Morgunblaðið - 25.05.1984, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.05.1984, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 11 Færri kvótatil- færslur en búizt hafði verið við NOKKUÐ hefur verið um flutning aflakvóta milli skipa, en þó minna en búizt haföi verið viö í Sjávarút- vegsráðuneytinu. Hefur flutningur- inn aðallega verið innan sömu ver- stöðva eða milli skipa sömu útgerða. Þórður Eyþórsson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ráðuneytið hefði aðeins heimilað eina tilfærslu milli byggðarlaga, eða milli Siglufjarðar og Vest- mannaeyja eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu. Reglum um þetta væri þannig háttað, að væri um ósk um flutning milli byggðarlaga að ræða, þyrfti að fá til þess leyfi viðkomandi sjó- mannafélags og sveitarstjórnar. Það væri helzti flöskuhálsinn og því hefði aðeins eitt mál komið til Lengra útvarp á rás 2 í sumar? UTVARPSRÁÐ hefur mælt með því að útsendingartími Rásar 2 verði lengdur þannig að útvarp- að verði á fimmtudagskvöldum og um helgar, að minnsta kosti í sumar. Þorgeiri Ástvaldssyni, forstöðumanni rásarinnar, var falið að gera tillögur um fram- kvæmdina, að sögn Markúsar Arnar Antonssonar, formanns útvarpsráðs. Samþykkt útvarpsráðs þýð- ir þó ekki að lenging útsend- ingartímans sé þar með ákveðin, útvarpsstjóri og aðrir yfirmenn útvarpsins eiga eftir að fjalla um málið. Markús Örn sagði að útvarpsráði hefði þótt eðlilegt að iengja útsend- ingartíma rásarinnar með til- liti til niðurstöðu nýlegrar hlustendakönnunar. „Hug- myndin er að þetta verði reynt í sumar, hvað sem síðar verð- ur,“ sagði Markús. „Ætlunin er að gefa útvarpsnotendum fleiri valkosti á fimmtu- dagskvöldum, þegar ekkert sjónvarp er, og svo um helgar þegar fólk er mikið á ferð- kasta ráðuneytisins, sem hefur endanlegt vald í þessum málum. Þórður sagði einnig, að eitthvað væri um það, að aðkomubátar í einhverjum verstöðvum fengju að veiða úr kvóta viðkomandi verst- öðvar að því tilskyldu að þeir lönd- uðu aflanum þar. Sem dæmi um þetta mætti nefna, að einhverjir bátar frá Grímsey stunduðu nú veiðar frá Siglufirði eftir að þeir hefðu lokið kvóta sínum. í Sædýra- safninu f nógu hefur verið l að snúast í Sædýra- safninu í Hafnarfirði síðasta mánuöinn, en á þeim tíma hafa um 50 hópar nem- enda víðs vegar að af landinu skoðað safnið. Starfsemi Sædýrasafnsins heyrir undir mennta- málaráðuneytið og í þessum heimsókn- um má segja að sam- an hafi farið gagn og gaman. Ný stjórn kísilmálm- verksmiðju Á SÍÐASTA fundi sameinaðs Al- þingis fyrir þinglausnir var kosin stjórn kísilmálmverksmiðju á Reyð- arfirði til eins árs frá 3. júní nk. Kosnir voru sjö aðalmenn og sjö varamenn. Aðalmenn í stjórninni voru kjörnir: Geir H. Haarde hagfræð- ingur, Theódór Blöndal tækni- fræðingur, Hörður Þórhallsson sveitarstjóri, Axel Gíslason fram- kvæmdastjóri, Sveinn Þórarins- son verkfræðingur, Halldór Árna- son hagfræðingur og Sighvatur Björgvinsson fyrrv. alþingismað- ur. Varamenn: Bogi Nílsson sýslu- maður, Hrafnkell Á. Jónsson bæj- arfulltrúi, Þráinn Jónsson fram- kvæmdastjóri, Þorsteinn Ólafsson framkvæmdastjóri, Aðalsteinn Valdimarsson, Inger Jónsóttir lögfræðingur og Sigfús Guð- laugsson rafveitustjóri. öflug hraðflutningspjónusta Fm verksmiðjuáyrum erlmdis alta leið heim í hlað Nýja hraðflutningsþjónustan okkar, „EIMSKIP - EXPRESS" tryggir þér mesta mögulegan flutn- ingshraða á sjóoglandi. „EIMSKIP - EXPRESS" sér um að sækja vöru þína við verksmiðjudyr erlendis og annast flutning hennar til útskipunar- hafnar, þar sem skip Eimskips taka við. Nú þegar bjóðum við „EIMSKIP - EXPRESS" í Bretlandi, Belqíu, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Þýskalandi og*Danmörku, og auðvitað höldum við áfram útbreiðslu Express-þjónustunnar víðar um heim. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Síml 27100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.