu, ekk- ert geta gert, eru til einskis hæflr og enginn vill hafa f vinnu. Þessir menn hafa hins vegar gerst blaóa- menn vegna þess að til þess þarf enga menntun. engin skilyrði að uppfylla og þar bera menn enga ábyrgð á ncinu, sem þeir gera, en geta fullnægt lægstu hvötum sínum, með þvf að leggja nafntogaða einstaklinga og marga bestu syni landsins í einelti með upplognum kjaftasög- um. Auðvitað tek ég fram að ég legg ekki dóm á sann- lciksgildi þessa orðröms, en játa hins vegar að hér er um svo alvarlegt mál aó ræða að blaðamannastéttin hlýtur að gera hreint fyrir sínum dyrum.“ Vegna fjölda áskorana framlengjum við tilboðinu til laugardagsins 26. maí nk. 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verslunarinnar OPIÐ: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 26.5. frá kl. 10—3 e.h. ath : K.M. Húsgögn Tilboöiö veröur ekki endurtekiö Langholtsvegur 111 — Símar 37010 — 37144 — Reykjavík. Áskriftcirsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.